Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 45

Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 45 I 1 I a i i Hundrað ára Muggs minnst Bíldudal. ÞANN 5. september síðastliðinn voru liðin 100 ár frá fæðingu lista- mannsins Guðmundar Thorsteins- sonar, Muggs. Muggur fæddist á Bíldudal 5. september 1891 og lést ungur að aldri, aðeins 32 ára. Guðmundur Thorsteinsson stund- aði nám við Teknisk Selskabs skole 1908-11 og Konunglegu listaakade- míuna í Kaupmannahöfn 1911-15. Hann dró myndefni víða að, úr sínu nánasta umhverfi, af fólki og ýmsum atvikum, en einnig myndskreytti hann íslenskar þjóðsögur. Hann var óvenju fjölhæfur listamaður og vann í fjölbreytt efni svo sem olíu, vatn- sliti, pastel, gerði pennateikningar, kolateikningar, blýants- og krítar- teikningar. Hann skar út trémyndir, samdi og myndskreytti barnabækur og fleira. Muggur lést úr berklum á heilsu- hælinu í Söllerud á Sjálandi. Hann var um tíma giftur Inger Naur, danskri stúlku, en þau skildu barn- laus. Muggur var sjöundi í röðinni af börnum þeirra Bíldudalshjpna Péturs J. Thorsteinssonar og Ást- hildar. Samband milli Muggs og móður hans hafði allt frá barnæsku hans verið óvenjulega innilegt, enda var hann líkur henni í því að hann mátti ekkert aumt sjá. Sagt er um Mugg að hann gæfi, ef svo bar undir, allt, er hann gat við sig losað, hversu illa sem hann mátti missa það. Muggur hafði farið til Frakklands til að leita sér lækninga við bijóst- veiki, en versnaði þar, sneri heim aftur til að deyja, en komst ekki lengra en til Kaupmannahafnar. Bæði hann sjálfur og allir ástvinir hans höfðu fastlega vonað, að hann mundi komast heim til að kveðja, svo vonbrigðin voru nístandi sár, þegar andlátsfregnin kom. Bílddælingar minntust aldaraf- mælis Muggs og lagður var fallegur blómakrans við minnisvarða hans, sem stendur fyrir neðan minnisvarða foreldra hans á Bíldudal. R. Schmidt. Landsbyggi hf., Ármúla 5. Viðskiptaleg fyrirgreiðsla og ráðgjöf fyrir fólk og fyrirtæki ó landsbyggð- inni og í Reykjavík. Sími 91-677585. Fax: 91-677586. Pósthólf: 8285,128 Reykjavík. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Bílddælingar minntust aldaraf- mælis Muggs og lögðu blómakr- ans við minnisvarða sem gerður var til minningar um þennan unga og fjölhæfa listamann sem lést ungur að aldri. Bíldudalur: Afmæliskveðja: Signrjóna Jakobsdótt- ir, Akureyri 100 ára Kveðja að norðan Heil öld ber með sér margar minningar, jafnt í lífi einstaklings sem þjóðar. Frú Siguijóna Jakobs- dóttir hefur þannig frá æsku til elli, lifað tímana tvenna eða þrenna. í þessum fáu orðum hér er ekki ætlunin að rekja ætt né margbrot- ið ævistarf frú Siguijónu, sem hún rækti af mikilli trúmennsku og með reisn, svo eftir var tekið. Enda jafnan stoð og stytta manns síns, Þorsteins M. Jónssonar, í umfangsmiklu og fjölbreytilegu starfi hans sem stórbóndi, skóla- stjóri og bókaútgefandi, auk þess að vera um árabil í forustusveit í málefnum Akureyrarbæjar. Heimili þeirra hjóna að Hafnar- stræti 96, París, stóð því opið fyr- ir hvers konar menningarstraum- um, sem þau hjón bæði dáðu, jafnt bókmenntir sem listir. Frú Sigur- jóna var mikill unnandi leiklistar og fórnaði með gleði ómældum tíma í þjónustu leiklistarinnar. Vinsæll og fjölhæfur leikari, drif- fjöður í stjórn leikfélagsins og for- maður um skeið, eins og glöggt má lesa í Leiklistarsögu Akureyrar er út kemur í tilefni 75 ára afmæl- is Leikfélags Akureyrar 19. apríl nk. í þakklætis- og virðingarskyni fyrir mikilsverð störf fiú Sigur- jónu, í þágu Leikfélags Akureyrar og sameiginlegan áhuga og fram- lag þeirra hjóna beggja til leiklist- armála á Akureyri, kaus Leikfélag Akureyrar þau heiðursfélaga sína, er þau fluttu til Reykjavíkur 1956. A þessum tímamótum hinnar öldnu heiðurskonu vill Leikfélag Akureyrar bera fram hlýjar og hugheilar þakkir fyrir öll störfin góðu og notadijúgu, sem og alla gleðina og ánægjuna er leikur hennar á sviðinu veitti þakklátum leikhúsgestum. Þess er ég líka fullviss, að við öll sem vorum leik- félagar hennar og samstarfsfólk, minnumst þessara góðu daga með þakklátum huga. Fjölmargar kær- ar minningar úr leik og starfi skína sem bjartar stjörnur á heiðum kvöldhimni og er hrein eign, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Árnaðar- og blessunaróskir fylgja frú Siguijónu Jakobsdóttur inn á leiksvið hennar nýju aldar. Siguijóna dvelur nú á Heilsugæsl- ustöð Reykjavíkur. Jón Kristinsson 5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR Kjörinn bíll fyrir: ■ Vinnuflokka ■ Bændur ■ Iðnaðarmenn ■ Útgerðarmenn ■ Verktaka ■ Fjallamenn ÞRIGGJÆ ÁRÆ ÁBYRGÐ Fæst einnig med lcngdum palli Kr. 1.534.880 vsk, 302.044 Verð kr. 1.232.836 Búnaður: M Dieselhreyfill M Tengjanlegt aldrif ■ Tregðulæsing á afturdrifi ■ Framdrifslokur Verð kr. 1.394.880.- m.vsk. 101 A HEKLA MITSUBISHI LAUGAVEGI 174 MOTORS SÍMI 695500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.