Morgunblaðið - 04.07.1991, Qupperneq 13
MQRqiUIfBÍAÐIÐ FIMMTUDAGl/R, f, JULI 1991,
13
,
IIÍIII
IIS
1*111
.....
iiiíéi
til 6. júlí vi
.
íxix-íSi
okkar amerísku vörusn t
flestum matvöruverslunum
um alít butd.;
ííií
::::::::::::
Vx-Zx;
l3urru hlcium;rr í þægilegu pokkunutu
Fráhært sjampó og næring
ULTRA
Uinhverfísvæna jwottaefnið
Matarolíanvmsæla
Tunguhóls 11 • Sími 682700
Mýkmgarcfni Fyrir þvottinn
Eitt vinsælasta tannkremið í USA
tea IVORY
Fleiri og fjarlægari lönd
Umfang starfsemi AFS á íslandi
hefur aukist á síðustu árum jafn-
framt því sem boðið er upp á fleiri
og fjarlægari lönd en áður. „Til að
byrja með fóru flestir til Banda-
ríkjanna en smám saman bættust
Evrópulöndin við,“ segir Sigfríður.
„Nú hafa þriðja heims löndin bæst
í hópinn en 47 íslendingar fara til
landa í þeim hópi í ár. Má þar nefna
lönd eins og Brasilíu, Bólivíu, Arg-
entínu, Chile, Honduras og Pan-
ama. Við eigum þátt í að hvetja
fóik til að fara til þessara landa en
ég hef einnig veitt því eftirtekt að
fólk er mun opnara fyrir þeim en
áður, sennilega vegna þess að af
þeim fara góðar sögur,“ segir
Sigfríður og bendir á að samtökin
muni leggja aukna áherslu á lönd
í Asíu á næstunni, þar sé mikil
gróska og áhugi fyrir að hýsa
skiptinema.
Aukið samstarf við skóla
Aðspurður um nýjungar leggur
Ebbe áherslu á að unnið sé að auk-
inni valddreifingu. „Við viljum gera
skrifstofurnar í löndunum sjálf-
stæðari en þær hafa verið,“ segir
Ebbe en leggur áherslu á að alltaf
hljóti að vera náið samband á milli
skrifstofa í ólíkum löndum. „Einnig
leggjum við aukna áherslu á árs-
dvalir og viljum auka tengsl sam-
takanna við skólakerfið. Við trúum
því að skólafólk geti gert meira
fyrir okkur og ekki síst að við get-
um gert meira fyrir skólana. Við
viljum setjast niður með skólastjór-
um og ræða hvernig hægt er að
styðja við bakið á skiptinemunum
og nýta þekkingu þeirra í skóla-
starfinu. Að síðustu leggjum við
áherslu á að gera ungu fólk grein
fyrir því sem efst er á baugi en um
leið veita þeim tækifæri til að
mynda sér afstöðu og fylgja henni
eftir.“
Sauðárkrókur:
Lögregla og bæjar-
fógeti í nýtt húsnæði
Sauðárkróki.
NU FYRIR skömmu var formlega
tekið í notkun nýtt húsnæði bæj-
arfógetaembættisins á Sauðár-
króki, með því að lögreglan flutti
alla starfsemi sina í hina nýju lög-
reglustöð.
Athöfnin hófst með því að Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra
bauð gesti velkomna, en síðan rakti
Halldór Þ. Jónsson bæjarfógeti bygg-
ingarsögu hússins. Þar kom fram að
fyrsta skóflustungan var tekin 21.
ágúst 1987 en síðan hafa á fjárlögum
verið framlög til byggingarinnar á
hveiju ári. Er öllum framkvæmdum
við húsið nú lokið, nema frágangi
lóðar að hluta til. Hinsvegar skortir
enn nokkuð á að lögreglustöðin hafí
fengið fjárveitingar til kaupa á þeim
búnaði sem þarf.
Einnig kom fram í ræðu Halldórs
Þ. Jónssonar að mikill munur er á
stærð þessa húsnæðis og þess sem
lögreglan og bæjarfógetaembættið
fluttu úr, en allur gólfflötur núver-
andi húsnæðis er rúmlega 830 fer-
metrar og hefur bæjarfógeti 476 fm,
en lögreglustöðin 355 fm með bíla-
geymslum.
Benti bæjarfógeti á í ræðu sinni
að núverandi húsrými lögreglunnar
að frádregnum bílageymslum væri
44 fm stærra en allt það húsrými
sem bæði lögreglan og bæjarfógeta-
embættið höfðu til samans áður.
Halldór Þ. Jónsson sagði það
skemmtilega tilviljun að þegar þetta
nýja og glæsilega hús væri tekið í
notkun væru rétt 100 ár síðan emb-
ætti sýslumanns Skagafjarðarsýslu
var flutt til Sauðárkróks og einnig
að núverandi aðsetur er nánast á
sama stað og embættisskrifstofur
sýslunnar voru lengstum eða um 40
ár á Suðurgötu 3.
Arkitekt hússins er Árni Ragnars-
son, burðarvirki er hannað af Páli
Zophoníassyni. Byggingarfélagið
Hlynur ásamt ýmsum undirverktök-
um annaðist allar byggingarfram-
kvæmdir, sem á verðlagi dagsins í
dag eru um 70 milljónir.
Guðmundur Pálsson lögregluvarð-
stjóri flutti árnaðaróskir frá Lögre-
glufélagi Norðurlands vestra og af-
henti gjöf frá félaginu sem bæjarfóg-
eti veitti viðtöku. Þá tók einnig til
máls sr. Hjálmar Jónsson og bauð
hið veraldlega vald velkomið í ná-
grenni kirkjunnar, en hið nýendur-
gerða guðshús Sauðkræklinga stend-
ur hinumegin við götuna.
Fjölmargir gestir voru viðstaddir
opnunina, þágu veitingar og skoðuðu
hið glæsilega hús. - BB.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra, Halldór Þ. Jónsson bæjarfóg-
eti og kona hans, Aðalheiður B. Ormsdóttir, og Björn Mikaelsson
yfirlögregluþjónn taka á móti gestum.
Aukanámskeið
í ofurminni
GUÐMUNDUR R. Ásmundsson
heldur námskeið í ofurminni
laugardaginn 6. júlí á Hótel
Lind.
Guðmundur, sem búsettur er í
Bandaríkjunum, hefur að undan-
förnu haldið nokkur námskeið í
ofurminni hérlendis. Þau hafa ver-
ið það vel sótt að námskeiðinu á
laugardaginn var bætt við.
í fréttatilkynningu segir að á
námskeiðinu sé kennd tækni til
þess að muna nöfn, númer og langa
lista.
Námskeiðið á laugardaginn
stendur frá klukkan átta um morg-
uninn til klukkan tíu um kvöldið.