Morgunblaðið - 05.10.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991
19
Stríðshanska kastað
eftir Pál Pétursson
Undanfarna áratugi hefur
stjórnarmeirihluti jafnan kappkost-
að að hafa sem besta samvinnu við
stjórnarandstöðu um störf Alþing-
is. Hefur þá einu gilt hverjir hafa
skipað meirihluta eða minnihluta.-
Stjórnarliðum hefur einkum verið
augljós hagur að góðri samvinnu.
Ríkisstjórn hefur á hvetjum tíma
verið mjög mikilvægt að tryggja
sem greiðastan framgang mála
sinna á þingi og borið meginábyrgð
á þinghaldinu. Stjórnarandstaða
hefur líka nokkurn hag af góðri
samvinnu. Andrúmsloft í þingsöl-
um hefur verið betra og öll sam-
skipti manna á meðal gengið betur
fyrir sig vegna góðrar samvinnu.
Auk þess hefur stjórnarandstaða
ævinlega fengið einhveijum málum
framgengt. Þetta hefur byggst á
gagnkvæmu trausti, sanngirni og
tillitssemi manna á meðal.
eiga fulltrúa í forsætisnefnd ef
stjórnarliðið hefði ákveðið að beita
ofbeldi og yfírgangi.
Við teljum að með afstöðu sinni
séu sjálfstæðismenn að kasta
stríðshanskanum. Þetta sé yfirlýs-
ing um það að í engu verði sinnt
óskum stjórnandstöðu og stjórnarl-
iðið hafi ákveðið að néyta aflsmun-
ar og láta kné fylgja kviði í hví-
vetna. Okkur er enginn hagur af
því að tilnefna tvo valdalausa vara-
forseta þegar fyrir liggur að ekkert
verði á þá hlustað og ákvörðun
hafi verið tekin um að vaða yfir
þá. Þá væri rökréttara að stjórnar-
liðið bæri eitt ábyrgð á stjórn þings-
ins og fyrst þeir vildu stríð við
stjórnarandstöðu, þá yrði að taka
því. Hinir vitrari og þingreyndari
sjálfstæðismenn vildu reyna að
leysa málið í félagi við stjórnarand-
stöðuna en fengu engu áorkað við
hina ólmu og óreyndu forystumenn
sem tekið hafa völdin í Sjálfstæðis-
flokknum.
„Okkur er enginn hag-
ur af því að tilnefna tvo
valdalausa varaforseta
þegar fyrir liggur að
ekkert verði á þá hlust-
að.“
Árangurslausar sáttatilraunir
Salome Þorkelsdóttir forseti ger-
ir sér auðvitað grein fyrir því að
þessi viðbrögð sjálfstæðismanna
gera henni mjög örðugt fyrir um
stjórn þingsins. Hún bauð upp á
að beita sér fyrir þvi að Kvennalist-
inn hefði áheyrnarfulltrúa í forsæt-
isnefndinni. Það var ófullnægjandi
lausn og því buðum við stjórnar-
andstæðingar upp á að sjálfstæðis-
maður sæti sem áheyrnarfulltrúi
ef Sjálfstæðisflokknum væri ekki
nóg að eiga forsetann með því al-
ræðisvaldi sem honum hefur verið
fengið. Þessu neituðu sjálfstæðis-
menn.
Þá buðum við stjórnarandstæð-
ingar samkomulag um að breyta
þingsköpum og fjölga um einn í
forsætisnefnd og hefði það leyst
málið með fullum sóma allra aðila.
Allir flokkar hefðu fengið fulltrúa
og Sjálfstæðisflokkurinn viðbótar-
mann með Salome. Alþýðuflokkur-
inn féllst á þessa lausn en þá neit-
uðu sjálfstæðismenn þótt ótrúlegt
megi virðast. Á síðasta vori fjölg-
uðu þó stjórnarliðar í fjárlaganefnd
til þess að geta bætt þar inn viðbót-
arkrata og leyst ágreining í eigin
herbúðum. Þannig að fordæmi var
vissulega fengið.
Við stjórnarandstæðingar erum
reynslunni ríkari. Stjórnarliðið vill
ekki samstarf við okkur. Við getum
ekki treyst að samkomulag við
stjórnarliðið haldi og verðum að
búast við hinu versta: Þingfiokkur
sjálfstæðismanna hefur á að skipa
mörgum hæfum stjórnmálamönn-
Páll Pétursson
um og er illt til þess að vita að
þeir skuli láta sér lynda að hafa í
fyrirsvari menn sem haga sér eins
og nashyrningar.
Iíöfundur er formaður þingflokks
framsóknarmanna.
Farangur Davíðs
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
hefur nú kosið að hverfa fá þeirri
braut og hefur tekið upp starfs-
hætti sjálfstæðismeirihlutans í
borgarstjórn Reykjavíkur, þ.e. að
neyta alltaf ýtrasta aflsmunar og
taka aldrei ótilneyddur tillit til
minnihlutans. Það er mikil afturför
að innleiða þau vinnubrögð á Al-
þingi og óviturlegt í meira lagi og
kemur að sjálfsögðu til með að
skaða stjórnarmeirihlutann sjálfan
fýrst og fremst.
Á síðastliðnu vori náðist þverpól-
itísk samstaða um breytt þingsköp.
Ákveðið var að viðhafa hlutfalls-
kosningu á varaforsetum þingsins
og skapa þannig svigrúm til þess
að allir þeir flokkar sem nú eiga
fulltrúa á Alþingi ættu nokkra að-
ild að stjórn þingsins. Og þannig
var forsætisnefndin skipuð á vor-
þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði fyrirvara um þessa skipan
þar sem hann væri stærstur og
gæti samkvæmt hlutfallsreglu átt
einn af varaforsetunum auk forset-
ans.
Alræðisvald forseta
Hafa ber það í huga að sam-
kvæmt þingsköpum er forseti með
alræðisvald. 9. gr. þingskapa segir:
„Forseti ber ábyrgð á rekstri Al-
þingis og hefur æðsta vald í stjórn-
sýslu þess.“ í 10. gr. er það tekið
fram að „verði ágreiningur í nefnd-
inni sker forseti úr“. Þetta tryggir
það að vilji forseta nær alltaf fram
að ganga í forsætisnefndinni ef í
odda skerst. Nefndin er hugsuð
sem samráðsvettvangur og þýðing-
arlaust að láta ganga þar atkvæði
þar sem forseti ræður alltaf niður-
stöðu. Þar af leiðir að það er mjög
villandi að tala um meirihluta og
minnihluta, vilji forsetans nær allt-
af fram að ganga. Af þessum sök-
um þurfti stjórnarliðið ekki að ótt-
ast um sinn hag, þar sem það hafði
á valdi sínu að ráða hver yrði for-
seti Alþingis.
Við þingsetningu nú kom í ljós
að þingflokkur sjálfstæðismanna
ætlaði að ijúfa þá samstöðu sem
náðist í vor. Þeir ákváðu að taka
einn af varaforsetunum og útiloka
þar með einn stjórnarandstöðu-
flokkinn frá forsætisnefndinni.
Þessu vildum við stjórnarandstæð-
ingar ekki una. Við óskuðum mjög
eindregið eftir því að sjálfstæðis-
menn endurskoðuðu afstöðu sína,
ella teldum við þýðingarlaust að
l-------"7--‘—
iZutcuicv
Heilsuvörur
nútímafóíks
ERT ÞU ViÐBUINN AÐ FAST VIÐ
SNJÓINN OG HÁLKUNA í VETUR?
W I 4mm- gpfl
V r ' J
Það verður leikur einn ef þú ekur
LANCER
MEÐ SÍTENGT ALDRIF 4x4
Meiri veghæð: Felgur 14" - Hjólbarðar 175/70
Meiri orka: 1800 cm3 hreyfill með fjölinnsprautun
Þriggja ára ábyrgð - Verð kr. 1.286.400
IEl
HEKLA
LAUGAVEGl 174
SÍMI695500
HVARFAKÚTUR
MINNI MENGUN
X
MITSUBISHI
MOTORS
11 l.l 11K