Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991
19
kerfið, heilbrigðisþjónustuna,
skoðanafrelsið?
Ef ráðherrar Alþýðuflokksins
eru þeirrar skoðunar að svo sé
ekki — þá spyr ég, hvernig lítið
þið á þann sameignarsjóð allra
landsmanna sem við köllum ríkis-
sjóð? Með hvaða hugarfari ráðstaf-
ið þið skatt-tekjum landsmanna?
Getur það virkilega verið að þið
teljið að þessum tekjum skuli var-
ið í eitthvað annað en undirstöður
velferðarkerfisins — og að hin eig-
inlega velferð skuli greidd með
öðru móti? Þ.e.a.s. fyrst borgum
við skatta — þeim peningum verð-
ur varið í fyrirgreiðslu og „ýmsar“
framkvæmdir — síðan skulum við
huga að þessu svokallaða velferð-
arkerfi ... en menn skulu athuga
að velferðarkerfið þarf að greiða
með bakreikningum! Eru þetta
skilaboðin?
Kíkið í stefnuskrána
„Jafnaðarstefnan er stefna hins
opna þjóðfélags. Hún er stefna
félagslegs réttlætis sem er í því
fólgið að hver og einn fái að njóta
hæfileika sinna, enda skerði það
ekki tækifæri annarra í lífinu.“
Þannig hljóða upphafsorð stefnu-
skrár Alþýðuflokksins. Og þar
segir ennfremur:
„Jafnaðarstefnan er stefna rétt-
arríkis þar sem allir eru jafnir fyr-
ir lögunum og réttur einstaklings-
ins gagnvart valdi hins opinbera
og fyrirtækja er varinn með
traustum grundvallarreglum .. .
Opinbert skólakerfi og heilbrigðis-
þjónusta hafa átt einna stærstan
hlut í því að draga úr aðstöðumun
og jafna tækifæri landsmanna á
liðnum árum við hlið almanna-
trygginganna. Velferðarkerfi hins
opinbera — lífskjaratrygging al-
mennings — dafnar því aðeins að
undir því standi öflugt atvinnulíf.
A sama hátt dafnar atvinnulífið
aðeins ef að því stendur heilbrigð
og menntuð þjóð.“ Undir þetta
skrifar Jón Baldvin Hannibalsson.
Heilbrigð og menntuð þjóð er
vissulega grundvöllur farsæls at-
vinnulífs og blómlegs efnahags.
Heilbrigði og menntun eru íjöregg
hverrar þjóðar — og helgasta
skylda allra jafnaðarmanna er ein-
mitt sú að vernda það fjöregg.
Verið minnugir þessa ágætu
ráðherrar og samflokksmenn, áður
en þið takið upp þá stefnu að
menntakerfið skuli fjármagnað
með skólagjöldum eða að hinir
veiku greiði sjálfir fyrir sjúkdóm
sinn. Við erum jafnaðarmenn —
og hvað sem líður erfiðu sam-
starfi í ríkisstjórn, og erfiðri efna-
hagsafkomu þá megum við aldrei
víkja frá grundvallarsjónarmiðum
jafnaðarstefnunnar, þeirri stefnu
sem við höfum mótað í sameiningu
eftir lýðræðislegum leiðum innan
flokksins. Þessi stefnuskrá er sam-
in í anda þeirra sem fylla þennan
flokk — hún er sálin í flokksstarf-
inu, á sama hátt og það er skylda
Alþýðuflokksins að vera samvisk-
an í stjórnarstarfinu.
Höfundur er borgarfulltrúi Nýs
vettvangs.
VANDAÐIR
VINNUBÍLAR
J/IÁ
VOLKSWIGEN
Kjörnir til hverskonar
vöruflutninga og fólksflutninga
Lokaður VW Transporter
ImHmEmE&mBBÍ
6 manna VW Transporter með palli
An vsk
Bensín- eöa Dieselhreyfill
Aflstýri
Framhjóladrif
5 gíra handskipting/sjálfskipting
Þriggja ára ábyrgð
3 manna VW Transporter með palli
BILL FRA HEKLU BQRGAR SIG
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500
mmmm^mmmmmmmm
UTSOL UMARKAÐUR
á Suöuriandsbraut 6
Opió frá kl. 13-18 mánudacy-föstudatys otj
10-13 laugardaga.
Allur fatnaður
á hálfvirði
OlliÆl
SUÐURLANDSBRAUT 6, SIMI 677462.
alHVal
mmmm