Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 64
NÝTTÁ ÍSLANDI MATVÆLI ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. ^ Morgunblaðið/Þorkell Okinn ígarð við Tjarnargötu Ungur piltur missti stjórn á bíl sínum á Suðurgötu í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann hentist gegnum girðingu og hafnaði í garði húss við Tjamargötu. Ökumanninn sakaði ekki og bíll hans skemmd- ist lítið en nokkrar skemmdir urðu á tijám í garðinum. Bíl piltsins var ekið í suðurátt þegar bíl sem ekið var fram úr honum var skyndilega sveigt í veg fyrir hann vegna umferðar sem kom á móti. Við það missti pilturinn stjórn á bíl sínum sem hentist yfir á öfugan vegarhelming, í gegnum grindverkið og inn í garðinn án þess þó lenda á þeim sem á móti kom. spamaður af því að selja það nú. Bæturnar nema 80% af óniður- greiddu heildsöluverði, sem er að sögn Sigurðar yfir 500 krónur á kíló. „Það fengist ekki betra verð fyrir þetta kjöt erlendis á næsta ári auk þess sem vaxta- og geymslukostnað- ur myndi hlaðast upp,“ segir Sigur- geir. „Þá yrði kostnaður af söluátaki hér mikill og því betra að selja þau 800 tonn sem til eru og hafa aðeins nýtt kindakjöt á markaði." Kostar ríkissjóð 13 milljónir að losna við ærkjötið í haust HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra segir að það muni kosta hið opinbera um 13 milljónir króna að losna við ærkjöt sem til fellur í haust vegna fyrirhugaðs niðurskurðar. Kostnaður við að urða þetta kjöt hefði hins vegar orðið um 25 milljónir, að sögn Guðmundar Sig- þórssonar skrifstofusljóra í landbúnaðarráðuneyti. Bandarískt fyrir- tæki kaupir ærkjötið, kringum þúsund tonn, fyrir um 50 krónur á kílóið og selur áfram til Mexíkó. Guðmundur segir að rætt hafi verið um að selja bandaríska fyrirtækinu einnig 800 tonn af árs gömlu kjöti fyrir ríflega 80 krónur á kílóið. Akvörðun þar að lútandi verði tekin i vikulokin. Guðmundur segir að þegar samið var við bandaríska fyrirtækið Rup- ari food hafi verið talað um sölu á j40 þúsund kindum sem slátrað yrði í haust, með fyrirvara um að talan gæti sveiflast frá 35 þúsund upp í 55 þúsund. Ríkið batt það fastmælum í bú- vörusamningi að kaupa í haust af bændum fullvirðisrétt sem svarar til allt að 55 þúsund kinda. Markmið þessa niðurskurðar er að næsta haust fari saman þarfir innlends markaðar og sauðfjárframleiðsla í landinu. „Upplýsingar frá búnaðar- samböndum eru enn að berast ráðu- neytinu og það er ekki ljóst hve %¥Bkið bændur fást til að láta af hendi,“ segir Guðmundur. Það verð sem Rupari vill greiða fyrir ærkjötið er að sögn Guðmundar almennt heimsmarkaðsverð. „Þó er þetta mun betri kostur en að urða kjötið,“ segir Guðmundur, „og hægt er að nýta gærur, innmat og hausa. Þetta þrennt hefur sláturhúsum ver- ið boðið til ráðstöfunar, gegn því að ríkið greiði 50 krónur fyrir hveija kind sem slátrað er í stað um 60-65 króna sem húsin hafa sett upp.“ Birgðir af árs gömlu lambakjöti virðast nú vera kringum 1.300 tonn að sögn Guðmundar. Fyrirtækið Rupari food vill kaupa allt það dilka- kjöt sem til fellur og líklegt þykir að samið verði um sölu á 800 tonn- IBi innan skamms. Gert er ráð fyrir að þau 500 tonn af kjöti sem í milli ber fari til neyslu hérlendis í sept- ember. Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra segir að þrátt fyrir að greiða þurfi háar útflutningsbætur af dilkakjötinu sé Sölufélag Garðyrkjumanna: Tveir stjórnarmenn segja af sér störfum TVEIR stjórnarmenn í Sölufélagi garðyrkjumanna hafa sagt af sér stjórnarstörfum vegna óánægju með vinnubrögð við framkvæmda- stjóraskipti hjá félaginu. Á stjórnarfundi sölufélagsins í síðustu viku var bráðabirgðaupp- gjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins kynnt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sagði fram- kvæmdastjóri félagsins, Valdimar St. Jónasson, starfi sínu lausu eftir samtal við stjórnarformann að fundinum loknum og ákvað stjórn- arformaðurinn og fleiri félagsmenn að leggja til að Pálmi Haraldsson hagfræðingur yrði ráðinn í hans stað. Uppsögn Valdimars var kynnt á stjórnarfundi sl. föstudag. Þá mót- mæltu tveir stjórnarmenn vinnu- brögðum við framkvæmdastjóra- skiptin og sögðu af sér. Þeir stjórn- armenn sem eftir sátu ákváðu að ráða Pálma í stöðu framkvæmda- stjóra. Blaðamaður náði ekki í Örn Ein- arsson stjómarformann vegna þessa máls í gær. Nýi framkvæmdastjórinn og stjórnarformaður héldu „neyðar- fundi“ með garðyrkjubændum í helstu ræktunarhéruðum um helg- ina. marsson látinn Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra um fjárlagatillögurnar: Andvíg gjaldtöku nema gripið verði til tekjujöfnunaraðgerða AGREININGUR innan Alþýðu- flokksins um fjárlagatillögur ríkisstjórnarinnar veldur því að mikil óvissa cr ríkjandi um hvort ríkisstjórninni tekst að afgreiða fjárlagafrumvarpið frá sér í dag eins og til stóð. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra segir að stefnt sé að víðtækri gjaldtöku sem komi niður á efnaminni þegn- um þjóðfélagsins og hún sé því andvíg nema gripið verði til víðtækra tekjujöfnunaraðgerða á móti. „Það var gengið út frá því í upphafi að ræða ekki þessi mál út á við og ég held að það færi betur á því að menn reyndu að ná niðurstöðu um málið, frekar en að ræðast við í fjölmiðlum. Ég vona að Alþýðuflokkurinn komi sér saman um hugmyndirnar en það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ sagði Friðriks Sophusson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Össur Skarphéðinsson þingflokks- formaður Alþýðuflokksins fullyrðir hins vegar að Álþýðuflokkurinn muni afgreiða gjaldahlið frumvarpsins frá sér í dag. Þingflokkar ríkisstjórnar- innar héldu fundi um fjárlagafrum- varpið í gær. Þrátt fyrir skiptar skoð- anir um einstakar tillögur er ekki áberandi ágreiningur meðal þing- manna Sjálfstæðisflokksins um sparnaðarmarkmiðin. Össur segir að hugmyndir um inn- ritunargjöld á sjúkrahúsum séu komnar út af borði þingflokks Al- þýðuflokksins. Þingflokkurinn hafi náð samkomulagi um allar sparnað- artillögur að skólagjöldum undan- skildum en sá liður sé upp á 2-300 millj. kr. Þá segir hann að tekjuhlið frumvarpsins sé nánast frágengin af hálfu flokksins. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir að enn sé eftir að ræða ákveðin atriði útgjaldatil- lagnanna og frumvarpið í heild. „Það er ljóst að stefnt er að mjög víðtækri gjaldtöku og ég tel mjög nauðsynlegt að komi til einhverra jöfnunarað- gerða til að taka versta fallið af þeim sem eru verst staddir. Ég hefði viljað sjá að ýmislegt sem tekið er á út- gjaldahlið verði fært á tekjuhlið í almennri skattheimtu fremur en að fara út í svo víðtæka gjaldtöku. Það hefur ekki náðst samstaða um það,“ ságði Jóhanna. Félagsmálaráðherra sagði að gjaldtaka á sjúkrahúsum kæmi ekki til g^reina af sinni hálfu og sagðist telja að ekki væru lengur áform um að taka hana upp. Meiri óvissa ríkti um skólagjöld en hún teldi ekki fært að standa að þeim .jafnvel þó þau yrðu færð í einhvem búning," eins og hún orðaði það. „Ég tel mjög óeðlilegt að afgreiða útgjaldahliðina sér og taka síðan á tekjuhliðinni. Við þurfum að sjá alla myndina og hvemig þetta kemur við einstaka þjóðfélagshópa. Ef verið er að leggja gjald á efnaminni hópa vil ég sjá ýmsar jöfnunaraðgerðir og tala þar ekki síst um húsaleigubæt- ur, skref í átt að áfanga að hærri skattfrelsismörkum og skref varð- andi fjármagnstekjuskatt," sagði Jó- hanna. „Ef höggvið verður í tekju- jöfnunaráhrif tekjuskattskerfisins getur það haft afgerandi áhrif á mína afstöðu til fjárlagafrumvarps- ins,“ sagði hún. 13 flokksstjórnarmenn Alþýðu- flokksins hafa krafíst þess að flokks- stjórnin verði kölluð saman til að ræða fjárlagatillögumar og stendur til að fundur verði haldinn á föstudag og laugardag. Hannibal Valdi- Einn litríkasti stjórnmálamaður samtímans, Hannibal Valdimars- son, fyrrum forseti Alþýðusambands Islands, alþingismaður og ráðherra, er látinn 88 ára að aldri. Hann var aðsópsmikill verka- lýðs- og stjórnmálaforingi um áratuga skeið. Hannibal Valdimarsson fæddist 13. janúar árið 1903 að Fremri- Arnardal við Skutulsfjörð í Norður ísafjarðarsýslu, sonur Valdimars Jónssonar og Elínar Hannibals- dóttur. Hannibal varð gagnfræðingur frá Akureyri árið 1922 og lauk kennaraprófi frá Jonstrups Stats- ^seminarium árið 1927. Hann starf- aði að skólamálum á ísafírði og í Súðavík næstu árin og var skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á ísafírði árið 1938 til 1954, er hann baðst lausnar vegna starfa í Reykjavík. Hannibal átti sæti á Alþingi frá 1946 til 1974 og var heilbrigðis- og félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar á árunum 1956 til 1958 og samgöngu- og félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar árið 1971 til 1973. Hannibal var formaður Alþýðu- flokksins og ritstjóri Alþýðublaðs- ins frá árinu 1952 til 1954. Hann var forseti ASÍ 1954 til 1971, for- maður Alþýðubandalagsins 1956 til 1968, formaður Samtaka fijáls- lyndra og vinstri manna frá stofn- un þeirra árið 1969 til 1974 og jafnframt formaður þingflokks samtakanna. Hann var formaður Verkalýðs- félags Álftfirðinga árin 1930 og 1931, formaður verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafírði 1931 til 1938 og forseti Alþýðusambands Vest- fjarða 1934 til 1953. Hannibal var ritstjóri vikublaðsins Skutuls á ísafírði frá 1934 til 1938 og aftur 1943 til 1952 og eigandi blaðsins árið 1944 til 1952. Hann var bæj- arfulltrúi á ísafirði árið 1933 til 1949. Eftirlifandi eiginkona Hannibals Valdimarssonar er Sólveig Ólafs- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.