Morgunblaðið - 04.07.1991, Side 16

Morgunblaðið - 04.07.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991 Skýrsla til lesenda Morgunblaðsins: Um illkvittni og nornaveiðar eftirHalldór Halldórsson Sverrír Arngrímsson, viðskipta- fræðingur, ræðir um Hafskipsmál- ið í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn var (þ. 29. júní sl.). Jafnframt fjallar hann um undir- ritaðan, persónu hans og frétta- mennsku fyrstu mánuði Hafskips- og Utvegsbankamálsins. Ummæli hans um mig og starf mitt (og um leið annarra fréttamanna er- lendra frétta á fréttastofu Út- varpsins) eru ósæmileg. Þá hefur Ingvi Hrafn Jónsson, fv. frétta- stjóri, sakað mig um „nornaveið- ar“ vegna staðhæfinga minna um gjaldþrot Hafskips í byijun júní 1985 (Morgunblaðið 16. júní). Ummæli hans eru einnig ósæmi- leg. Þessa grein skrifa ég fyrir les- endur Morgunblaðsins, því ég vil að lesendur blaðsins fái að heyra sannleikann um þetta mál, en ekki órökstuddar staðhæfingar. Jafn- framt vil ég, að lesendum Morgun- blaðsins sé ljóst, að ég stend við skrif mín Hafskipsmálið í Helgar- póstinum á sínum tíma. Tekið skal skýrt fram, að ég hef ávallt gert þá kröfu til sjálfs mín og annarra fréttamanna, að þeir skrifi villulausan texta og leið- rétti villur, ef á þær er bent. Ég vil leiðrétta útbreidda vit- leysu, sem birtist í skrifum Ingva Hrafns og Sverris. Þessi della kemur t.d. fram, þegar þeir félag- ar, hvor með sínum hætti, segja að Hafskipsmálið hafi reynzt stormur í vatnsglasi, efasemdir séu uppi um að Hafskip hafi í raun verið gjaldþrota og „rann- sóknablaðamennskan" í upphafi málsins hafi verið illkvittið fjöl- miðlafár, nornaveiðar, sem hafi verið ýtt úr vör af „deyjandi sorp- blaði“, Helgarpóstinum. Jóhannes Nordal staðfesti skrif HP Sjötta júní 1985 sagði ég í fyrstu grein minni um Hafskipsmálið, að Hafskip væri gjaldþrota. Þetta staðfesti bankaeftirlit Seðlabanka íslands (28.6. 1985 og 23.8. 1985) og þetta hefur Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri staðfest í Morgunblaðsgrein (14. desember 1985) og í bréfum til þáv. bankamálaráðherra (30.7. 1985 og 5.9. 1985) auk þess, sem bankastjóm Útvegsbankans fékk skýrslur bankaeftirlitsins sendar jafnharðan. Þessu til viðbótar var banka- stjórum Útvegsbankans orðið þetta ljóst löngu áður, enda voru stöðvaðar allar nýjar fyrirgreiðslur til Hafskips árið áður. Undir árslok 1984 stóð Ragnar Kjartansson fyrir því, að ræða samstarf eða sölu við forráðamenn Eimskips. Þá vissu bankastjórarnir þ. 3. júní 1985, að tryggingar bankans dyggðu ekki fyrir skuldbindingum Hafskips. Allt í einu blasti við bankastjórunum, að Hafskip ætti aldeilis alls ekki fyrir skuldum, sem bankinn hefði ábyrgzt. Útlitið var alvarlegt, en að lokinni fyrstu athugun bankaeftirlitsins kom í ljós, að ástandið var mun verra en bankastjórar Útvegsbankans héldu. í þokkabót væri framtíð bank- ans í hættu vegna taphættu upp á hundruð milljóna króna. Eigið fé bankans þá var aðeins rösklega 400 milljónir króna. Bankastjóri Útvegsbankans staðfesti skrif HP „Ólafur Helgason, einn af bankastjórum Útvegsbankans tók saman yfirlitsskýrslu um málið. Hér verður vitnað í Olaf, en hann verður tæpast sakaður um „illkvit- tið fjölmiðlafár" eða „nornaveið- ar“: Hann segir: „13. júni (1985, innsk. HH) var haldinn bankaráðs- fundur og gerði Axel Kristjánsson, Halldór Halldórsson „Að lokum vil ég leggja áherzlu á mikilvægi þess, að blaðamenn fjalli gagnrýnið og hlut- lægt um mál eins og Hafskipsmálið. Þetta er grundvallarskylda í nú- tímablaðamennsku. Láti blaðamaður hjá líða að fjalla um mál af þessu tagi bregst hann skyldu sinni. Og hann á að fara í saum- ana á málum enda þótt hann geti átt á hættu að verða auri ausinn.“ aðstoðarbankastjóri, grein fyrir lánum og tryggingum. Jafnframt íslandsmótið í tennis 1991 dagana 25.-28. júlí og 8. -11. agúst Skráning fer fram á tennisvöllum Víkings í Fossvogsdal frá kl. 12-22, daglega. Þeir, sem búa úti á landi, skrái siq ísíma 91-33050. Skráningu lýkur fimmtudaginn 18. júlí. ^_______________________Mótsstjórn____________________ Þegar neyðar- bjölluna vantar Hugleiðing um lítið atvik í Perlunni eftir Ólínu Þorvarðardóttur Hégóminn yfirsterkari skynseminni SIEMENS II Uppbvottavélar í miklu úrvaií! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 59.600,- kr. SMÍTH&NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 í síðustu viku var frá því greint í blöðum að fjórtán manneskjur voru hætt komnar þegar lyfta fest- ist milli hæða í veitingahúsinu Perl- unni í Öskjuhh'ð. Þetta var fyrsta daginn sem húsið var opið almenn- ingi, og prúðbúnir gestir streymdu inn í hið mikla mannvirki til þess að líta dýrðina augum. Svo illa vildi til — ef marka má fjölmiðla — að arkitekt hússins hafði átt þar leið um skömmu áð- ur, og rekið augun í nokkuð sem honum þótti stílbrot á sköpunar- verki sínu. Nefnilega neyðarbjöllu við lyftudymar. Skömmu síðar hafði bjallan verið fjarlægð. Afleið- ingin varð sú, að fjórtán gestir voru næstum því kafnaðir inni í lyft- unni, því þeir gátu ekki gert vart við sig. Annar neyðarbúnaður var heldur ekki til staðar; loftræsting engin — hvorki í lyftunni sjálfri né lyftugöngunum — og dyrnar þannig hannaðar að mótorinn þrýsti hurð- inni kyrfilega að stöfum um leið og lyftan stöðvaðist á röngum stað. Fyrir undravert snarræði eins gestanna sem staddur var í lyft- unni, fór þó betur en á horfðist. Maðurinn sem sagður er rammur að afli, neytti allrar orku sinnar og örvæntingar til þess að þvinga sundur lyftudyrnar þegar allar bjargir virtust bannaðar. Af fréttum má ráða að ekki hafi mátt tæpara standa með björgunina því súrefn- isskortur var tilfinnanlegur orðinn. Af einhveijum ástæðum lét þessi frétt ekki mikið yfir sér í fjölmiðlum — svo óhugguleg sem hún annars er. En til allrar hamingju hafði hún \ góðan endi — og af henni má margt læra. Til dæmis það, að lífsviljinn getur miklu til leiðar komið þegar bráða hættu ber að höndum. Einnig hitt að skelfilegustu slysin verða einmitt vegna keðjuverkandi yfir- sjóna og vanhugsunar. í þessu tilfelli verður ekki betur séð en að fegurðarsjónarmið hafi vegið þyngra en öryggiskrafa gagn- vart lifandi fólki. Maður hlýtur því að spyija sig, hvernig það gat gerst að þeir sem unnu að frágangi húss- ins, létu að sér hvarfla að fjarlægja lífsnauðsynlegan öryggisbúnað? Því miður virðist það vera svo, að sú blinda, sem þarna hafði næst- um valdið skelfilegu slysi, eigi sér stað víðar en í skrauthýsinu í Öskju- hlíð. Það er víðar en þar sem „neyð- arbjöllur" hafa verið teknar niður í yfirfærðum skilningi — og önnur sjónarmið látin ráða gjörðum manna. í þessu tilfelli var bjallan e.t.v. ekki nógu falleg fyrir augað — en stundum er engu líkara en „bjöllurnar" séu aftengdar vegna þess að ómurinn glymur óþægilega í eyrum. Þannig er það t.a.m. í öldrunar- málum Reykvíkinga, þar sem yfir- völd þverskallast við að grípa til raunhæfra úrræða til að leysa vanda mörjghundruð lasburða ein- staklinga. I stað þess að veija fjár- magninu í að veita þeim úrræði sem nú þurfa að bíða í þijú ár og jafn- var bankastjórn og formanni bankaráðs falið að gera athuga- semdir við greinar (sic!) Halldórs Halldórssonar í Morgunblaðinu um Hafskipsmálið .. .“ Hér er verið að vísa til greinar, sem ég ritaði í Morgunblaðið, þar sem ég staðhæfði, að skuldir Haf- skips við Útvegsbankann umfram eignir væru um 160 milljónir króna. Á sama fundi lágu þessar upp- lýsingar fyrir framan bankastjórn- ina: Heildar skuldbindingar Haf- skips kr. 637,9 millj., tryggingar Útvegsbankans kr. 592,6 millj. Og nokkru síðar segir Ólafur: „Var ákveðið í samráði við Seðla- banka íslands að skoða trygging- armál betur, þegar sýnt var að skuldir fyrirtækisins voru umfram eignir, þrátt fyrir aukið hlut- afé...“ Þrátt fyrir, að þessar upplýsing- ar lægju fyrir framan bankastjór- ana á sama fundi og þeim var falið að svara staðhæfíngu minni um að bankinn hefði ekki nægar tryggingar fyrir skuldum Hafskips lýstu þeir því samt yfír í Morgun- blaðinu, að staðhæfing mín væri „úr lausu lofti gripin". Síðar kom svo i ljós, að talan 160 milljónir var kórrétt miðað við hagstæðustu forsendur. í plaggi Ólafs Helgasonar segir nokkru síðar: „17. júlí var fundur með þeim Ragnari og Björgólfí (sic!) og lá þá fyrir milliuppgjör endurskoðanda fyrir tímabilið 1.1.-30.4 (1985, innsk. HH). Sam- kvæmt því varð tapið 75,7 millj. króna en samkvæmt áætlun átti hagnaður þessara fjögurra mán- aða að nema 3,5 millj. króna. Frá- vik voru mest í áætlun á gjöldum vegna T/A siglinganna (Atlants- hafssiglinganna, innsk. HH) eða um 70,8 millj. króna... Sýnt þótti að útilokað væri að taka frekari áhættu og ákvörðun tekin að hætta rekstrí og selja fyrírtækið..." vel lengur eftir hjúkrunarrými, er milljörðum ausið í byggingar á borð við Perluna og ráðhúsið. Þegar yfír lýkur munu u.þ.b. 5 milljarðar hafa farið í þessar tvær húsbyggingar. Á þessu ári fer meira fjármagn í húsin tvö en til framkvæmda við alla skóla, dagvistarheimili og heil- brigðisstofnanir. Um 780 milljónir fara á þessu ári til fyrmefndra vel- ferðarframkvæmda, en á sama tíma fara a.m.k. 1.100 milljónir til fram- kvæmda við ráðhús og Perlu. Það sem af er þessu ári hefur Perlan farið a.m.k. 150 milljónir króna fram úr áætlun, en það er álíka upphæð og ráðhúsið tók til sín auk- alega á síðasta ári. Fyrir andvirði tveggja bílastæða í ráðhúskjallar- anum mætti byggja íbúð fyrir fatl- aðan einstakling. Fyrir andvirði ráðhússins hefði mátt byggja 63 leikskóla, svo dæmi sé tekið. Þann- ig eru mannlegar þarfír látnar lúta í lægra haldi fyrir ytri táknum vel- ferðar, og hégóma þeirra sem stjórna þessari borg. Lærum af sögunni Andstöðuöflunum í borgarstjórn Reykjavíkur — Nýjum vettvangi, Alþýðubandalagi, Framsóknar- flokki og Kvennalista — hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að einblína um of á þessar tvær húsbyggingar og því jafnvel haldið fram að andstaðan kæmist í mál- efnaþurrð þegar ráðhúsi og Perlu verði ekki lengur til að dreifa. En málið er ekki svo einfalt. Á bak við þessar tvær byggingar liggur allt önnur saga sem allt of fáir rýna í. Það er saga um skerta sýn á al- mennar þarfir í borginni. Sagan um blinda stjómandánn og neyðarbjöll- una sem var tekin niður. Þá sögu hafa fulltrúar andstöð- unnar í borgarstjóm lesið með vax- andi skelfingu æði lengi. Og við höfum spurt okkur: Hvenær opnast augu stjórnenda og almennings fyr- ir því hvert stefnir? Hvenær verður komið hér á öflugri dagvistarþjón- ustu sem mætir þörfum ungs fólks sem er að berjast í húsnæðiskaup- um og framfærslu fjölskyldu sinn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.