Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 37
'MÖRGUftÉLÁÖÉÐ í'Rto’jUDÁdÚtt 3:. SKPTEMBER l ð£Íl Bankamál Öðrum stærsta bankanum í Noregi forðað frá gjaldþroti NORSKA ríkið ákvað nú fyrr í mánuðinum að koma Christiania Bank, öðrum stærsta banka í Noregi, til hjálpar en þá hafði verið skýrt frá því, að bankinn hefði tapað rúmlega 1,6 miHjörðum nkr. á fyrra misseri þessa árs. A sama tíma i fyrra var hagnaður á rekstrinum um 128 milljónir nkr. Verður bankanum lagður til 2,1 milljarður nkr., 1,8 milljarðar úr nýstofnuðum tryggingarsjóði ríkis- ins og 300 rnilljónir úr tryggingarsjóði viðskiptabankanna, en það sýnir vel erfiðleikana hjá norskum bönkum, að úr síðarnefnda sjóðn- um hafa nú alls verið veittir 4,5 milljarðar. Hafa Den norske Bank (DnB) og Fokus Bank einnig fengið sinn skerf úr honum. Ástandið hjá Christiana Bank eru síðustu ótíðindin úr norskum banka- heimi en erfiðleikarnir hófust eftir miðjan síðasta áratug og endur- spegla sviptingarnar, sem verið hafa í norsku efnahagslífi síðan. Hófust þeir með verðfallinu á ol- íunni, þegar fatið fór niður fyrir 10 dollara, en það hafði þær afleið- ingar, að einkaneysla dróst veru- lega saman. í kjölfarið fylgdu svo gjaldþrot og atvinnuleysi og mikið verðfall á þeim tryggingum, sem settar höfðu verið fyrir lánum. Þá er skýringarinnar einnig að leita í því aukna fijálsræði, sem tekið var upp í norsku fjármálalífi um sama leyti. Óhætt er að segja, að mikið upþi- stand hafi orðið í hinum norska fjár- málaheimi þegar skýrt var frá stöð- unni hjá Christiania Bank en Sig- björn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sagði að loknum fundi með helstu frammámönnum í banka- og fjármálum, að vegna ítaka og mikil- vægis bankans fyrir atvinnulífið væri nauðsynlegt að koma honum til hjálpar. Þá var einnig ákveðið, að Borger A. Lenth, forseti Exp- ortfinans, útflutningslánastofnunar viðskiptabankanna, skyldi taka við sem yfirmaður Christiania Bank af Sverre Walter Rostoft, sem aðeins hafði gegnt því embætti í 14 mán- uði. Þótti það óhjákvæmilegt vegna álits bankans út á við þótt erfiðleik- ana sé að rekja til ákvarðana, sem teknar voru fyrir hans tíma. Búist er við fleiri breytingum á yfirstjórn- inni og næsta víst, að starfsfólki verður fækkað verulega. Meðal annarra skilyrða fyrir að- stoð ríkisvaldsins við Christiania Bank var, að búið yrði að draga úr venjulegum kostnaði um 15% fyrir lok fyrra misseris næsta árs og hlutaféð verður fært niður um 73% með því að lækka nafnverð hlutabréfa úr 50 nkr. í 13,50. Þrátt fyrir þessar björgunarað- gerðir er langt í frá, að norsku bankarnir séu að komast á kyrran sjó og er enn búist við áföllum á þessu ári. Má sem dæmi nefna, að DnB tapaði 123 millj. nkr. á fyrra misseri þessa árs en það er þó mik- il breyting til batnaðar frá sama tíma í fyrra þegar tapið var 798 millj. nkr. Tekjur hans hafa líka verið að aukast og afskriftir vegna tapaðra lána að minnka og því er almennt trúað, að norsku bankarnir séu nú loksins á leið út úr öldurót- Fyrirtæki HÁTT gengi á jeninu og aukinn kostnaður eru talin valda því, að hagnaður Sony-fyrirtækisins fyrir skatt verður líklega rúm- lega 40% minni á fyrsta fjórð- ungi fjárhagsársins nú en á sama tíma í fyrra. Þátt í þessu á einnig, að eftir- spurn eftir hljóm- og sjónvarpstækj- um og ýmsum búnaði þeim tengd- um hefur minnkað í Japan, Banda- ríkjunum og Evrópu og auk þess hefur kosnaðpur við rannsóknir og þróun stöðugt verið að hækka. Á fyrsta fjórðungi fjárhagsársins fengust 138 jen fyrir dollarinn en fyrir ári var gengið 154 á móti ein- um. Þá hefur jenið líka hækkað gagnvart evrópskum gjaldmiðlum. Að undanförnu hefur Sony haft 74% tekna sinna á erlendum mörkuðum og því skipta allar gengisbreytingar meira máli en ella. Sérfræðingum ber saman um, að skemmtiiðnaðardeiidin hjá Sony muni enn um sinn verða þungur baggi á fyrirtækinu enda tapaði Columbia Pictures Entertainment Inc. sjö eða átta milljörðum jena á fyrsta ársfjórðungi og heildartap á deildinni var þá fímm eða sex millj- arðar. „Þegar Sony keypti Columbia var skemmtiiðnaðardeildin betur á sig komin vegna mikils hagnaðar af geisladiskum en hann hefur minnk- að vegna mikillar lækkunar í smá- sölu þótt salan sé enn góð,“ segir Hitoshi Kuriyama, sérfræðingur hjá CS First Boston Ltd. (í Japan), en hann og fleiri búast við, að nokkuð rætist úr á þriðja og fjórða ársfjórð- ungi. Er talið, að lægri vextir muni stuðla að því meðal annars. TETRA Pak, stærsta fyrirtæki í Evrópu í framleiðslu umbúða undir ýmsan vökva, ætlar að flytja á næsta ári höfuðstöðvarn- ar frá Lausanne i Sviss til Lund- ar i Svíþjóð þar sem fyrirtækið hóf starfsemi árið 1951. Svo virð- ist sem sænsk fyrirtæki, sem flú- ið hafa land á siðustu árum, séu nú á heimleið. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar sam- einingar Tetra Pak og Álfa Laval, sænska mjólkur- og matvælafram- r Hvaba kröfur gerir þú til nvrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, ab hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. Aö hún sé auöveld í notkun, nljóölát og falleg. Síöast en ekki síst, aö hún endist vel án sífelldra bilana, og aö varahluta- og viögeröaþjónusta seljandans sé góö. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira til, bví þaö fást ekki vandaöari né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Gengisþróim og mikill kostnaður íþyngja Sony Veröið svíkur engan, því nú um sinn bjóðum vil þvottavélarnar, bæðí framhlaðnar og topphlaðnar, kynningarverði: við ASKO á sérstöku ASKO 10003 framhl. 1000 sn.vinding ASK011003 framhl. 900/1300 snún. ASK012003 framhl. 900/1300 snún. ASKO 20003 framhl. 600-1500 snún. ASK016003 topphl. 900/1300 snún. KR. 71.500 (67.920 stgr.) KR. 79.900 (75.900 stgr.) KR. 86.900 (82.550 stgr.) KR. 105.200 (99.940 stgr.) KR. 78.900 (74.950 stgr.) Tetra Pak til Lundar leiðandans, fyrr á árinu og er nú mikil hreyfing meðal sænskra fyrir- tækja, sem fluttust burt á síðasta áratug, að snúa heim aftur. Sagði Bertil Hagman, aðalframkvæmda- stjóri Tetra Pak, að það, sem hefði ráðið mestu, væri umsókn Svía um aðild að Evrópubandalaginu, fyrir- huguð brú yfir Eyrarsund og breyt- ingar á skattalöggjöfínni sænsku. V, Góðir greiðsluskilmálar: 5% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofan) og 5% að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT raðgreiðslur til allt að 12 mán. ,án útborgunar. ÞVOTTAVÉLAR 6 CERÐIR TAUÞURRKARAR 8 CERÐIR UPPÞVOTTAVELAR 5 GERÐIR JrQTlXX HATUNI 6A SIMI (91) 24420 J Flug Samstarf milli Air Canada og USAir KANADÍSKA flugfélagið Air Canada ætlar að taka upp náið sam- starf við USAir, sjötta stærsta flugfélag í Bandaríkjunum. Á það ekki aðeins að ná til flugáætlana, heldur ætla félögin að samnýta ýmis kerfi og búnað og standa saman að viðhaldinu. Síðar kann að verða skipst á hlutabréfum. Samstarfið auðveldar bandaríska félaginu aðgang að kanadíska markaðnum og það kanadíska fær tíma til að koma sér fyrir á þeim bandaríska áður en lokið verður samningum, sem nú er unnið að, um að Kanada og Bandaríkin verði eitt markaðssvæði í fluginu. Flugfé- lög í hvoru ríkinu um sig geta þá tekið upp innanlandsflug í hinu. Air Canada hefur helming tekna sinna af alþjóðlegum flugleiðum en USAir er í innanlandsflugi að und- anskildum ferðum til Lundúna og Frankfurt. Helsti keppinautur Air Canada innanlands, Canadian Air- lines International, hefureinnig hug á að komast sem fyrst inn á banda- ríska markaðinn og er talið líkleg- ast, að um það náist samningar við American Áirlines. Hvorttveggja flugfélagið, Air Canada og USAir, hefur orðið fyrir barðinu á efnahagssamdrættinum í Norður-Ameríku og því mátt að grípa til mikils niðurskurðar. Sam- anlagðar tekjur þeirra ei-u um 10 milljarðar dollara en það er þó minna en hvers eins þriggja stærstu flugfélaganna í Bandaríkjunum. Á fyrra misseri þessa árs Var rekstr- artap Air Canada 130 milljónir Kanadadollara og USAir tapaði einnig verulega. TÖLVUFAX NU GETA ALLIR* SENT OG MOTTEKIÐ TELEFAiXSKJOL Lítiö, ódýrt og einfalt „FaxModem“ sambyggt telefax og Modem fyrir allar tegundir tölva* • Þú sendir Fax beint af skjánum til viðtakanda og færð Fax-sendingar beint á skjáinn eða í minni og prentar síðan út á venjulegan pappír. • FaxModem gefur þér samband við gagnabanka og gagnanet Pósts og síma. • Hægt er að senda sama skjalið á marga staði með fjölsendingu. • Innbyggð símaskrá. • Allar valmyndir á íslensku. • Gæði sendinga eru meiri þar sem skjal er sent út milliliðalaust. *(IBM PC/XT/AT/TÖLVUR) Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 ',isawun^um> W'2b*íT Jd580, v Sr/M,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.