Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 22

Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 X REIKNIÖRGJÖRVAR Meiriháttar verðlækkun. • 80387SX - 16 MHz < Kt. 19.900,- • 80387SX - 20 MHz kr. 20.900,- • 80387DX - 25 MHz kr. 28.900,- • 80387DX- 33 MHz kr. 30.900,- r Öll veró eru meö Vsk. ' Öll veró eru mióuð viö gengi 12.09.1991 SSTÆKNIVAL Skeifan 17-128 Reykjavík - Sími 91-681665 - Fax 91-680664 SIEMENS Uppþvottavéiar í miklu úrvali! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm SMITH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 Losum fjölmiðlana úr klóm ríkisins eftir Þórð Pálsson Ríkisrekstur er á hröðu undan- haldi í kommúnistaríkjunum fyrr- verandi í Austur- og Mið-Evrópu. Hér á landi þarf ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að kveða niður þennan draug fortíðar. Það var kaldhæðni örlaganna að Þjóðviljinn skyldi fara fram á greiðslustöðvun til að gera lokatilraun til að bjarga þessu mál- gagni íslenskra kommúnista sama dag og harðlínuöflin í Moskvu gerðu örvæntingarfulla tilraun til að reisa við miðstýrt alræðiskerfi sitt. Ann- að er athyglisvert, en það eru við- brögð útvarpsfréttarnefndar við útsendingum Stöðvar 2 á CNN. Samskipti frjálsra manna Það sem einkennir fijálst lýðræð- isríki eru fijáls og óhindruð sam- skipti fólksins. Fólkið sjálft miðlar upplýsingum í gegnum fjölmiðla sína og ræður framleiðslu á vöru og þjónustu með verslun sín á milli. Munurinn á slíku þjóðfélagi og hinu kommúníska, sem nú er að falla, er að í hinu fijálsa eru samskipti fólks nauðungarlaus og ríkið sér um það eitt að enginn beiti annan valdi. I hinu kommúníska er ríkið á hinn bóginn allt í öllu, menn þiggja frá því starf og húsnæði, versla í búðum þess og fá opinberar fréttaskýringar í gegnum frétta- stofu ríkisins. Þessi hugmynd um hið alvolduga ríki er síður en svo neitt nútímafýrirbæri. Hún hefti framfarir mannkyns í aldaraðir. Að því kom þó að ölfug heimspeki- stefna í Evrópu myndaðist gegn henni, en það var fijálshyggjan. Eitt lykilatriðið í stjórnarskrám Vesturlanda, sem skrifaðar eru í anda fijálshyggju, er frjáls fjölmiðl- un. Fijáls fjölmiðlun er ávallt nefnd prentfrelsi í þessum plöggum enda hafði engum dottið í hug nein önn- ur tegund fjölmiðlunar þegar þau voru rituð. Prentfrelsi var forsenda menningar- og vísindaframfara. Ekkert eitt yfirvald skyldi ráða hvað væri prentað, eini mælikvarð- inn á réttmæti hugmynda skyldi vera rökræða jafn rétthárra ein- staklinga. Fjölmiðlafrelsi er nútímaþjóðfélagi nauðsyn Þetta samþykkja allir þegar það er sett fram á almennan hátt. En í dægurþrasi nú á tímum gleyma þessu furðu margir. Margir sætta sig fremur við að frelsinu sé fórnað en að framfarir eigi sér stað með þeim breytingum sem þeim fýlgja. Skýrasta dæmið um þetta er ljós- vakafjölmiðlunin og það ok sem á henni hvílir í okkar þjóðfélagi. Út- varp og sjónvarp hafa alltaf verið meðhöndluð á sérstakan hátt á Vesturlöndum. Á meðan önnur fjöl- miðlun hefur verið fijáls hafa þess- ar tegundir fjölmiðlunar ekki verið það. Ástæðan er sennilega sú að ljósvakamiðlamir hafa aldrei verið taldir jafn mikilvægir fréttamiðlar og blöð. í dag er þó svo komið að frelsi á ljósvakanum er orðið fijálsu þjóðfélagi jafn mikilvægt og frelsi til að prenta blöð og bæklinga. Byltingar og stríð dagsins í dag birtast beint í ljósvakamiðlunum, blöð em ekki samkeppnisfær hvað varðar upplýsingamiðlun þó svo þau geti birt skýringar og samantektir. Fólk fær orðið meirihluta frétta í gegnum ljósvakamiðla og því er nauðsynlegt að upna fyrir sam-' keppni erlendis frá. Ef íslenskur almenningur á að vera í stakk bú- inn til að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á því sem er að gerast verður hann að hafa aðgang að fréttaflutningi. Það er ánægjuleg afleiðing tækniframfara, að við, lít- il þjóð sem getur ekki haldið uppi öflugri fréttaþjónustu út um allan heim, skulum geta fylgst með er- lendum fréttastofum í stofunni heima hjá okkur. Eg fæ ekki séð nokkur rök fyrir því að útvarpsrétt- arnefnd skuli reyna að bregða fæti fyrir það. Því er stundum haldið fram að frelsi á ljósvakanum sé þröngt sérhagsmunamál þeirra sem eiga ljósvakamiðla, en það stenst ekki fremur en sú fullyrðing að prentfrelsi sé sérréttindi prent- smiðja og útgáfufýrirtækja. Menn þurfa ekki að hafa atvinnu af frels- inu til að hafa gagn af því. Það nýta sér ekki allir prentfrelsið með því að skrifa eða gefa út bækur og blöð, en allir nota það með því að lesa. Aðalávöxtur tjáningarfrelsis- ins er líka sú velmegun sem hinn vestræni heimur nýtur. Eins er það með ljósvakamiðlana, frelsi þeirra er öllum mikilvægt. Er verið að vernda tungnna? Menn hafa tínt það til að ófrelsið í ljósvakamiðlunum sé til að vemda tunguna. Þetta tel ég á misskilningi byggt. Við gerum ekki veg tung- unnar meiri með því að banna fólki að heyra önnur mál og einangra það frá umheiminum. Þvert á móti bætum við og eflum bæði tunguna og önnur verðmæti þjóðarinnar, með því að fýlgjast með erlendum menningarstraumum jafnframt því sem við gætum þess að glata ekki okkar eigin menningu. Afskipti rík- isvaldsins hefta fremur en efla tunguna. Menn sækja auðvitað áhrif til útlanda. Ef markaður í menningarmálum er hins vegar óhindraður tileinka aðilar hans sér nýja strauma og fella að íslenskri þjóðmenningu. Sígilt dæmi um þetta var kanaútvarpið, sem náði þrátt fyrir lélég móttökuskilyrði miklum vinsældum meðal ungs fólks hérlendis. Menningarvitamir höfðu að sjálfsögðu horn í síðu þessa fyrirbæris og bönnuðu kana- sjónvarpið með málhreinsunarrök- um. En hvað kemur svo í ljós? Um leið og sú íhaldssama stofnun RÚV hafði ekki lengur einokun á út- varpssendingum hlustar engin á kanaútvarpið lengur. Ríkið heldur fjölmiðlum í fílabeinsturni Til þess að fjölmiðlafrelsi sé virkt verður það að endurspegla raunver- ulegar óskir fólksins. Óll afskipti ríkisins af fjölmiðlun brengla boð neytenda. Með því að kaupa eða kaupa ekki þjónustu fjölmiðils eru neytendur að senda frá sér boð um trúverðugleik, siðferði og skemmtil- gildi hans. Þegar ríkið styrkir flokksblöðin er það á grunni sam- tryggingar vinstriflokkanna og ger- ir þeim kleift að halda uppi ótrú- verðugum flokksblöðum. Þeir sem VEL MED FARNIR VORUBILAR i OG VINNUVÉLAR HL SÖLU SDS í Færeyjum hefur til sölu: » Vörubíla í úrvali frá Scania og Volvo meS öllum fylgihlutum. » Vinnuvélar frá Brayt og Caterpillar. » Mikið úrval stærri og smærri véla og tækja svo sem loftpressur og bora og margt fleira. Hafóu samband og fá&u nánari upplýsingar um allt það sem vib höfum á boðstólum. Schumann Hjaltalin Þórshöfn, Færeyjum Sími: 90-298-19744 Fax: 90-298-19844 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.