Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Baráttan um brauðið eftir Gunnar Gunnarsson í Pressunni sl. fimmtudag birtist sú furðufrétt, að trúnaðarmaður Prestafélags íslands hefði greint, frá því á kjaramálaráðstefnu BSRB, að prestar legðu fram kröfugerð um 300% hækkun á launum stéttar- innar fyrir kjaradóm og þótti ekki mikið. Fréttin er alröng. Á ráð- stefnu BSRB var aldrei á launakjör presta minnst, eðaþau rædd á neinn veg. Fréttin er algjörlega úr lausu lofti gripin. Starfskjör presta Umræða um launakjör og af- komu sóknarpresta hefur sett nokk- urn svip á ijölmiðla á undanjgengn- um vikum og mánuðum. I þeirri umræðu hefur borið á alhæfingum og fullyrðingum um afkomu, kjara- baráttu og kröfur prestastéttarinn- ar sem eiga sér litla stoð í raunveru- leikanum. Á sl. vetri vakti það athygli og undrun ýmissa er láta sig kjaramál og rétt launþega til að beijast fyrir bættum kjörum, þegar Alþingi ís- lendinga, í fullri sátt við Prestafélag íslands afnam samningsrétt stétt- arinnar. Um leið og það ákvað að eftirleiðis yrði það hlutverk Kjara- dóms, að ákveða prestum laun og önnur starfskjör. Ákvörðunin var tekin með sam- þykkt allra þingmanna, sem telst til undantekninga í afgreiðslu mála á þeim vettvangi. Það vakti ekki fyrir þingmönnum að svifta presta heilögum rétti launþegans til að fylgja kröfum sínum eftir á grund- velli samningsréttarins. Heldur þeirri staðreynd, að það er ekki á færi stéttarinnar að nýta sér kosti hans. Það var öllum Ijóst að kjör þeirra höfðu rýrnað verulega, án þess að prestar fengju rönd við reist, þrátt fyrir að þeir hefðu fullan og óskertan samningsrétt. Hlutverk Kjaradóms Kjaradómur er sérstæð stofnun eða dómur skipaður 5 dómendum sem ákvarðar samkvæmt lögum, laun og önnur starfskjör æðstu embættismanna ríkisins; forseta biskups, ráðherra, þingmanna, ráð- uneytisstjóra, forstjóra stærstu stofnana ríkisins, og presta sam- kvæmt nýsamþykktum lögum. Það þykir ekki við hæfi og ekki samrým- anlegt ábyrgð viðkomandi einstakl- inga, hlutverki og starfsvettvangi að þeir semji um kjör sín með lög- bundnum aðferðum launþega. Vegna starfshátta og lögbund- inna ákvæða um verklag Kjara- dóms, leggja einstaklingar eða hóp- ar sem lúta Kjaradómi ekki fram kröfugerð með hefðbundnum hætti. Fyrir Kjaradómi eru mál hvorki sótt eða varin. Dómurinn aflar sér af sjálfdáðum nauðsynlegra gagna og upplýsinga eftir því sem honum þykir þurfa. Kallar hann þá til ein- staklinga og embættismenn til ráð- uneytis við úrlausn mála. Kjarabarátta presta Prestastéttin hefur um langt ára- bil búið við óviðunandi starfskjör. Laun hennar eru í litlu eða engu samræmi við vinnutíma, bindingu og starfskyldur sem á hana eru lagðar. Hefðbundnar baráttuaðferðir launþega henta stéttinni illa. Henni er nánast ómögulegt að fylgja kröf- um sínum eftir með öðrum vopnum en orðinu einu. Það hefur sýnt sig að það hefur mátt sín lítils í þeim stéttarátökum sem átt hafa sér stað á undangengnum árum. Baráttuaðferðir launþegahreyf- ingarinnar sem fylgir kröfum sínum umbætta afkomu eftir; með vinnu- stöðvunum, útifundum, spjalda- burði og ýmsum öðrum árangurs- ríkum þrýstiaðgerðum henta ekki prestastéttinni, störfum hennar, virðingu, eða verkefnum. Laun og vinnutími Þær staðreyndir blasa við stétt- inni og þeim sem kynna sér afkomu hennar, að laun sóknarpresta eru með eindæmum með tilliti til ann- arra sambærilegra sýslunarmanna. Viðveruskylda þeirra, sundurslitinn vinnutími og álag á erfiðum stund- um á sér fátt til samjöfunar og er á engan hátt bætt, hvorki í leyfum eða launum. Byijunarlaun sóknar- prests að loknu 5 ára háskólanámi er samkvæmt gildandi kjarasamn- ingi félagsins 78.132 krónur. Eftir 20 ár í starfi eru launin 95.974 krónur á mánuði. Laun fyrir: Sex daga vinnu- skyldu. Vinnu um helgar, á sérstök- um frídögum og á stórhátíðum. Fyrir viðveruskyldu allan sólar- hringinn, alla daga ársins, sam- kvæmt vígslubréfi presta, sem er langt umfram viðveru allra annarra stétta. Viðveru,- og bakvaktar- skyldu sem lögð er á einstakling og á sér engan samjöfnuð í röðum launþega. Allar stéttir sem búa við „sam- bærilegar“ kvaðir fá tíma sinn mældan samkvæmt ákvæðum í kja- rasamningum og að fullu bættar. Með launum fyrir bakvaktir, sund- urslitinn vinnutíma og útköll á bak- vöktum. Auk sérstakra leyfa á laun- um vegna bindingarinnar, störf á sérstökum frídögum og stórhátíð- um. Aukageta í yfirvinnusamfélaginu sem þjóð- in hefur skapað, þar sem einstakl- ingar og hópar allt að tvöfalda tekj- ur sínar með aukavinnu, bónusálagi og uppmælingu, eru möguleikar prestastéttarinnar til aukatekna verulega takmarkaðir. Aðstaða þeirra misjöfn, m.a. vegna mismun- andi stærðar sóknanna og eftir landshlutum. Sóknir landsins eru á milli 120 og 130. Af þeim eru u.þ.b. helming- ur með innan við þúsund sóknar- menn. Þjónustugjöid vegna auka- starfa eru þar lítil, og oftar en ekki erfið fyrir sálusorgarann í inn- heimtu í nánu sambýli dreifbýlisins. Á prestsheimilið eru lagðar kröf- ur um reisn og myndugleika. Kröf- ur sem ungum presti með litlar tekj- ur og takmarkaðar aukatekjur vegna sérhæfni sinnar og starfs, eins og hér hefur verið rakið er gjörsamlega ofviða. Sannleikurinn er því sá, að margur presturinn verður í raun, að greiða með sér í starfi hafi hann metnað til að standa undir raunverulegum eða ímynduðum kröfum samfélagsins til hans. Um gjöld fyrir aukaþjónustuverk er ekki gerðar neinar kröfur fyrir Kjaradómi. Það er ekki ákvörðunar- efni presta, né dómsins hvað þeir fá fyrir aukaverk sín. Gjaldskráin er reglugerðarbundin og settar reglur um þau af dómsmálaráðu- neytinu. Um það er ekki tekist, hvorki fyrir dómi eða í kjarasamn- ingum. Þjónustuhlutverk presta Þjónar kirkjunnar leggja sig í framkróka við að þjónusta sóknar- böm sín á þann hátt að sem minnst truflun verði á daglegu lífi þeirra og störfum. Með því að sinna verk- ' “ÍH Sparneytinn bíll á góðum greiðslukjörum. Nú fæst Suzuki Swift á sérlega hagstæðu veröi og greiðslukjörum. Dæmi um verð og Suzuki Swift l.Oi GA, 3 d. greiðslukjör: Verð kr.:.......746.000,- . Útborgunkr.:....190.000,- Afborganir kr.:..18.680,- $ SUZUKI í 36 mánuði. ---1>//4 SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 68 51 00 Gunnar Gunnarsson „Hefðbundnar baráttu- aðferðir launþega henta stéttinni illa. Henni er nánast ómögu- legt að fylgja kröfum sínum eftir með öðrum vopnum en orðinu einu. Það hefur sýnt sig að það hefur mátt sín lítils í þeim stéttarátökum sem átt hafa sér stað á undangengnum árum.“ um sínum utan venjulegs vinnu- tíma; verkum eins og útköllum vegna alvarlegra veikinda, slysa, sálusorgunar, þjónustu við sjúka og syrgjendur, „tala á milli hjóna“, æfingar og lokaundirbúning vegna kirkjulegra athafna, svo dæmi séu nefnd. Giftingar eru nánast undan- tekningarlítið framkvæmdar á laugardögum sé því við komið, og utan Reykjavíkur er það nánast regla að útfarir fari fram á laugar- dögum. Hér eru aðeins dregin fram til glöggvunar einstök dæmi um athafnir sem kirkjunni ber að fram- kvæma. Athafnir sem leggja mikla kvöð á þjóna hennar. Kvaðir sem jafnframt koma niður á fjölskyldum presta vegna truflunar á einkalífi þeirra, sem hér er ekki verið að telja eftir, en vakin athygli á, að þurfi að bæta án þess að það komi niður á þjónustu kirkjunnar. Sanngjarnar kröfur Sú staðreynd blasir við, að prest- astéttin hefur aldrei notið umsam- inna starfskjara og því síður að hún hafi haft til þess burði, aðstöðu eða vilja í hógværð sinni til að fylgja eftir kröfu um, að hún njóti umsam- inna kjara til jafns við aðra laun- þega. Prestar binda miklar vonir við réttmætan úrskurð Kjaradóms. Krafa þeirra er einföld og þarfnast ekki rökstuðnings. Þeir vænta þess að störf þeirra njóti sannmælis og þeim verði skipað á bekk með öðrum sýslunarmönnum sem lúta Kjara- dómi. Þeir fái sanngjama þóknun fyrir störf sín til jafns við aðra í hátt við gildandi kjarasamninga. Höfundur erráðgjafi Prestafélags íslands, fyrrv. framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana. V^terkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.