Morgunblaðið - 05.10.1991, Side 11

Morgunblaðið - 05.10.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991 11 Bókastefnan í Gautaborg: Bækur jafn nauð- synlegar og brauð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Á SJÖUNDU Bóka- og bókasafn- astefnunni í Gautaborg 26.-29. september sl. var áhersla meðal annars lögð á barna- og ungl- ingabækur, enda er fjögur hundruð ára afmæli sænskrar barnabókaútgáfu á þessu ári. Það þótti við hæfi að Astrid Lind- gren setti stefnuna, en sjálf sagð- ist hún ekki skilja hvernig mönn- um hefði dottið í hug að fá barna- bókahöfund til slíkra hluta. í ræðunni líkti Astrid Lindgren bókum við brauð og sagði að við gætum ekki verið án bóka frekar en brauðs. Hvað ættum við að gera hefðum við engar bækur, spurði Astrid Lindgren. Ræða Astrid Lindgrens breyttist smám saman í innjlega ástaijátn- ingu til bóka og einstakra höfunda. Hún talaði um bækur sem hefðu haft sérstakt gildi fyrir hana og nefndi í því sambandi Sult eftir Knut Hamsun, en hana sagðist hún hafa lesið skellihlæjandi. Aftur á móti grét hún að sögn yfir Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum eftir Erich Maria Remarque. Hún sagðist hafa verið mjög ein- mana þegar hún kom fyrst til Stokkhólms, en þá björguðu bæk- urnar henni. Þegar hún í fyrsta skipti hugðist fá bækur lánaðar í bókasafni áttaði hún sig ekki á því að hún þurfti skírteini. Bókavörður- inn sem reyndar var þekkt skáld, Arnold Ljungdal, minnti hana á þetta og hún hélt grátandi burt. Ljungdal skildi þetta ekki. Hann hafði aldrei séð neinn gráta af hungri eftir bókum. Ég grét svo mikið á þessum árum, sagði Lindgren. Á blaðamannfundi var Astrid Lindgren spurð hvers vegna hún skrifaði alitaf um óþekk börn. Hún svaraði að þetta væri misskilning- ur, börnin sem hún gerði að sögu- persónum lentu hins vegar í ýmsum ógöngum. Hver er þess annars umkominn, sagði skáldkonan, að fullyrða að börn eigi alltaf að vera þæg. Bertil Faick, forstjóri Bok och Bibliotek, fyrirtækisins sem stendur að bókastefnunni, sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Astrid Lindgren legði stefnunni lið, þátt- taka hennar væri ein ástæðan fyrir velgengni stefnunnar. Barnabækur á bókastefnu Mörg dagskráratriði bókastefn- unnar voru helgaðar barna- og unglingabókum. Eins og Hildur Hermóðsdóttir, barnabókaritstjóri hjá Máli og menningu, minnti á var mikið um að foreldrar tækju börnin með á stefnuna. Sérstakt torg, Torg barnanna, var í sýningarsalnum og þar léku trúðar og leikarar listir sínar. Hildur gat þess einnig að Svíar hefðu gefið út viðamikla Barnabókmenntasögu og . fjöldi sænskra rithöfunda hefði komið fram, lesið úr verkum sínurri og setið fyrir svörum. Meðal þeirra nefndi hún Inger og Lasse Sand- berg, Gunillu Beckman og Vivicu Sundsvall. Meðal þeirra höfunda sern hún taldi sérstaklega athyglis- verða nú nefndi hún einnig Mats Wahl og Henning Mancell. Hildui' var spurð að því hvað hún teldi einkenna sænskar barnabækur samtímans, hvort félagsleg viðhorf væru eins áberandi og áður. Hún sagði að greinilega hefði dregið úr hinu félagslega, nú væru tilfinning- ar og sálfræði ofaná. Raunsæi og sálfræði settu svip sinn á bækurnar sem oft fjöiluðu um raunveruleik- ann, algengar væru bækur eftir höfunda sem sæktu efnivið í eigin æsku í kringum 1950 og um miðjan sjötta áratug. Mats Wahl og Henn- ing Mancell væru til dæmis að fást við slík efni. Ævintýri og rómantík eru einkum í bókum fyrir yngstu börnin, að sögn Hildar. Á bókastefnunni voru afhent barnabókaverðlaun skólabókavarða og fengu þau að þessu sinni fær- eyski rithöfundurinn Ólavur Mich- elsen og teiknarinn Erik Hjort Nielsen fyrir Rossini á Skoradali. Bókin kom út hjá Erni og Örlygi í fyrra í íslenskri þýðingu Hjartar Pálssonar. Hrossin í Skorradal er saga um frelsi og ófrelsi, fola sem ekki fær lengi að njóta náttúrunnar ásamt öði'um hestum, er sendur í þrældóm á Skotlandi. Bókastefnan er líka hátíð bókavarða Bókaverðir voru fjölmennir á bókastefnunni, einkum sænskir að sögn Þórdísar Þorvaldsdóttur borg- arbókavarðar. Bókaverðir eru hér til að skoða og kaupa, sagði Þór- dís, en einnig til að kynna sér nýj- ungar, ekki síst tölvukerfi sem auð- velda störfin, flýta fyrir og eru þar að auki nákvæmari. Sum þessara kerfa sem eru sniðin sérstaklega fyrir bókasöfn eru skilvirkari hvað varðar lán og skil í bókasöfnum. Þórdís sagði að bókaverðir á bóka- stefnu væru einkum þiggjendur, kæmu ekki beinlínis til að móta einhveija stefnu, en hún teldi mikil- vægt að reyna að beijast gegn rusl- inu á markaðnum, auka veg góðra bókmennta. Um erlendar bækur í þýðingum, til dæmis úr rómönskum málum, sagði Þórdís að mun ódýrara væri fyrir safnið að kaupa þær í enskum þýðingum en skandinavískum. Hún taldi að álíka mat'gar bækur væru þýddar á íslensku úr ensku og skandinavískum málum. Norrænar menningarstofnanir, meðal þeirra Norræna húsið í Reykjavík, kynntu starfsemi sína á bókastefnunni. Guðrún Magnús- dóttir, yfit'bókavörður Norræna hússins, sagði að fólk hefði sýnt kynningunni áhuga, margir hefðu til dæmis ekki gert sér grein fyrir hve umfangsmikil útgáfa stofnan- anna væri. Vissulega hafa stofnan- irnar gert margt gott í útgáfumál- um sem og öðru, en menn geta verið sammála um að óska eftir markvissari stefnu og meiri sam- hæfingu. Undir það tók Lars-Ake Engblom, forstjóri Norræna húss- ins._ Ég hef fyrir framan. mig nýút- komna bók á vegum Norðurlanda- ráðs, En okánd sjál - pá jakt efter det nordiska, sem er góðra gjalda verð í þeirri tilraun að lýsa norræn- um sérkennum (að vísu fá stjórn- málamenn of mikið rúm), en bókin er óvenjulega klúðursleg að ytra útliti (frágangur og brot - og er ekki ein um það meðal útgáfubóka Norðurlandaráðs og ráðherranefnd- arinnar) eins og til að árétta að Norðurlandaþjóðirnar séu smekk- lausastar allra þjóða. Miðsvæðis og á. hjara Á fundi með núverandi og fyrr- verandi formönnum rithöfundasam- banda á Norðurlöndum bar margt á góma, en umræðuefnið var staða rithöfunda á jaðarsvæðum eftir hugsanlega sameiningu Evrópu; þátttöku allra Norðurlandaþjóða í Evrópubandalaginu. Norðmaðurinn Thorvald Steen sagði í upphafi þessa furidar að gætum við ekki gætt sérkenna okk- ar hefðum við ekkert að gefa Evr- ópu. í sama streng tók Svíinn Peter Curman sem sagði að án þess að þekkja eigin sjálfsmynd gætum við ekki verið Evrópubúar. Hann minnti á það hvernig smá menningar- svæði, til dæmis Eystrasaltslöndin, yrðu nú meira áberandi en áður, stigju líkt og fram úr þoku. Sigurð- ur Pálsson sagði að miðjan væri þar sem maður væri staddur hverju sinni. Hann sagði að íslendingar þyrftu að gæta þess að verða ekki eins konar lokað skrímsli yrðu þeir einir norrænna þjóða utan Evrópu- bandalagsins og drap í því sam- bandi á háskalegan vanda íslenskra námsmanna, þeim myndi þá reyn- ast erfitt að fá skólavist í Evrópu. ísland mætti ekki einangrast. Sigurður taldi yfirburði Parísar- borgar einkum og sér í lagi þá, að borgin hefði verið opin fyrir útlend- ingum, þáttur útlendinga í franskri menningu væri stór. Meðal slíkra nefndi hann Rúmenann Ionesco, írann Beckett og Rússann Adamov. Það var upplýst að fyrir nokkrum Astrid Lindgren árum voru 50 prósent bóka á sænskum bókamarkaði innlendar, afgangurinn þýðingar. Nú væru % hlutar þýðingar og 90 prósent eru þýðingar úr ensku. Um þýðingar úr ensku gildir sama hlutfall í Nor- egi samkvæmt vitnisburði Norð- manna. íslendingar standa að þessu leyti betur að vígi en nágrannaþjóðirnar, amerísk áhrif eru mest í sjónvarpi, minni í bókaútgáfu. Þetta má stundum harma að mati undirritaðs því að sáriega lítið er þýtt á ís- lensku af góðum amerískum bókmenntum. Það er kannski til marks um barnaskap eða óhóflega bjartsýni Sigurður Pálsson að á fundinum heyrðust þær raddir að Norðurlandaþjóðirnar gætu með veru sinni í Évrópubandalaginu kennt öðrum Evrópuþjóðum heil- mikið í menningarefnum, til að mynda miðlað verðmætri reynslu í bókasafnamálum. Frönsku- og þýskukennari frá Malmö fullvissaði fundarmenn um að Þjóðveijar hygðust ekki ganga af menningu smáþjóðanna dauðri heldur væri þeim í mun að hlúa að sérkennum og máli lítilla þjóða. Formennirnir létu á sér skilja að stórþjóðirnar ættu ekki að ráða menningarstefn- unni og menn væru (að minnsta kosti rithöfundaij staðráðnir í að halda vöku sinni. ODYRU BIANCA BAÐINNRÉTTINGARNAR ERU KOMNAR AFTUR í dag tökum við upp nýja sendingu af hinum vinsælu Bianca baðinnréttingum frá Dansani. Við afgreiðum samdægurs Bianca og fjölmargar aðrar línur frá Dansani og Hafa. Góðir greiðsluskilmálar - raðgreiðslur Visa og Euro Opið laugardaga frá kl. 10-14. SUÐURIANDSBRAUT 10, S: 686499 Mólningarþjónustan, Akranesi ★ Kf. Borgnesinga ★ Húsgagnaloftið, isofirói ★ Kf. Skagfiróinga, Souðórkróki ★ Kf. Þing., Húsavík ★ KASK, Hornofirói ★ Vík, Neskoupstaó ★ Kf. Rang., Hvolsvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.