Morgunblaðið - 04.07.1991, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991
HRAÐLESTRARSKÓLINN
Helena Rubinstein
NÝVARA, NÝIRLITIR.
Kyrming í dog frá kl. 14-18 í
Brá Snyrtivöruverslun
Laugavegi 72
Föróun á stoönum.
Snmirbflar
ero
betrienaðrir
Honda Accord er búinn
miklum góðum kostum.
Kostagripir liggja ekki alltaf á
lausu, en þessi er það og til-
búinn til þinnar þjónustu. Bíll
fyrir alla og við allra hæfi.
EvmnuDE
Utanborísmótorar
LHiir 09 meíterilegir
Stórir 09 krafhnildir
2,3 til 300 hp
Markmið Islendinga var að
tillögur þeirra yrðu ekki
teknar til umfjöllunar
Grciðsluskilmálar fyrir alla.
Vcrðfrákr. 1.432.000,- stgr.
iHONDA
/1CCQRD
HONDA A ISLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900
HRHLESTURNÍMSKEIB
Sumarnámskeið í hraðlestri hefst þriðjudaginn 16. júlí nk.
Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma?
Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust?
Nú er tækifæri fyrir þá, sem vilja margfalda lestrar-
hraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna.
Skráning í síma 641091.
eftir Sidney Holt
Það er útbreiddur misskilningur
að ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins (IWC) í Reykjavík á dögunurn
hafi hafnað því að skoða ósk Islend-
inga um „bráðabirgða“ veiðikvóta
fyrir hrefnu og langreyði. Ég vona
að mér takist að koma málinu á
hreint með þessu bréfi.
Fulltrúar annarra þjóða gerðu
Guðmundi Eiríkssyni, formanni ís-
lensku nefndarinnar, skýra grein
fyrir því, að yrði tillagan tekin fyr-
ir ein og sér og samþykkt, yrði að
finna í viðaukanum við stofnsátt-
málann frá 1946 um stjórn hval-
veiða tvenn heimildarákvæði er
stönguðust að öllu leyti á; hana og
grein 10 (e), sem samþykkt var
1982, um bann við öllum veiðum.
Rétta leiðin hefði því verið að
leggja tillögu íslendinga fram sem
breytingartillögu við grein 10(e) og
þá hefðu farið fram umræður og
atkvæðagreiðsla um hana. Að þeim
tilmælum vildi Guðmundur Eiríks-
son ekki fara og fyrir því voru pólit-
ískar ástæður sem mönnum urðu
fljótlega ljósar. Takmark íslensku
sendinefndarinnar var að tryggja
að tillögur hennar yrðu ekki teknar
til umfjöllunar. Þannig yrði hægt
að halda enn eina skammarræðuna,
til þess að fullnægja þörf fjölmiðla
og aðilum í sjávarútvegi, um „óbil-
girni“ hvalveiðiráðsins og fá afsök-
un fyrir því að ganga úr ráðinu.
Svo virðist sem þetta bragð hafí
heppnast, að minnsta kosti þegar
umfjöllun flestra fjölmiðla er höfð
í huga, en aldrei kom til þess að
sendinefndir annarra þjóða létu
glepjast.
Hefðu íslendingar lagt tillögur
sínar fram með tilhlýðilegum hætti
er ólíklegt að þeim hefði tekist að
fá hana samþykkta með þremur
fjórðu atkvæða sem nauðsynlegt
hefði verið til þess að ná fram breyt-
ingum á stjórnunarákvæðum stofn-
skrárviðaukans. Synjun hefði ekki
jafngilt því að hnykkt hefði verið á
„veiðibannsstefnu", heldur að stað-
fest hefði verið sú meginregla að
veita ekki neina handahófskennda
bráðabirgðakvóta meðan enn væri
unnið að því að semja réttlátar regl-
ur um langtíma veiðistjórnun. Öll-
um hinum sendinefndunum var það
ljóst, að yrði úthlutað bráðabirgða-
kvóta sem síðar reyndist hærri en
veittur yrði samkvæmt endurskoð-
uðum stjórnunaraðferðum (en vís-
indalegum athugunum á þeim er
nánast að ljúka), fyndu íslendingar
hjá sér enga hvöt til þess að sam-
þykkja reglur um veiðistjórn á
næsta ári eða því þarnæsta.
Nauðsynlegt er að nýjar reglur
um veiðistjórnun verði samþykktar
mótatkvæðalaust eða með sam-
þykki flestra eða allra sem hlut eiga
að máli. I 35 ár réðu hvalveiðiþjóð-
ir gangi mála í Alþjóðahvalveiðiráð-
inu. Veiðikvóta urðu þrír fjórðu
ríkja að samþykkja en samt gátu
hvalveiðiþjóðirnar andmælt kvótun-
um ef þeim fannst þeir vera of litl-
ir, og það gerðu þær oft. Þegar svo
var ekki gátu menn veitt eins og
hver vildi.
Atkvæðabyrðinni var í höfuðatr-
iðum snúið við með hvalveiðibann-
inu 1982 þar sem þá var tekið upp,
auk annarra umhverfissjónarmiða,
það sem nefnt hefur verið „varfærn-
isviðhorfið". Bannið frá 1982 er í
gildi þar til þeirri samþykkt hefur
verið breytt, hvað svo sem líður
einmanalegri túlkun Guðmundar
Eiríkssonar í aðra veru. Að þessu
sinni lét mikill meirihluti aðildar-
ríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins form-
lega í ljós vilja til þess að breyta
veiðibannssamþykktinni svo hægt
yrði að heija veiðar í atvinnuskyni
á hvaltegundum sem ekki væru
ofnýttar, veiðar sem fram færu
undir eftirliti. Það virðist vera skyn-
samleg málamiðlun þegar haft er í
huga að það er stefna sumra þeirra
ríkja sem mynduðu þann meirihluta
að hvers kyns hvalveiðar verði ekki
hafnar á ný.
Það er og staðreynd að Vísinda-
nefnd hvalveiðiráðsins sýndi veiði-
tillögum íslendinga lítinn áhuga.
Þær voru pakkaðar inn í áætlun sem
kölluð var „Örugg stjórnunarað-
ferð“ (SMP). Gefið var til kynna
að sú aðferð væri sambærileg við
aðrar stjómunaraðferðir sem
nefndin hefur undanfarin þrjú ár
látið gera ítarlega úttekt á. Hafa
sömu íslensku vísindamennirnir
[sem sömdu SMP] þróað eitt líkan-
anna sem reynt hefur verið í þeirri
úttekt. Vísindamenn, sem ekki eru
óvilhallir íslendingum, sögðu tillög-
ur þeirra vera „hreina sýndar-
mennsku". Þær hefði mátt leggja
fram, þótt seint væri, og láta fara
fram úttekt á þeim. Þeir útreikning-
Sidney Holt
„Takmark íslensku
sendinefndarinnar var
að tryggja að tillögur
hennar yrðu ekki tekn-
ar til umfjöllunar.
Þannig yrði hægt að
halda enn eina skamm-
arræðuna, til þess að
fullnægja þörf fjöl-
miðla og aðilum í sjáv-
arútvegi, um „óbil-
girni“ hvalveiðiráðsins
og fá afsökun fyrir því
að ganga úr ráðinu.“
ar kynnu að hafa tekið eitt ár og
því hefði alla vega ekki verið hægt
að brúka tillögurnar til þess að
ákveða kvóta fyrir þetta ár. Það
kemur ekki á óvart að íslensku vís-
indamennirnir vildu hins vegar ekki
að gerð yrði á þeim úttekt af því
tagi sem gerð hefði verið á öðrum
tillögum.
Höfundur er fulltrúi Seychelles
hjá Alþjóðnbvalveiðiráðinu og
fulltrúi Umhverfisáætlunnr
Snmeinuðu þjóðnnnn í
Vísindnnefnd hvnlveiðiráðsins.
Boðsmóti TR lokið
BOÐSMÓTI Taflfélags Reykja-
víkur lauk síðastliðinn föstudag,
28. júni.
Sigurvegari varð Björn Freyr
Björnsson, Skákfélagi Hafnarfjarð-
ar, með 7 vinninga af 7 möguleg-
um. í öðru sæti varð Snorri Krist-
jánsson, Taflfélagi Reykjavíkur,
með 5,5 vinninga.
Sex skákmenn urðu jafnir í 3.-8.
sæti með 4,5 vinninga. í 3. sæti
skv. stigaútreikningi varð Hrannar
Baldursson, TR, og jafnir honum í
næstu sætum voru Sigurður Inga-
son, Taflfélaginu Helli, Jón G. Við-
arsson, Skákfélagi Akureyrar, Jón
Viktor Gunnarsson, TR, Óli Valdi-
marsson, TR, og Sigurbjörn Björns-
son, Skákfélagi Hafnarfjarðar.
-------------------
■ PORTHÁTÍÐ Útideildar í
Reykjavík verður haldin fimmtu-
daginn 4. júlí í portinu á Tryggva-
götu 12 og hefst kl. 18.00. Eftir-
taldar hljómsveitir koma fram:
Leprous, Cazbol, Morbid Silence,
Insectary, GOR, Strigaskór nr.
42, Putrid, Sjálfsfróun/Scums of
Society, In memoriam (Mortu-
ary) og Sororicide. Porthátíð er
nú orðin fastur þáttur í starfi Úti-
deildar í Reykjavík.
pliúrjpmWWi»tfo
Meira en þú geturímyndað þér!
OMC
EvmnuoE
léttð þér róðurinn!
l!2
PORf
ARMULA 11
’S 31-681500
U HONDA
i n t n a