Morgunblaðið - 04.07.1991, Side 35

Morgunblaðið - 04.07.1991, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1991 35 Þorbjörg S. Sigur- bergsdóttir - Minning Fædd 18. apríl 1916 Dáin 27. júní 1991 Þegar við nú minnumst Þor- bjargar Sigríðar, sem vinir hennar í íslendingafélaginu í Þrándheimi í Noregi á stytjaldarárunum, aldrei kölluðu annað en Siggu, þá minn- umst við einnig eiginmanns henn- ar, Gunnars Ólafssonar, seinna skipulagsstjóra Reykjavíkurborg- ar, en hann lést fyrir mörgum árum. Þessi hjón voru styrkar stoð- ir í litla íslendingafélaginu okkar. Allar góðar minningar frá þeim árum og seinni samverustundum heima á Fróni, eru einnig tengdar þeim. Þessi litli hópur tengdist vináttu- böndum, og hélt uppi merki ís- lands, þó í litlu væri. Við gátum auðvitað ekki látið mikið að okkur kveða, en það er með ólíkindum, hvað hægt er að mynda trausta taug, þegar seiglu er beitt, og trú- in á takmarkið er óhagganlegt. Við komumst að lokum öll heim ásamt þeim ástvinum, sem tengst höfðu mörgum okkar á þessum árum. Enginn í hópnum var glaðari en Sigga, það ljómaði af henni, og hún söng svo að allir hlutu að hríf- ast með. íslendingafundimir voru ávallt hátíð í öllum ömurleikanum. Það var sól á bak við sortann, og svo var það í lífi okkar allra. í Noregi höfðu þau hjón eignast tvær dætur, Ingibjörgu og Þór- unni. Eftir heimkomuna til Islands fæddist þeim sonurinn, Gunnar Ólafur. Gæfan brosti við þeim — fagurt heimili — yndisleg börn. En þá dró ský fyrir sólu, veikindi hennar fóru að gera vart við sig. Þau ágerðust með hveiju ári. Gunnar lést snögglega, það var mikið áfall. Hún varð iðulega að dvelja á sjúkrahúsi, liðagigtin var orðin uggvænleg. Svona liðu árin, sonuriiin óhraustur og hún sjálf barðist við erfiðleikana á ýmsum sviðum. Fyrir tæpum tveim árum lést sonur hennar, þá lá hún á sjúkra- húsi. En bjartsýni hinnar góðu og glöðu Siggu reyndi samt að skína í gegnum sortann. Þegar hún var spurð, hvernig henni liði, svaraði hún svo oft á þann veg: „Þetta fer nú að koma — það hlýtur að fara að batna“. Það skiptust á skin og skúrir, hún var svo oft sárþjáð. Hún hafði fengið svo marga harða skelli í þessu lífi, að það mætti ætla, að ef nokkur manneskja ætti það skilið að vakna upp til nýrrar og betri tilveru á öðru tilverustigi, þá væri það hún. Hún verður örugglega umvafin birtu, hlýju og kærleika og verður aftur hin glaða, góða syngjandi Sigga, eins og vinirnir muna hana svo vel á góðu, en erfiðu árunum, þegar manni fannst vera hægt að sigra heiminn með einu brosi. Við þökkum henni samveru- stundimar, samgleðjumst henni því nú er hún fijáls úr viðjum sjúk- dóma og þrauta. Hún er komin heim til föðurhúsanna. Ástvinum öllum vottum við inni- lega samúð, biðjum þeim öllum blessunar í nútíð og framtíð. Þakkir og kærar kveðjur frá vin- unum í íslendingafélagi styijaldar- áranna í Noregi, sem einnig héldu hópinn eftir heimkomuna til ís- lands. Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir. (Bj.Bj) Vinir Sólveig Sigurðar- dóttir — Kveðjuorð Hin mæta morgunstundin • hún minnir fyrst á þig sem væran veittir blundinn og vörð hélzt kringum mig. Hvað er ég, Guð minn, þess, að þér svo þóknist enn að líkna mér? Þá skal ég óttast eigi, þinn engill fylgir mér, og þótt i dag ég deyi, þá djörfung samt ég ber til þín, ó Guð, að gull í mund mér geymi þessi morgunstund. (Sb. 1886 - Bjöm Halldórsson) Okkur systkinin langar til þess að minnast vinar og nágranna. Kynni okkar hófust fyrir 23 árum þegar við fluttum á Barðaströndina og hefur sú vinátta haldist óslitin síðan og styrkst með hveiju ári sem hefur liðið. Þegar við minnumst æskuár- anna þá kemur það í huga okkar að alltaf vorum við jafn velkomin á Barðaströnd 3 og erum enn. Mættum við aldrei öðru en hlýju og góðum straumum frá Sólveigu og fjölskyldu. Sólveig var ákaflega hlýr og sterkur persónuleiki, list- ræn, listelsk og smekkleg kona enda ber heimili þeirra hjóna það með sér. Hún var mikil málamann- eskja sem hún nýtti sér sem þýð- andi og fékk góða dóma fyrir. Það sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og af mikilli kostgæfni. Ekki er hægt að komast hjá því að minnast á Selland, unaðsreit fjölskyldunnar í Fnjóskadalnum, þar sem foreldrar Sólveigar hófu brautryðjendastarf í skógrækt. Margt og mikið höfðum við heyrt í gegnum tíðina talað um Selland. Yfir vetrarmánuðina voru rifjaðar upp endalausar sögur úr Sellandi og vorum við systkinin alltaf jafn heilluð af sögum Sólveigar og fyöl- skyldu. Við komumst að því að þeirra orð voru hveiju orði sannari þegar við svo sjálf komum í Sel- land. Sólveig var gift Finnboga Gísla- syni og eignuðust þau þijú börn, Krístínu, Sigurð og Herdísi. Samgangur og samband milli heimila okkar hefur ætíð verið mikið og gott. Hafa börn þeirra verið okkar bestu vinir frá æsku enda var Sólveig kölluð amma Dídí af börnum okkar. Börn okkar litu upp til ömmu Dídí, fannst hún allt- af svo fín og flott enda gerði hún börnum okkar jafn hátt undir höfði og okkur. Börnunum fínnst erfitt að skilja af hveiju óskasteinninn hennar gat ekki hjálpað henni að sigrast á veikindunum. En svona er lífið, við heilsumst og kveðjumst. Síðustu mánuðir hafa verið erf- iðir en alltaf var Sólveig jákvæð og bar höfuðið hátt fram á síðustu stundu. Hafa eiginmaður og böm hennar sýnt það og sannað í þess- um erfíðu veikindum að samheldni er mikil og er það mikill styrkur. Sorgin er sár, erfið og þung. Finnst okkur við vera vanmáttug gagnvart henni en þá er gott að hafa trú og leita í trúna þvi hún gefur okkur styrk, en minningin um Sólveigu lifir og þökkum við henni samfylgdina. Elsku Finnbogi, Kristín, Sigurð- ur og Herdís, góður Guð gefi ykk- ur styrk á þessum erfíðu stundum að fylgja góðri eiginkonu, móður og vini. Magnús, Bryiy'a og Ása Krist- ín GEVALIA r SNJOBRÆÐSLA REYKIALUNDUR líjSl DUGGUVOGI 2 SÍMI 686334 Nú ó okkar dögum eru lœknavíslndin farin að viðurkenna hina verðmœtu eiginleika jurtanna til að grœða og vinna gegn öldrun. Afbragðs sogstykki rtá til ryksins, hvar sem er NILFISK er vönduð og tæknilega ósvikin vara, löngu landsþekkt fyrir frábæra eiginleika og dæmalausa endingu. Njóttu 3ja ára ábyrgðar 09 fullkominnar varahluta-og viögerðarþjonustu okkar. Verðið kemur þér þægiiega á óvart, því NILFISK kostar aöeins frá kr. 20.450,- (19.420,- stgr.). ^onix HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 fNILFISKl STERKA RYKSUGAN Öflugur mótor með dæmalausa endingu. 10 lítra poki og frábær ryksíun. Kónísk slanga, létt og lipur. Stillanlegt sogafl á þægilegan hátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.