Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 'J/vemig forstu oS þtsi cé hanaHeggo- brjáta, þicj T" . . . trygging í hverfulum heimi. TM Reg. U.S. Pat Off.—allrightsreserved ° 1991 Los Angeles Times Syndicate Forstjórinn er fæddur for- *” stjóri, enda stofnaði pahhi Land framundan, skipstjóri! hans fyrirtækið ... HOGNI HREKKVISI Þessir hringdu ... Virðisaukaskatt á auglýsingar Kona hringdi: Það hefur komið fram í umræð- unni um ijárhagsvanda ríkissjóðs að auglýsingar eru undanþegnar virðisaukaskatti. Þetta er óneitan- lega dálítið undarlegt þar sem virðisaukaskattur er greiddur af öllum nayðsynjavörum. Það er undarlegt að þetta skuli viðgang- ast á sama tíma og talað er um að taka gjald af fólki sem þarf að fara á sjúkrahús. Köttur Níu mánaða símasfress fæst gefins. Upplýsingar í síma 671904. Reiðhjól í óskilum Murray gírahjól er í óskilum. Upplýsingar í síma 73319. Kettlingur Lítilli svartri og hvítri læðu, sem fædd er 12. júlí og er mjög blíð og góð, vantar heimili. Upp- lýsingar í síma 333571 eftir kl. 18. Köttur Svartur og hvítur fressköttur tapaðist fyrir viku, var nýfluttur í Vogahverfið. Var með ól merktri símanúmeri. Vinsamlegast hring- ið í síma 689359 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Giftingarhringur Giftingarhringur fannst við Hraunteig í gær. Upplýsingar í síma 686781. Taska Svört leðurkventaska var tekin í Hagkaup í Skeifunni á fimmtu- dag. I henni var Vísakort, ávísun- arhefti, bankabók o. fl. Finnandi er vinsamlegst beðinn að hafa samband við lögregluna í Árbæ. N ýaldarhyg-gj a er ekki kristindómur Kristindómur byggir á opinberun Guðs sem er að finna í biblíunni. Biblían er hinn eini sanni mæli- kvarði á hvað kristin trú er. Guð sem opinberar sig í Biblíunni er hinn eini sanni Guð. Hann er per- sóna en ekki alheimskraftur. Hann eiskar, ber umhyggju, er vandlátur, tyftar, agar o.s.fi-v. Kristin trú er frábrugðin öðrum trúarbrögðum að því leyti að þar er það ekki maðurinn sem frelsar sjálfan sig heldur mætir Guð mann- inum í neyð hans og frelsar hann. Guð sendi son sinn, Jesú Krist, í heiminn til að frelsa mennina. Jesús tók á sig syndir mannanna og refs- inguna fyrir þær. „Kristur dó í eitt skiptí fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrír rangláta, tii þess að hann gæti leitt yður til Guðs“ (1. pét. 3,18). Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og Íífið. Enginn kem- ur .UÍ föðurins, nema fyrir mig“ (Jóh. 14,6). Það er enginn annar végur til Guðs en Jesús. „Ekki er hjálpræði í neinum öðrum. Og ekk- ert nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss“ (Post. 4,12). Nú er það svo að Guð hefur gef- ið okkur frelsi til þess að velja og hafna. Það er öllum í sjálfsvald sett hvetju þeir vilja trúa. Þeir verða bara að taka afleiðingunum af trú sinni. En fyrir alla muni gætum að því að blekkja ekki nokkurn mann með því að kalla það kristindóm sem ekki er það. Ég fyrir mitt leyti treysti Guðs orði og byggi mína trú á því. Guð greip inn í líf mitt, frelsaði mig og skapaði í mér nýtt líf. Ég er hólpinn af náð fyrir trú á Jesú, það er ekki mér að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, svo ég mikl- ist ekki af því (Ef. 2,8-9). Skúli Svavarsson A Ast í meinum Ljóðið sem spurt var eftir í Vel- vakanda 29. ágúst heitir Ást í mein- um og er eftir Þorskabít. Það var Þorbjörn Jónsson frá Barði í Reyk- holtsdal (f. 1859 - d. 1933) sem átti þetta skáldanafn. Vigfús Guð- mundsson tók saman kvæði eftir hann og gaf út árið 1964, og var þetta kvæði þar á meðal. Nefndist bókin Nokkur kvæði eftir Þorska- bít, Bókaútgáfan einbúi gaf út. Hver borgar? Nú þegtar landbúnaður á íslandi er í sviðsljósi einu sinni enn, þá langar mig til að kasta fram fáein- um spurningum sem innlegg í umræðuna. Fyrir nokkru hlustaði ég á tal tveggja eldri manna, þar sem þeir ræddu um búnaðarþing þau, sem haldin eru árlega og hver bæri kostnað af þinghaldinu. Já, hver borgar þinghaldið? Eru það skatt- greiðendur þessa lands? Þar næst komu til umræðu verð- launa verðlaunabikarar, verð- launapeningar í silkiborðum og hvað annað til handa eigendum verðlaunanauta, kúa, kálfa, hrossa, hrúta, áa og lamba, og hvað sem það nú heitir, sem verð- launað er í búskapnum. Hver borg- ar, íslenskir skattgreiðendur? Hver borgar rekstur skrifstofu og laun starfsfólks Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda? Hvað með RALA, hver borgar þann rekstur? íslenskir skattgreiðendur? Er ekki nú talað um að sjávarútvegurinn skuii greiða fyrir rannsóknir honum tengdar og gildir þá ekki það sama um landbúnaðinn? Er ef til vill kostnaður við þing íslenskra iðn- rekenda, sjómanna, útvegsmanna, kennara, bankamanna, BSRB og BHM, svo eitthvað sé tiltekið, allt greitt af íslenskum skattgreiðend- um? Ef svo er, hver var þá kostnað- ur af þessum liðum á sl. ári eða árum? I stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar er talað um að greitt verði fyrir hvers konar þjónustu. Þetta gæti þá verið smá innlegg til athugunn- ar fyrir þann, sem heldur nú um galtómann ríkiskassa. Og svo að lokum. Hver er eig- andi og hver greiddi „mjólkur- musterið" á Krókhálsi? Skattgreiðandi. Hverkann ljóðið? Fyrir nokkrum áratugum kunni ég kvæði sem ég hef nú gleymt með öllu, utan tveim slðustu vlsun- um. Þ6 er ég ekki viss um að muna j þær rétt. Nú vil ég biðrja háttvirta lesendur að þjálpa mér með upphaf kvæðisins I gegn um slður Velvak- i anda og benda mér á bók þar sem | þetta kvæði er að finna. fEr synd að hlú að I er synd að kve.kja i myrkn Ijðs?, Víkverji skrifar egar ekið er milli ísafjarðar og Flateyrar má sjá, að undir- buningur að jarðgangnagerð á milli þessara staða og Suðureyrar er að hefjast. Jarðýtur og aðrar stórvirk- ar vinnuvélar eru komnar á staðinn og jarðrask er byrjað. Þessar fram- kvæmdir munu gjörbreyta lífi fólks á þessum þremur stöðum. Augljóst er, að ísafjörður, Hnífsdalur, Súða- vík, Suðureyri og Flateyri verða eitt atvinnusvæði eftir að jarðgöng- in hafa verið tekin í notkun. Líklegt má telja, að töluverðar breytingar verði á útgerð af þessum sökum. Þannig búast menn við, að fiski verði landað í auknum mæli á Flat- eyri og Suðureyri og jafnvel ekið til Isafjarðar að einhverju leyti til vinnslu, ef þannig stendur á, að fiskiskipin vinni tíma með því að sigla ekki inn til ísafjarðar. Línuút- gerð er að aukast fyrir vestan og Suðureyri liggur sérstaklega vel við línuveiðum. Margvíslegt hagræði vei'ður af þessum breytingum, að ekki sé talað um þá breytingu, sem verður á lífi fólksins á þessum stöð- um að öðru leyti. xxx Verðhrun fasteigna brennur mjög á fólki á þessum stöð- um. Taiað er um, að fasteignir selj- ist jafnvei ekki nema fyrir 50% af brunabótamati og söluverð geti í sumum tilvikum farið niður fyrir 30%. Jai'ðgöngin geta líka orðið til þess að breyta þessari aðstöðu. Verði þetta svæði sem slíkt eftir- sóknai’verðara fyrir fólk að búa á og starfa á má gera ráð fyrir, að fasteignav.erð færist ,nær sannvirði. Einhverjar hugmyndir eru á lofti um að fresta hluta þessara framkvæmda þ.e. Suðureyrar- leggnum. Þessar hugmyndir hafa heyrzt fyrir vestan. Svarið er: hvað kostar að flytja alla íbúa Suður- eyrar á brott? Verður kostnaðurinn ekki hugsanlega meiri en sem nem- ur kostnaði við Suðureyrarlegginn? Alla vega er ljóst, að það yrði gífur- legt áfall fyrir íbúa Suðureyrar og mundi senniiega valda eins konar kjarnorkusprengingu um alla Vest- firði. Þar eiga menn erfitt með að skilja, að þjóðin hafi efni á að byggja Perluna en ekki jarðgöng, sem eigi eftir að stórauka fram- leiðslu til sjávarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.