Morgunblaðið - 26.09.1991, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991
DAUÐINN
Söguleg augnablik
á örlaganóttu
Meðfylgjandi myndir hafa ekki
víða birst, en þær voru tekn-
ar hina örlagaríku nótt er skrið-
drekar freistuðu þess að brjóta 'a
bak aftur varnir óbreyttra borgara
sem höfðu slegið skjaldborg um
rússneska þinghúsið í Moskvu er
tilraun til valdaráns fór þar út um
þúfur á dögunum. Eins og fram
hefur komið í fréttum, féllu þrír
menn er drekarnir sóttu að víg-
girðingum og hér má sjá aðdrag-
andann að því.
Á fyrstu myndinni drífa nokkrir
menn að drekanum og sjá að
maður hefur orðið undir honum.
Maðurinn iengst til hægri grípur
um höfuð sér af skelfingu. Á
næstu mynd hefur sá hinn sami
stokkið til drekans og reynir
kijúpandi að ná til mannsins. í
sömu mund var drekanum ekið
aftur á bak og maðurinn kramdist
til bana, en hönd bjargvættarins
festist í beltunum og sviptist af
um öxl. Við þessa atburði trylltist
fólkið og sótti mjög að drekanum
með gijótkasti og mólótoff-bomb-
um. Styggðust þá piltarnir í víg-
vélinni og hófu skothríð. Féllu þá
tveir til viðbótar. Loks tókst fólk-
inu að breiða dúk yfir drekann
þannig að útsýni hermannanna
skertist nær algerlega og þeir
hörfuðu með hraði.
Lausnin er: Enzymnl
JNýtt í Evrópu
| BEngin hárígræðsla
. aEngin gerfihi'
p--
EURO-HAIR
á Islandi
■ Engin lyfjameðferð
■ Einungis tímabundin notkun
Eigid hár med hjálp lífefna-orku
SSSa?**. ® 91 -676331e.ki.i6.oo
NAUSTKJALIARINN
i. Einkaumboð á íslandi:
Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0
Armula 29 • Rcykiavik ■ Simi 38640
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Önnu Vilhjálms var vel fagnað í lok sýningarinnar. Fyrir aftan hana eru dansararnir Jóhannes
Baclimann, Guðbjörg Jakobsdóttir, Ólöf Björnsdóttir og Ragnar Sverrisson og söngvararnir Bjarni
Arason, Berti Möller, Stefán Jónsson og Einar Júlíusson. Lengst til hægri sér í Þorleif Gíslason
saxafónleikara í Lúdó-sextett.
Þijátíu ár í sviðsljósinu
TÍSKU
SÝNING
IKVOLD KL 21
Cfiii
H€RRflRIKI
SNORRABRAUT 56
x 13505 14303
Rebekka
Glæsibæ
Aörar korkvörutegundir á lager:
Undirlagskork i þremur þykktum
Korkvélapakkningar i tveimur þykktum
Gutubadstofukork
Veggtötlu-korkplötur i þremur þykktum
Kork-parkett venjulegt, i tveimur þykktum
KRAFTUR
Gamalt brýni lætur
ekki deigan síga
Gamla brýnið og
hjartaknúsarinn
Douglas Fairbanks
yngri lætur ekki deig-
an síga þótt kominn
sé á níræðisaldurinn,
en hann gekk í það
heilaga fyrir skömmu
og er eiginkona hans
nokkrum áratugum
yngri. Eiginkonan
heitir Vera Shelton og
er markaðsfulltrúi hjá
kapalsjónvarpsstöð.
Hun er þriðja kona
Fairbanks.
Ferill Douglas Fair-
banks yngri er orðinn
langur og spannar frá
þriðja áratugnum og
fram á þennan da.
Hann er nú 81 árs
gamall. Fyrsta kona hans var Joan
Crawford, en sú sæla stóð aðeins í
fjögur ár. Önnur kona hans var
Mary Lee Epling, en þau voru far-
sællega gift í 49 ár, en hún lést
árið 1988. Vera Shelton er því
þriðja kona kappans eins og að
framan er getið. Douglas Fairbanks
hefur verið kenndur við fleiri frægð-
arkvendi í vesturheimi og má nefna
Mariene Dietrich, Katherin Hepurn
og Dolores Del Rio. Karlinn er nú
að mestu sestur í helgan stein í
heimaborg sinni New York. Hann
var nýlega spurður hvort að ekki
væri von á æviminningum hans.
Hann svaraði því þannig, að lengi
vel hefði hann fært dagbækur, en
eftir nokkur ár hafi hann áttað sig
á því að hann sagði aldrei allan
sannleikann af ótta við að einhver
kynni að lesa bækurnar síðar meir.
Þar með hafi verið Ijóst að dagbæk-
urnar voru ekki heiðarlega færðar
og því hefði hann hætt að rita í þær.
Douglas Fairbanks og brúður hans Vera Shelton.
Kork-o-Plast
Sænsk gæðavara
KORK-gólfflísar
meö vinyl-plast-áferð
Kork-o-Plast:
í 10 gerðum
Skemmtanir
Sveinn Guðjónsson
Söngkonan Anna Vilhjálms hef-
ur að undanförnu fagnað 30 ára
starfsafmæli sínu með söng-
skemmtun í veitingahúsinu K-17
í Keflavík. Undirtektir hafa verið
afar góðar og vegna mikillar
aðsóknar hefur verið ákveðið að
efna til aukasýningar laugardag-
inn 5. október n.k. Að sögn for-
svarsmanna sýningarinnar er
ennfremur fyrirhugað að efna til
sýninga úti á landi, þar eð ýmsir
aðilar hafi lýst áhuga á að setja
upp sýninguna.
Tíðindamaður síðunnar var við-
staddur frumsýninguna í Kefla-
vík fyrir nokkru þar sem söng-
konan vann hug og hjörtu við-
staddra enda fór hún á kostum
og skipti þá engu hvort hún fór
með rólegar ballöður, villtasta
rokk eða sígilda sveitasöngva.
Bjarni Dagur Jónsson rakti feril
Önnu í bland við söng hennar
auk þess. sem söngvararnir Stef-
án Jónsson, Bjarni Arason, Berti
Möller og Einar Júlíusson tóku
lagið, ýmist einir sér eða í dúett
með Önnu. Allir þessir aðilar
stóðu sig með prýði svo og hljóm-
sveitin, Lúdó sextett, að
ógleymdum dönsurunum, sem
rokkuðu upp um alla veggi.
Meðal gesta á frumsýningarkvöldinu voru dætur Önnu, þær Anna
Margrét og Hrefna Harðardætur. A milli þeirra mæðgnanna má
sjá Einar Júlíusson söngvara.
Ekki er ástæða til að rekja hér
í smáatriðum gang sýningarinn-
ar því sjón og heyrn er sögu rík-
ari. I lok sýningarinnar afhenti
umboðsmaður Ónnu, Kolbrún
Hjartardóttir, söngkonunni
fyrsta eintakið af nýrri hljóm-
plötu sem gefin hefur verið út í
tilefni 30 ára starfsafmælis
hennar. Þar er að finna bæði
gömul lög og ný, meðal annars
syrpu af lögum sem Anna hefur
verið þekktust fyrir í gegnum
tíðina. Meðfylgjandi myndir voru
teknar á frumsýningarkvöldinu
í K-17 í Keflavík.
Veggkork
í 8 gerðum.
Ávallt til
á lager
fclk í
fréttum