Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Hagrætt í takt við tímann - segir Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Uppsagnir á Tímanum: FIMM starfsmönnum dagblaðsins Tímans var sagt upp störfum í síðustu viku og stendur ekki til að ráða aðra í þeirra stað, að sögn Kristins Finnbogasonar framkvæmdastjóra. „Við viljum ráða því hvernig við höfum vaktir á blaðinu. Það er ver- ið að breyta vaktafyrirkomulaginu, einkum varðandi vaktir á hönnunar- deild og umbroti blaðsins. Við höf- um ekki efni á því að halda blaðinu opnu Iangt fram á nótt og við reyn- um að hagræða þessu í takt við tímann. Hins vegar er talað um að halda blaðinu óbreyttu í sömu stærð, að minnsta kosti eins og er,“ sagði Kristinn. Hann kvaðst vera mjög óhress með kröfur prentara um að blaða- menn fái ekki að brjóta um blaðið. Fyrir dyrum standi að taka að öllu leyti upp tölvuumbrot á blaðinu og kvaðst hann vonast til þess að það skili þeim árangri að ekki verði þörf á jafnmörgum starfsmönnum. „Ég tel að fréttastjórar eigi hafa fullan rétt á því að loka blaðinu. Það mun koma í ljós í næstu samn- ingum að blaðamenn munu fá þenn- an rétt. Sú er raunin nú þegar í Danmörku en á íslandi eru menn staðnaðir." Kristinn sagði að öll samskipti við Odda hf., sem sér um prentun á Tímanum, Þjóðviljanum og Al- þýðublaðinu, séu eins og þau hafi áður verið. Blaðið sé í reikningi við prentsmiðjuna ogþurfi ekki að stað- greiða þjónustuna. „Við erum ekki í neinni greiðslustöðvun. Þjóðviljinn er í greiðslustöðvun og verður að staðgreiða það sem hann lætur vinna þama. Við emm í reikning og verðum í reikning," sagði Krist- inn. Blöðin hafa sameiginlegt dreif- ingarkerfí og sagði hann að aðsteðj- andi vandi væri þar fyrir dymm nú þegar eitt blaðið væri komið með greiðslustöðvun. Hann sagði að salan á blaðinu hefði síður en svo minnkað og ef eitthvað væri þá hefði hún frekar aukist við tilkomu auglýsingablaðs- ins Notað og nýtt sem fylgir föstu- dagsblaðinu. Blaðið seldist meira í lausasölu á föstudögum en aðra daga vikunnar. Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, sagði að semja yrði upp á nýtt við Alþýðublaðið og Tímann um prentun ef útgáfa Þjóðviljans stöðvast. Blöðin hafí gert samninga um prentun saman, og sagði Þor- geir að prentkostnaður Alþýðu- blaðsins og Tímans myndi hækka ef svo færi. „Gmndvöllurinn að rekstri vélarinnar er prentun á þess- um blöðum. Ég get ekki sagt um hvað prentkostnaðurinn myndi hækka,“ sagði Þorgeir. VEÐUR IDAG kl. 12.00 Heímild: Veöuretola Islands (ByBBt 4 veöurspá W. 16.1518«»'') I VEÐURHORFUR í DAG, 3. SEPTEMBER YFIRLIT: Skammt vestur af landinu er 996 mb lægð, sem hreyfist allhratt í norðaustur átt, en vaxandi 1032 mb hæð fyrir vestan írland. SPÁ Suðvestan- eða vestan átt, gola eða kaldi. Skýjað og súld með köflum á Suðvestur- og Vesturlandi, en úrkomulítið og víða bjart í öðrum landshlutum. Stutt í súld á Norður- og Suðausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG:Hæð verður yfir haf- inu suður af íslandi. Vestlæg átt. Skýjað og súld með köflum vest- an lands, en þurrt og víða bjart f öðrum landshlutum. Hlýtt verður í veðri, einkum um austanvert landið. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 980600. TÁKN: •Q * Heiftskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * , * * * * Snjókoma * # * 1 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El EE Þoka = Þokumöða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti vefiur Akureyri 12 úrkoma í grennd Reykjavík 12 súld Bergen 16 þokumóða Helsinkl 25 heifiskírt Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Narssarssuaq 4 rigning Nuuk 4 alskýjað Osló 23 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 27 léttskýjað Amsterdam 24 mistur Barcelona 25 léttskýjað Berlfn 25 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar 24 skýjað Frankfurt 26 léttskýjað Glasgow 18 mlstur Hamborg 24 heiðskfrt London 23 mistur LosAngeles 26 þokumóða Lúxemborg 23 skýjað Madríd 28 léttskýjað Malaga 28 léttskýjað Maliorca vantar Montreal 18 léttskýjað NewYork 21 léttskýjað Orlando 34 léttskýjað París 21 skýjað Madelra 25 léttskýjað Róm 26 skýjað Vín 24 léttskýjað Washington 26 heiðskfrt Winnipeg 28 léttskýjað Féllístiga Morgunblaðið/GR Ungur maður slasaðist er hann féll í stiga á 5. hæð nýbyggingar við Lækjargötu í gærmorgun. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en að sögn lögreglu var talið að meiðslu hans væru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Börn náttúrunnar verðlaunuð í Montreal Myndinni verður hugsanlega dreift til kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum Frá Árna Þórarinssyni í Montreal. BÖRN náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, vann til dómsnefndarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Montreal í gær fyrir besta listræna framlagið. Hún deildi verðlaununum með kanadisku myndinni La demoiselle sauvage. Aðalverðlaunin fyrir bestu mynd- ina hlaut hins vegar þýska kvikmyndin Salmonberries eftir Percy Adlon (Bagdad Café). Kvikmyndahátíðin í Montreal er eina hátíðin í Norður-Ameríku í svokölluðum A-flokki með opinber- lega viðurkennda keppni og skipar það henni í hóp fjögurra mikilvæg- ustu kvikmyndahátíða heims, ásamt keppnunum í Cannes, Berlín og Feneyjum. Á þriðja tug kvik- mynda frá ýmsum löndum voru í keppninni að þessu sinni, m.a nýj- ustu myndir leikstjóra á borð við Alain Tanner frá Sviss, Jiri Menzel frá Tékkóslóvakíu og Percy Adlon. „Þátttaka myndarinnar í keppn- inni hér og auðvitað líka þessi verð- laun breyta mjög miklu fyrir mig og myndina," sagði Friðrik Þór Friðriksson í samtali við Morgun- blaðið eftir að úrslit lágu fyrir. „Nú þegar hefur Bömum náttúrunnar verið boðið á kvikmyndahátíðir í Sidney, Istanbul og Portúgal og bandarískur dreifíngaraðili hefur lýst áhuga á að fá hana til sýningar í Bandaríkjunum. Nú munum við reyna að nýta okkur þessar góðu viðtökur og sambönd sem hér hafa fengist. Ég gæti Iíka trúað því að þessi velgengni eigi eftir að koma íslenskri kvikmyndagerð til góða í framtíðinni og opna fleiri myndum leið inn á hátíðir og markaði." Friðrik Þór hefur þegar hafíð undirbúning að næstu mynd. Hún ber vinnutitilinn „Cold Fever" og verður tekin í Japan og á íslandi í samvinnu við bandaríska kvik- myndaframleiðandann Jim Stark, sem meðal annars hefur framleitt myndir Jim Jarmusch. „Þessi mynd fjallar um ungan Japana, sem gerð- ur er út af fjölskyldu sinni í óvenju- legum erindagjörðum til íslands." sagði Friðrik Þór. Stefnt er að því að tökur hefjist á næsta ári. Kvikmyndahátíðin í Montreal er fjölsóttasta kvikmyndahátíð í heimi, með um 300.000 áhorfendur að alls 225 kvikmyndum frá um 50 löndum. Serge Losique, stjórnandi hátíðarinnar, hefur í framhaldi af þátttöku Bama náttúrunnar á kvik- myndasýningunni beðið um að fá að sýna hana á annarri hátíð í borg- inni Quebec í næstu viku. Ekkí lengur skammróið ólafsvík. MJÖG er nú tekið að halla hinu blíðasta sumri. Veðrin eru að verða dálítið örlyndari. Sjóferð- um trillukarla fækkar enda er með hausti ekki lengur skammróið að „lifandi botni“, svo notað sé gamalt orðalag. Krían er farin og aðrir farfuglar ferðbúast. Það er því að verða útfiri hvað fuglalífið varðar. En þó að nú sé að sakna bjartra nátta og blíðustu veðra kann fólk líka að meta þá dýrð þegar gróður- inn flytur sumrinu eins konar þakkaróð í litum áður en hann hnígur að velli. Þetta er þeirra sem eiga þess kost að njóta landsins í sumarlokin hvort sem það er í betjamó, við veiðivatn eða hvað annað. Sést hér enda enn fjöldi ferðalanga sem teygar í sig þrek úr orkulindum náttúrunnar. Helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.