Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Lyfjasparnaður eykur lækna-, rannsókna- og* sjúkrahúskostnað eftir Hauk Ingason Inngangnr Að undanförnu hafa verið gerðar breytingar á reglugerð um greiðslu almannatrygginga á lyfjakostnaði. Markmið breytinganna er að lækka lyfjakostnað hins opinbera með aukinni þátttöku almennings í lyfja- kostnaði. Ekkert tillit hefur verið tekið til að oft og tíðum fara hagsmunir hinna einstöku neytenda ekki sam- an við hagsmuni hins opinbera. Lækkun lyfjakostnaðar með auk- inni þátttöku almennings í lyfja- kostnaði veldur lélegri og ómark- vissari lyfjameðferðum. Afleiðing- arnar eru fjölgun heimsókna til lækna, aukinn rannsóknarkostnað- ur og fjölgun sjúkrahúsinnlagna. Kostnaðaraukningin sem af þessu hlýst er margföld sú upphæð sem sparast í lyfjakostnaði. Ófagleg vinnubrögð í nefnd þeirri er samdi nýju regl- ugerðina um greiðslu almanna- trygginga á lyljakostnaði eru ein- göngu embættismenn. Ekki voru gerðir neinir útreikningar á afleið- ingum reglugerðarinnar á aðra þætti en lyfjakostnað hins opinbera og reglugerðin var ekki send nein- um aðilum til umsagnar áður en hún kom til framkvæmda. Yinnu- brögð af þessu tagi héit ég að heyrðu tímanum til eftir hrun stjórnkerfis austantjaldslandanna. Svona vinnubrögð eru ekki samboð- in íslensku þjóðfélagi og eru við- komandi heilbrigðisráðherra til minnkunar. Kostnaðaraukning í stað sparnaðar Mörg ákvæði eru í nýju reglu- gerðinni sem valda kostnaðaraukn- ingu fyrir hið opinbera í stað sparn- aðar og skulu hér nefnd nokkur dæmi. Skv. nýju reglugerðinni greiða sjúklingar að fullu sýklalyf, róandi lyf, svefnlyf og hægðalyf. Að sjálf- sögðu munu sjúklingar reyna að spara sér þessi útgjöld. En sparar ríkið á því? Ríkið borgar allan sjúkrahúskostnað, og megnið af rannsóknakostnaði og læknakostn- aði. Kostnaðaraukning ríkisins vegna íjölgunar á læknaheimsókn- um, rannsóknum og sjúkrahúsinn- lögnum vegna engrar eða lélegrar lyíjameðferðar verður trúlega mun meiri en sem nemur sparnaðinum. Þar við bætist vinnutap sjúkling- anna og framleiðnitap þjóðarinnar þess vegna. Kostnaður ríkisins vegna lyfja- skírteina stóreykst í kjölfar reglu- gerðarinnar. Skv. nýju reglugerðinni greiða sjúklingar nú eitt fastagjald fyrir hvern 60 daga lyfjaskammt, en gátu áður fengið 100 daga lyfja- skammt fyrir eitt fastagjald. Akvæði þetta fjölgar komum sjúkl- inga með langvinna sjúkdóma til lækna og mun því auka kostnað hins opinbera vegna lækna, en aft- ur á móti sparast nokkuð í iyíja- kostnaði því sjúklingar með lang- vinna sjúkdóma þurfa að borga fleiri fastagjöld. Skv. nýju reglugerðinni greiða sjúklingar að fullu lyf sem heimilt er að selja i lausasölu, en trygging- arnar tóku áður þátt í kostnaðinum ef þeim var ávísað á lyfseðli. Akvæði þetta er þess valdandi að hagkvæmara er fyrir sjúklinga að fá-t.d. lyfseðilsskyld dýr verkjalyf, en ódýrari verkjalyf sem selja má í lausasölu, og er því vafasamt hvort að þetta ákvæði spari hinu opin- bera. „Bestukaupalistinn" Sjúklingar greiða sem kunnugt er minna fyrir lyf sem eru á „bestu- kaupalista". Lyf fara ekki á „bestukaupa- lista“, sama hversu ódýrt það er, nema annað samsvarandi lyf (þ.e. inniheldur sama lyfjaefni) sé á markaði. „Bestukaupalistinn" hvet- ur því aðallega til notkunar á „eft- irlíkingalyfjum" frá fyrirtækjum sem stunda litlar sem engar rann- sóknir í stað lyfja frá framleiðend- um sem þróuðu lyfin upphaflega.- Þessi lyijafyrirtæki eyða u.þ.b. 10-25% af veltu sinni í rannsóknir á lyfjum sínum _og til þróunar á nýjum lyljum. íslendingar njóta góðs af þessum rannsóknum, því þær eru undirstaða þess að ný lyf verði búin til. Margar lyfjarann- sóknir eru gerðar hér á landi á hverju ári. Lyíjafyrirtækin greiða þá lyijakostnaðinn, sjúklingar eiga möguleika á að stunda rannsóknir og viðhalda og bæta við þekkingu sína. Ef íslendingar nota „eftirlík- ingalyf" í miklum mæli er hætt við að lyíjarannsóknum fækki töluvert hér á landi og verði stundaðar ann- ars staðar, því kostnaðurinn við þær eru borgaður af þeim lyijum sem eru á markaði. „Bestukaupalistinn" hvetur því til stöðnunar í þróun og rannsóknum á lyíjum sem aftur leiðir til aukins kostnaðar við heil- brigðisþjónustuna. I mörgum tilvikum eru á mark- aði hliðstæð lyf (þ.e. í sama lyfja- flokki, en innihalda ekki sama lyfja- efni) og þau sem eru á „bestukaupa- lista“. Oft eru þessi lyf ódýrari en þau sem eru á „bestukaupalista“ og má t.d. nefna ACE-blokkara, þvagræsilyf, betablokkara og þung- lyndislyf. í mörgum tilvikum eru á mark- aði lyf sem eru ekki í sama lyfja- flokki og þau sem eru á „bestukaup- alista", en eru notuð við sama sjúk- dómnum. Oft eru þessi lyf ódýrari en þau sem eru á „bestukaupa- lista", og má t.d. nefna lyf við maga- og skeifugarnasárum, maga- bólgum, bijóstsviða og háþrýstingi. Ekki er tekið neitt tillit til pakkn- ingastærða á „bestukaupalistan- um“, og getur því verið ódýrara fyrir sjúklinginn að fá stóra dýra pakkningu af lyfi af „bestukaupa- lista“, en ódýrari hentugri pakkn- ingu af lyfi sem ekki er á „bestu- kaupalista". „Bestukaupalistinn" leiðir því ekki til sparnaðar, hvorki í lyfja- kostnaði né í öðrum þáttum heil- brigðisþjónustunnar. Hlutfallsgreiðslur Nú eru uppi hugmyndir um að láta sjúklinga greiða hlutfalls- greiðslur, t.d. 25% eða 50% af verði hvers lyfs. Ef af slíku yrði færi nú fyrst lækna-, rannsókna- og sjúkra- húskostnaðurinn upp úr öllu valdi. Ný dýrari lyf verka oft betur og hafa færri aukaverkanir en eldri ódýrari lyf. Þeir efnameiri munu VERNDUM UMHVERFIÐ BOSCH hefur ætíð verið í fararbroddi við að nýta tækni til að framkvæma hugmyndir, sem snúa að verndun umhverfisins. BOSCH heimilistækin eru ekki aðeins búin öllum nýjustu tækninýjungum,heldur eru þau líka hönnuð til að nýta náttúruauðæfi okkar af skynsemi BOSCH kæli- og Mikil og góð einangrun tryggir lágmarks orku- notkun. Hólfuðu skápar- nir spara enn meira sakir þess að hvert hólf hefur sér hurð, og er kuldatapi þannig haldið í lágmarki. Vegna betri einangrunar var hægt að minnka freon notkun í öllum BOSCH kæli- og frysti- skápum um helming frá því sem áður var. :: ^ Jóhann Ólafsson & Go * Sundaborg 13 - sími 688 588 BOSCH Aðrir útsölustaðir: Neisti, Vestmannaeyjum; SÚN, Neskaupstað; Rafmagnsverkstæði L. Haraldssonar, Seyöisfirði; Hákon Gunnarsson, Höfn Hornarfriöi; Metró, Reykjavík; Parma, Hafnarfriöi. Haukur Ingason „Einfaldasta og skjót- asta leiðin til að lækka kostnað hins opinbera vegna heilbrigðismála er að sjúklingar fái öll lyf endurgjaldslaust.“ trúlega ekki taka áhættuna á lé- legri verkun og hugsanlegum auka- verkunum, og vilja því frekar fá nýrri dýrari lyfin, en þeir efnaminni munu trúlega láta sig hafa það. Læknaheimsóknum, rannsóknum og sjúkrahúsinnlögnum vegna ónógrar verkunar og aukaverkana myndi stóraukast. Hafa ber í huga að aukaverkanir lyija eru ekki ein- ungis óþægilegar fyrir sjúklingana heldur geta auk þess kostað rann- sóknir og meðhöndlun, sem auka opinberan kostnað. íslenskir læknar eru oft fljótari að tileinka sér ný og betri lyf en kollegar þeirra í öðrum löndum. Afleiðingamar eru auðsjáanlegar: Islendingar lifa manna lengst og kostnaður vegna heilbrigðismála er Safnar upp- lýsingum um gamlar biblíur AÐ undanförnu hefur sr. Ragnar Fjalar Lárusson safnað saman upplýsingum um gamlar guðs- orðabækur sem prentaðar hafa verið hér á Iandi og þá einkum Guðbrands- og Þorláksbiblíur. Þær biblíur sem hann fær í hend- ur eru rannsakaðar gaumgæfi- lega og allar upplýsingar um þær eru færðar í sérstaka skrá. Stefnt er að því að skráin verði sem fullkomnust og því hefur Ragnar Fjalar lýst eftir þeim ein- tökum af hinum gömlu biblíum sem eru undir manna höndum og hann hefur enn ekki rannsak- að. Að sögn Ragnars Pjalars safnar hann gömlum bókum af mikilli ástríðu og hefur hann sérstakt dá- læti á gömlum biblíum. Því fýsir hann mjög að vita hve mörg eintök eru eftir af Guðbrandsbiblíu frá árinu 1584 og Þorláksbiblíu frá 1644 en báðar biblíurnar voru prentaðar á Hólum og eru kenndar við þáverandi Hólabiskupa. Talið er að um fimm hundruð eintök hafi upphaflega verið prentuð af hvorri og segir Ragijar Fjalar að hann viti nú þegar af um þijátíu eintökum af hvorri biblíu sem enn eru varð- veitt hér á landi. „Það er nú nokkuð um liðið síðan það var látið berast að ég væri að safna upplýsingum um þessar gömlu bækur og það hefur gefið góða raun. Ég hef þó grun um að enn séu einhveijir sem hafa þessar gömlu bækur undir höndum og vita ekki að það er ver- ið að gera skrá yfir þær. Ég vil því fyrir alla muni hvetja þá sem eiga eintök af Guðbrandsbiblíu frá 1584 eða Þorláksbiblíu frá 1644 að hafa samband við mig. Ég færi upplýs- ingar um bækurnar inn í sérstaka skrá. Þar kemur meðal annars fram hver sé ejgandi bókarinnar og hveij-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.