Morgunblaðið - 05.10.1991, Page 32

Morgunblaðið - 05.10.1991, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991 RADA UGL YSINGAR ATVINNA ST. FRAIMCISKUSSPÍTALINIM STYKKISHÓLMI Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar á almenna hjúkrunardeild og öldrunardeild. Hér er um fastar stöður að ræða. Boðið er upp á aðlögunartíma fyrstu vikurnar. Byrjunartími eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-81128. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni 30 ára Afmælishátíð verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 11. október. Fordrykkur, glæsilegur matseðill. Hinn vafasami fílapenslakór skemmtir. Aðgöngumiðar seldir í anddyri Súlnasalar mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. október kl. 16-19. Skemmtinefndin. Ráðstefna Landverndar Ásýnd íslands fortíð, nútíð, framtíð verður haldin í Munaðarnesi 11. og 12. október 1991 Erindi: Áhrif mannvistar á umhverfi og umhverfis á mannvist: Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum. Byggð og landslag - og fuglasöngur: Guðmundur P. Ólafsson, líffræðingur. Gróðurfar fyrir landnám: Margrét Hallsdóttir, jarðfræðingur. Verndun jarðsögulegra myndana: Guttormur Sigbjarnarson, jarðfræðingur. Svæðaskipting lands eftir náttúrufari: Gísli Gíslason, landslagsarkitekt. Umhverfisvernd og skógrækt, samhæfð áætlunargerð: Rúnar ísleifsson, umdæmisfulltrúi Skógræktar ríkisins. Aldahvörf í ásýnd íslands: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur. Lifríki og lífsviðhorf: Sr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum. Ráðstefnan hefst kl. 20.30 föstudaginn 11. október næstkomandi. Það eru allir vel- komnir, en þátttöku þarf að tilkynna á skrif- stofu Landverndar fyrir miðvikudaginn 9. október í símum 25242 og 625242. Landvernd. ÝMISLEGT nim ISLENSKA OPERAN ----- I 11 I I CAMLA BlÓ ÍNGÓLFSSTRÆTI ATH! Prufusöngurfyrir kór íslensku óperunnar Áður auglýstum prufusöng, sem fram átti að fara þann 21. október, hefur verið flýtt til þriðjudagsins 8. októþer vegna nýrra verk- efna. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu íslensku óperunnar í síma 27033 eigi síðar en mánudaginn 7. október. Óperustjóri. Námsstyrkir f Bandaríkjunum 1992-1993 Islensk-ameríska félagið auglýsir hér með eftir umsóknum vegna aðstoðar félagsins við öflun námsstyrkja í „undergraduate1' námi í Bandaríkjunum fyrir skólaárið sem hefst haustið 1992. Aðstoð félagsins felst í milligöngu með að- stoð stofnunarinnar Institute of International Education, sem sendir umsóknir til banda- rískra háskóla, en styrkirnir koma frá þeim. Til greina koma þeir, sem hafa lokið stúd- entsprófi í síðasta lagi vorið 1992. Umsóknum skal skilað fyrir 25. október nk. Umsóknareyðublöð fást hjá Ameríska bóka- safninu, Menningarstofnun Bandaríkjanna, Laugavegi 26, 101 Reykjavík. Islensk-ameríska félagið. VÍSIND ARÁÐ auglýsir styrki úr Vísinda- sjóði fyrir árið 1992 til rannsókna í - náttúruvísindum - líf- og læknisfræði - hug- og félagsvísindum Ný umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fást á skrifstofu Vísindaráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík. Eldri umsóknareyðublöð eru úreld. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1991, og skal umsóknum skilað á skrifstofu ráðs- ins, sem veitir upplýsingar daglega kl. 10-12 og 14-16. Norrænir styrkir til vísindamenntunar á Norðurlöndum Vísindaráð og Norræna vísindastofnunin, NorFA (Nordiska forskarutbildningsakadem- in) auglýsa hér með nokkra launastyrki handa ungum íslenskum vísindamönnum, sem hyggjast afla sér hluta rannsóknaþjálfunar sinnar um stundarsakir í einhverju öðru landi innan Norðurlandanna, en þarsem aðalnám- ið fer fram. Styrkþegar skulu hafa lokið master- eða magistergráðu eða sambærilegri menntun og vera á síðari hluta licentiat- eða doktors- náms. Einnig kemur til greina að veita styrki til rannsóknadvalar að licentiat- eða doktors- prófi loknu. íslenskir stúdentar, sem innritað- ir eru í háskóla í einhverju Norðurlandanna eða scarfa við rannsóknastofur þar, geta að öllu jöfnu ekki hlotið þessa styrki til rann- sóknaþjálfunar í því landi, enda hafa þeir oft rétt til styrkja í gestalandinu til jafns við stúd- enta þess lands. Styrkirnir eru veittir skemmst til fjögurra mánaða og lengst til tólf mánaða. Upphæð þessara launastyrkja, sem ætlaðir eru til uppihalds á styrktímanum, nemur ísl. kr. 120.000,- á mánuði. Auk þess er oft unnt að veíta nokkurn ferðastyrk. Umsóknir verða dæmdar út frá hæfni um- sækjenda og vísindalegu gildi þeirra verk- efna, sem umsækjendur vinna að. Þeim skal fylgja greinargerð um námsferil og störf umsækjenda, nákvæm lýsing á verkefninu og áætlun um lok þess. Einnig skal fylgja staðfesting hins norræna háskóla eða vísindastofnunar, þar sem vinna skal verkið, um að nauðsynleg aðstaða sé fyrir hendi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Vísinda- ráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík. Umsóknir skulu berast Vísindaráði fyrir 1. nóvember 1991. Málverkauppboð Málverkauppboð á Hótel Sögu annað kvöld kl. 20.30. Myndirnar verða sýndar í Gallerí Borg í dag og á morgun milli kl. 14 og 18. BORG GRANDI HF hefurtil sölu eftirfarandi búnað 1. Baader 150 karfaflökunarvélar 2 stk. 2. Baader 410 bolfiskhausari 1 stk. 3. Kronborg loðnuflokkari 1 stk. 4. Lóðréttar skreiðarpressur 2 stk. 5. ískassi með vibrabúnaði og snigli 1 stk. 6. ODDA kassakló (ónotuð) 1 stk. 7. íshúðunarbönd 3 stk. 8. SEMI-STÁL kassaþvottavél 1 stk. 9. Saltfiskþvottavél 1 stk. 10. Blokkarpressur 2 stk. 11. Sjávarísvélar (þarfnast yfirferðar) 3 stk. 12. Handflökunarkerfi (stæði fyrir 10 manns) 1 stk. 13. Karfahreistrarar 2 stk. 14. Flakaniðurskurðarlínur 3 stk. 15. Snyrti- og pökkunarborð 25 stk. 16. Pönnuvagnar 4 stk. 17. Tromlur 1500x630 mm (frá fleytikerfi) 2 stk. 18. STRA-PACK bindivélar 3 stk. 19. Lokunarvélar fyrir plastpoka 2 stk. 20. Lóðrétt stigaband 0,6x1,75 1 stk. 21. Þvottakar til stærðarflokkunar (4 flokkar, lyftihæð 1.80 m) 1 stk. 22. RAFHA eldavél (mötuneyti) 1 stk. 23. Flokkunarbönd, gömul (mættu notast sem færibönd) 3 stk. 24. AVERY borðavogir (gamlar) 15 stk. 25. BERKEL pallvogir (gamlar) 3 stk. 26. SPESIAL CAR rafsuðu transari með MIG-drifi 1 stk. 27. Rafsuðuvél, gömul (jafnstraums snúningsvél) 1 stk. 28. Rafsuðurtransarar 20-200 amp. (gamlir) 2 stk. 29. Lítilsháttar af færiböndum og grindum auk ýmissa annarra hluta. Farartæki 30. STEINBOCK rafmagnslyftari 2,5 tonn 1 stk. 31. CATERPILLAR rafmagnslyftari 2,5 tonn ógangfær 1 stk. 32. STILL R14 rafmagnslyftari 2,5 tonn árg. 1972 1 stk. 33. CATERPILLAR gaslyftari 3 tonna árg. 1980 2 stk. 34. TOYOTAdiesel lyftar 2,5 tonna með snúning árg. 1981 1 stk. 35. TOYOTA rafmagnslyftari 2,5 t með snúning árg. 1981 1 stk. 36. M.BENS 16T9 einnar hásinga með stól árg. 1977 1 stk. 37. VOLVO N720 einnar hásinga með stól árg. 1977 1 stk. 38. Tengivagn 7,6 m einnar hásinga árg. 1977 1 stk. 39. Tengivagn 12,6 m tveggja hásinga árg. 1977 1 stk. Hlutirnir verða sýndir eftir samkomulagi við undirritaðan, sem jafnframt veitir nánari upp- lýsingar og tekur við verðhugmyndum. Grandi hf., c/o Ólafur Gunnarsson, sími 622800, hs. 656481, boðtæki 984-52023.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.