Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 31

Morgunblaðið - 03.09.1991, Page 31
Þýskaland ,„MQ^fiqN^Apja i>iuE<4yPAGu;i. ^ Í»v31 Réttað í morðmáli landamæravarða Berlín. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir fjórum fyrrverandi landamæravörð- um frá Austur-Þýskalandi, sem sakaðir eru um að hafa drepið mann er reyndi að flýja yfir Berlínarmúrinn áður en Þýskaland var samein- að. Réttarhöldin kunna að ráða úrslitum um hvort þýskir dómstólar geti fjallað um manndráp sem framin voru samkvæmt fyrirmælum kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi. Fyrrum landamæraverðir og austur-þýskir kommúnistaleiðtogar hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á tugum manndrápa við landamæri þýsku ríkjanna áður en þau sameinuðust. Mikið starf liggur að baki rannsókna á þessum málum og það kann að skýrast í réttarhöld- unum hvort það hafi verið unnið til einskis. Fjórmenningarnir sem voru leiddir fyrir rétt í gær eru sakaðir um að hafa drepið ungan mann frá Austur-Berlín við Berlínarmúrinn í febrúar 1989. Þetta er síðasta dráp- ið við múrinn, sem vitað er um, en stjórn kommúnista hrökklaðist frá völdum síðar sama ár. Ekki er deilt um hvort landa- mæraverðirnir fyrrverandi hafi drepið manninn. Hins vegar er ágreiningur um hvort hægt sé að dæma í málinu samkvæmt vestur- þýskum lögum, sem tóku ekki gildi í Austur-Þýskalandi fyrr en í októ- ber 1990. Skömmu áður en vitnaleiðslur hófust hafði rétturinn hafnað kröfu veijendanna um að málinu yrði vís- að til stjórnlagadómstóls Þýska- lands. Veijendurnir kröfðust þess einnig að málinu yrði vísað frá á þeirri forsendu að dómararnir hefðu aðeins notið aðstoðar Vestur-Þjóð- verja við að meta málsatvikin og það kynni að hafa áhrif á niðurstöð- una þar sem þeir hefðu ekki reynslu af þeirri áþján sem Austur-Þjóðveij- ar urðu að búa við á valdatíma kommúnista. Þeirri kröfu var einnig hafnað. Veijendurnir byggja vörnina á því að fjórmenningarnir hafi ekki átt annarra kosta völ en að skjóta á manninn vegna þess að yfirvöld hafi bannað „flótta úr lýðveldinu" og fyrirskipað þeim að skjóta á hvern þann sem reyndi að flýja. Þeir hafi einungis verið að fram- fylgja lögum sem voru í gildi á þessum tíma. Reuter Tveir fyrrverandi landamæraverðir frá Austur-Þýskalandi, sem leiddir hafa verið fyrir rétt vegna dráps á ungum manni er reyndi að fiýja yfir Berlínarmúrinn á valdatíma kommúnista. Blússur og pils Glæsilegt úrval v/Laugalæk, sími 33755. Rolls Royce innrétting í Austin Mini Þeir, sem vilja láta lítið bera á munaðinum, geta nú fest kaup á nýjum Mini Margrave með innréttingum frá Rolls Royce gerðum af fínasta leðri. Bif- reiðin mun kosta um þijár milljónir ÍSK, sem er aðeins hærra verð en greiða þarf fyrir venjulegan Mini. An munaðar- ins kostar bíllinn 600 þúsund ÍSK á Bretlandi. INNRITUN í alla flokka hafin í síma 813730 fh Skapandi listgrein fyrir alla aldurshópa, bæði stróka og stelpur. Skírteinaafhending laugardaginn 7. sept. fró kl. 12.00-14.00. FID Suðurveri - Hraunbergi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.