Morgunblaðið - 26.09.1991, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991
31
Bíóborgin sýnir mynd-
ina „I sálarfjötrum“
BÍÓBORGIN sýnir myndina í
sálarfjötrum. Með aðalhlutverk
fara Tim Robbins og Elizabeth
Pena. Leikstjóri er Adrian Lyne.
Jakob Singer kemur heim úr
stríðinu í Víetnam brotinn maður.
Hann er engan veginn laus við ógn-
ir styijaldarinnar því að honum
finnst að að sér sæki djöflar sem
komi jafnvel út úr veggjunum og
ofsæki hann með orgum og ógn-
andi látæði. Hann hefur grun um
að honum og félögum hans hafi
verið gefín ofskynjunarlyf og þeir
hafi ekki beðið þess bætur. Hann
og sumir félaga hans ákveða að
stefna stjórnvöldum til þess að fá
fram hið sanna í málinu, og segir
hann að málið sé flókið og torsótt
en ef yfirvöldin reynist sek geri
dómstólar þeim jafnan skylt að
greiða miklar bætur. En svo fer að
ekkert verður úr málinu. Geary
hringir nokkrum dögum síðar til
Jakobs og segir að félagar hans séu
hættir við málið enda sé það von-
laust. Þegar Jakob hringir til Ge-
orgs félaga síns kveður hann það
rétt, að þeir séu hættir við málið.
Segir hann að síðustu að Jakob
ætti ekki að tala framar við sig.
Rétt á eftir er ráðist á Jakob þar
sem hann er á gangi og hafa ein-
kennisklæddir menn hann á brott
með sér og fara með hann í fornfá-
legan spítala. Jafnframt hafa þeir
í hótunum við hann. Jakbo sleppur
þó þaðan aftur með hjálp Louis vin-
ar síns sem hafði leitað hann uppi.
Arnold Schwartzenegger í hlutverki sínu í myndinni Tortímandinn 2.
Stjörnubíó sýnir kvik-
myndina Tortímandinn 2
Atriði úr myndinni í sálarfjötrum.
Norræna húsið:
Vísnatóneikar
VÍSNATÓNLEIKAR í fundarsal
Norræna hússins verða laugar-
daginn 28. september kl. 21.00.
Það er þjóðiagasöngkonan Sinikka
Langeland sem syngur og leikur á
kantele sem er fornt strengjahljóð-
færi og er upprunið í Finnlandi. Sin-
ikka er frá láglendi Austurdals Nor-
egs, fædd í litlu bæjarfélagi í Solor.
Móðir hennar er finnsk og ber hún
því finnskt nafn. Sinikka er þrítug
að aldri. Hún hefur haldið tónleika
víða um Norðurlönd. Síðastliðið ár
söng hún norskar þjóðvísur um hálfs
árs skeið í Epcot-miðstöðinni, sem
tengist Disneyiandi í Bandaríkjunum.
Gísli Ilelgason kemur einnig fram
á tónleikunum og leikur á flautu og
mun hann jafnframt kynna söngkon-
una og tóniistina.
Aðgangur er ókeypis. Kaffistofa
Norræna hússins er opin um kvöldið.
Laugarásbíó sýn-
ir kvikmyndina
„Heilla,gripurinn“
LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýningar myndina
„Heillagripurinn“. Með aðalhlutverk fara John
Malkovich og Andie MacDowell. Leikstjóri er Mic-
hael Lindsay-Hogg.
Jake og Tina eru bandarísk, búa á hóteli í London
og lifa hátt af litlu fé. Tina er fyrrverandi fyrirsæta,
fordekruð, eyðslusöm og drykkfelld. Jake lifir um efni
fram, en ætlar að verða ríkur af kakó-uppskeru í Suð-
ur-Ameríku, en af völdum verkfalla eyðileggst uppsker-
an. Eina leiðin út úr þessum ógöngum er að selja litla
en verðmæta styttu sem fyrri maður Tinu gaf henni,
en áður en af því verður hverfur styttan.
Tveir af aðalleikurum myndinarinnar
„Heillagripurinn", þau John Malkovich og
Andie MacDowell.
STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til
sýninga myndina Tortímandinn
2 — Dómsdagur. Með aðalhiut-
verk fara: Arnold Schwartzen-
egger og Linda Hamilton. Leik-
stjóri er James Cameron.
Árið 1984 reyndi vélmenni úr
framtíðinni, tortímandi, að verða
Söru Connor, sem þá gekk með
frumburð sinn, að bana. Það mis-
tókst. Eftir harðvítuga baráttu
tókst Söru og verndara hennar að
uppræta óvininn. Nú, öllum þessum
árum síðar, endurtekur sagan sig.
Sonur Söru, John, er nú tíu ára.
Enn á ný er vélmenni úr fortíðinni,
Athugasemd
í GÆR voru lagðar fram í borg-
arráði upplýsingar frá undirrit-
uðum um framkvæmdakostnað
við Ráðhús Reykjavíkur. Að
hluta til gefa fréttir fjölmiðla
af þessu mjög villandi mynd,
vegna þess að aðalatriði fréttar-
innar verða gamlar áætlanir en
ekki þær nýju upplýsingar sem
nú koma fram. Þess vegna er
eftirfarandi komið á framfæri:
Ráðhúsframkvæmdir á þessu ári
ei-u ekki komnar fram úr áætlun.
Fjárveiting ársins er 692 millj. kr.
og er gert ráð fyrir að frá því verði
ekki frávik svo neinu nemi.
Áætlun um framreiknaðan
heildarkostnað verksins til verk-
loka í apríl á næsta ári er nú hins-
vegar hækkuð um 5% eða um 150
millj.kr. miðað við meðalverðlag
þessa árs. Þetta eru hinar nýju
upplýsingar í sjálfu sér leitt að svo
skuli vera, en þannig eru horfur í
málinu. Verkið verður þá 26% dýr-
ara en áætlun sem samþykkt var
í febrúar segir til um, en allt frá
því í febrúar á þessu ári hefur
verið upplýst m.a. í viðtölum við
undirritaðan sem birst hafa í fjölm-
iðlum að búist sé við 20% frávikum
frá þeirri áætlun.
Stefán Hermannsson,
aðstoðarborgar-
verkfræðingur.
hinn fullkomni T-1000, gert út til
að bana John. En andspyrnuhreyf-
ingin ætlar ekki að mæta ógninni
mótþróalaust og sendir annað vél-
menni John til varnar, Tortímand-
ann 2. Hans er að vernda John með
öllum ráðum. Upphefst nú hin ægi-
legasta barátta á milli T-1000 og
Tortímandans 2. T-100,0 ryður öll-
um úr vegi sem hefta för hans og
hann neytir allra bragða til að koma
höggi á John, Söru móður hans og
erkióvininn, Tortímandann 2.
Dómsdagur nálgast, heimurinn
rambar á barmi glötunar og tíminn
er á þrotum.
■ SÝNING Sigrúnar Sverris-
dóttur, sem nú stendur í Gallerí
Borg, hefur verið framiengd til
föstudagsins 27. september nk.
Aðsókn að sýningunni hefur verið
góð, en Sigrún sýnir tíu ofnar
myndir og tuttugu einþrykk. Þetta
er fyrsta einkasýning Sigrúnar hér-
lendis en hún hefur haldið tvær
einkasýningar í Svíþjóð og tekið
þátt í allmörgum samsýningum
þarlendis. Sýningin verður opin
daglega frá kl. 14.00 til 18.00.
■ RÖSKVA, samtök félags-
hyggjufólks HI, gengst fyrir tón-
leikum á Hótel Borg fimmtudaginn
26. september. Fram koma stór-
sveit Júpíters ásamt rokksveitinni
Orgli. Tónleikarnir hefjast klukkan
23.00. Miðaverð 500 kr.
Vetrarstarf Kórs Há-
teigskirkju að hefjast
og skemmtu þér með
Sex-mönnum
fimmtudag 26/9 og
sunnudag 29/9
Aldurstakmark 20 ára
Snyrtilegur klæðnaður
Bra bra nefndin.
VETRARSTARF Kórs Háteigs-
kirkju er að hefjast. Verður boð-
ið upp á fjölbreytt starf í vetur
m.a. raddþjálfun, kennslu í tón-
heyrn og nótnalestri og flutning-
ur á vandaðri kirkjutónlist.
Æfingar verða 1-2 sinnum í viku
en föst æfing er á miðvikudags-
kvöldum kl. 19.30. Söngfólk vantar
í allar raddir.
Tekið verður á móti nýjum með-
limum laugardaginn 28. september
kl. 14.00-16.00 og á sunnudag 29.
september eftir messu eða kl.
15.30-17.00. Einnig getur fólk snú-
■ EITT stærsta innrömmunar-
verkstæði landsins, Innrömmun
Siguijóns, hefur nú flutt alla sína
starfsemi í nýtt og glæsilegt hús-
næði í Fákafeni 11 í Reykjavík.
Fyrirtækið hefur veitt fjölþætta
þjónustu í innrömmun og spegla-
smíði síðastliðinn tuttugu og fjögur
ár, og nú eykst starfsemin enn með
tilkomu Gallerís, þar sem viðskipta-
vinir og aðrir listunnendur geta
skoðað og keypt fjölbreytt úrval
listaverka. Eigendur eru Sigurjón
Kristjánsson og Mattína Sigurð-
ardóttir.
’esi
Tryggvagata 26,
sími629995
Háteigskirkja í Reykjavík.
ið sér beint til kórstjórans, Orthulfs
Prunners.
(Frcttatilkynning)
JóhannJE,söngur
Alfreð Alfreðsson, trommur
Sigurbjörn Úlfarsson, gítar
Harry Óskarsson, bassi
„HAPPY HOUR/DRAFT" KL. 22-23
KL. 23.30
Hin dularfulla gitarhljómsveit
TOLSTOY
Aðgangur kr. 500/skólaafsláttur kr. 200
PÚLSINN
- forvitnilegur staður!
TVMiivmm
ogammrífrii
m
Laugavegi 45 - s. 21255
í kvöid:
Þungarokkstónleikar
BLEEDIN6
VDLMN0
Föstudagskvöld:
írska þjóðlaga-
og rokkhljómsveitin
oimoio
O’LEINY BN0 THE
orns
Laugardagskvöld:
OÓONONNINCM
LÖSHESLOHNJIN
Sunnudags-, mánudags-
og þriðjudagskvöld:
OliNMNIO
O’LEiRY NND THE
BJLN0S
2.-9. október skemmta
gítarleikarinn
LE0 GILLESFIE
OG LÁTBRAGÐS- OG
GALDRAMEISTARINN
MICKM.