Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991
63
Skákþing íslands í Garðaskóla:
Helgi Olafsson er efstur
fyrir síðustu umferðina
_________Skák
Bragi Kristjánsson
ELLEFTA og síðasta umferð á
Skákþingi íslands verður tefld
í kvöld í Garðaskóla í Garðabæ.
Helgi Ólafsson hefur naumt
forskot með l'h v., en í öðru
og þriðja sæti koma Margeir
Pétursson og Karl Þorsteins
með 7 vinninga hvor.
Úrslit 8. umferðar:
Helgi Áss—Þröstur, 'h-'h
Róbert— Snorri, 1-0
Héðinn—Sigurður Daði, 1-0
Jón L.—Karl, 'h-'h
Margeir—Jóhann, 1-0
Helgi Ól.—Halldór Grétar, 1-0
9. umferð:
Jóhann—Helgi Áss, 1-0
Þröstur—Róbert, 0-1
Snorri—Héðinn, 0-1
Sigurður Daði—Jón L., 1-0
Karl—Helgi Ól., 'h-'h
Halldór Grétar—Margeir, 0-1
10. umferð:
Helgi Áss—Halldór Grétar, 1-0
Róbert—Jóhann, 0-1
Héðinn—Þröstur, biðskák
Jón L.—Snorri, biðskák
Karl—Sigurður Daði, 1-0
Helgi Ól.—Margeir, 'h-'h
Staðan fyrir síðustu umferð:
1. Helgi Ólafsson, l'h vinn-
ing, 2.-3. Margeir Pétursson, 7
v., 2.-3. Karl Þorsteins., 7 v.,
4. Jóhann Hjartarson, 6'h v.,
5. Jón L. Arnason, 5'h v. og
biðskák, 6. Helgi Ass Grétars-
son, 5 v., 7. Þröstur Þórhalls-
son, 4'/2 v. og biðskák, 8. Ró-
bert Harðarson, 4'h v., 9. Héð-
inn Steingrímsson, 4 v. og bið-
skák, 10.-11. Halldór Grétar
Einarsson, 2V2 v. 10.-11. Sigurð-
ur Daði Sigfússon, 2‘/2 v., 12.
Snorri G. Bergsson, IV2 v. og
biðskák.
í síðustu umferð tefla:
Sigurður Daði — Helgi Ól.,
Margeir — Helgi Áss, Snorri —
Karl, Jóhann — Héðinn, Þröst-
ur — Jón L., Halldór Grétar —
Róbert.
Helgi Ólafsson hefur frá byijun
mótsins haldið efsta sætinu og
teflt vel. Karl hefur einnig teflt
vandað, en Margeir hefur ekki
verið eins öruggur og oft áður.
Jóhann eyðilagði færi á efsta
sæti með töpum í 7. og 8. um-
ferð, og Jón L. fékk aðeins 1 vinn-
ing í 7.-9. umferð.
Af öðrum keppendum hafa
Helgi Áss og Róbert komið á
óvart. Glæsilegur árangur Helga
Áss, sem er aðeins 14 ára, sýnir
að hann á fullt erindi í svo sterkt
mót og verður fróðlegt að fylgjast
með honum í framtíðinni. Róbert
hefur m.a. unnið Þröst og gert
jafntefli við Margeir.
Við skulum loks sjá eina af
úrslitaskákum mótsins, spennandi
viðureign Karls og Helga Ólafs-
sonar í 9. umferð.
Hvítt: Karl Þorsteins.
Svart: Helgi Ólafsson.
Nimzoindversk-vörn.
I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3
- Bb4, 4. e3 - 0-0, 5. Bd3 -
c5, 6. Rf3 - d5, 7. 0-0 - dxc4,
8. Bxc4 - Rc6, 9. a3 - Ba5, 10.
Dd3 - a6
Byrjunarafbrigði þetta er kennt
við Bent Larsen, sem beitti því
fyrst árið 1967.
II. Re4 -
Eftir 11. dxc5 - Dxd3, 12.
Bxd3 - Bxc3, 13. bxc3 - Hd8,
14. Bc2 - Hd5 nær svartur að
jafna taflið. Eða 11. Hdl - b5,
12. Ba2 - Bb6, 13. Dc2 - c4I,
14. Re2 - Dc7, 15. Rg3 - Bb7,
16. Bd2 - Had8 og svartur má
vel við una (Portisch-Friðrik Ól-
afsson, Wijk aan Zee 1969).
11. - b5, 12. Ba2 -
Eftir 12. Rxf6+ - Dxf6, 13.
De4 - Bb7, 14. Bd3 - g6, 15.
dxc5 - Rb4, 16. De5 - Dxe5, 17.
Rxe5 - Rxd3, 18. Rxd3 - Hd8,
19. Re5 - Bc7, 20. Rf3 - a5I,
21. Rd4 - Hd5, 22. c6 - Bc8,
23. Bd2 - e5, 24. Rf3 - Bg4,
25. e4 - Hd6, 26. Be3 - Hxc6,
jafnar svartur taflið.
12. - c4, 13. Rxf6+ - Dxf6, 14.
De4 - Bd7, 15. Bbl - g6, 16.
Re5 - Hfc8,
Skákfræðin telur þessa stöðu
jafna.
17. Rd7 - De7, 18. Rc5 - Ha7,
19. Rxb7 - Hxb7, 20. Ba2?! -
Líklega hefði verið betra fyrir
Karl að fylgja áætlun Kortsnojs
í skák við Najdorf á Mallorca
1969: 20. g4I? - Hd7, 21. Dg2 -
Dd6, 22. Be4 - Re7, 23. Dg3 -
Rd5, 24. f4 - c3, 25. b4 - BdS,
26. Ha2 - Bf6, 27. Hc2 - Bg7
með flókinni stöðu.
20. - Hd7, 21. b3 - c3, 22. Dd3
- Dd8, 23. b4 - Bb6, 24. Bb3
- Re7, 25. a4 - Rd5, 26. Ba3 -
e5, 27. axb5 - exd4, 28. exd4 -
axb5, 29. Dxb5 - Bxd4, 30.
Hadl - Rf6, 31. Bcl - Re4, 32.
De2 - De7, 33. Be3 -
Eftir 33. Hdel - Dxb4, 34.
Bxf7+ - Hxf7, 35. Dxe4 stendur
svartur betur.
33. - Rd2!?, 34. Ba4?! -
Erfitt er að benda á vinnings-
leið fyrir svartan eftir 34. Da6! -
Hcd8, (34. - Rxfl 35. Dxc8+ —
Hd8, 36. Dxd8+! - Dxd8, 37.
Hxd4) 35. Bxd2 - cxd2, 36. Hxd2
- Dxb4, 37. Da2 o.s.frv.
34. - Hdc7
Engu betra er 34. - Ha7, 35.
Dg4! o.s.frv.
35. Hfel — Bxe3, 36. Dxe3 -
Dxb4
Tímahrak beggja teflenda er
allsráðandi og næstu leikir koma
hratt.
37. Bc2 - Dd6, 38. h4 - h5, 39.
Dh6 - Df6, 40. He3 - He7, 41.
Bxg6!? - ,
Helgi á nú unnið tafl, en hann
er ekki viss um, að 40 leikja
márkinu sé náð, ogteflirþví hratt.
41. - fxg6, 42. Hxe7 - c2?
Eftir 42. - Dxe7, 43. Dxg6+
- Kh8, 44. Dxh5+ - Dh7, 45.
De5+ - Dg7, 46. Dh5+ - Kg8,
47. Dd5+ - Df7, 48. Dg5+ -
Kh7 á svartur vinningsstöðu.
32. Dh7+ - Kf8, 44. Hdel -
clD og keppendur sömdu um
jafntefii, þvi hvítur þráskákar: 45.
Dh6+ - Kg8, 46. Dh7+ - Kf8,
47. Dh6+.
„Hafði augastað á titlinum“
- sagði Steingrímur, annar meistaranna í torfæru
*
Islandsmót í torfæru:
BÍLDDÆLINGURINN Árni Kópsson vann íslandsmeistaratitilinn til
eignar í flokki sérútbúinna jeppa, þegar hann vann í síðustu torfæru-
keppni íslandsmótsins í Grindavík á laugardaginn. Hann innsiglaði
titilinn og eignarréttinn á honum með því að vinna í kepgninni í
Grindavík og tryggja sér þannig titilinn þriðja árið í röð. I flokki
götujeppa tryggði Steingrímur Bjarnason sér meistaratitilinn með
því að ná öðru sæti á eftir Gunnari Pálma Péturssyni, sem var örygg-
ið uppmálað og komst allar þrautir villulaust og var að auki fljótast-
ur í tímaþrautinni.
Mikil spenna var fyrir keppnina
um það hvemig keppendum sem
voru að slást um titlana reiddi af í
síðustu keppninni. Léttar þrautir
gerðu hana átakálitla og lítið var
um æsandi tilþrif af þeim sökum,
sem slökktu vonir áhorfenda um
magnaða lokakeppni. í flokki götu-
jeppa tók Homfirðingurinn Gunnar
Pálmi forystu i fyrstu þraut og lét
hana ekki af hendi og bætti svo
um betur með því að aka hraðast
í lokaþraut keppninnar, tímabraut,
og vann því örugglega. En allra
augu vom á mönnunum í titilbarátt-
unni, þeim Steingnmi og Davíð Sig-
urðssyni. Davíð varð fyrir því
óhappi að bijóta öxul strax í byij-
un, sem kostaði hann mörg sæti
og léttar þrautir í keppninni gerðu
það að verkum að hann átti mögu-
leika á að vinna upp muninn. Fyrir
keppnina hafði hann leitt meistara-
keppnina.
„Óxull brotnaði og ólíkt því sem
verið hafði í öðmm mótum voru
tvær þrautir götujeppa eknar hver
á eftir annarri, þannig að mér gafst
ekki nægur tími til að skipta um
öxul á réttum tíma og missti af
fullri stigagjöf í einni þraut vegna
þess. Síðan voru þrautirnar of léttar
til að seinna hlutinn gerði mér
kleift að saxa á forskot forystu-
bflana og ég varð of aftarlega á
merinni og Steingrímur hirti því
titilinn. Vissulega var sárt að missa
af titlinum á þennan hátt, en ég
get ekki verið annað en ánægður
með árangurinn á árinu,“ sagði
Davíð, sem hefur sex sinnum náð
verðlaunasæti i mótum sumarsins,
þar af tvisvar unnið. íslandsmeist-
arinn Steingrímur hefur hins vegar
unnið í ein keppni og náði verð-
launasæti í öllum mótum íslands-
mótsins. Hann keypti sinn fyrsta
jeppa á síðasta ári og tók strax
þátt í torfærukeppni, en lenti í
síðasta sæti. „Ég hef smám saman
lært á jeppann og þó illa gengi í
fyrstu keppni þessa árs hafði ég
augastað á titlinum. Ég velti, braut
öxla og lenti í allskonar vandræðum
í fyrstu keppninni, en fall reyndist
fararheill og þetta gekk ágætlega
í sumar. Ég prófaði nitró-búnað í
síðustu keppninni og finnst ótrúlegt
hvað þetta gefur mikinn kraft ef
það er notað á réttan hátt. Ég fylgd-
ist grannt með framgangi Davíðs,
en hann var óheppinn og því fór
sem fór. Titillinn varð minn,“ sagði
Steingrímur.
Mikil keppni var um fyrsta sætið
í sérútbúna flokknum. Stefán Sig-
urðsson sem var að beijat við Árna
Kópsson um meistaratitilinn náði
forystu og hélt henni fyrstu fjórar
þrautimar. „Þetta gekk vel, þar til
mér mistókst í þraut, sem ég reyndi
líklega við í of lágum gír. Eg vissi
að það þurfti að bila hjá Árna svo
ég ætti möguleika á titlinum en það
rættist ekki. Þrautimar buðu ekki
upp á neina verulega keppni, vom
annaðhvort léttvægar eða ófærar.
þó ég hafi missti af titlinum núna,
þá reyni ég við hann næsta ár,“
sagði Stefán. Eftir mistök Stefáns
börðust Árni og Gísli G. Jónsson
um sigurinn. Fyrir lokaþrautina
hafði Árni aðeins fimmtán stiga
forskot á Gísla, sem hafði ekið vel.
Fimm aðrir ökumenn náðu betri
tíma en þessir kappar í tímabraut-
inni, en Árni stóð sig betur en Gísli
og hafði sigur, en Magnús Bergs-
son, íslandsmethafinn í sand-
spyrnu, ók tímabrautina hraðast.
„Ég reyndi að aka keppnina af
skynsemi, tók aldrei verulega
áhættu. Þeta var spennandi í lokin
og það var gott að innsigla titilinn
með sigri í lokakeppninni. Ég hef
ekki hug á því að keppa til meist-
ara á næsta ári, heldur mæta í ein-
stök mót. Ég er búinn að vinna titil-
inn til eignar og lengra kemst ég
ekki hérlendis," sagði Árni, sem ók
með nýja sérsmíðaða keppnisvél,
sem nota á í ævintýralega tilraun
til aksturs á sjó áður en langt um
líður. Mig langar að athuga hvort
ég geti keyrt á fullri ferð á sjó yfir
til Viðeyjar frá landi, svona til að
reyna eitthvað nýtt. Ef það tekst
ekki er ég vel syndur og get sótt
bílinn á hafsbotn, þar sem ég er
vanur kafari;“ sagði Árni og kímdi.
Úrslit í lorfæru Stakks.
Götgjeppar: Stig
GunnarP. Pétursson, Jeep Willys 1818
Steingr. Bjamason, Jeep Willys 1754
Guðm. Sigvaldason, Jeep Willys 1750
Ragnar Skúlason, Jeppster 1727
Magnús Ó. Jóhannss., Jeep Willys 1684
Sérútbúnir:
Árni Kópsson, Heimasætan 1537
Gísli G. Jónsson, Grind 1510
Stefán Sigurðsson, Skutlan 1481
Helgi H. Schiött, Greifínn 1469
GunnarGuðjónss., Jeep Willys 1462
Lokastaðan í Islandsmótinu.
Götujeppar:
Steingrímur Bjamason, Jeep Willys 74
Davíð Sigurðsson, Jeep Willys 67
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Flug Gunnars Guðjónssonar eftir keppni endaði með ósköpum þegar jeppi hans stakkst á trýnið og
hann valt. „Ég fór of hratt á stökkpallinn en óttaðist ekkert óhapp, þar sem ég treysti jeppanum full-
komlega til að standast átökin. Veltibúrið bognaði á réttum stað og jeppinn er ekkert verulega skemmd-
ur þó hann líti illa út,“ sagði Gunnar eftir lendinguna.
Árni Kópsson vann í þriðju
keppni sinni á árinu og vann á
íslandsmótinu með talverðum
yfirburðum, þó hann fengi harða
keppni í sumar.
Guðm. Sigvaldason, Jeep Willys 54
Gunnar P. Pétursson, Jeep Willys 47
KristjánFinnbjömss.,JeepWillys 33
Sérútbúnir:
Ámi Kópsson, Heimasætan 82
Stefán Sigurðsson, Skutian 58
Helgi Schiött, Greifínn 52
Ámi Grant, Jeepster 48
Sigþór Halldórsson, Hlébarðinn 40
Sigurður en
ekki Arnar
í FRÉTT í Morgunblaðinu
sl. laugardag um heimsókn
Finnlandsforseta til Vest-
mannaeyja var rangldj*!p
sagt að Arnar Sigurmunds-
son f ramkvæmdastj óri
Hraðfrystihússins hefði ver-
ið á mynd með forsetunum.
Hið rétta er að á myndinni
var Sigurður Einarsson, ræð-
ismaður Finna í Vestmanna-
eyjum. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistök-
um.