Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 49 Kveðja: Þuríður Svanhildur Jóhannesdóttir Fædd 4. nóvember 1908 Dáin 2. ágúst 1991 Hvers vegna skrifa ég minning- arorð um Þuríði? Ekki kynntist ég henni fyrr enn okkrum vikum fyrir andlát hennar. Skal það nú rakið stuttlega. Rétt fyrir hádegi þriðju- daginn 5. mars sl. hringdi til mín kona að nafni Ragna Sigrún Sveins- dóttir, lektor í frönsku við Háskóla Islands. Gat hún þess að kona ein sem lægi á krabbameinslækninga- deild Landspítalans, Þuríður Jó- hannesdóttir að nafni, ætti í fórum sínum ljóð eftir föður minn, Svein frá Elivogum, sem hún taldi víst að ég vildi varðveita. Óskaði þessi kona að hafa samband við mig sem fyrst. Ég brá mér gangandi upp á Landspítala til fundar við konuna, sem lá þar og naut geislameðferðar við meininu, sem þjáði hana og var staðsett í hálsinum. Hún lá á deild 12 A. Á stofunni lágu tvær konur aðrar. Kona þessi var þá ekki þungt haldin og vel málhress. Mér geðjað- ist strax vel að henni. Hún var ræðin og skemmtileg, kunni mikið af ljóðum og fór með þau. Mörg ljóða föður míns, sem hann orti á yngri árum í Skagafirði, kunni hún og vissi tildrög þeirra. Eitt ljóðið skrifaði ég niður. Er það erfiljóð eftir unga stúlku. Ekki hef ég fund- ið þetta ljóð í handritum föður míns, sem öll eru tryggilega geymd hjá mér. Ég færði hinni öldnu konu, liggj- andi á sjúkrabeði, ljóðakver mín tvö, og var hún mér afar þakklát fyrir. Eg fann að hún hafði djúpan skilning á ljóðum, enda komst ég síðar að því að hún var vel hag- mælt. Liggur talsvert af kveðskap eftir hana í handriti, sem ég fékk lánað til yfirlits. Vald hennar á rími var með ágætum. Hún naut þeirrar gæfu að vera gift manni, sem lagði talsverða stund á ljóðagerð, honum Þórarni Elís Jónssyni skólastjóra. Hann segir í formála að Ijóðum konu sinnar þetta í ljóði: Ljóðin tær með töfra-yl tjá svo marga strengi. Með von og þrá og vaxtaryl verma heitt og lengi. Þarna er að finna, auk vísna, mörg tækifærisljóð; eins og um Vesturdal í Skagafirði, svo og um Skagafjörð, hina fríðu sveit. Hún yrkir til stúdenta MA 1950, en ein- mitt það ár varð dóttirin Þómý, kennari, stúdent frá þeirri mætu menntastofnun. Hún yrkir um Kvennaskólann á Blönduósi 1964, er hann átti 75 ára afmæli. Þetta er kveðja frá námsmeyjum veturinn 1925-26. Þann vetur stundaði Þu- ríður nám í skólanum á bökkum Blöndu. Hún stundaði nám síðar í Kennaraskólanum einn vetur, en varð þá að hætta námi sökum skorts á fjármagni. Hversu grátlegt er að slíkt skuli svo oft hafa hent efnisfólk í námi áður fyrr. Ég get ekki stillt mig um að til- færá hér eitt erindi úr ljóði er Þuríð- ur nefnir Þú varst. Þú varst ljúfasta ljóð, er ég kunni, þú varst lagið, sem ómaði best. Þú varst ijóðasta rós, er ég unni, þú varst röðull er ljómaði mest. En allt á sér andstæðu sína. í Ijóðinu Þú ert kveður hún þannig: Þú ert allt, sem ég hata og hræðist, þú ert hræsnari, prangarasál. Þú ert válegust vofa, sem læðist, þú ert vélræði, Já, þú ert tál. Þuríður lék sér að rími, eins og í þessari sléttubandavísu: Dulinn kvíða auka á árin, líða stundir. Hulin víða trega tjá tárin, svíða undir. Fleira skal eigi til tínt í minning- argrein um hina látnu af ljóðum hennar. Margt manna var við útför Þuríð- ar, sem fór fram frá Fossvogs- kirkju. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson prestur í Víðistaðapre- stakalli í Hafnarfirði jarðsöng. Hann er af svipuðum slóðum og hin látna, frá Hofí í Vesturdal. Æviatriði hinnar látnu hafa verið tíunduð í minningargreinum á útf- arardegi hennar, svo að ég læt þeirra ógetið hér. Einn afkomenda Þuríðar er þjóðkunnur maður: Ei- ríkur Hauksson söngvari og kenn- ari. Afi hans, Eiríkur Stefánsson kennari (f. 1904), fæddist á Refs- stöðum, minni gömlu eignarjörð, þar sem faðir minn bjó til æviloka, árið 1945. Að lokum langar mig til að ljóðið sem Þuríður las mér eftir föður minn, og getið er fyrr í grein þess- ari, komi hér í fyrsta sinn fyrir al- mennings sjónir. Það er á þessa leið: Um vísdóm Drottins vitnar allt í heimi, þótt vér ei alltaf skiljum tilgang hans, því ótal margt í alheims víðum geimi er yfirvaxið skynjun dauðlegs manns. Þú gafst mér, Drottinn, dóttur hjartakæra; hún dvaldi hjá mér aðeins litla stund. Þú veittir henni viskuljósið skæra, Hún vernidi allt með sinni blíðu lund. Já, hún var yndi og eftirlæti manna, sem ekki þekkti heimsins svik né tál. Og hún var ímynd alls hins fagra og sanna, með óflekkaða, fagra, hreina sál. En nú er slokknað blómið lífs míns bjarta, sem breiddi ljós á æviferil minn, og sorgin beiska svíður mínu hjarta, því sár er alltaf vinamissirinn. En þó að lífsins brostin séu böndin og byrgðar moldu holdsins leifarnar, í dýrðarsölum Drottins lifír öndin; ó, dóttir kær, við hittumst aftur þar. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast, þó ekki væri nema stutt, slíkri ágætiskonu sem Þuríður var. Hún gleymist mér ekki. Eiginmanninum aldna, svo og börn- um hennar og öðrum afkomendum, sendi ég kæra kveðju. Þau hafa mikið misst, þau eiga líka mikið að þakka. Mér fínnst að erfiljóðið hér að framan sé einnig um hana. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. SKRIFSTOFUTÆKNI Skrifstofutækni er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar og viðskiptagreinar í skemmtilegum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar. Vandað nám og námsgögn sem hafa verið að þróast síðastliðin 5 ár. Reyndir leið- beinendur. Einn nemandi um hverja tölvu. Greiðslukjör t.d. skuldabréfalán til allt að tveggja ára. Sjón er sögu ríkari. Komdu til okkar í Borgartún 28 og líttu á aðstöðuna og námsgögnin eða hringdu í síma 687590 og fáðu sendan bækling. JJu þ jJAALlJi jjj fíJj; 1 33 fí, J 11 daga aukaferðtilPortúgal2.-13. október. Verðfrá kr. Draumur golfarans: október er frábœr tftui til golfiðkunar. Tíu frábœrir golfoellir. Hópafslátturfyrir 10 ogfleiri. ^Mhval ÚTSÝN í Mjódd: sími 60 30 60; vib AusturvöU: sími 2 69 00; í Hafnarjirbi: sími 65 23 66; vid Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00 — og hjá umhoðsmönnum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.