Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 31
Þýskaland ,„MQ^fiqN^Apja i>iuE<4yPAGu;i. ^ Í»v31 Réttað í morðmáli landamæravarða Berlín. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir fjórum fyrrverandi landamæravörð- um frá Austur-Þýskalandi, sem sakaðir eru um að hafa drepið mann er reyndi að flýja yfir Berlínarmúrinn áður en Þýskaland var samein- að. Réttarhöldin kunna að ráða úrslitum um hvort þýskir dómstólar geti fjallað um manndráp sem framin voru samkvæmt fyrirmælum kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi. Fyrrum landamæraverðir og austur-þýskir kommúnistaleiðtogar hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á tugum manndrápa við landamæri þýsku ríkjanna áður en þau sameinuðust. Mikið starf liggur að baki rannsókna á þessum málum og það kann að skýrast í réttarhöld- unum hvort það hafi verið unnið til einskis. Fjórmenningarnir sem voru leiddir fyrir rétt í gær eru sakaðir um að hafa drepið ungan mann frá Austur-Berlín við Berlínarmúrinn í febrúar 1989. Þetta er síðasta dráp- ið við múrinn, sem vitað er um, en stjórn kommúnista hrökklaðist frá völdum síðar sama ár. Ekki er deilt um hvort landa- mæraverðirnir fyrrverandi hafi drepið manninn. Hins vegar er ágreiningur um hvort hægt sé að dæma í málinu samkvæmt vestur- þýskum lögum, sem tóku ekki gildi í Austur-Þýskalandi fyrr en í októ- ber 1990. Skömmu áður en vitnaleiðslur hófust hafði rétturinn hafnað kröfu veijendanna um að málinu yrði vís- að til stjórnlagadómstóls Þýska- lands. Veijendurnir kröfðust þess einnig að málinu yrði vísað frá á þeirri forsendu að dómararnir hefðu aðeins notið aðstoðar Vestur-Þjóð- verja við að meta málsatvikin og það kynni að hafa áhrif á niðurstöð- una þar sem þeir hefðu ekki reynslu af þeirri áþján sem Austur-Þjóðveij- ar urðu að búa við á valdatíma kommúnista. Þeirri kröfu var einnig hafnað. Veijendurnir byggja vörnina á því að fjórmenningarnir hafi ekki átt annarra kosta völ en að skjóta á manninn vegna þess að yfirvöld hafi bannað „flótta úr lýðveldinu" og fyrirskipað þeim að skjóta á hvern þann sem reyndi að flýja. Þeir hafi einungis verið að fram- fylgja lögum sem voru í gildi á þessum tíma. Reuter Tveir fyrrverandi landamæraverðir frá Austur-Þýskalandi, sem leiddir hafa verið fyrir rétt vegna dráps á ungum manni er reyndi að fiýja yfir Berlínarmúrinn á valdatíma kommúnista. Blússur og pils Glæsilegt úrval v/Laugalæk, sími 33755. Rolls Royce innrétting í Austin Mini Þeir, sem vilja láta lítið bera á munaðinum, geta nú fest kaup á nýjum Mini Margrave með innréttingum frá Rolls Royce gerðum af fínasta leðri. Bif- reiðin mun kosta um þijár milljónir ÍSK, sem er aðeins hærra verð en greiða þarf fyrir venjulegan Mini. An munaðar- ins kostar bíllinn 600 þúsund ÍSK á Bretlandi. INNRITUN í alla flokka hafin í síma 813730 fh Skapandi listgrein fyrir alla aldurshópa, bæði stróka og stelpur. Skírteinaafhending laugardaginn 7. sept. fró kl. 12.00-14.00. FID Suðurveri - Hraunbergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.