Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991
A LEK ÞOK
• • • dugar ekkert
nema varanleg viðgerð og það áður en
vetur gengur í garð.
í Húsasmiðjunni nýtur þú aðstoðar fag-
manna sem veita ráðgjöf varðandi viðgerðir
og efnisval. í Timbursölu Húsasmiðjunnar
fæst mikið úrval utanhússklæðningar bæði
á þök og útveggi. Komdu með teikningu af
húsinu þínu og láttu fagmenn okkar magn-
taka og gera verð tilboð. Við útvegum
jafnvel menn til verksins ef þörf krefur.
HÚSASMKMAN
Súðarvogi 3-5 Sími 68 77 00
Hdluhrauni 16 Sími 65 01 00
M;
Fmhaldí
eldri
aldurshópum
k\
Ballettskóii ik
Eddu^
Scheving
Skúlatúni 4
Meðlimur í Félagi íslenskra llstdansara.
timar
þrælgult
hertl
BáLLEimOLA
Kennsla hefst um miðjan september.
Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir
alla aldurshópa frá 4ra ára.
Innritun í síma 38360 frá kl. 12-16.
Afhending skírteina í skólanum
þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn
18. sept. frá kl. 16-18.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
30. ágúst - 2. september
— Ágæt nýting var á fanga-
geymslunum um helgina. Alls
gistu þær 59 einstaklingar vegna
ölvunar eða ölvunartengdra mála.
Þeir, sem uppvísir höfðu verið að
dólgshætti, voru færðir fyrir dóm-
ara að morgni og gert að greiða
álitlegar sektarupphæðir vegna
yfirsjóna sinna. Áðrir þurftu að
svara fyrir sín mál hjá rannsókna-
raðilum eða áfengisráðunaut.
— Börn og unglingar sem lög-
reglan þurfti að hafa afskipti af
í miðborginni um helgina voru
færð í sérstakt afdrep og vistuð
þar með aðstoð félagsmálafólks
uns þau voru sótt af foreldrum
sínum, Foreldrar þurftu að sækja
þangað á annan tug ungmenna á
föstudagskvöld og aðfaranótt
laugardags. Ætlunin er að lög-
regla og félagsmálayfirvöld í borg-
inni haldi þessu samstarfi áfram
næstu helgar. Margt fólk var í
miðborginni aðfaranótt iaugar-
dags og talsverð ölvun, en allt fór
þar að mestu friðsamlega fram.
— Um helgina lést eldri kona
af völdum meiðsla sem hún fékk
eftir að hafa orðið fyrir bíl á
Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð
skömmu fyrir hádegi á föstudag.
Á árinu hafa því fimm einstakling-
ar látist í umferðarslysum í
Reykjavík, þrír gangandi vegfar-
endur og tveir ökumenn bifhjóla.
Á sama tíma í fyrra höfðu tveir
einstaklingar látist í umferðarslys-
um í Reykjavík.
— Um miðjan dag á föstudag
var ökumaður fluttur á slysadeild
eftir árekstur tveggja bíla á gatna-
mótum Laugavegar og Bolholts.
Seinnipart föstudags varð árekst-
ur tveggja bíla á gatnamótum
Bústaðavegar og Reykjanesbraut-
ar og þurfti ökumaður annars
þeirra að fara á slysadeild.
Skömmu eftir miðnætti á föstudag
þurfti að flytja ökumenn tveggja
bíla á slysadeild eftir árekstur
þeirra á gatnamótum Grensásveg-
ar og Suðurlandsbrautar. Aðfara-
nótt laugardags varð gangandi
vegfarandi fyrir bíl á Sóleyjargötu
og þar varð að flytja tvennt á
slysadeild eftir harðan árekstur
tveggja bíla á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar. Aðfaranótt sunnudags
varð gangandi vegfarandi fyrir bíl
í Fischersundi, en bláum
Daihatsubíl var ekið þar af vett-
vangi. Þeir sem geta gefið nánari
upplýsingar í því máli eru beðnir
um að hafa samband við slysa-
rannsóknadeild lögreglunnar.
— Rétt er að ítreka þær ábend-
ingar lögreglu sem birtust í Morg-
unblaðinu á sunnudag. Þar eru
foreldrar minntir á nauðsyn þess
að fylgja yngstu bömum sínum í
og úr skóla fyrstu dagana og upp-
lýsa þau um þær hættur sem þau
þurfa helst að varast á leið sinni.
Þá eru og ökumenn alvarlega
hvattir til þess að sýna börnunum
sérstaka aðgæslu og aka varlega.
— Lögreglan handtók tvo menn
að morgni laugardags eftir að
þeir höfðu klifrað upp á svalir
annarrar hæðar húss við Ofanleiti.
— Styggð kom að manni sem
hafði brotist inn á jarðhæð í mann-
lausu húsi við Dyngjuveg seinni-
part föstudags. Það var glöggur
nágranni sem veitti því athygli að
ekki væri allt með felldu, athugaði
málið og fældi þannig innbrots-
þjófinn frá. Sá hafði brotið rúðu,
farið inn og rótað í lyfjageymslu
íbúðarinnar auk þess sem hann
hafði safnað ýmsu dóti saman í
tösku, sem skilin var eftir á flótt-
anum. Á laugardag handtók lög-
reglan mann sem fellur að greinar-
góðri lýsingu að þjófnum. Þetta
er ágætt dæmi um það á hvem
hátt fólk getur haft eftirliti með
eigum nágranna sinna og þannig
gert afbrotamönnum erfitt fyrir.
— Á laugardagsmorgun var til-
kynnt um að brotin hafi verið upp
gluggi í kjallara húss við Álfheima
og að einhver hefði farið þar inn,
en engu verið stolið. Á föstudag
var tilkynnt um að einhver eða
einhvetjir farið þar inn og stolið
talsverðum verðmætum, þ. á m.
Remington haglabyssu, skotfær-
um, myndbandstæki og skartgrip-
um. Ástæða er til þess að hvetja
fólk til þess að huga vel að umbún-
aði glugga og hurða húsa eða
íbúða sinna, bæta eða endurbæta
það sem þurfa þykir og auka lýs-
ingu þar sem þess þarf. Ef fólk
telur sig þurfa ráðgjöf í þessum
efnum getur það snúið sér til for-
varnarfulltrúa lögreglunnar í af-
brotavörnum.
Háteigskirkja:
Námskeið í orgelleik
„Wolfgang Amadeus Mozart og
orgelstíll hans tíma“ er heiti á
námskeiði sem haldið verður í
Háteigskirkju 5.- 7. september.
Námskeiðið felur í sér tvo fyrir-
lestra, tvenna orgeltónleika og
kennslu í orgelleik. Organistar,
fyrirlesarar og leiðbeinendur eru
dr. Karen De Pastel og dr. Ort-
hulf Prunner.
Námskeiðið hefst á fyrirlestri dr.
Karenar De Pastel fimmtudaginn
5. september kl. 20.30. Nefnist hann
„Sónötuformið hjá W.A. Mozart".
Daginn eftir á sama tíma heldur dr.
Orthulf Prunner orgeltónleikana
„W.A. Mozart og Vínarklassískur
orgelstíll" en næstkomandi laugar-
dag heldur hann fyrirlestur um org-
elverk W.A. Mozarts og Vínar-
klassískan orgelstíl kl. 11 fyrir há-
degi. Á laugardagskvöldið kl. 20.30
heldur dr. Karen De Pateí tónleika
er hún nefnir „W.A. Mozart og
Dr. Karen De Pastel.
samtíðarmenn hans í fimm löndum“.
Kennsla í orgelleik fer fram á föstu-
dag og laugardag.
Dr. Karen De Pastel, sem er
bandarísk, nam tónlist í Vínarborg.
Hún er nú organisti stiftsbasiliku í
Lilienfeld í Austurríki og kennari við
tónlistarháskólann í Vínarborg. Hún
hefur farið í fjölda tónleikaferðalaga
um Evrópu, Ásíu og Bandaríkin.
Dr. Orthulf Prunner er organisti
Háteigskirkju í Reykjavík. Hann
hefur haldið fjölmarga orgeltónleika
á íslandi og víðsvegar um Evrópu.
Tónlistarmenntun sína hlaut hann í
Vínarborg en hefur auk þess sótt
fjölda námskeiða á erlendri grund.
u>;r