Morgunblaðið - 04.07.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.07.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991 21 Menntaskóli Francois Truffaut teiknaður af Högnu Sigurðardóttur. Islendingur þátttakandi í franskri arkitektasýningn BYGGING teiknuð af íslenskum arkitekt, Högnu Sigurðardóttur, er hluti af sýningu sem franska Arkitektafélagið opnaði í París 20. júní sl. A þessari sýningu eru sýndar myndir og teikningar af menntaskólabyggingum sem hafa á undanförnum árum verið reistar í París og víðar um Frakkland. Högna Sigurðardóttir teiknaði menntaskóla í borginni Eviy ásamt þremur öðrum arkitektum, André Crespel, Jean-Pierre Humbaire og Bernard Ropa. Menntaskólinn heitir Menntaskóli Francois Truffaut og er hann einn af þeim menntaskólum sem sýndir eru á sýningu franska Arkitekta- félagsins. Auk þess að vera skóli á bygginginn að vera menning- armiðstöð. Menntaskóli Francois Truffaut er hluti af mikilli uppbyggingu í franska skólakerfinu en sem dæmi má nefna að í Parísarumdæmi einu var hafist handa um byggingu 66 nýrra menntaskóla árið 1986 og á að ljúka við þá í árslok 1992. Alþjóðasamvmna í um- hverfismálum eykst Undirbúningur hafinn fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári EIÐUR Guðnason umhverfis- ráðherra segir að alþjóðasam- starf í umhverfismálum, jafnt í mengunarvörnum og hreinsun umhverfisins, verði stöðugt mikilvægara. „Mengun í sjó og lofti virðir engin landamæri“, sagði ráðherrann á blaðamanna- fundi á þriðjudaginn. Ráðherra sagði á fundinum að mikið af þeirri mengun sem hér- lendis yrði vart væri komin annars staðar frá og þess vegna væri mikilvægt að íslendingar tækju eftir mætti þátt í alþjóðlegu sam- starfi um umhverfisvernd . Á fundinum var rifjað upp þegar umhverfisráðherrar Norðurland- anna auk umhverfisráðherra Bandaríkjanna, Kanada og Sov- étríkjanna undirrituðu yfirlýsingu um verndun umhverfis á norður- slóðum í Rovaniemi í Finnlandi um miðjan júní. Einnig var sagt frá fundi umhverfisráðherra Evrópu- ríkja, Bandaríkjanna, Kanada og Japan í Prag í Tékkóslóvakíu dag- ana 21. -23. júní. Ekki var gerður bindandi samningur á þeim fundi en ráðherrarnir komu sér saman um ákveðin atriði, svo sem gerð ítarlegrar skýrslu um umhverfis- mál í Evrópu og gerð evrópskrar umhverfisáætlunar. Ráðherra gat þess sérstaklega að Václav Havel forseti Tékkósló- vakíu hefði ávarpað ráðstefnuna og talað tæpitungulaust um hina skelfilegu mengun í landi sínu. Þá taldi ráðherra það merki um við- Eiður Guðnason umhverfisráð- herra segir frá alþjóðlegri sam- vinnu um umhverfismál. horfsbreytingar í stjórnmálum í álfunni austanverðri að fulltrúar Eystrasaltsríkjanna hefðu setið ráðstefnuna þjóðmerktir við hlið Sovétríkjanna. Um alþjóðasamstarf á næstunni sagði Eiður að í júní á næsta ári yrði haldin heimsráðstefna um umhverfi og þróun. Ráðstefnan verður 1 vegum Sameinuðu þjóð- anna og fer fram í Rio de Janeiro í Brasilíu. Skipaður hefur verið sérstakur vinnuhópur til þess að vinna áð undirbúningi ráðstefn- unnar fyrir íslands hönd. ORUGGUR & AFLMIKILL MEÐ ÖRYGGISPÚÐA í STÝRINU í Chevrolet Corsica LT fer saman styrkur, öryggi og hagstœtt verð. Þessi rúmgóði fjögurra dyra lúxusvagn sameinar kosti fjölskyldubíls og sportbíls. Hann er aflmikill, innrétting vönduð og farþegarýmið er sérsfaklega styrkf. ‘Nýskráning. skráningarmerki og tyðvörn eru ekki innifalin í verðinu. Auk þess er Chevrolet Corsica LT útbúinn með ötyggispúða í stýrinu, sem blœs út við högg og veitir bílstjóranum vernd. Hann er sjálfskiptur, framhjóladrifinn, hljóðlátur og verðið er ótrúlega hag- stœtt fyrir alvöru amerískan fólksbíl. kr. 1.480.000 staðgr.* i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.