Morgunblaðið - 05.10.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 05.10.1991, Síða 1
72 SIÐUR B/LESBOK 226. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Páll Þórhallsson Opinberri heimsókn lokið Opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, til írlands lauk síðdegis í gær. í gærmorgun skoðaði Vigdís fimm þúsund ára gömul grafhýsi, fornleifauppgröft og kirkjugarð og turn frá víkingatíman- um í Boyne-dalnum. Forseti íslands bauð svo til hádegisverðar til heiðurs forseta írlands í Berkeley Co- urt-hótelinu í Dyflinni. Heimsókninni lauk með formlegri kveðjuathöfn og hersýningu við embættisbústað Mary Robinson írlandsforseta og var myndin tekin við það tækifæri. Stefnuræða Caris Bildts: Skattalækkun o g áhersla á EB-aðild Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. CARL Bildt, formaður Hægriflokksins, kynnti í gær sænska þinginu ráðherralista ríkisstjórnar sinnar. I stefnuræðu sinni lagði hann áherslu á nauðsyn þess að endurnýjun yrði í Sviþjóð og yrði það verk að eiga sér stað í samráði við stjórnarandstöðuna. Viðbrögð við stefnuræðu Bildts voru almennt jákvæð, ekki síst í við- skiptalífinu. Fögnuðu menn því sér- staklega að felldur er niður sérstakur „stóreignaskattur" af tíu þúsund smáfyrirtækjum. Um áramót á einn- ig að lækka virðisaukaskatt af mat- vælum og ferðaþjónustu úr 26% í 18%. Bildt sagði að kapp yrði lagt á að hraða inngöngu Svíþjóðar í Evrópu- bandalagið eins og unnt væri. Ut- anríkisstefnan myndi líka í ríkara mæli taka mið af evrópskri samvinnu og samkennd. Skrefið inn í hjarta evrópsks samstarfs myndi hafa áhrif á hvern einasta þátt sænsks samfé- lags, sagði Bildt. Hann greindi einn- ig frá því að þróunaraðstoð við Kúbu yrði hætt og verulega dregið úr að- stoð við Víetnam nema þar fari að sjást teikn um lýðræðisumbætur. Rík áhersla yrði hins vegar lögð á aðstoð við Eystrasaltsríkin. Sjá frétt á bls. 24. Vonir glæðast í friðarviðræðum í Haag: Serbíuforseti fellur frá landakröfum í Króatíu Haag, Belgrad, Zagreb. Reuter, Daily Telegraph. VERULEGUR árangur virðist hafa náðst í gær á ráðstefnu sem Evrópubandalagið (EB) stendur fyrir í Hollandi um frið í Júgó- slavíu. Slobodan Milosevic, for- seti Serbíu, lét í reynd niður falla aliar kröfur um að landsvæði í Króatíu sem byggð eru Serbum, yrðu innlimuð í Stór-Serbíu. Hans van den Broek, utanríkis- Belgía; Ríkisstjórn _ Martens fallin Brussel. Reuter. WILFRIED Martens, forsætisráð- herra Belgíu, gekk í gær á fund Baldvins konungs og baðst lausn- ar fyrir sig og ráðuneyti sitt vegna deilna innan stjórnarinnar milli fulltrúa vallónsku og flæmsku þjóðarbrotanna. Takist Martens ekki að mynda nýja samheldna stjóm er búist við að þingkosningum sem ráðgerðar eru um miðjan janúar verði flýtt. Stjórnarkreppan stafar af deilum milli frönsku- og flæmskumælandi fiokka jafnaðarmanna og kristilegra demókrata, en tugir ríkisstjóma hafa fallið í Beigíu eftir stríð af sömu ástæðu. Flæmski flokkurinn Volksunie sagði sig úr stjómarsamstarfinu fyr- ir viku í mótmælaskyni við fyrirhug- aða vopnasölu fyrirtækja í Vallóníu, svæði franska_ þjóðarbrotsins, til Saudi-Arabíu. í gær blossaði síðan upp deila vegna fjarskiptasamnings sem orðið hefði fyrst og fremst Flandri til' hagsbóta. ráðherra Hollands, sagði að Kró- atar myndu leysa herbúðir sam- bandshersins í lýðveldinu úr herkví. A móti mun herinn safna öllu liði sínu þar saman í nokkrar stórar herbúðir og háetta árás- um. I samkomulaginu felst einnig að landamærum verður ekki breytt einhliða og undir lok við- ræðnanna kemur til greina að viðurkenna sjálfstæði þeirra lýð- velda sem þess óska. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, sagði samkomulagið „sigur“ og Milosevic sagðist vongóður um að það héldi en harðir bardagar vom þó eftir sem áður um alla Króatíu er síðast fréttist. Var meðal annars barist í grennd við höfuðborgina, Zagreb. Talið er líklegt að forset- arnir tveir þurfi nokkurn tfma til að telja landa sína á að stöðva átök- in. Heimildarmenn álíta að Mil- osevic hafi gefið hugmyndirnar um landvinninga upp á bátinn þar sem hann hafí sannfærst um að um- heimurinn muni aldrei láta Serba komast upp með að breyta landa- mærunum einhliða. Carrington lávarður, sem hefur haft yfirumsjón með friðarviðræð- unum fyrir hönd EB, sagði á blaða- mannafundi í gær að Milosevic hefði slakað mest til í viðræðunum. Hann hefði þó krafist trygginga fyrir því að minnihluti Serba í Króatíu héldi réttindum sínum og fengi einhvers konar sjálfsstjórn. Carrington hafði ákveðnar efasemdir um hversu traust þetta samkomulag væri. „Ég hef engar efasemdir um heilindi þeirra sem sátu fundinn. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort eitt- hvað verði úr þessu í raun.“ Leiðtogar Serba og yfirmenn sambandshersins ákváðu í gær að gefa út tilskipun um takmarkaða, almenna herkvaðningu. Var þessi ákvörðun tekin í krafti valds sem hluti forsætisráðs Júgóslavíu, full- trúar Serbíu, Svartfjallalands og tveggja svæða undir stjórn Serba, tók sér á fundi á fimmtudag. Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, sem er Króati, sagði í Zagreb í gær að ákvörðun fulltrúanna í ráðinu jafn- gilti stríðsyfirlýsingu á hendur Kró- ötum. Ríkistjórnir Bandaríkjanna og Þýskalands fordæmdu aðgerðir Serba í forsætisráðinu og sögðu þá vera að reyna að hrifsa til sín öll völd í landinu. Jean-Bertrand Aristide Reuter Innistæður Haiti frystar Bandaríkjastjórn hefur fryst eigur -haítískra stjórnvalda í Bandaríkjunum en hyggst ekki beita vopnavaldi gegn herfor- ingjaklíkunni. Jean-Bertrand Aristide, forseti Haiti, bað í gær öryggisráð SÞ um aðstoð við að hnekkja valdaráninu og samþykkti ráðið stuðningsyfir- lýsingu við hann. 250 manns hafa látið lífið í valdaráninu í höfuðborg Haiti. Gagnrýnendum Milosevic brigslað um föðurlandssvik Zurich. Frá Onnu Bjarnadöttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SERBNESKIR andstæðingar stríðsins í Króatiu og stefnu Slobodans Milosevic, forseta Serbíu, eiga yfir höfði sér að vera kallaðir land- ráðamenn og þeir eru sagðir vilja sundra serbnesku þjóðinni ef þeir gagnrýna forsetann og framvindu mála í gömlu Júgóslavíu. En í einkasamtölum kemur fram, samkvæmt fréttum svissneska blaðs- ins Neue Ziircher Zeitung, að margir stjórnarandstæðingar óttast að sigrar serbneska hersins og stefna Milosevic eigi eftir að koma þjóðinni í koll þótt síðar verði. Serbía hefur einangrast á alþjóða- vettvangi og efnahagslíf hennar er í molum. Hörð þjóðernisstefna hefur for- ag, Karlovac og Virovitica, en Kró- gang í opinberri umræðu. Það verð- atar myndu þar með missa megnið ur að vetja Serba og berjast gegn af landi sínu. „fasistaríki" Króata. Vuk Draskovic, leiðtogi Endurreisnar- hreyfingarinnar, stærsta stjórnar- andstöðuflokksins, sem stóð fyrir miklum mótmælum gegn Milosevic í mars, hefur rétt honum sáttar- hönd og segist vera reiðubúinn að beijast með sveitum Serba fyrir frelsi landa sinna í Króatíu. Hann telur að landamæri Serbíu eigi að vera dregin milli bæjanna Karlob- Fjórir stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Endurreisnarhreyfmg- in og Demókrataflokkurinn, hafa boðið Alexander Karadjordjevic prins til Serbíu til að vera viðstadd- ur sálumessu í tilefni af því að hinn 9. október verða 57 ár liðin síðan afi hans, Alexander I Júgóslavíu- konungur, var myrtur í Marseille. „Ég kem til að heimsækja alla Serba, hveijar sem stjórnmálaskoð- anir þeirra eru,“ hafði Reuters- fréttastofan eftir prinsinum í gær. Prinsinn, sem er 46 ára gamall, sagði einnig að nú gætu björtustu draumar hans ræst og hann yrði fær um að gegna „sögulegu hlut- verki“ sínu. Serbnesk stjórnvöld samþykktu heimsóknina eftir nokkurt þóf. Andstöðuflokkarnir vilja staðfesta þjóðemisstefnu sína með boðinu og sniðganga Milosevic um leið. Prinsinn þáði boðið en fór fram á að flokkarnir hættu við stór- an mótmælafund gegn miðstýrðum fjölmiðlunum á meðan á heimsókn- inni stæði. Þeir sættust á það. Sumir andstæðingar Milosevic gera sér vonir um að prinsinn geti bundið enda á valdaferil forsetans en óvíst er um hug almennings til endurreisnar konungdæmis. Sjá ennfremur frétt á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.