Morgunblaðið - 04.07.1991, Page 42

Morgunblaðið - 04.07.1991, Page 42
42 UJ— MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991 Kaupmannahöfn KR. 17.400 I Flogið alla miðvikudaga og föstudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. = FUJCFERÐIR = SGLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 ^ÖII^verS^eru^taftgreiMjverCMTiiOaOjriðjjen^^JBbJlugvallagjöldojjjorta^^ Hugaðu að heilsunni -í hádeginu. HEILSURETTIR I HADEGINU L ó * N I * Ð Reykjavíkurflugvelli, sími 9 1 -2 2 32 2, telefax 2 532 0, telex 3121 Sportblússur Buxur - skyrtur - peysur Ný sending GEKSiP Elskulegir viðgerðarmenn Ég get ekki látið hjá líða, að stinga niður penna og segja frá nokkru, sem kallast mætti „björtu hliðarnar" í tilverunni. Þannig er, að ég þarf lífsnauð- synlega á bíl að halda atvinnu minnar vegna. Hann er nokkuð kominn til ára sinna og hefur aldr- ei kennt sér neins meins, fyrr en fyrir u.þ.b. 2 mánuðum, að ég varð var við torkennileg hljóð á ýmsum stöðum, stundum fannst mér þau koma úr vélarrúmi, stundum undir og aftan í bílnum. Þetta varð til, að ég fór að kíkja undir bílinn öðru hvoru, þegar ég kom að honum að morgni og þar sem ég þurfti að leggja honum að degi til og tók þá eftir því, að stórir olíublettir voru alltaf undir afturhluta bílsin. Brá mér að sjálfsögðu við þessa sjón og ákvað ég að gera eitthvað í málinu, áður en bíllinn gæfi endan- lega upp öndina. Daginn eftir átti ég erindi upp á Ártúnshöfða þar sem nú er bíla- verkstæðið Fólksbílaland til húsa. Og ég þangað og lagði bílnum á bílaplanið, þar sem fyrir voru marg- ir bílar. Gekk ég nú inn á verkstæð- ið, sem var yfirfullt af bílum, bæði á gólfi og á lyftum og menn að vinnu við þá. Skimaði ég í kringum mig og sá þá til tveggja manna í samræðum. Gekk ég til þeirra, baðst afsökunar, ef ég væri að ónáða, þar sem ég hafði engin boð gert á undan mér. Þeir sögðu að ekkert væri að afsaka, buðu mér síðan sæti og spurðu hvort bjóða mætti mér kaffi og síðan hvað þeir gætu gert fyrir mig. Mér varð í fyrstu orða vant, enda ekki alltaf vanur svona elskulegheitum, hóf síðan lýsingar eftir bestu getu á krankleika bílsins. Ég var ekki fyrr búinn að ljúka „ræðunni" en að þeir báðu mig að aka bílnum inn á verkstæðið. Þegar inn var komið voru þeir búnir að losa eina lyftuna og var mínum bíl síðan lyft upp og hófst nú löng skoðun og að henni lokinni löng upptalning á því, sem gera þyrfti. Bíllinn var síðan hífður niður og ég spurður hvort ég gæti komið með hann í býtið morguninn eftir, sem ég jánkaði um leið og ég stamaði hve mikið ég ætti að greiða fyrir „sjúkdómsgreininguna". Þeir brostu bara sínu blíðasta og eyddu orðum mínum með því að segja mér að gleyma ekki að koma á umsömdum tíma. I býtið næsta morgun var ég mættur og sömu elskulegheitin mættu mér aftur. Tóku þeir síðan við bíllyklunum og sögðu mér að koma aftur um fimmleytið þann sama dag. Á leiðinni í bæinn í stræt- isvagni sóttu að mér margar hugs- anir; sækja bílinn kl. 17, það gera 8-9 tímar, allt efni, tæki o.fl. Best væri að afskrifa væntanlega utan- för því ég hafði heyrt kunningjana nefna háar upphæðir eftir dagsdvöl á verkstæði. Kl. 17 sama dag var ég mættur á verkstæðið og var þá bíllinn tilbúinn. Þegar ég fékk reikninginn í hendur, hélt ég í fyrstu, að mistök hefðu átt sér stað og spurði hvort allt hefði verið gert, sem talað var um og sögðu þeir svo vera. Ók ég síðan út í sumarið og sólskinið með bros á vör, með mik- illi eftirvæntingu um utanlandför, sem ákveðin hafði verið með löng- um fyrirvara. Að síðustu vil ég bera þá ósk til allra bíleigenda, að þess- ir heiðursmenn haldi áfram, og þá ekki bara viðgerðir á einni bílteg- und, heldur öllum. Bíleigandi Þú svalar lestrait>örf dagsins á síðum Moggans! ^ Ný þjónusta: BLÓMAiMAN Simi 91- 689070 Alki fimmAudaga kL17 - 21. Hinn velþekkti garðyrkjumeistari, Hafsteinn Hafliðason verður þá við símann í Blómavali. Hann ræðir við alla sem vilja leita ráða um hvaðeina sem lýtur að garðyrkju og blómarækt, úti sem inni. Hafið samband við Blómalínuna, vanti svör við spumingum t.d. um plöntuval, jarðveg, áburðargjöf, hvað sem er. Síminn er 91-689 070. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu Blómavals.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.