Morgunblaðið - 26.09.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991
17
Starfsmenn
vilja ræða um
kaup á Ríkis-
útvarpinu
STARFSMENN Ríkisútvarpsins
hafa óskað eftir viðræðum við
menntamálaráðherra um hugs-
anleg kaup á stofnuninni. Kemur
sú ósk í kjölfar ummæla ráðherr-
ans á þingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna í sumar, að
hann væri n\jög hrifinn af því
að gera Ríkisútvarpið að hlutafé-
lagi og myndi láta nefnd kanna
þann möguleika rækilega.
Ólafur Sigurðsson fréttamaður
og formaður Starfsmannasamtaka
Ríkisútvarpsins sagði við Morgun-
blaðið, að þar sem Ríkisútvarpið
byggðist á því starfsfólki sem þar
starfaði, væri eðlilegt að athuga
hvort það sé æskilegt og fram-
kvæmanlegt að starfsfólk eignist
stóran hlut í stofnuninni eða hana
alla. Ýmsar leiðir komi til greina,
vilji menn breyta rekstrarformi Rík-
isútvarpsins, svo sem að starfsmenn
kaupi hlutabréf í hlutafélagi sem
ríkið stofni, eða stofni eigið hlutafé-
lag sem keypti Ríkisútvarpið af rík-
inu.
En Ólafur benti á ýmis álitamál
kæmu upp, ef rætt væri um að
selja stofnun eins og ríkisútvarpið.
Þannig væri til dæmis spurning
hvort afnotagjöldin fylgdu með í
kaupunum, eða þær skyldur sem
útvarpið hefði við landsmenn, sér-
staklega úti á landsbyggðinni, og
sem margar hverjar kostuðu
mikið fé.
-----*-4-*----
Frigg kaup-
ir Brim
SÁPUGERÐIN Frigg hf. keypti
nýlega vörumerkið Brim og hef-
ur hafið framleiðslu á þvotta-
dufti og mýkingarefni undir því
vörumerki.
í fréttatilkynningu frá Frigg seg-
ir að Brim þvottaefnin séu vistvæn
og Brim sé eina innlenda þvotta-
duftið sem innihaldi ekki fosfat.
Slík þvottaduft séu að jafnaði dýr-
ari en þau sem innihalda fosfat en
tekist hafi að lækka verðið nokkuð
frá því sem áður var.
Það íylgir því
sérstök fjölskyldustemmning
að taka slátur
Nú er slátursala SS byrjuð í Hagkaup-Skeifunni og
Fjarðarkaupum í Hafnarfirði
Asamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur verið
helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í baráttu hennar
á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars.
Slátur er sérstaklega næringar og fjörefnarík fæða og
hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og
virðingar á nýjan leik. SS hefur nú opnað slátursölu
á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í Fjarðar-
kaupum í Hafnarfirði og í Hagkaup Skeifunni.
Þar er til sölu nýtt slátur og allt til sláturgerðar svo
sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, haframjöl, rúsínur,
saumagarn, nálar og frystipokar.
Slátursala 4^
í einu slátri eru: Sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta,
tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og keppur,
lkg mör og 750gr blóð. í slátrið þarf síðan l,5kg af
mjöli, sem gefur af sér 5-6 stóra sláturkeppi. Á ódýr-
ari fæðu er tæpast kostur. í kaupbæti færð þú svo ítar-
legan leiðbeiningarpésa um sláturgerð.
OPNUNARTIMI SLÁTURSÖLU SS
FJARÐARKAUP
þriðjud.-fimmtud. 14-17
föstudaga 14-18.30
Sími slátursölu: 5 35 00
HAGKAUP
þriðjud.-fimmtud. 14-18.30
föstudaga 14-19.30
laugardaga 10-16
Sími slátursölu: 68 65 66
Gon F0LK / SIA