Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJtJDAGUR 3. SRl’TEMBKR :19H1
£9
Viðræður Gorbatsjovs við leiðtoga tíu lýðvelda:
Lýðveldin verði sjálfráð um
forsendur sambandsaðildar
Moskvu. Reuter.
MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og leiðtogar tíu af
fimmtán lýðveldum Sovétríkjanna hafa lagt fram drög að nýjum og
gerbreyttum sambandssáttmála. Nursultan Nazarbajev, forseti Kaz-
akhstan las tillögurnar upp í Æðsta ráðinu í gær. Hér á eftir fer
útdráttur úr yfirlýsingu Gorbatsjovs og leiðtoganna tíu.
„Forsetinn og æðstu embættis
menn tíu lýðvelda hafa falið mér
að lesa þessa yfirlýsingu, sem unn-
in var í gærdag, alla nótt og fram
á morgun.
Umleitanir um að koma á. nýjum
samskiptum í sambandi fullvalda
ríkja runnu út í sandinn vegna
valdaránsins 19. til 21. ágúst á
þessu ári. Vegna þessa rambaði
landið á barmi ógæfunnar.
Eftir valdaránið kom upp staða
í landinu, sem gæti haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar, bæði utan lands
og innan, ef ekki tekst að hafa
stjórn á hlutunum. Við höldum því
fram að það að valdaránið mis-
heppnaðist og lýðræðisöflin fóru
með sigur af hólmi hafi veitt aftur-
haldsöflunum og öllu því sem stend-
ur í vegi fyrir lýðræðislegum breyt-
ingum þungt högg.
Því höfum við nú sögulegt tæki-
færi til að hraða umbótum og
endurreisn landsins. Undir þessum
kringumstæðum hafa löglega
kjörnir leiðtogar landsins - forseti
landsins, forsetar og formenn
Æðstu ráða lýðveldanna - náð
samkomulagi um eftirfarandi að-
gerðir í því millibilsástandi sem
verður þar til ný stjórnarskrá hefur
verið tekin upp og nýjar valdastofn-
anir kjörnar...
1. Óll þau lýðveldi, sem þess óska,
skulu gera og undirrita Sambands-
sáttmála fullvalda ríkja, þar sem
hvert þeirra mun eitt og sér ákvarða
með hvaða hætti þátttaka þeirra
verður í sambandinu.
2. Skorað er á öll lýðveldin, burt-
séð frá því hvaða yfirlýsingar þau
hafa gefið út um stöðu sína, að
íhuga tillögu um að gera þegar
efnahagssáttmála um samstarf inn-
an ramma fijáls efnahagssvæðis til
að tryggja að efnahagslífið gangi
með eðlilegum hætti, að séð verði
fyrir þörfum almennings og fram-
kvæmd róttækra umbóta í efna-
hagsmálum verði hraðað.
3. Stofnað verði í þessu millibils-
ástandi Fulltrúaráð málsvara
fólksins, sem mun starfa sam-
kvæmt því grundvaltarlögmáli að
hveiju lýðveldi verði gert jafn hátt
undirhöfði - Æðsta ráð hvers lýð-
veldis mun skipa tuttugu málsvara
fólksins til að taka ákvarðanir um
almenn grundvallaratriði. Komið
verði á fót Ríkisráði, sem skipað
verði sovéska forsetanum og æðstu
embættismönnum lýðveldanna til
þess að samræma utan- og inn-
anríkismál, sem varða sameiginlega
hagsmuni lýðveldanna. Stofnpð
verði Tímabundin efnahagsnefnd
lýðveldanna skipuð fulltrúum allra
lýðveldanna á jafnréttisgrundvelli
til að samræma stjórnun efna-
hagslífs og samræma framkvæmd
umbóta í efnahagsmálum.
Þegar drögin að stjórnarskránni
verða tilbúin skal Æðsta ráð hvers
lýðveldis íjalla um þau og að lokum
skal þing fulltrúa með fullt umboð
lýðvelda sambandsins samþykkja
þau...
Jafnhliða þessu biðjum við Æðsta
ráðið að afnema tímabundið sam-
svarandi greinar sovésku stjórnar-
skrárinnar.
4. Undirrita samkomulag um
vamir á grundvelli heildaröryggis í
því skyni að viðhalda samdnuðum
herafla og hernaðarlegu umráða-
svæði, til að framkvæma róttækar
umbætur í hemum, [öryggislög-
reglunni] KGB, innanríkisráðuneyt-
inu og saksóknaraskrifstofu Sovét-
ríkjanna með hliðsjón af hagsmun-
um lýðveldanna.
5. Að staðfesta það að allir al-
þjóðlegir sáttmálar og skuldbind-
ingar Sovétríkjanna verði skilyrðis-
laust haldnir, þar á meðal fækkun
vopna og takmörkun auk erlendra
efnahagsskuldbindinga.
Bjartsýnisverðlaun Brostes;
Myiidliög’gvariim Helgi
Gíslason heiðraður
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
Bjartsýnisverðlaun Brnstes
verða í ár veitt myndhöggvaran-
um Helga Gíslasyni. Upphæð
verðlaunanna nemur 30.000 dan-
skra króna, jafnvirði um 270
þúsund ÍSK.
Verðlaunin verða afhent við at-
höfn í Kaupmannahöfn 13. sept-
ember nk. og mun Vigdís Finnboga-
dóttir, forseti íslands, afhenda þau.
Helgi Gíslason er 44 ára og er eink-
um kunnur fyrir verk sem hann
hefur unnið í brons en einnig liggja
fréttaritara Morgunblaðsins.
eftir hann verk úr stáli, tré og
gleri. Mannslíkaminn er áberandi í
verkum hans. Helgi vann nýverið
samkeppni um listaverk sem ætlun-
in er að reisa við nýja útvarpshúsið
í Reykjavík.
I tengslum við verðlaunaafhend-
inguna efnir Asbæk-galleríið til
sýningar á verkum þriggja íslenskra
listamanna, Leifs Breiðfjörðs,
Kristjáns Davíðssonar og Gunnars
amar Gunnarssonar, 3.-22. sept-
ember. Leifur hluta bjartsýnisverð-
laun Broste í fyrra.
Reuter
Nursultan Nazarbajev, forseti
Kazhakstans, flytur tillögur
Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta
Sovétríkjanna, og leiðtoga tíu
sovéskra lýðvelda um róttækar
breytingar í Æðsta ráðinu í gær.
6. Að samþykkja yfirlýsingu, sem
tryggir réttindi og frelsi borgara
án tillits til þjóðemis þeirra, búsetu,
flokksaðildar og pólitískra skoðana,
auk réttinda þjóðarbrota.
7. Að fara þess á leit við Æðsta
ráðið að það styðji umsóknir lýð-
velda í sambandinu til Sameinuðu
þjóðanna um að fá viðurkenningu
sem viðfang þjóðaréttar og aðild
þeirra að þeim samtökum... “
Yfirlýsinguna undirrituðu forseti
Sovétríkjanna og leiðtogar' Rúss-
lands, Ukraínu, Hvíta Rússlands,
Úzbekistans, Kazakhstans, Az-
erbajdzhans, Kirgizíu, Tadjíkistans,
Armeníu og Túrkmenistans.
ALDREIAFTUR 14-2!
ISLAND/DANMORK
á Laugardalsvelli 4. september kl. 18.15
/ leikhléi skemmtir Rob Walters, heimsmeistarinn í knattþrautum, sem
staddur er hér á landi vegna COCA COLA knattþrautanna. Með honum koma
fram yngstu knattþrautasnillingar íslands.
Verð:
Stúkakr. 1.200,- Stæði kr. 800,-
Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Forsala aðgöngumiða:
Austurstræti 3/9 — 4/9
Sparta 3/9 — 4/9
Laugardalsvelli á leikdegi frá kl. 11.
Dómari: L.W. Mottram
Línuverðir: J. McCluskey og J. J. Timmons
100 fyrstu sem kaupa miða í Austurstræti
fá gefins Williams Sport rakspíra.
FLUGLEIDIR
m m
EftG Ð
FJARFESTINGARFELAGIÐ
Hafnarstræti 7 101 Reykjavik
fríska menn