Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 13
rnniyiQRG,UflBLAÐIÐ. fiPIt)JUDA,qPfi 3.,SERTEMJBERg991 tregaljóð. Fjögur lög voru við kvæði eftir H.C. Andersen og skal þar helsta nefna Muttertraum, þar sem píanóröddin var ofin sem kontra- punktiskt mótrödd við sönglagið og Der Soidat, sem er sérlega áhrifa- mikið og harmþrungið. Síðustu viðfangsefnin voru sótt í Tólf ljóð eftir Justinus Kerner op. 35 en af þeim fluttu þeir félagar aðeins 11 og slepptu nr. 2 (Stirb, Lieb’ und Freud’!). Kemer var ekki talinn eins gott skáld og Lenau, en augljóslega hefur hann haft meiri áhrif á Schumann, því þar er að finna sum af frægustu lögum tón- skáldsins, eins og t.d. Wanderlust, Erstes Griin og Stille Thranen. Tvö síðustu kvæðin, Wer machte disch so krank og Alte laute, eru sungin við sama lagið og var flutningur þeirra félaga á þessum undarlega kyrrðarsöng, blátt áfram stórkost- legur. Það er í raun óþarft og óhugs- andi að fjalla á faglegan máta um flutning listamannanna. Þeir eru komnir þangað sem gagnrýni er óþörf, jafnvel þó reynt sé að festa hendur á einhverri nöf, í þeirri ófæru, sem er viðhorf til túlkunar. Að hlýða á slíka listamenn er upplifun, þar sem svarið er undir- gefin, þakklát og þögul hlustun. Söngvar viðljóð eftir Heine ________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Seinni tónleikamir hjá félögun- um, Andreas Schmidt og Rudolf Jansen, voru byggðir upp á söng- verkum þeim er Robert Schumann samdi við kvæði eftir Heinrich Heine, þó ekki öllum, því þar vant- aði t.d. ballöðuna, Die beiden Grenadiere og Die Lotosblume en Du bist wie eine Blume fluttu þeir sem aukalag. Á efnisskránni voru lagaflokk- arnir Liederkreis op. 24, Der arme Peter, flokkur þriggja laga, nr. 3 úr Romanzen und Balladen op. 53, tvö sjálfstæð lög, Belsazar, op. 57 og Mein Wagen rollet langsam, sem var gefið út í flokki fjögurra söngva op. 142 en mun upphaflega átt að vera í lagaflokknum Dichterliebe, op. 48 sem var síðasta viðfangsefni félaganna. Það er sérkennilégur munur á þessum ljóðasöngvum. I Liederkreis fylgir píanóröddin sönglínunni að miklu leyti, nema helst í nr. 5 (Sc- höne Wiege). í Der arme Peter eru einkenni alþýðulagsins mjög ljós. í Belsazar er píanóröddin mjög viða- mikil en er eitt af fáum lögum eft- ir Schumann, sem er án eftirspils. í Dichterliebe eru mörg eftirspil- anna sérlega falleg og frægast þeirra er niðurlagið en píanóröddin er oft mjög sjálfstæð, eins og t.d. í nr. 9 (Das ist ein Flöten und Geig- en), sem er nánast píanólag með undirsöng. Það er þó samspil söng- raddar og hljóðfæris, sem er aðal þessa meistaraverks, þar sem texti, söngur og píanóleikur verður i höndum góðra listamanna, undra- heimur fegurðar, svipaður þeim sem skáldið lýsir í næst síðasta ljóðinu í Dichterliebe, Aus alten Márchen. Öllu þessu héldu flytjendurnir til haga og var flutningur þeirra mik- ill listviðburður enda báðir miklir listamenn, er gáfu hástemmdri list Schumans lífsanda. Andreas Schmidt er frábær söngvari og flutti þessi vandasömu verk af innsæi og sterkri tilfinningu. Samspilari hans, Rudolf Jansen, er snilldar píanóleik- ari en hann hefur og náð að skyggn- ast um að baki fortjaldsins, er hylur innri viðu hlutanna og gæðir leik sinn þeirri reynslu. Þarna mátti heyra hversu sú listhefð, sem á upphaf sitt í Mið-Evrópu, blómstrar í gjörningi þeirra listmanna, sem þar hafa vaxið úr grasi og skilja listina sem móðurmál sitt. i rl3 FAXAFENI 14, NÚTÍÐ, 108 REYKJAVÍK, SÍMAR 687480, 687580 0 OG 37878 Kennslustaðir: Grafarvogur - Seltjarnarnes - Faxafen 14 (2 salir) Innrítun daglega kl. 10-19 Okkar dansar eru Það sem við kennum ívetur: Barnadansar gamlirog nýireru undirstaða fyrirallan samkvæmisdans. Söngdansarog leikir fyrir jóla- ballið og öll hin böllin. Splunkunýir dansar. Gömlu dansarnir Við verðum áfram með gömlu dansana, ræl, polka, vínarkrus, skottís o.fl. Þar dönsum við líka „partý“dansa og gamla, enska og danska dansa, sem við kenn- um. Þar er grunnurinn lagður að 10 dönsunum íheimskerfinu. Fyrir börn, unglinga og fullorðna. Þar geta pörin, hjónin og vinirnir komið saman og átt skemmti- lega kvöldstund í góðra vina hópi. Við öðlumst öryggi á dans- gólfinu og dönsum eftir nýjum og gömlum lögum. Allt það nýj- asta fyrir keppnisdansara. Frá- bærir gestakennarar koma í heimsókn ívetur. Merkiapróf verða ívetur. EPP fyrir alla stráka og stelpur, unga og gamla. Nýir dansar, ný lög. Mikiðfjör. Við útvegum steppplötur. Suður- amerískir dansar og Boogie Woogie, mambó og margirfleiri uppáhaldsdansar margra. Skemmtileg lög og svo eru sérhópar fyrir 10-12 ára og 13-16 ára. Rock’n Roll er alltaf einn af tískudönsunum. Mörg ný spor og samsetningar lærðum við í sumar í Danmörku af Kitty og Þer Henckell og þýsku meisturunum Jens Kressler og konu hans. Lykilorðið þar er FRAM og á uppleið. Það verður spenn- andi fyrir alla aldurshópa, börn 8-9 ára, 10-12 ára, 13-16 ára og 17 ára og eldri. Jazzleikskólinn Þau voru fyrst íjazzleikskólanum. Jazzleikskólinn er sérgrein okk- ar. Þarfæreinstaklingurinn, börn 3ja-6 ára, að njóta sín óþvingaður á dansgólfinu. Það hefur sýnt sig og sannað að börn fá góða undirstöðu ítónlist og fyrir allan dans til áframhald- andi náms. Spennandi leikdansar. Munið jazzleikskólann okkar. Varist eftirlíkingar. Hlp-Hii, Streetúans, Discojan, Freestyle fyriralla, sem vilja hreyfa sig eftirnýj- ustu lögunum. Sérhópurjazzdans fyrir7-9ára. Sérhóparfyrir 10-12 ára og13-16 ára. 3 pör úr Danskóla Hermanns Ragnars á verðlaunapalli. Dansdagur í skólanum sunnu- daginn 8. september kl. 16. Inn- ritun og upplýsingar allan dag- inn og afhending skírteina. Líttu inn og heyrðu öll nýju danslögin og sjáðu krakkana dansa. Félagasamtök og starfsmannahópar verða að hafa samband við okkur sem fyrst. Einkatímar eftir samkomulagi. Foreldrar: Gefið barninu ykkar bestu fáanlegu undirstöðu fyrir áframhaldandi nám í öllum dansi og tónlistarnám. Raðgreiðslur K dansinum er lífsgleði og þar er holl og góð hreyfing. og annað. I danstímunum ert þú I góðum félagsskap. Kennsla hefst laugardaginn 14. september 1991. Góður skóli þar sem er góður agi og reglusemi. Dansinn eródýrt tómstundagaman fyriralla fjölskylduna. Faglærðir danskennarar. Nýtt húsnæði, sem liggur vel við íbúðarhverfum borgarinnar. Tveir kennslusalir. Næg bílastæði. Grensásstöð SVR er stutt frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.