Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Fjórðungsþing Norðlendinga: Samþykkt að stefna að stofn- un tvennra nýrra samtaka FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð- lendinga verður að öllum líkind- um lagt niður í núverandi mynd. A fjórðungsþingi á Húsavík var tillaga þess efnis samþykkt sam- hljóða og nefndir skipaðar til að undirbúa stofnun tvennra lands- hlutasamtaka, í sínu kjördæmi hvor. Ekki hefur verið afráðið hvar hin nýju samtök hafa bæki- stöðvar. Á fjórðungsþinginu var tillagan Fyrirlestur um heilsu almennings BO Hendricson, læknir og for- stöðumaður heilsugæslustöðvar- innar í Arjeplog í Svíþjóð heldur fyrirlestur í Félagsmiðstöðinni í Lundarskóla á Akureyri í kvöld, þriðjudag, kl. 20. Fyrirlesturinn nefnist „Hvað geta íþróttahreyfingin og heilbrigðis- stéttir gert sameiginlega til þess að efla heilsu almennings?" Allt áhugafólk um málefnið er velkomið, en að fyrirlestrinum standa Heilsu- gæslustöðin á Akureyri, íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar og íþróttabandalag Akureyrar. -------------- Todmobile, Sálin og Point Blank í 1929 TÓNLEIKAR verða í veitinga- staðnum 1929 í kvöld. Þar leika hljómsveitirnar Sálin hans Jóns mins, Todmobile, Point Blank, en hana skipa þeir Mezzorforte- menn, Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson, Gunrdaugur Briem og Jóhann Ásmundsson, ásamt þeim Pétri Grétarsyni og Kjart- ani Valdimarssyni. Ennfremur mun Ellen Kristjánsdóttir verða þeim til fulltingis. í næstu viku halda þessar sömu sveitir af landi brott til tónleika- halds í Danmörku og eru þessir tónleikar liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Vert er að geta þess að í 1929 verður ekkert aldurstakmark og því öllum heimil innganga. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. um uppstokkun fjóðrungssambands- ins meginmálið auk þess sem fjallað var um skýrslu nefndar um skipulag í Byggðastofnunar, um nýjar leiðir í byggðamálum. Ingunn St. Svavars- dóttir, formaður sambandsins, sagði að eðlilega hefðu þingmenn eytt mestum kröftum í að fjalla um tillög- una um breytta starfshætti. Fjallað hefði verið um málið í stórri nefnd og það síðan afgreitt með svohljóð- andi tillögu fjórðungsmála- og alls- hetjamefndar: Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Húsavík 30. og 31. ágúst .1991, samþykkir að kjósa tvær 3ja manna nefndir, eina úr hvoru kjör- dæmi, sem hafi það verkefni að undirbúa stofnun landshlutasam- taka sveitarfélaga á Norðurlandi á kjördæmagrundvelli í samræmi við 104. grein sveitarstjórnarlaga og leggja niðurstöður sínar fyrir reglu- legt fjórðungsjiing 1992, eða auka- þing sem haldið yrði fyrr ef ástæða þykir til. Samhliða stofnun nýrra landshlut- asamtaka yrði Fjórðungssamband Norðlendinga lagt niður. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. I undirbúningsnefndir stofnunar nýrra samtaka í hvoru kjördæmi voru kjörnir á Norðurlandi eystra: Halldór Jónsson á Akureyri, Einar Njálsson á Húsavík og Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum í Þistil- firði. Á Norðurlandi vestra eru í nefndinni: Bjarni Þór Einarsson á Hvammstanga, Valgarður Hilmars- son á FVemstagili í Langadal og Björn Sigurbjörnsson á Sauðárkróki. Ekki óhagstætt fjárhagslega Ingunn sagði að á þinginu hefðu heyrst raddir um að leggja ijórð- ungssambandið einfaldlega niður og láta héraðsnefndir hveija á sínum stað annast þau mál sem sambandið hefði séð um til þessa en þær radd- ir hefðu ekki fengið hljómgrunn. Ingunn ságði að breytingin úr ein- um samtökum í tvenn yrði ekki óhagstæð íjárhagslega. Tvenn sam- tök fengju úr jöfnunarsjóði samtals um 8,2 milljónir króna en fjórðungs- samtökin hefðu hingað til aðeins hlotið úr sjóðnum fjárhæð sem svar- aði til eins kjördæmis, eða 4,7 millj- ónir. Þetta, að með nýjum samtökutn sætu Norðlendingar við sama borð og aðrir hvað fjárveitingar þessar snertir, hefði að sönnu ýtt undir að ákveðið hefði verið að láta reyna á málið. Ákveðið hefði verið á þinginu að heimila að kalla saman aukaþing með vorj til að kanna árangur undir- búningsstarfsins og stofna svo hin nýju landshlutasamtök á fjórðungs- þingi næsta haust. Akurevrarbær 'Til áhugasamra Barnaskóla Akureyrar er þörf fyrir kenn- ara til að sinna sérkennslu, kennslu á bókasafni og heimilisfræði. Samtals er um að ræða eina og hálfa stöðu. Einnig er til umsóknar hlutastarf uppeldis- fulltrúa og almennt starf á bókasafni. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 96-24449 (heimasími 96-24661) og að- stoðarskólastjóri í síma 96-24171 (heimasími 96-26747). Þingfulltrúar á fjórðungsþingi þungt hugsi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ingunn sagði ennfremur að ákveðið hefði verið að kanna fyrst grundvöll samtakanna og ákveða síðar hvar þau hefðu aðsetur. Að vísu hefðu áður komið fram raddir um að miðstöð samtakanna á vest- anverðu Norðurlandi gæti orðið á Blönduósi og á austanverðu svæðinu á Húsavík. Að baki þeim hugmynd- um lægi að þetta gæti orðið þessum stöðum lyftistöng um leið og því fylgdi valddreifing, enda mætti segja að Sauðárkrókur og Akureyri hefðu nóg verkefni sem miðstöðvar eða stærstu þjónustustaðir kjördæ- Björn Sigurbjörnsson, flutnings- maður upphaflegrar tillögu um stofnun tvennra samtaka í stað ijórðungssambandsins, sagði að hugmyndin að baki henni væri ekki ný. Lengi hefðu verið uppi umræður um að skipta sambandinu í smærri einingar og nú væri einfaldlega ver- ið að stíga til fulls skref sem þokast hefði í áttina að í nærfellt tvo ára- tugi. Skipting Norðurlands í tvö kjördæmi væri orðin gömul stað- reynd og reynslan hefði sýnt að í fjölmörgum hagsmunamálum hefði um árabil verið talið eðlilegra að vinna í kjördæmum en á Norður- Ingunn St. Svavarsdóttir, for- maður Fjórðungssambands Norðlendinga. landi öllu. Um það væru dæmi eins og atvinnuþróunarnefndir, ferða- málaráð og fræðsluráð og með til- komu héraðsnefnda hefði verið unn- ið gott starf í þágu menntamála í tengslum við rekstur Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki og heilbrigðiseft- irlit væri að komast á grundvöll héraðsnefnda. Áskell Einarsson, framkvæmda- stjóri fjórðungssambandsins, vill að farið verði varlega í að slíta sam- bandinu. Hann gat þess í stuttri ræðu á föstudag að hann teldi rétt að bíða ögn og láta reyna á hvort stjórnvöld létu verða að því að treysta betur stöðu landshlutasam- taka og taka ákvarðanir í ljósi þess. Þessi viðvörun hlaut ekki hljóm- grunn á þinginu eins og sést á sam- þykkt þess. Áskell sagði í sámtali við Morgunblaðið að vissulega hefði lengi stefnt í þessa átt, en menn skyldu gæta þess að hér væri verið að skipta í misstóra hluta. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar: Framkvæmdum við dag- vist og slökkvistöð frestað Yfirstandandi verkefni ekki stöðvuð Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í síðustu viku var fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1991 endurskoðuð og yfirfarin, meðal annars í ljósi þeirra áfalla sem bærinn verður fyrir vegna gjaldþrota Álafoss og ístess. Samþykkt var meðal annars að fresta byggingu nýrrar dagvistar og breytingum á nýju húsnæði slökkvistöðvar en stöðva ekki verk sem þegar eru hafin. Málið verður endanlega afgreitt á fundi bæjarstjórnar í dag. Að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar er endurskoðun sem þessi jafnan gerð um þetta leyti árs en að þessu sinni var við alvarlegri efni að eiga en í venjulegu ári vegna þess mikla vanda sem á rætur að rekja til þess að fyrirtækin Álafoss og ístess urðu gjaldþrota. I kjölfar áfállinna bæj- arábyrgða vegna þeirra mála þyrfti að hækka rekstrargjöld um tæplega 80 milljónir króna en þar af eru áfallnar bæjarábyrgðir um 55 millj- ónir. Auk þess kæmi til lækkun á aðstöðugjöldum vegna þessara gjaldþrotamála og annarra smærri. Til þess að loka þessu reiknings- dæmi sagði Sigurður að gripið hefði verið til þess að fresta til næsta árs að byggja nýja dagsvist við Helga- magrastræti, sem áætluð hefði ver- ið, og auk þess yrði ekki unnið að breytingum á nýju húsnæði fyrir slökkvilið Akureyrar á þessu ári eins og ætlað var. Þó er unnið að hönnun og undirbúningi þess verks svo það geti hafist næsta ár. í sam- bandi við dagvistarmál vildi Sigurð- ur þó geta þess að í samstarfi við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri yrði komið upp skóladagheimili í Hamri, félagsheimili Þórs, og það ætti óbeint að bæta að einhveiju leyti dagvistarþörf, losaði a.m.k. um rúm á öðrum heimilum. Til viðbótar því sem nefnt hefur verið var ákveðið að Akureyrarbær yfirtæki hluta rafveitunnar í húsi bæjarstjómar við Geislagötu, en rafveitan mun nær áramótum flytja úr húsinu og hafa alla starfsemi sína undir einu þaki við Árstíg. Sigurður sagði að ekki yrðu stöðvaðar framkvæmdir sem hafnar væru. Þannig yrði haldið áfram að malbika götur og ganga frá þeim, enda væri efni til reiðu og tæplega unnt að spara sem neinu næmi með því að stöðva þau verk. Þá yrði fé veitt til framkvæmda í Listagili eins og ætlað hefði verið. „Enda þótt við grípum til þessa niðurskurðar,“ sagði Sigurður, „myndast í dæminu gap sem við verðum að brúa. Það gerum við með nýjum lántökum sem í heild verða að upphæð 60 milljónir króna. Með þessum lánum getum við dreift hluta áfallanna á næstu 4-5 ár. Með þessu móti ætlum við að við mætum áföllunum eins vel og unnt er í þessari stöðu mála.“ Þórarinn E. Sveinsson, fulltrúi framsóknarmanna í bæjarstjórn, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri ástæða til að amast við þessum tillögum úr því sem komið væri, enda væri orðið svo langt liðið á árið. Framsóknarmenn hefðu að vísu á síðasta fundi bæjar- stjórnar lagt til að haldið yrði áfram með dagvistarbyggingu samkvæmt áætlun en meirihlutinn hefði fellt þá tillögu og það þjónaði engum tilgangi að bera hana upp á ný, hún yrði óðara felld. Hins vegar sagði hann að hér væri reyndar ekki um annað að ræða en að breyta upp- hafstíma verksins, fyrir Iægi að það yrði boðið út strax eftir áramót og lokatími verksins yrði eftir sem áður sá sami og upphaflega hefði verið áætlað. Þórarinn sagði að þegar síðasta fjárhagsáætlun hefði verið gerð hefðu framsóknarmenn lagt til að frestað yrði gerð þessarar dagvistar og það fé sem til hennar átti að renna lagt í að ljúka við Síðuskóla. Meirihlutinn hefði lagst gegn því og frekar kosið að skipta fé milli skólans og dagvistarinnar. Afieið- ing áfallanna vegna gjaldþrotamál- anna væri því einkum sú að seinka því að Síðuskólaframkvæmdum lyki, auk lántöku fram í tímann. Állt þetta mál væri ekki flóknara en svo að það hefði átt að geta leg- ið á borðum manna miklu fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.