Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Margrét Karlsdóttir frá Bjargi — Mimiing Fædd 20. apríl 1893 Dáin 25. ágúst 1991 Með fáum orðum viljum við systkinin minnast elsku ömmu, sem var okkur alltaf svo góð. Amma var mjög sterkur persónuleiki og dugleg að eðlisfari. Þrátt fyrir mjög háan aldur og erfíðleika með hreyfingar, var það ætíð tilheyrandi að hún kæmi heim til okkar á hátíðum og ef einhver í fjölskyldunni átti af- mæli. Ferðir ömmu heim til okkar í Geitland voru henni einskonar endumæring og var það alltaf mik- ið tilhlökkunarefni þegar von var á henni. Amma sagði okkur oft sögur frá því þegar hún var ung og þegar hún fór 17 ára til Ameríku, þar sem hún dvaldist í 3 ár og var m.a. við nám í píanóleik. Hún hafði gott skopskyn og sagði alltaf skemmti- lega frá. Amma var músíkölsk og hafði gaman af því að syngja og spila á píanó og var það alltaf fastur liður þegar amma kom í heimsókn að við systkinin spiluðum fyrir hana. Það var einstök tilfinning að spila fyrir ömmu, því löngun hennar til að hlusta og njóta var ótakmörkuð. Það var eins og hver einasti tónn sem hljómaði, fengi líf og tilgang. Við eigum fallegar minningar um ömmu okkar sem er farin héðan, en er nú komin heim til Drottins, þar sem henni líður vel. Við biðjum Guð að hugga og styrkja elsku afa, sem misst hefur sína yndislegu eig- inkonu. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. (Jóh. 11. 25.) Arinbjörn, Pálína og Margrét Hún Margrét, föðursystir mín, var aldrei kölluð annað í mín eyru í æsku en Magga frænka. Hún var alveg einstök kona. Þegar ég man eftir henni fyrst fyrir 40 árum er hún komin hátt á sextugsaldur, en var þá og ætíð síðan einhvern veg- inn óháð aldri og tíma. Hún var falleg kona með fagra sál. Það fylgdi henni slík hlýja, ró og ör- yggi, sem ég hef hjá fáum öðrum kynnst. Á hveiju sumri komu Magga og Arinbjöm norður í Mið- fjörð. Heimsókn þeirra fylgdi ætíð mikil tilhlökkun og í huga mínum sé ég enn, þegar drossían þeirra renndi heim tröðina að Bjargi. Komu Möggu frænku fylgdi ávallt eitthvað skemmtilegt og eftir- minnilegt og í nálægð hennar ieið okkur systkinunum vel. Þegar hún fór svo suður aftur eftir skemmri eða lengri dvöl, skildi hún samt ekki eftir tómleika, heldur miklu frekar þá vissu að hún kæmi aftur að vori. Þannig man ég eftir henni frá þeim tíma. Miklu síðar varð ég svo lánsamur að fá að kynnast þessari einstöku frænku minni betur, þegar ég fékk að búa hjá henni og Arinbirni og Árna syni þeirra um sinn og var reyndar auk þess heimagangur hjá þeim um nokkurra missera skeið. Magga frænka var ekki aðeins hlý og nærgætin frænka, og góð og hagsýn húsmóðir, heldur fróð og skémmtileg kona með ótrúlega mikla lífsreynslu og góða kímni- gáfu. Þegar ég lít til baka býst ég við að ég hafi aldrei í reynd gert mér grein fyrir því, af hvaða kyn- slóð hún var. Hún féll inn í hvaða kynslóð sem var. Á hennar heimili var aldrei neitt kynslóðabil og þar voru líka allir jafnir, heimamenn, frændur, vinir og gestir, og var þó oft þröng á þingi. Magga frænka átti alltaf eitthvert skot aflögu og þau Arinbjörn hýstu þá, sem á þurftu að halda. Það er oft eitthvað í fari fólks, Viltu auka þekkingu þína? öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í fjölmörgum greinum, fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri. Innritun á haustönn fer firam dagana 28.-30.ágúst og 2.-4.september kl. 8.30-18.00. í boði verða eftirfarandi námsgreinar: Bókfærsla Ritvinnsla Bókmennta- og listasaga Saga Danska Stjómun Efna- og eðlisfiræði Stærðfiræði Enska Tölvubókhald Farseðlaútgáfa Tölvufiræði Ferðaþjónusta Utanríkisviðskipti Franska Vélritun Hagfræði Verslunarréttur fslenska Þýska Áfongum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: • Próf af bókhaldsbraut • Próf af ferðamálabraut • Próf af skrifstofúbraut • Verslunarpróf • Stádentspróf Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánarí upplýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS sem engin orð fá lýst. Þannig var því farið með Möggu frænku. Hún var fædd 1893 og hafði því þurft að taka bæði tapi og sigrum á langri ævi. Persónuleiki hennar hafði fengið að þroskast og styrkjast í hartnær eina öld. Hún hafði séð svo margt, upplifað svo margt, en fyrst og fremst fannst henni að hún hefði yfir svo mörgu að gleðjast. Ef til vill var það þessi sérstæða lífs- reynsla sem gerði það að verkum að stundum fannst mér eins hún gæti verið svolítið fjarræn eða leyndardómsfull, en því fá engin orð lýst. Og nú er hún horfin til annarra verka á Guðs vegum. Við systkinin og móðir okkar biðjum góðan Guð að blessa hana og styrkja ástvini hennar alla, sem syrgja hana. Öll höfum við margs góðs að minnast. Friðrik Pálsson Á kveðjustundum koma minning- arnar upp í hugann. Hver af ann- arri líða þær hjá og mynda hugljúfa mynd, sem aldrei gleymist, en geymist í helgireit. Þegar við nú kveðjum Margréti Karlsdóttur geymum við minninguna um hana, hver í sínum helgireit. Allar sam- verustundirnar urðu að gleðistund- um á návist hennar. Hún heillaði alla sem henni kynntust með gáfum sínum, góðleik og persónutöfrum. Eg varð svo lánsöm að fá að dvelja hjá Margréti og Arinbirni, móðurbróður mínum, um tíma eftir að ég kom fyrst suður til Reykjavík- ur haustið 1951. Heimili þeirra á Birkimelnum einkenndist af miklum tónlistaráhuga. Margrét spilaði mikið á píanó, og þau eru ófá lögin sem hún hefur spilað, enda var tón- list líf hennar og yndi. Oft sátum við Margrét saman á kvöldin og ræddum um heima og geima. Hún fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í kringum hana og tók afstöðu til manna og málefna. Margrét var fríð kona, bar sig vel og vakti hvarvetna athygli. Enginn sá Margréti bregða á hverju sem gekk, geðprýði hennar var ein- stök. Frá henni stafaði góðmennska og hlýja. Enginn minnist að hún hafi hallað orði á nokkum mann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Með þessu fáum línum vil ég og fjölskylda mín votta eiginmanni hennar, bömum og öðmm ástvinum Margrétar okkar innilegustu sam- úð. Erla Kristófersdóttir Elskuleg_ amma mín er látin í hárri elli. I huga mínum er bæði söknuður yfír að geta ekki lengur notið návistar hennar og fögnuður yfír að hún hefur nú fengið hvfld- ina. Amma hafði búið í nokkur ár, ásamt eiginmanni sínum, Arinbimi Árnasyni, á eigin heimili í Seljahlíð í Reykjavík, en í áratugi bjuggu þau á Birkimel 6. Þar stóð heimili þeirra alla tíð opið, sem um þjóðbraut þvera, enda er vart hægt að hugsa sér betra samband ættmóður við afkomendur sína en þau tengsl sem amma rækti við sína stóm fjöl- skyldu. Bemskuheimili ömmu var Bjarg í Miðfirði, þar sem hún ólst upp í kærleik foreldra og fjölskyldu. Hún fæddist á sumardaginn fyrsta og leit á þann dag sem sinn afmælis- dag. Má segja að hún hafí verið sólargeisli allt sitt líf. Afar náið samband var alltaf milli ömmu og bræðra hennar, Páls og Sigurgeirs föður míns, sem bjuggu alla sína tíð á Bjargi. Mætti líkja þessum ættartengslum við brú, annar stöpullinn á Bjargi og hinn í Reykjavík. Brúin sjálf var hið gagnkvæma og nána samband systkinanna. Frá mínum fyrstu minningum um heimsóknir ömmu og Arinbjörns heim að Bjargi var sterkust sú eftir- vænting að hitta þau og hlusta á samræður eldra fólksins. Þá var söngurinn alltaf skammt undan, Páll lék á oreglið og allir sungu raddað. Á ellefta ári mínu dvaldi ég heilan vetur á heimili hennar í Reykjavík og var sá vetur mér, sveitadrengnum, afar kær. Áhyggjulaust líf, smánám í hljóð- færaleik og ávallt umvafínn hlýju heimilisins. Þessa tíma minnist ég með þakklæti. Alla ævi mína hef ég þekkt ömmu og hef oft hugleitt hennar miklu kosti. Lund hennar var létt og tón- listin ríkur þáttur í lífi hennar enda léku öll bömin hennar á hljóðfæri, sum sem aðalstarf. Sjálf lék hún alla tíð á orgelið sitt, hin síðustu ár aðeins fyrir Arinbjöm sinn og höfðu þau bæði mikla gleði af. Aldr- ei sá ég ömmu skipta skapi og aldr- ei heyrði ég hana hallmæla nokkr- um manni. Það var ömmu svo eðli- legt að umgangast þannig sitt sam- ferðafólk og að líta hlutina jákvæð- um augum. Með göfuglyndi sínu og reisn umgekkst hún háa og lága á lífsleiðinni og ávann sér virðingu allra, allt til hinsta dags. í lífi svo aldraðrar konu hafa að vonum skipst á skin og skúrir. Hún missti fyrri mann sinn, Axel Vil- helmsson, frá fjórum börnum, eftir fárra ára sambúð, og naut hún þá ríkulega síns bemskuheimilis á Bjargi. Einnig hefur hún horft á eftir tveimur sonum sínum yfír móðuna miklu. Hún gekkst undir miklar mjaðmaaðgerðir á efri ámm og náði góðri heilsu. Um nírætt gekkst hún undir augnaðgerðir, en sjón hennar hafði daprast mjög um tíma. Hún fékk fulla sjón að nýju og taldi hún sig ávallt standa í þakkarskuld við lækni sinni, Hörð Þorleifsson. Minnisstætt er mér, þegar hún kom norður eftir augnað- gerðimar og sá Miðfjörðinn aftur með óskertri sjón. Fögnuður hennar var mikill og einlægur. I tæp sextíu ár hafa amma og seinni maður hennar, Arinbjöm, stutt hvort annað með ráðum og dáð og borið hag fjölskyldunnar fyrir bijósti. Alúð og umhyggja Árinbjöms fyrir velferð ömmu hin síðustu ár em aðdáunarverð. Þá ber að þakka starfsfólki Seljahlíðar fyr- ir sérstaka umönnun og hjúkmn þann tíma sem hún bjó þar. Kvíði ömmu fyrir að flytja úr vesturbæn- um í Seljahlíð reyndist óþarfur, þar bjuggu þau Arinbjöm í góðri umönnun starfsfólks og umvafín velvild ættmenna. Með þessum orðum vil ég þakka ömmu minni samfylgdina. Móðir mín, systkini og flölskyldur minnast hennar með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gaf. Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Karl í dag, þriðjudaginn 3. september, fer fram útför Margrétar Jónínu Karlsdóttur, lengi húsfreyju á Birki- mel 6 hér í borg, sem andaðist 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.