Morgunblaðið - 04.07.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.07.1991, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULI 1991 ATOKIN I JUGOSLAVIU Serbnesk hershöfðingjaklíka tekur ráðin af sljórnvöldum Zagreb. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. ÆÐSTU yfirmenn júgóslavneska hersins gátu ekki sætt sig við niðurlægingu heraflans, sem átti að ná landamærastöðvunum í Slóveníu á sitt vald á dögunum. Þeir fyrirskipuðu harkalegar aðgerðir gegn heimavarnarliði Slóveníu á þriðjudag og sendu hersveitir af stað frá Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, í átt að Slóveníu aðfaranótt miðviku- dags. Lest hervagna og skrið- dreka var margra tuga kílómetra löng. Fréttaritari BBC-útvarps- ins kvaðst aldrei áður hafa séð jafn stóran, vígbúinn herafla á ferð í Austur-Evrópu. 10-15 yfirmenn hersins og fyrr- verandi hershöfðingjar hafa tekið hermálin í Júgóslavíu í eigin hendur og hlusta ekki lengur á stjórnmála- menn landsins. Varnarmálasér- fræðingur í Slóveníu, Anton Bebler, prófessor við Ljubljana-háskóla, segir að þeir séu sammála um til hvaða aðgerða beri að grípa og vilji fyrir alla muni standa vörð um áhrif og sérhagsmuni hersins í Júgóslav- íu. Branco Mamula, fyrrverandi varnarmálaráðherra, er hugsuður þeirra. Hann býr enn í bústað varn- armálaráðherra í Belgrad þótt hann hafi látið af embætti í maí 1988. Hinir hershöfðingjamir líta upp til hans, bæði sem hugmyndafræðings og herstjórnanda. Á meðal annarra valdamanna hersins eru: Bjagoje Adzic, forseti herráðsins, Veljko Kadijevic varnar- málaráðherra, Marco Necovanovic, hershöfðingi og yfirmaður leynilög- reglunnar, og Stevan Mirkovic, Reuter Tveir Júgóslavar veifa til skriðdrekasveita, sem héldu frá Belgrad áleiðis til Slóveníu í fyrrinótt eftir að herinn hafði hótað því að brjóta Slóvena á bak aftur með vægðarlausri leiftursókn. fyrrverandi hershöfðingi og for- maður Samtaka kommúnista til varnar Júgóslavíu. Serbar en umfram allt kommúnistar Mamula og hershöfðingjarnir í kringum hann eru allir yfir sextugt og nokkrir komnir á eftirlaun. Þeir Reuter Prag svara spurningum Fulltrúar Júgósiavíu á RÖSE-fundinum fréttamanna í gær. Neyðarfundur RÖSE: Havel segir her Júgó- slavíu stjórnlausan Frag. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sagði á neyðarfundi Ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE) í gær að her Júgóslavíu léti ekki lengur að stjórn. Háttsettir embættismenn frá að- ildarríkjunum 35 komu saman í Prag til að reyna að finna friðsam- lega lausn á deilu Júgóslava en nokkrir þeirra viðurkenndu að at- burðarásin í landinu væri orðin svo hröð að erfitt yrði að hafa áhrif á hana. RÖSE gæti lítið aðhafst án samþykkis deiluaðilana sjálfra. „Her Júgóslavíu er orðinn stjórn- Iaus,“ sagði Havel er hann setti fundinn. Hann fordæmdi ofbeldis- aðgerðir hersins og lagði til að öll ríki heims settu bann við sölu á vopnum til Júgóslavíu. Fundarmenn áréttuðu fyrri áskoranir RÖSE um að endi yrði þegar i stað bundinn á átökin í Júgóslavíu og hvatti stjórnvöld í landinu til standa við skuldbinding- ar sínar frá fundi RÖSE í París fyrr á árinu - einkum við loforð um að beita ekki hervaldi. Stríðið í Júgóslavíu er fyrsti próf- steinninn á hvort RÖSE geti gegnt veigamiklu hlutverki til að tryggja frið í Evrópu. Öll ríki Evrópu eiga aðild að samtökunum ásamt Banda- ríkjunum og Kanada. Novak Pribicevic, aðstoðarutanríkisráð- herra Júgóslavíu, fór fyrir júgó- slavnesku sendinefndinni. eru flestir Serbar frá Króatíu og eða Bosníu-Herzegovínu. Þeir eru af harðgerðum bændaættum, sem máttu þola ofsóknir fasistahreyf- inga í Króatíu á stríðsárunum. Þeir voru virkir í frelsishreyfingu Títós, hafa trú á Júgóslavíu og sætta sig ekki við að sambandsríkið sundrist. Hugmyndin um Stór-Serbíu höfðar ekki til þeirra eins og Slobodans Milosevics, forseta Serbíu. Þeir trúa á jafnrétti allra stétta og fyrirlíta kapítalisma og ríkidæmi. Hershöfðingjarnir eru sannfærð- ir kommúnistar. í álitsgerð, sem gefin var út á þeirra vegum í janú- ar, kemur fram að þeir telja Vestur- lönd heyja stríð gegn kommúnisma, ekki síst í Júgóslavíu. Þeir telja þau teíja fyrir efnahagsumbótum í land- inu og stuðla að upplausn sam- bandsríkisins. Hershöfðingjarnir telja herinn og kommúnista í land- inu verða að koma í veg fyrir þetta og standa vörð um einingu Júgó- slavíu. Héldu að Slóvenar myndu fagna þeim sem bjargvættum Herinn skipulagði heræfingu, Bedem a/, fyrir tveimur mánuðum, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Markmið hennar er að búa herinn undir glundroða í Evrópu eftir upplausn Varsjárbandalagsins. Gengið er út frá því að Króatía og Slóvenía biðji NATO-ríki um aðstoð gegn „bolsévíkum" í Serbíu og Svartfjallalandi. Herinn þurfi að verja Júgóslavíu gegn innrás NATO-heija og taka sér stöðu í Króatíu og Slóveníu. Hann hertæki einnig höfuðborgirnar Ljubljana í Slóveníu og Zagreb í Króatíu. Talið er að þessi „æfing“ sé nú hafin í Slóveníu. Hermenn, sem gerðust liðhlaupar eftir að þeir voru sendir þangað, hafa skýrt frá því að þeim hafi verið sagt að hersveit- ir Austurríkismanna og Þjóðveija væru við landamæri Slóveníu og ættu að gera innrás og því þyrfti að veija þau. Það kom því mörgum hermönnum á óvart þegar andstæð- ingarnir reyndust vera liðsmenn heimavarnarliðs, sem talaði slóv- ensku. Um 24.000 júgóslavneskir her- menn hafa verið í Slóveníu að stað- aldri og um 99% heraflans voru kölluð út til að hertaka landamæra- stöðvar og flugvöllinn í Ljubljana fyrir viku. Bebler sagði að aðgerð- irnar og andstaðan hefði komið hershöfðingjunum á óvart. Þeir héldu að hersveitunum yrði fagnað en þess í stað voru þær króaðar af og komust ekki leiðar sinnar í nokkra daga. Þess vegna var gi'ipið til örþrifaráða, skotið og sprengt, öllum til mikillar skelfingar. Verða 700 skriðdrekar sendir til Slóveníu? Um 78.000 manns eru í heima- varnarliði Slóveníu, þar af aðeins um 300 í föstum störfum. Um 30.000 hafa tekið þátt í varnarað- gerðum til þessa. Sveitir heima- varnarliðsins eru vel búnar léttum vopnum og eiga að halda uppi skæruhernaði til að hindra ferðir hersveita óvinarins, stöðva þær og koma í veg fyrir að þær fái fæði og bensín eða geti haft samband sín á milli. Heimavarnarliðinu tókst þetta en Bebler bjóst ekki við að þær gætu veitt auknum herafla næga mótspyrnu. Hann spáði að um 700 skriðdrekar yrðu sendir til Slóveníu en um 70 voru notaðir í síðustu viku. Óttast upplausn í hernum Tveir af hveijum þremur hers- höfðingjum í júgóslavneska hernum eru Serbar, en klíkan sem hefur tekið völdin í sínar hendur er aðeins skipuð Serbum eins og fyrr segir. Þrír hershöfingjar frá Slóveníu hafa þegar sagt af sér. Nókkrir hershöfð- ingjar óttast að herinn leysist upp í þjóðarbrot ef hann verður notaður áfram gegn íbúum Júgóslavíu og vilja ekki spilla sambandi, sem her- inn hefur haft við vestræna heri, með því að beita honum gegn eigin fólki. Enginn hlustar hins vegar lengur á skoðanir þeirra. Fjölmargir Slóvenar hafa þegar gerst liðhlaupar, og mönnum, sem yfirstjórn hersins treystir, hefur verið falið að framkvæma skipanir Adzics, forseta herráðsins. Ólíklegt er þó að herinn geti notað fótgönguliða í stríði sínu við Slóvena, þar sem þeir geta auðveld- lega komist undan. Herinn verður því einkum að reiða sig á skriðdrek- asveitir og flugherinn þótt komið hafí fyrir að flugmenn í Slóveníu hafi neitað að fara í árásaferðir á síðustu dögum. Júgóslavneski her- inn getur ekki stuðst við sjóherinn í þessu stríði því hann þyrfti að fara um landheígi Ítalíu til að kom- ast til Koper - hafnarborgar Slóve- níu við Adríahaf. ■ JERÚSALEM - ísraelskur hermaður var í gær skotinn til bana við ísraelska herstöð á Hermon-fjalli gegnt landamær- unum að Sýrlandi. „Skæruliðar skutu ísraelskan hermann til bana við herstöð á Hermon- fjalli. Undir morgun var nokkr- um LAW-flugskeytum skotið og skotið var með léttum vopn- um að herstöðinni á Hermon- fjalli nálægt sýrlensku landa- mærunum," sagði talsmaður hersins. Hún sagði að aðrir her- menn í stöðinni hefðu skotið til baka og þá hefðu árásarmenn- irnir hörfað til Sýrlands. Að sögn talsmanna hersins er þetta fyrsti hermaðurinn sem fellur á Herm- on-fjalli síðan 1973. ■ BERLÍN - Treuhand-stofn- unin í Þýskalandi, sem hefur umsjón með einkavæðingu og sölu fýrirtækja sem voru í eigu stjómvalda í Austur-Þýskalandi, hefur ákveðið að leysa upp fyrir- tækið WIGEBA , sem framleiddi eftirlitsbúnað fyrir austur-þýsku öryggislögregluna fyrrverandi, Stasi, en framleiðir nú m.a. hug- búnað og gervihnattamóttöku- diska fyrir sjónvörp. Talsmenn Treuhand-stofnunarinnar segja að fyrirtækið hafi stækkað frá því þýsku ríkin sameinuðust og nú starfi þar yfir 1.000 manns í 20 deildum og séu margir þeirra fyrrverandi starfsmenn Stasi. ■ VARSJÁ - Lech Walesa, forseti Póllands, tilkynnti í gær að fyrstu fijálsu þingkosning- arnar í landinu eftir síðari heims- styijöldina færu fram 27. októ- ber nk. Walesa hefur staðið í deilum við neðri deild pólska þingsins, þar sem kommúnistar eru í meirihluta, um ný kosning- alög en eftir að deildin ógilti neitunarvald hans neyddist hann til að skrifa undir þau. Walesa tilkynnti strax að hann myndi reyna að fá Iögunum breytt en hann telur að þau geti leitt til þess að þingið verði margklofið og veikt. ■ ÓSLÓ - Tveir Norðmenn hafa verið handteknir og þeim gefið að sök að hafa brotið regl- ur um sölu á tölvubúnaði til kommúnistalanda, að sögn lög- reglu í gær. Annar mannanna er starfsmaður Norsk Data en að sögn lögreglu er fyrirtækið sjálft ekki flækt í málið. Wenche Flavik lögi’eglustjóri sagði að mennirnir væru grunaðir um að hafa brotið COCOM-reglur bg að hafa ekki gefið utanríkisráðu- neytinu réttar upplýsingar á út- flutningsskýrslum. COCOM- reglumar voru settar í kald- astríðinu til að koma í veg fyrir að hátæknibúnaður yrði fluttur austur fyrir jámtjald; Að reglun- um stóðu Japan, Ástralía og öll aðildarlönd Atlantshafs- bandalagsins nema ísland. ■ BELFAST - Tilraunir til að binda enda á óeirðir á Norð- ur-írlandi, sem staðið hafa í áratugi, urðu að engu í gær þegar slitnaði upp úr samninga- viðræðum deiluaðila. Norður- írlandsmálaráðherra bresku rík- isstjómarinnar, Peter Brooke, hefur undirbúið viðræðurnar í 14 mánuði og sagðist hann í gær vonast til að finna nýja fleti á deilumálum svo hægt yrði að hefja viðræður að nýju. Þetta var fyrsta alvarlega tilraunin í 17 ár til að ná samkomulagi um framtíð írlands en að öllu óbreyttu er ekkert sem bendir til þess að hægt verði að halda samningaviðræðum áfram. ■ NEW YORK - Bandaríka sjónvarpsstöðin CBS sagði í gær að samgönguráðherra Banda- ríkjanna, Samuel Skinner, hefði kostað flugnám sitt upp á 40.000 Bandaríkjadali eða um 2,5 milljónir ÍSK, með almanna- fé. Hann hefði farið í flugtíma á vélum í eigu sambandsstjórn- arinnar og fengið leiðsögn hjá flugkennurum í vinnu hjá stjórn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.