Morgunblaðið - 05.10.1991, Side 20

Morgunblaðið - 05.10.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 Er atvinnuráðgj öf- in á krossgötum? eftir Áskel Einarsson Á sínum tíma skipaði þáverandi iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, nefnd undir forystu Vil- hjálms Lúðvíkssonar, fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins,. sem skyldi móta stefnu í iðnaðarmálum. Meðal tillagna nefndarinnar voru hugmyndir um störf iðnráð- gjafa og um iðnþróunarfélög. Þess- ar hugmyndir voru þær að ríkssjóð- ur veitti á fjárlögum framlög, sem skipt væri á milli iðnráðgjafana í landinu. Framlag til starfa hvers iðnráðgjafa skyldi miðað við sér- fræðingslaun hjá ríkinu. Iðntækni- stofnun fengi í sinn hlut, sem svar- aði einu iðnráðgjafaframlagi fyrir samræmingarstörf á iðnráðgjafa- starfseminni. Heimildarlög um iðnráðgjafa- starfsemi í landshlutunum féll úr gildi og fengust ekki framlengd. Eftir 1985 hefur iðnráðgjöfín verið nánast utan kerfísins. Þetta hefur ekki komið að sök. Fyrir atfylgi landsbyggðarþingmanna, hafa iðnráðgjafaframlögin verið á íjár- iögum síðan. Iðnráðgjöfín er í eins konar til- vistarkreppu. Raddir eru uppi um að smækka svæði iðnþróunarfélag- anna. Þetta er að gerast með óbein- um hætti með svonefndum átaks- verkefnum á starfssvæðum iðnþró- unarfélaga kjördæmanna. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar íslands lagði til á ráðstefnu um byggðamál í Borgar- nesi í október á síðasta ári, að meginverkefni Byggðastofnunar ætti að vera aðstoð á vettvangi atvinnuráðgjafar við landsbyggð- ina. Benti hann á að Byggðastofn- un ætti að veita landsbyggðinni hlutlæga og faglega atvinnuráð- gjöf. Ljóst er að sú fyrirgreiðsla, sem iðnráðgjafamir hafa veitt er í all- flestum tilvikum nánast fyrir- greiðsluþjónusta, en ekki eiginleg atvinnuráðgjöf í merkingu þess orðs. Taki iðnráðgjafí ástfóstri við að fá inn vænleg verkefni verður það til þess að vanrækja leitina að vandamálunum. Það eru gerðar kröfur til at- vinnuráðgjafanna um viðlagaþjón- ustu, nánasta hjálpræði og bjarg- ráð í atvinnumálum. Þetta þýðir í framkvæmd að svonefnd „atvinnu- ráðgjöf" færist á fyrirgreiðslu- og úrræðastigið. Iðnráðgjafarnir fjar- lægjast það að vera faglegir at- vinnuráðgjafar, sem geti helgað sig verkefnum. Þessi daglegra umsýsla hefur orðið hlutskipti flestra iðnráðgjafanna í störfum þeirra. Frumatvinnuráðgjöfm, þ.e. fyr- irgreiðslu- og viðlagaþjónustan, virðist vera lífæð iðnþróunarfélag- anna gagnvart sveitarfélögunum. Tengsl atvinnuráðgjafarinnar við atvinnumálanefndir hefur mis- lagst víðast. Störf atvinnumála- nefnda eru víðast óskipuleg. Eng- inn virðist láta sig varða um að skipuleggja verkefni þeirra og vinnubrögð. Atvinnumálanefndirn- ar verða að spegla í störfum sínum stöðu atvinnulífsins og vera um leið úrræðavettvangur um val leiða. Samstarfið við nefndirnar er undirstaða atvinnuþróunarfélag- anna og uppspretta þeirra verk- efna, sem þurfa á faglegri atvinnu- Áskell Einarsson „Kjarninn er sá að hér þarf til meira raunsæi en kemur fram í „búta- stefnunni“, sem ein- kennir vinnubrögð stjórnar Byggðastofn- unar.“ ráðgjöf að halda á síðari stigum. Hér erum við komin að brota löminni í því kerfi, sem við búum við. Reynt er að bæta úr með svo- nefndum átaksverkefnum. Skýr- ingin á aukinni ásókn í þess konar fyrirgreiðslu er tvíþætt. Annars vegar er viðleitni um að færa frum- atvinnuráðgjöfina heim á hvert byggðasvæði að ræða, og hins veg- ar má rekja hana til afleiðingar einyrkjabúskapar iðnráðgjafanna, en þeim er oftast um megn að sinna verkefnum sínum. Byggðastofnun var falið með lögum, frá síðasta alþingi, umsjá og fyrirgreiðsla við atvinnuráðgjöf- . ina í landinu, af hálfu ríkisvalds- I ins. Atvinnuráðgjöfin verður því þáttur í verksviði Byggðastofnun- i ar. I í stjómarsamþykkt Byggða- stofnunar frá 22. maí sl., sem nefnd er atvinnuþróun á lands- byggðinni, gerir stjómin tilraun til að móta starfsreglur um stuðning við atvinnuráðgjöfína og atvinnu- þróunarfélögin. Ekki er þar að finna tryggingu fyrir lágmarks- fjárstuðningi til iðnráðgjafar, sem komin var hefð á við skiptingu fjár- veitinga til iðnráðgjafar. Engin ákvæði eru um faglega atvinnur- áðgjöf á vegum Byggðastofnunar. Sá faglegi stuðningur, sem fólst í samræmingarstarfí Iðntækni- stofnunar er horfin. Af ályktun Byggðastofnunar er ekki hægt að ráða hvernig hún annast faglega leiðsögn fyrir atvinnuráðgjöfina. í sömu stjórnarsamþykktinni er ætlast til að atvinnuráðgjafarnir hafí aðsetur í byggðastofnunum kjördæmanna. Það er í sjálfu sér virðingarvert að byggðastofnanir kjördæmanna hýsi atvinnuráðgjaf- ana og að Byggðasjóður kosti störf « FRÁBÆRT! Ný lína fataskápa frá Ármannsfelli breytir draumum þínum í veruleika: Úrval spóntegunda og lita, fellihurðir og venjulegar, fjölbreyttir innviðir og fjölmargar stærðir. Fyrir þá sem gera kröfur! Funahöfða 19, Reykjavík, sími 685680 Myndmenntakenn- arar halda ráðstefnu Félag íslenskra myndmennta- kennara heldur ráðstefnu laug- ardaginn 5.október kl.13, að Grettisgötu 89,í fundarsal, 4.hæð. Rætt verður um stöðu mynd- menntakennslu í dag og hvaða stefnu eigi. að taka. Ræðumenn-em Þórir Sigúrðsson, Halldóra Gísla- dóttir, Katrín Briem, Sólveig Helga Jónasdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Rakel Pétursdóttir, Asrún Tryggva- dóttir, Bjarni Daníelsson, Hrafn- hildur Gunnlaugsdóttir og Bi-yndís Björgvinsdóttir. Ráðstefnan er opin myndmennta- kennurum-Qg áhuga fólki ura mýnd- mennt. Tíu ára börn fá Nýja testamentið eftir Sigurbjörn Þorkelsson Eins og venja er á haustin munu Gídeonfélagar heimsækja alla grunnskóla landsins sem hafa 10 ára bekki og gefa bömunum eintak af Nýja testamentinu nú í haust. Er þetta 39. árgangurinn sem fær Nýja testamentið að gjöf frá Gíde- onfélaögum að þessu sinni. Úthlutun Nýja testamentisins til skólabama af hálfu Gídeonfélags- ins hófst árið 1954 eða níu árum eftir að félagið var stofnað hér á landi. Fyrstu árin vom 12 ára börn- um gefin testamentin en síðar var aldurinn færður niður í ellefu ár. Enn síðar var svo aldurinn lækkað- ur niður í 10 ár var það gert að beiðni skólayfirvalda ma. Eftir þetta haust ættu flestir íslendingar á aldrinum 10-49 ára að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélögum. Einnig koma Gídeonfélagar Biblíunni eða Nýja testamentinu fyrir á hótelher- bergjum, við sjúkrarúm, við rúm þeirra sem dvelja á dvalarheimilum aldraðra, í fangaklefum, skipum og víðar. Einnig er hjúkrunarfræð- ingum og sjúkraliðum gefíð eintak af N.t.við útskrift þeirrra. Við Gídeonfélagar viljum biðja öllum þeim fjölmörgu sem tekið hafa við hinni smáu en sámt mikil- vægu gjöf. okkar í gegnum árin Guðs blessunar um leið og við minnum viðkomandi á að bókina Sigurbjörn Þorkelsson „Eftir þetta haust ættu flestir Islendingar á aldrinum 10-49 ára að hafa fengið Nýja testa- mentið að gjöf frá Gíde- onfélögum.“ verður að lesa svo orð hennar verði okkur til blessunar. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.