Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTBMBBR 1991 Fyrirtæki til sölu Sportveiðivörur Af sérstökum ástæðum er til sölu fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í smásölu- og heildsölu á sportveiðivörum. Fyrirtækið er vel búið og hefur nokkra sérstöðu. Góð heildsölusambönd. Matvöruverslun Til sölu landsþekkt matvöruverslun. Verslunin er vel búin tækjum og er í öruggu leiguhúsnæði. Ársvelta ca 160,0 millj. Gott tækifæri fyrir samhenta aðlila sem eru tilbúnir að taka við traustu fyrirtæki. FYRIRTÆKJASTOFAN Varslah/f. Ráógjöf, bókhald, skattaðstoð og sala fyrirtækja Skipholti 5, Reykjavik, sími 622212 Sýnishorn úr söluskrá: ★ Vins’æl sólbaðsstofa, mikil viðskipti. ★ Rótgróin nýlenduvöruverslun, skipti möguleg. ★ Þekkt nuddstofa, langur biðlisti fylgir. ★ Leikfangaverslun, góð álagning. Jólin nálgast. ★ Áratugagömul blómabúð, laus strax. ★ Fataverslun á góðum stað, þekkt nafn. ★ Lítið auglýsingaskiltafyrirtæki. Engin sérþekking. ★ Innflutningsfyrirtæki með sérstakar sportvörur. ★ Myndbandaleiga á frábærum stað, góð velta. ★ Sérstakur veitingastaður, matur og dans. ★ Tvær þekktar tískubúðir, báðar á góðum stað. ★ Stór fataverslun í Hafnarfirði ★ Arðbært iðnaðarfyrirtæki fyrir laghentan. ★ Ljósritunarstofa með öllum tækjum. ★ Vélar fyrir bakarí, tilbúnar strax. ★ Verslun og viðgerðr á sjónvörpum. ★ Myndlistargallerí, spennandi tími framundan. Höfum kaupendur að stórum fyrirtækjum. mTTTTY7^T7?py7TVTT7| SUÐURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 911 RH 91 97H L^RU® Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjori L I \ d\jmL\0l\J KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignísali Til sýnis og sölu er að koma meðal annarra eigna: Fyrir smið eða laghentan parhús - steinhús á tveimur hæðum á vinsælurn stað í Skerjafirði m/5 herb. íb. 106,9 fm nettó auk geymslu 14,4 fm. Þarfn. nokkurra endurbóta. Laus fljótl. Einkasala. Nýlegt einbhús á Nesinu v/sjóinn norðarmegin m/5 herb. íb. á tveimur hæðum um 135 fm. Rúmg. bílsk. Eignaskipti mögul. Nýlegt og gott steinhús í Hafnarfirði ein hæð m/5 herb. íb. 129,5 fm nettó. Góður bílsk. 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm. Útsýnisstaður. Eignaskipti mögul. Á vinsælum stað í austurborginni 6 herb. efri hæð 122,5 fm í fjórbhúsi. Sérhiti. 4 svefnherb. Húsið er byggt 1975 mikið endurn. Rúmg. föndurherb. í kj. Góður bílsk. Út- sýni. Skipti mögul. á 2ja-3ja herb. séríb. í Suðurhlíðum Kópavogs í þríbhúsi v/Hlíðarveg 3ja herb. neðri hæð ekki stór en vel skipul. Sérinng., sérhiti. Bílskréttur. Útsýni. Fjöldi fjársterkra kaupenda óska eftir íbúðum 3ja-5 herb., sérhæðum, raðhúsum og einbhúsum. Margs konar eignaskipti mögul. Margir bjóða miklar og örar greiðslur í peningum. • • • Raðhús, einbhús og sérhæð- ir óskast í Kópavogi, í vestur- borginni og á Nesinu. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 HLUTIR/OBJECTS Stefán Geir Karlsson: „Skrúfbolti. 1991 Myndlist Eiríkur Þorláksson í Gallerí einn einn við Skóla- vörðustíg stendur nú yfir sýning, sem listamaðurinn hefur gefið hið einfalda heiti Hlutir/Objects. í þessu litla rými getur að líta fimm- tán verk eða hluti, sem hver um sig býður heim nýjum viðhorfum til þess viðfangsefnis, sem tekið er fyrir; þetta er sýning frá óvenju- legum sjónarhornum, ef svo mætti segja. Listamaðurinn, Stefán Geir Karlsson, hefur líka nálgast mynd- listina eftir nokkuð óvenjulegri leið: Hann lauk sveinsprófi í plötu- og ketilsmíði rúmlega tvítugur, og hlaut meistarabréf í þeirri iðn rúm- um áratug síðar; í millitíðinni hafði hann stundað nám í Helsingör Teknikum og lokið þaðan prófi sem skipaverkfræðingur. Hann hefur því ekki stundað formlegt listnám, en lært þess meira í handverki og tækni. Hann tók þátt í nokkrum samsýningum FÍM fyrir um áratug síðan, en hélt svo fyrstu einkasýn- ingu sína í áningarskála í Viðey 1987. Um svipað leyti gerði hann hlut, sem nú stendur á horni Skóla- strætis og Amtmannsstígs í Reykjavík: Risastórt herðatré, sem var skráð í heimsmetabók Guiness 1989. Þessi kynning gefur á vissan hátt tóninn fyrir það sem fyrir augu ber á sýningunni; verkin byggjast á einföldum hlutum, sem verða á vegi flestra í daglegu lífl, en sem listamaður með gott auga umbreytir og færir á nýjan stall sem fullgild listaverk. Fyrst ber að nefna óvenjulega innsetningu, „Rúmið hans afa, (nr. 1), en sá titill vísar gestum á nægj- usemi fyrri kynslóða (smæð rúms- ins) sem og hinnar margrómuðu iðjusemi (fjöldi verkfæra og áhalda). Innsetningin samanstend- ur af bæði hinu raunverulega og hinu ýkta; rúmið (og rúmijölin) eru vissulega hlutir síns tíma, og sömu- leiðis nokkrir smáhlutir við það, en kostuleg pennastöng, risastór tré- nál og krækja bijóta síðan upp þann hátíðleik, sem flauelskaðlarn- ir í kring setja á þessa skýrt af- mörkuðu ímynd. Önnur verk Stefáns Geirs eru sjálfstæðar einingar, en þó hefur hann greinilega unnið að þeim í nokkrum flokkum, þar sem hug- myndatengsl eða efni hafa ráðið nokkru um endanlega framsetn- ingu verkanna. Flest verkin eru unnin í tré, og vegna þess hve það er látið halda sér gróft er efnis- kenndin hér mikilvægur þáttur. Dæmi um þetta eru verk eins og „Sólúr" (nr. 8) og „Lykilsprengja" (nr. 10), þar sem misjafnlega gróft efnið skapar ákveðin tengsl. „Auðnuspor" (nr. 2) er á vissan hátt innlegg í kvennabaráttuna; en það virðist þó ekki vera létt spor fyrir konuna frá strauborðinu yfir í frelsið, og hún skilur eftir brennt svið, þannig að ekki verður aftur snúið. Listamaðurinn hefur einnig sett upp tvo flokka af verkum innan sýningarinnar; annars vegar af töppum og hins vegar þar sem skrúfboltar og rær skapa eining- arnar. „Skrúfbolti" (nr. 5) er ein- stakt jafnvægisverk; trébútamir sem hringast um boltann búa við nákvæmlega rétta spennu til að haldast saman; ef hún væri minni myndu þeir detta sundur, en springa hver frá öðrum, væri hún meiri. „Tapparnir" (nr. 12-15) eru skemmtilegar yfirstærðir á dagleg- um hlutum, sem allir þekkja og fleygja frá sér sem hveiju öðru rusli, en meta ef til vill öðru vísi hvað varðar formgildið eftir að sjá þá í þessu nýja ljósi hvað varðar efni og stærð. Það er létt yfír þessarri sýningu, og það væri súr svipur sem léttist ekki eitthvað við að skoða hana.' Hún bendir til hins hversdaglega í umhverfinu, hluta sem við virðum sjaldnast viðlits, en ganga hér aftur í öðrum efnum og stærðum, og koma þá skemmtilega flatt upp á áhorfendur; mannlegt umhverfi er fullt af þessum hlutum - sem þýðir að þar er að finna óþijótandi efniv- ið fyrir myndlistina. Sýning Stefáns Geirs Karlssonar í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg stendur til fímmtudagsins 5. september. Efri röð f.v.: Júlíus Vifill Ingvarsson, fris Erlingsdóttir, Jón Rúnar Arason; Björk Jónsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir og Kristinn Hallsson. Neðri röð f.v.: Sigvaldi Kaldalóns f.h. Ónnu Margrétar Kaldalóns, Elínborg Stefánsdóttir f.h. Þórunnar Guðmundsdóttur og Jón Hjartarson f.h. Ingveldar Ýrar Jónsdóttur. Uthlutun úr söngvara- sjóði óperudeildar FÍL SÖNGVARASJÓÐUR óperudeildar Félags íslenskra leikara styrkir efnilega söngnema til náms og starfandi söngvara til frekari menntun- ar í list sinni. Sjóðurinn úthlutar nú fjórða árið í röð og auglýsir hann væntanlega styrkveitingu í dagblöðum og óskar eftir umsóknum og öðrum upplýsingum, svo sem hljóðsnældu. Styrkveiting er liáð því skil- yrði að umsækjandi hafi lagt stund á söngnám um nokkurra ára skeið og ætli í enn frekara nám erlendis. Alls sóttu 22 manns um styrk að þessu sinni. Voru umsækjendur allir úr hópi okkar efnilegustu söngnema. Til úthlutunar í ár komu kr. 600.000 og ákvað sjóðsstjórn að skipta þeirri fjárhæð í sex hluta. Styrk að upphæð krónur eitt hundrað þúsund hlutu að þessu sinni sex söngnemar. Þeir eru: Anna Margrét Kaldalóns, sópran, sem er að Ijúka BA-námi við New England Conservatory í Boston. Hún stundaði áður nám í Garðabæ. Anna hyggst halda áfram námi sínu í tónlistarskó- lanum í Austin í Texas. Björk Jónsdóttir lauk sínu söng- námi í Reykjavík. Hún mun stunda nám á komandi vetri í Kaupmanna- höfn. Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzo sópran, er Reykvíkingur. Hún nam söng í Vínarborg og New York, það- an sem hún lauk mastersgráðu í söng frá Manhattan School of Music. Hún hyggur á enn frekara söngnám. Iris Erlingsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1989. Hún hyggst halda utan til enn fekara náms. Jón Rúnar Arason, tenór, stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Hann mun syngja í uppfærslu íslensku óperunnar á Töfraflautunni eftir Mozart. Síðan mun hann halda utan til náms. . Þórunn Guðmundsdóttir hefur lok- ið bachelorgráðu og mastersgráðu frá Bloomington-skólanum í Indiana í Bandaríkjunum. Hún er nú að vinna að doktorsgráðu í tónlist raeð söng sem aðalgrein. í stjórn Sönvarasjóðs ópenideildar FÍL eru þau Elísabet Erlingsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kristinn Hallsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.