Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991
Blombera Hvenær fór Stalín?
III'
Einar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 S 622901 og 622900
FERÐAMALARAÐSTEFNA
1991
21. Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs verð-
ur haldin á FHótel Örk, Hveragerði, dagana
10. og 11. október nk.
Ráðstefnan verður sett fimmtudaginn 10. október
' kl. 10.00 af Kristínu Halldórsdóttur, formanni Ferðamála-
ráðs.
Halldór Blöndal, samgönguráðherra, mun síðan ávarpa
ráðstefnugesti.
Eftirtalin framsöguerindi verða flutt:
„Ferðaþjónusta og umhverfismál."
Framsögumaður: Eiður Guðnason, umhverfisráðherra.
„Ferðaþjónusta í Evrópu, þýðing atvinnugreinarinnar fyrir
efnahagslíf Austurríkis, þróun atvinnugreinarinnar innan
EB/EFTA og starfsemi European Travel Commission."
Framsögumaður: Dr. Klaus Lukas, ferðamálastjóri Aust-
urríkis og formaður ETC.
„Ferðaþjónusta utan háannatíma."
Framsögumaður: Karl Sigurhjartarson, framkvæmdastjóri
Félags ísl. ferðaskrifstofa.
- Síðdegis verður efni framsöguerinda rætt í nefndum.
Föstudaginn 11. október verða niðurstöður nefnda kynnt-
ar, almennar umræður og afgreiðsla ályktana Ferðamála-
ráðstefnunnar.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Ferðamálaráðs, Lækjar-
götu 3, Reykjavík, sími 27488.
Feröamálaráö
íslands.
eftir Þórð E.
Halldórsson
Það fer ekki á milli mála að úr-
slit síðustu kosninga valda mörgum
óvissu, undrun og ótta.
Á undanförnum mánuðum hefur
allur heimurinn orðið áhorfandi að
hruni kommúnismans um alla Aust-
ur-Evrópu. Hvert ríkið á fætur öðru
hefur losað sig af klafa kommúnis-
mans og horfið til lýðræðislegra
stjórnarhátta. Myndir og fréttir frá
mörgum þessara landa, svo sem
Rúmeníu, opna umheiminum áður
lokuð landamæri hinnar hroðalegu
ásýndar kommúnismans. Við höfum
séð úr íjarlægð við hvaða ógnarkjör
fólk hefur þurft að búa, á sama
tíma sem kvalarar þess hafa lifað
við allsnægtir praktuglega.
Sá hörmulegi atburður gerðist
10. október 1944, á fyrstu mánuð-
um lýðveldis á íslandi, að kommún-
istar komust í fyrsta skipti í sögu
samtaka sinna í ríkisstjórn hér. Þá,
eins og æ síðan, er þeir hafa kom-
ist í ríkisstjórn, fengu þeir í sinn
hlut menntamálin. Hvað hefur þetta
þýtt fyrir íslensk menningarmál?
Það hefur þýtt það að frá þeim
degi er Brynjólfur Bjarnason, æðsti
prestur kommúnista, settist í stól
menntamálaráðherra 10. október
1944 fundu kommúnistar óplægðan
akur sinnar pólitísku ógnarstefnu,
því þarna opnaðist þeim svo sannar-
lega verkefni að vinna í þágu kom-
múnismans.
Kommúnistar höfðu lagt undir
sig verkalýðshreyfinguna og komið
sér þar vel fyrir. Næsta forgangs-
verkefni ógnarstefnunnar var að
ná undir sín áhrif menntamálunum,
því þar yrði jarðvegurinn fijóastur
og gæfi varanlega uppskeru.
Hvað skyldu það vera margir
íslendingar sem gera sér fyllilega
grein fyrir því hvernig kommúnistar
hafa hreiðrað um sig í menntamál-
unum, ekki aðeins í formi kennara
og skólastjóra um landið þvert og
endilangt, þótt frá því séu sem bet-
ur fer nokkrar undantekningar,
heldur ekki síður í því námsefni sem
framleitt er fyrir skóla af Náms-
gagnastofnun ríkisins. Þar úir og
grúir af námsbókum sem túlka sta-
líníska innrætingu. Ég nefni aðeins
nokkrar bækur af mörgum sam-
bærilegum, sem sanna þeta.
„Mannkynssögu eftir 1850“ eftir
Norðmennina A. Svenson og S.A.
Aastad tii kennslu við menntaskóla.
„Samfélagsfræði — samhengi fé-
lagslegra fyrirbæra" eftir Gísla
Pálsson. „Samfélagið — fjölskyldan,
vinnan, ríkið“ eftir Joachim Israel,
notaðar til kennslu í samfélags-
fræði við framhaldsskóla. Bókin
„Kemur mér það við“ eftir Danann
Björn F. Örde til kennslu 11-15 ára
skólabarna. Allar þessar bækur og
fjöldi annarra, sem kenndar eru á
öllum menntastigum frá yngstu
Þórður E. Halldórsson
„Með innrás kommún-
ista í skólákerfið hefur
þeim opnast leið til var-
anlegra áhrifa á skoð-
anamyndun ungu kyn-
slóðarinnar.“
bekkjum til háskólastigs eru skrif-
aðar í marxískum anda.
Með innrás kommúnista í skóla-
kerfið hefur þeim opnast leið til
varanlegra áhrífa á skoðanamynd-
un ungu kynslóðarinnar.
Nýjustu alþingiskosningar á ís-
landi sýna okkur best hvar þjóðin
stendur á menningarsviðinu. Um
alla Evrópu hefur marxísk hug-
myndafræði hrunið til grunna,
nema á Islandi. Marxísk innræting
á öllum skólastigum hefur átt sér
stað í íslensku þjóðfélagi í 47 ár.
Svo lengi má brýna að bíti.
Lesandi minn, gerir þú þér grein
fyrir því hvers vegna kommúnistar
á íslandi auka fýlgi sitt í kosningun-
um nú? Hvers vegna skyldu skítugu
bömin hennar Evu beijast við að
þvo af sér kommastimpilinn, auðvit-
að til þess að reyna að hylja úlfs-
klærnar sem koma í ljós undan
sauðagærunni.
Ég tek hér upp nokkur orð úr
áramóta orðræðu Ólafs Ragnars
Grímssonar frá 31. desember 1989
í Morgunblaðinu. „Árið 1989 verður
í sögunni fyrst og fremst helguð
lýðræðisbyltingunni í löndum Aust-
ur-Evrópu, þar sem fólkið tók völd-
in í eigin hendur og krafðist frelsis
og réttlætis. Kommúnisminn var
hrópaður niður, leiðtogarnir reknir
úr valdastöðum og dæmdir fyrir
svik og spillingu. Veruleikinn sjálf-
ur hefur nú kveðið upp sinn ótví-
ræða dóm. Kommúnisminn, fram-
lag Leníns og Sovétríkjanna til hug-
myndasögu veraldarinnar hefur
beðið endanlegan ósigur".
Þessi kattarþvottur Ólafs Ragn-
ars villir ekki um fyrir neinum um
það að trúnaður hans við kommún-
ismann hefur ekki að neinu leyti
burgðist. Ef hann hefði meint eitt
einasta orð af því sem haft er eftir
honum hér að framan, hefði hann
sýnt manndóm sinn í því að ganga
sem óþingkjörinn ráðherra úr ríkis-
stjórninni og tekið trúbræður sína
með sér.
Góðir landar. Stalín fór aldrei.
Hann er hér ennþá í skítugu börn-
unum hennar Evu.
Þegar stóðu yfir þreifingar um
myndun nýrrar ríkisstjómar vakti
mesta athygli örvæntingarákafi
Ólafs Ragnars að komast í ríkis-
stjórn. Hann taldi jafnvel sjálfsagt
að Steingrímur Hermannsson léti
fjöregg sitt, forsætisráðherraemb-
ættið, í hendur Jóns Baldvins. Það
er eðlilegt að fólk sgurji hvað olli
þessari taugaspennu Ólafs. Óttaðist
hann að eitthvað kæmi fyrir al-
mennings sjónir af því sem hann
hugsanlega þurfti að fela vegna
væntanlegra stjórnarskipta. Það
mun koma í ljós.
Ólafur Ragnar og meðreiðar-
sveinar hans þurfa engrar litgrein-
ingar við. Þeir eru og verða í sömu
felulitunum sem áður.
Þrátt fyrir hrun kommúnsmans
um allan heim, stendur hann í báð-
ar fætur á Islandi, hjá þjóðinni sem
telur sig standa fremst allra í menn-
ingu og lífskjörum. Hvað ætlar
þjóðin lengi að láta blekkjast af
falsi og fagurgala stalínistanna á
íslandi? Er ekki kominn tími til að
rífa niður lygamúrinn?
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Doktor í klínískri
taugasálfræði
MARÍA K. Jónsdóttir varði dokt-
orsritgerð sína í klínískri tauga-
sálfræði við háskólann í Houston,
Texas 26. október sl.
Ritgerðin, sem á ensku kallast
Semantic Deficits in Aphasia: Sup-
erodinate and Basic Level
Knowledge, Ijallar um orðnotkun
SEPTEMBERTILBOÐ
STIGAHUSATEPPI
STIGAGANGAR
SKRIFSTOFUR
VERSLANIR
Á ALLA ÞÁ STAÐI
SEM MIKIÐ
MÆÐIR Á
67 NÝIR
TÍSKUUTIR
W3EL
5 ÁRA >
ABYRGÐ
10 ÁRA MJÖG GÓÐ
REYNSLA HÉR Á LANDI
VIÐURKENND AF
BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
TEPPAVERSLUN
og orðskilning hjá sjúklingum sem
þjást af málstoli eftir heilablóðfall.
Ritgerðin var unn-
in undir hand-
leiðslu dr. Randi
C. Martin sem er
við Rice-háskól-
ann í Houston.
María stundaði
síðan rannsóknir á
málstoli við Uni-
versity College óg
Charing Cross-sjúkrahúsið í London
í samvinnu við prófessor Tim
Shallice frá 1. nóvember 1990 til
júlíloka 1991. Til að stunda þessar
rannsóknir hlaut hún vísindastyrk
NATO.
María er dóttir Jóhönnu Trausta-
dóttur kennara_ sem er búsett í
Færeyjum og Jons S. Guðnasonar
arkitekts, sem lést 1987. Eiginmað-
ur Maríu er Guðlaugur Bergmunds-
son blaðamaður.
(Fréttatilkynning)
FAKAFENI 9 - SIMI 686266
T
L
Leiðrétting
í frétt Morgunblaðsins í gær,
föstudaginn 30. ágúst, þar sem
sagt er frá íslandsmótinu í rally
cross er rangt farið með nafn eins
keppandans er var annar í krónubíl-
aflokknum en hann heitir Hörður
Birkisson. Morgunblaðið biðst vel-
virðingar á þessum mistökum.