Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 A LEK ÞOK • • • dugar ekkert nema varanleg viðgerð og það áður en vetur gengur í garð. í Húsasmiðjunni nýtur þú aðstoðar fag- manna sem veita ráðgjöf varðandi viðgerðir og efnisval. í Timbursölu Húsasmiðjunnar fæst mikið úrval utanhússklæðningar bæði á þök og útveggi. Komdu með teikningu af húsinu þínu og láttu fagmenn okkar magn- taka og gera verð tilboð. Við útvegum jafnvel menn til verksins ef þörf krefur. HÚSASMKMAN Súðarvogi 3-5 Sími 68 77 00 Hdluhrauni 16 Sími 65 01 00 M; Fmhaldí eldri aldurshópum k\ Ballettskóii ik Eddu^ Scheving Skúlatúni 4 Meðlimur í Félagi íslenskra llstdansara. timar þrælgult hertl BáLLEimOLA Kennsla hefst um miðjan september. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa frá 4ra ára. Innritun í síma 38360 frá kl. 12-16. Afhending skírteina í skólanum þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. sept. frá kl. 16-18. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 30. ágúst - 2. september — Ágæt nýting var á fanga- geymslunum um helgina. Alls gistu þær 59 einstaklingar vegna ölvunar eða ölvunartengdra mála. Þeir, sem uppvísir höfðu verið að dólgshætti, voru færðir fyrir dóm- ara að morgni og gert að greiða álitlegar sektarupphæðir vegna yfirsjóna sinna. Áðrir þurftu að svara fyrir sín mál hjá rannsókna- raðilum eða áfengisráðunaut. — Börn og unglingar sem lög- reglan þurfti að hafa afskipti af í miðborginni um helgina voru færð í sérstakt afdrep og vistuð þar með aðstoð félagsmálafólks uns þau voru sótt af foreldrum sínum, Foreldrar þurftu að sækja þangað á annan tug ungmenna á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Ætlunin er að lög- regla og félagsmálayfirvöld í borg- inni haldi þessu samstarfi áfram næstu helgar. Margt fólk var í miðborginni aðfaranótt iaugar- dags og talsverð ölvun, en allt fór þar að mestu friðsamlega fram. — Um helgina lést eldri kona af völdum meiðsla sem hún fékk eftir að hafa orðið fyrir bíl á Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð skömmu fyrir hádegi á föstudag. Á árinu hafa því fimm einstakling- ar látist í umferðarslysum í Reykjavík, þrír gangandi vegfar- endur og tveir ökumenn bifhjóla. Á sama tíma í fyrra höfðu tveir einstaklingar látist í umferðarslys- um í Reykjavík. — Um miðjan dag á föstudag var ökumaður fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatna- mótum Laugavegar og Bolholts. Seinnipart föstudags varð árekst- ur tveggja bíla á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbraut- ar og þurfti ökumaður annars þeirra að fara á slysadeild. Skömmu eftir miðnætti á föstudag þurfti að flytja ökumenn tveggja bíla á slysadeild eftir árekstur þeirra á gatnamótum Grensásveg- ar og Suðurlandsbrautar. Aðfara- nótt laugardags varð gangandi vegfarandi fyrir bíl á Sóleyjargötu og þar varð að flytja tvennt á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Aðfaranótt sunnudags varð gangandi vegfarandi fyrir bíl í Fischersundi, en bláum Daihatsubíl var ekið þar af vett- vangi. Þeir sem geta gefið nánari upplýsingar í því máli eru beðnir um að hafa samband við slysa- rannsóknadeild lögreglunnar. — Rétt er að ítreka þær ábend- ingar lögreglu sem birtust í Morg- unblaðinu á sunnudag. Þar eru foreldrar minntir á nauðsyn þess að fylgja yngstu bömum sínum í og úr skóla fyrstu dagana og upp- lýsa þau um þær hættur sem þau þurfa helst að varast á leið sinni. Þá eru og ökumenn alvarlega hvattir til þess að sýna börnunum sérstaka aðgæslu og aka varlega. — Lögreglan handtók tvo menn að morgni laugardags eftir að þeir höfðu klifrað upp á svalir annarrar hæðar húss við Ofanleiti. — Styggð kom að manni sem hafði brotist inn á jarðhæð í mann- lausu húsi við Dyngjuveg seinni- part föstudags. Það var glöggur nágranni sem veitti því athygli að ekki væri allt með felldu, athugaði málið og fældi þannig innbrots- þjófinn frá. Sá hafði brotið rúðu, farið inn og rótað í lyfjageymslu íbúðarinnar auk þess sem hann hafði safnað ýmsu dóti saman í tösku, sem skilin var eftir á flótt- anum. Á laugardag handtók lög- reglan mann sem fellur að greinar- góðri lýsingu að þjófnum. Þetta er ágætt dæmi um það á hvem hátt fólk getur haft eftirliti með eigum nágranna sinna og þannig gert afbrotamönnum erfitt fyrir. — Á laugardagsmorgun var til- kynnt um að brotin hafi verið upp gluggi í kjallara húss við Álfheima og að einhver hefði farið þar inn, en engu verið stolið. Á föstudag var tilkynnt um að einhver eða einhvetjir farið þar inn og stolið talsverðum verðmætum, þ. á m. Remington haglabyssu, skotfær- um, myndbandstæki og skartgrip- um. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að huga vel að umbún- aði glugga og hurða húsa eða íbúða sinna, bæta eða endurbæta það sem þurfa þykir og auka lýs- ingu þar sem þess þarf. Ef fólk telur sig þurfa ráðgjöf í þessum efnum getur það snúið sér til for- varnarfulltrúa lögreglunnar í af- brotavörnum. Háteigskirkja: Námskeið í orgelleik „Wolfgang Amadeus Mozart og orgelstíll hans tíma“ er heiti á námskeiði sem haldið verður í Háteigskirkju 5.- 7. september. Námskeiðið felur í sér tvo fyrir- lestra, tvenna orgeltónleika og kennslu í orgelleik. Organistar, fyrirlesarar og leiðbeinendur eru dr. Karen De Pastel og dr. Ort- hulf Prunner. Námskeiðið hefst á fyrirlestri dr. Karenar De Pastel fimmtudaginn 5. september kl. 20.30. Nefnist hann „Sónötuformið hjá W.A. Mozart". Daginn eftir á sama tíma heldur dr. Orthulf Prunner orgeltónleikana „W.A. Mozart og Vínarklassískur orgelstíll" en næstkomandi laugar- dag heldur hann fyrirlestur um org- elverk W.A. Mozarts og Vínar- klassískan orgelstíl kl. 11 fyrir há- degi. Á laugardagskvöldið kl. 20.30 heldur dr. Karen De Pateí tónleika er hún nefnir „W.A. Mozart og Dr. Karen De Pastel. samtíðarmenn hans í fimm löndum“. Kennsla í orgelleik fer fram á föstu- dag og laugardag. Dr. Karen De Pastel, sem er bandarísk, nam tónlist í Vínarborg. Hún er nú organisti stiftsbasiliku í Lilienfeld í Austurríki og kennari við tónlistarháskólann í Vínarborg. Hún hefur farið í fjölda tónleikaferðalaga um Evrópu, Ásíu og Bandaríkin. Dr. Orthulf Prunner er organisti Háteigskirkju í Reykjavík. Hann hefur haldið fjölmarga orgeltónleika á íslandi og víðsvegar um Evrópu. Tónlistarmenntun sína hlaut hann í Vínarborg en hefur auk þess sótt fjölda námskeiða á erlendri grund. u>;r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.