Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 2
2 íl33MH'f<I38 .3 H’JOAQUtCiIH'í QIQAJ3MUDÍÍ0M MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Fokker lenti í fyrsta sinn á Selfossflugvelli Selfossi. FYRSTA flug frá Reykjavík til Selfoss með Fokker-flugvél frá Flug- | leiðum var farið á sunnudag. Flugbrautir Selfossflugvallar hafa verið breikkaðar uppí 30 metra sem gerir það mögulegt að Fokker geti lent á vellinum. Þar með er hann orðinn varaflugvöllur fyrir | Reykjavík þegar veðurskilyrði eru óhagstæð vestan Hellisheiðar. Skólastarfið að hefjast Morgunblaðið/Þorkell Skólastarf er að hefjast um land allt og nemendur þurfa að sækja aðföng í ritfangaverslanirnar. Þar er oft þröng á þingi fyrstu daga septembermánaðar. í gær var örtröðin þegar hafin. Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Hvanneyri. Frá Halli Þorsteinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda hafnar algjörlega samning- um um evrópskt efnahagssvæði í þeim farvegi sem þeir voru þegar upp úr samningaviðræðunum slitnaði í sumar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi SB sem lauk á Hvanneyri í gærkvöldi. Fari svo að samningar um EES haldi áfram þá telur fundurinn al- gjört skilyrði að landbúnaðarráðuneytið hafi forystu varðandi mál- efni landbúnaðarins og að fullnægjandi fyrirvarar um eignarhald á landi, heilbrigðiskröfur og innflutningsvernd verði teknir upp. í ályktun aðalfundar SB er lýst Heimildir séu fyrir því að þau samn- miklum áhyggjum með afstöðu stjómvalda i viðræðum um EES. Fundurinn bendir á að þeir fyrirvar- ar, sem settir voru af Islands hálfu í upphafí, hafí fallið hver af öðrum og því stefni í að samningurinn þjóni fyrst og fremst hagsmunum þeirra þjóða sem nú þegar eru inn- an EB eða hafa sótt um fulla aðild. ingsdrög sem fyrir lágu þegar upp úr samningaviðræðunum slitnaði hafí verið algjörlega óaðgengileg fyrir íslenskan landbúnað. Eigi það sérstaklega við varðandi rýmkun á reglum um eignarhald á landi og einnig á reglum um innflutning á garð- og gróðurhúsaafurðum og unnum mjólkurvömm, en viðkom- andi bókun í samningsdrögunum þar að lútandi gangi þvert á bæði búvörulög og nýgerðan búvöru- samning. „Því hafnar fundurinn algjörlega samningum í þeim far- vegi sem þeir voru þegar upp úr slitnaði því þar stefndi í samning þar sem við sitjum uppi með ýmsa vankanta landbúnaðarstefnu EB en njótum einskis af kostunum. Því til viðbótar verðum við að borga stórfé í þróunarsjóð EB á sama tíma og boðaður er niðurskurður á framlög- um til framleiðnisjóðs landbúnaðar- ins,“ segir orðrétt í ályktun aðal- fundarins. Aðalfundur stéttarsambandsins mótmælir harðlega boðuðum niður- Búist við stórauknu at- vinnuleysi á Suðumesjum GERA má ráð fyrir að atvinnulausum fjölgi um nær helming á at- vinnusvæði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í kjölfar þess að tvö fiskvinnslufyrirtæki geta ekki hafið vinnslu eftir sumarfrí vegna hráefnisskorts. 108 manns voru á atvinnuleysisskrá fyrir upp- sagnirnar en búast má við að þeim fjölgi í tæplega 200 vegna þessa. EES — saimiingnm í núver- andi farvegi hafnað með öllu skurði á framlagi til framleiðni- sjóðs, og telur í ljósi þess sem bænd- ur hafa undirgengist að þessi niður- skurður sýni vart skilning á aðstöðu þeirra.. Fundurinn hafnar slíkum vinnubrögðum við framkvæmd nýja búvörusamningsins varðandi stuðn- ingsaðgerðir við atvinnuþróun í sveitum sem í þeim samningi fel- ast. Telur fundurinn að áframhald- andi stuðningur framleiðnisjóðs við þróunarverkefni í markaðssetningu vegna nýrrar atvinnusköpunar í sveitum sé forsenda þess að raun- hæfur grundvöllur geti skapast fyr- ir uppbyggingu nýrra greina og atvinnuþátttöku í öðrum svo sem í ferðaþjónustu. Á aðalfundinum voru málefni Fyrirtækin eru íslenskur gæða- fiskur í Keflavík, þar sem störfuðu í sumar að staðaldri 40-50 manns, og Brynjólfur í Njarðvíkum, en þar störfuðu 35-40 manns. Af þessum sökum bárust 39 nýjar umsóknir um atvinnuleysisbætur til Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur í gær, að sögn Guðmundar Finnssonar, framkvæmdastjóra fé- lagsins. „Þetta er hlutur sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður á þessum árstíma að minnsta kosti mjög lengi. Við þekkjum svona tímabundið atvinnuleysi í kringum jól og áramót, en atvinnu- leysi á þessum tíma í fiskvinnslu er nánast óþekkt. Þetta er því veru- legt áhyggjuefni,“ sagði Guðmund- ur ennfremur. I Garði er útlit fyrir að tvö físk- verkunarfyrirtæki hætti vinnslu og loki á næstunni. Mjög erfiður rekstur hefur verið hjá fískverkun- inni X-port og að undanfömu að- eins verið unnið 2-3 daga í viku. 10-15 manns hafa starfað þar, en aðallega fólk búsett utan sveitarfé- lagsins. Þá hefði verið erfíður rekstur hjá Fiskverkun Magnúsar Björgvinssonar, og að sögn Jó- hannesar Guðmundssonar, for- manns Verkalýðsfélagsins í Garði, telja margir að orsakanna sé að leita í of háu fiskverði. Hann sagði að 5 manns hefðu verið á atvinnu- leysisskrá í síðustu viku og 15-20 manns bættust við ef rekstur Fisk- verkunar Magnúsar Björgvinsson- ar stöðvaðist. Slíkt hefði keðju- verkandi áhrif því önnur störf sem tengdust fyrirtækinu á einn eða annan hátt væru í hættu, a.m.k. 3-4 störf. Jóhannes sagði að at- vinnuástand hefði þó almennt verið gott í Garði og eru nú um 18 út- lendingar við störf þar hjá Nesfísk hf., stærsta fyrirtækinu í Garði. Fjöldi manns fagnaði þessum áfanga í flugmálum á Selfossi og nokkrir höfðu tekið sér far með Árfara frá Reykjavík til Selfoss. Ottó Tynes var flugstjóri Árfara en auk hans voru í áhöfninni Theodór Blöndal og Hafdís Engilbertsdóttir. Eftir lendingu vélarinnar bauð Flugklúbbur Selfoss gestum til kaffídrykkju á flugvellinum að henni lokinni í útsýnisflug með Árfara. Það er mat Flugmálastjórn- ar að Flugklúbburinn á Selfossi sé sá virkasti á landinu en hann hefur haft frumkvæðið í byggingu flug- vallarins frá upphafí. Nú í haust er áformað að setja upp radíóvita við flugvöllinn og þá verður hann fullbúinn til. áætlunar- flugs innanlands. Þessi áfangi í flugsamgöngum á Selfossi þótti ullariðnaðarins til umræðu en fund- urinn telur brýnt að bændur taki þátt í stofnun hlutafélags sem ann- ist mat, þvott og bandvinnslu úr ull. Verði bændum gefínn kostur á að hlutafjárframlög þeirra verði greidd með hluta af andvirði ullar- innleggs á fyrsta viðskiptaári. Var stjórn SB falið að kynna og und- irbúa þetta mál meðal bænda. í stjóm Stéttarsambands bænda voru kosnir þeir Guðmundur Jóns- son, Reykjum, sem hlaut 60 at- kvæði af 64 mögulegum, Þórólfur Sveinsson, Feijubakka, með 55 atkv., Birkir Friðbertsson, Birkihlíð, með 46 atkv., Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrarhvammi, með 39 atkv., Ari Teitsson, Hrísum, með 55 atkv., Emil Siguijónsson, Ytri-Hlíð, með 47 atkv., Guðmundur Stefánsson, Hraungerði, með 20 atkv., Haukur Halldórsson, Sveinbjarnargerði, með 49 atkv. og Bjarni Helgason, Laugalandi, með 54 atkvæði. Hauk- ur Halldórsson gaf einn stjórnar- manna kost á sér í formannssætið og í kosningu hlaut hann 51 at- kvæði. Þeir Rögnvaldur Ólafsson og Guðmundur Stefánsson eru nýir í stjórninni en þeir koma í stað þeirra Böðvars Pálssonar, Búrfelli, og Þórarins Þorvaldssonar, Þór- oddsstöðum, en hvorugur þeirra náði kosningu sem fulltrúi á aöal- fundinn. í framleiðsluráð landbún- aðarins hlutu kosningu þeir. Guð- mundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, Halldór Gunnarsson frá Félagi hrossa- bænda og Arnór Karlsson, formað- ur Landssamtaka sauðfjárbænda. táknrænn því á sunnudag hófst vikudagskrá í tilefni 100 ára vígslu- afmælis Ölfusárbrúar. — Sig. Jóns. -------------------- lausa árás 34 ÁRA gamall maður var fluttur mikið slasaður á sjúkrahús aðfar- anótt sunnudagsins eftir að tví- tugur maður hafði án nokkurs tilefnis ráðist að honum fyrir utan Hótel Borg og sparkað milli fóta honum. Maðurinn var á gangi við hótelið ásamt eiginkonu sinni um klukkan tvö aðfaranótt sunnudagsins þegar ungi maðurinn, sem var mikið ölv- aður og hafði nýlega verið vikið út af hótelinu, veittist að honum með fyrrgreindum hætti án þess að þeim færi nokkuð annað á milli. Maðurinn var fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild Borgarspítalans og síðan til aðgerðar á Landspítalann. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslum lögregl- unnar. Hann var látinn laus eftir yfírheyrslur hjá RLR á sunnudag- inn. -------------- Verðlagsráð: 92 oktana bensín hækk- ar um krónu Verðlagsráð heimilaði einnar krónu hækkun á 92 oktana bens- ini vegna samsvarandi hækkunar á bensingjaldi í gær. Verðhækkun á 95 oktana og 98 oktana bensíni gekk í gildi 1. september. Á fundi verðlagsráðs á mánudag var ákveðið að heimila einnar krónu hækkun á 92 oktana bensíni vegna samsvarandi hækkunar á bensín- gjaldi. Hækkaði gjaldið úr 20,35 krónum í 21,35. Heimiluð var hækk- un á 92 oktana blýlausu bensíni úr 58,40 krónum í 59,40 krónur. Verðhækkun á 95 oktana blýlausu bensíni og 98 oktana blýbensíni gekk í gildi 1. september. Þá hækkaði 95 . oktana bensín hjá Skeljungi úr 62,10 kr. í 63,40 kr. og 98 oktana bensín úr 65,10 kr. í 66,50 kr. Olíufélagiö hf. hækkaði 95 oktana bensín úr 61,80 í 63,10 og 98 oktana bensín úr 64,90 í 66,30. Olís hækkaði 95 oktana bensín úr 61,90 í 63,30 og 98 oktana bensín úr 64,90 í 66,40. ---:-♦-♦-♦---- Lést í um- ferðarslysi KONAN sem lést eftir að hafa orðið fyrir bíl á mótum Bólslaða- hlíðar og Lönguhlíðar síðastliðinn föstudag hét Unnur Erlendsdóttir. Hún var fædd þann 14. nóvember 1917 og var til heimilis að Bólstað- arhlíð 10 í Reykjavík. Unnur Er- lendsdóttir lætur eftir sig tvö börn. | Þrír piltar teknir með fölsuð ökuskírteini ÞRÍR piltar á átjánda ári voru teknir með fölsuð ökuskírteini í fór- um sínum á laugardagskvöld. Þeir voru þá að reyna að komast inn á veitingahús í borginni en dyraverðir sáu að skilríkin voru fölsuð og kölluðu á lögreglu. Við yfírheyrslur hjá lögreglunni báru piltarnir að þeir hefðu keypt skilríkin af manni á fertugsaldri, sem þeir kváðust ekki vita deili á, og greitt 5 þúsund krónur fyrir stykkið. Að sögn lögreglu var um vel gerðar falsanir að ræða en dyra- vörðum hefur verið kynnt hvernig ganga eigi úr skugga um að skír- teinin séu ófölsuð og hefur kærum vegna falsana_ sem þessara mjög fjölgað undanfarið. Mikið slas- aður eftir tilefnis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.