Morgunblaðið - 05.10.1991, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.10.1991, Qupperneq 39
Hún ólst upp við kröpp kjör og að hluta hjá vandalausum. Hún bar öllum vel söguna og kom sér alls staðar vel sakir mannkosta sinna. Hún var trygglynd og vin- mörg og var jákvæð í öllum athöfn- um sínum og samskiptum við fólk. Hún var áhugasöm um velferð annaiTa, kankvís og gamansöm ef því var að skipta. I hárrri elli naut hún heimsókna vina sinna úr öllum stéttum þjóðfélagsins og á öllum aldri og gestrisni hennar var ann- áluð. Halldóru og Kristni varð ekki barna auðið en þau áttu kjörbörn. Helga Þórðardóttir, fædd 1929, bróðurdóttir Halldóru, kom til þeirra Kristins á fjórða aldursári og ílentist hjá þeim. Sverrir Krist- insson, fæddur 1943, kom til þeirra á fyrsta aldursári og varð þeirra barn. Magnús Benediktsson, sonur Helgu og Benedikts Magnússonar, sótti mjög til ömmu sinnar í upp- vextinum og taldist þar til heimil- is. Var mjög kært með þeim. Halldóra er nú gengin yfir móð- una miklu og hefur lokið óvenju- lega löngu og farsælu ævistarfi. Arvekni og dugnaður var hennar aðalsmerki og yfirburðir hennar lágu í stjórn heimilisins. Hún kunni sitt fag og hafði mannaforráð á þeim vettvangi. Hún reyndist fólki vel og margir leituðu til hennar og héldu tiyggð við hana. Eftirlifandi vinir Halldóru vilja heiðra minningu hennar og þakka henni drengilega samfylgd. Karlakórinn Stefnir vill þakka Halldóru sérstaklega allan stuðn- ing og velvild. Minningin lifir. JMG Vinkona mín, • Iialldóra á Mos- felli, var einn þeirra samferða- manna sem mikilsvert er að fá að kynnast. Ég minnist hennar fyrst þegar ég var smástelpa ásamt fjölskyldu minni í Hafravatnsrétt, en þar var hún ásamt mömmu og fleiri dugn- aðarkonum úr Kvenfélagi Lága- fellssóknar er sáu um kaffiveitingar í sölubragga sem þar var. Þá strax tók ég eftir þessu yndislega við- móti sem ætíð einkenndi Halldóru. Það var svo fyrir um hálfum öðrum áratug, að kynni okkar hófust. Oft sátum við saman og skoðuð- um myndirnar hennar og það var ekki lítið gaman að hlusta á frá- sagnir hennar frá liðnum árum á meðan við flettum í gegn um albúm- in, og ekki spillti kaffisopinn sterki, löðrandi í ijóma og meðlætið eftir því, ekki grennandi. Ég á eftir að sakna upphringing- anna frá henni þegar hún sagði: Komdu, ég þarf að segja þér svo- lítið. Þetta var skemmtilegt bragð sem ég fór alltaf eftir þó að ég vissi að meiningin væri aðeins að f4-fé- lagsskap og létt spjall. Þessar stundir eru mér dýrmætar í minn- ingunni. Halldóra fluttist á Dvalarheimili aldraðra á Hlaðhömrum í Mosfells- sveit fyrir um 10 árum. Hún var virk í tómstundastarfi aldraðra hér í sveit. Hún vildi helst alltaf hafa fjör og hressilegar uppákomur, og síðast þegar hún mætti í hópinn í lok maí sl. þá naut hún sín vel í dansinum og ljómaði sem ungling- ur. Enginn, sem hana þekkti, þurfti að vera undrandi á því hve gesta- komur voru tíðar hjá henni, því all- ir, bæði stórir og smáir, voru aufúsugestir á hennar heimili. Það virtist sem fólk á öllum aldri sækt- ist eftir vináttu hennar, því hún átti svo mikið að gefa af hlýju og kærleika. Aldrei nokurn tíma heyrði ég hana kvarta, þvert á móti var hún þakklát fyrir sitt hlutskipti í lífinu. Stundum kom það fyrir að við ræddum um það sein við tæki eftir •lok þessarar jarðvistar okkar hér, það voru skemmtilegar umræður. Við í vinahópnum söknum hennar sárt og glettnu augun, hnyttnu til- svörin og allt það sem góða mann- eskju mátti prýða á eftir að ylja okkur í minningunni um hana. Guð gefi henni ljós og frið í nýj- um heimkynnum. MOBGÚNBLíAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. 0KT0BER 1991 39 Magnús Runólfsson bóndi — Minning Ég sendi ástvinum hennar sam- úðarkveðjur. Svanhildur Þorkelsdóttir Allt hefur sinn tíma - allt, sem á sér upphaf, á sér endi hér á þess- ari jörðu - tími Halldóru:Jóhannes- dóttur er liðinn - ganga hennar var prúð. Hún ræktaði sig og sína - þess bera vitni allir þeir fjölmöt’gu vinir, sem nú drúpa höfði. Ekkert skal tíundað hér, aðeins færðar alúðarþakkir fyrir allar þær minningar, birtu og hlýju, sem hún veitti okkur, fyrst sem litlum börn- um, síðar sem stórum börnum. Systkinin frá Mosfelli, Reynir, Jón og Mæja. Með fáeinum orðum vil ég minn- ast hinnar mætu konu Dóru á Lága- felli eins og hún var jafnan kölluð þegar leiðir okkar lágu saman fyrir meira en 60 árum, en síðar varð hún þekktari sem frú Halldóra á Mosfelli, en hún verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í dag. Þegar ég kynntist Dóru fyrst vorið 1928, var hún aðsópsmikil ráðskona á stórbúi Thors Jensens á Lágafelli, en mér hafði verið kom- ið þar fyrir í kaupavinnu. Þó ég þekkti ráðsmanninn, Kristin Guð- mundsson allvel, því hann hafði verið ráðsmaður hjá föður mínum á Hólurn áður en hann réðst til Thors Jensens, þá kveið ég tölvert fyrir að hefja vist hjá vandalausum í fyrsta skipti á ævinni. Þessi kvíði reyndist ástæðulaus, því húsmóðirin á bænum, hún Dóra, tók mér strax opnum örmum, og naut ég einstakr- ar umhyggju hennar sumrin sex sem ég var á Lágafelli. Sömu um- hyggjunnar nutu bræður mínir þrír, sem einnig voru þarna í sveit þegar þeir höfðu aldur til. A þessum árum var rekið stórbú á Lágafelli, sennilega stærsta bú á landinu, næst á eftir Korpúlfsstaða- búinu, sem einnig var í eigu Thors Jensens. Mikil umsvif voru í ræktun °g byggingarframkvæmdum. Heimilið var því mannmargt, oft 20-30 manns. Starf ráðskonunnar var því ærið, að stjórna heimilinu og sjá um matseld handa öllu þessu fólki, einkum þar sem . aðstæður voru fremur frumstæðar miðað við það sem við þekkjum í dag. Eldhús- ið var lítið og ópraktískt, engin kæligeymsla eða kjallari, ekkert rafmagn og engin vatnsveita. Vatn var sótt um hálfs kílómetera leið niður í læk og gerði vatnspósturinn lítið annað á daginn en flytja vatn í hestvagni sínum. Hinsvegar féllu til daglegar ferðir til Reykjavíkur með mjólkurbilnum, og var að því mikið hagræði. Ekki var Dóru tamt að tala um sjálfa sig eða sitt ættfólk og er mér því lítt kunnugt um ætt hennar og uppruna, þó vissi ég að hún var ættuð ofan úr Lundarreykjadal og eins að hún átti ýmsa merka frænd- ur í hópi Vestur-íslendinga, sem hún minntist einstöku sinnum á. Halldóra var tæplega í meðallagi á hæð, snör í hreyfingum, björt yfirlitum og fríð sýnum. Þegar hún var komi á peysufötin sópaði tölu- vert af henni. Hún var jafnanglað- sinna og hrókur alls fagnaðar. Hún var býsna fróð, glettin og gat oft verið sérlega orðheppin. Stjórnsöm var hún og lagin að umgangast fólk, ekki hvað síst unglinga, enda vinsæl. Árið 1936 giftist hún Kristni Guðmundssyni, sem verið hafði ráðsmaður á Lágafelli um árabil. Hófu þau þá búskap á hinu forna höfuðbóli Mosfelli og bjuggu þar góðu búi uns Kristinn féll frá árið 1976. Hin síðari ár bjó Halldóra á Hlaðhömrum og undi þar vel hag sínum. Var hún lengstum heilsu- hraust og furðu ern þrátt fyrir hinn háa aldur. Við þessi leiðarlok er mér ljúft að færa Dóru alúðarþakkir frá mér og bræðrum mínum og þeim mörgu ungu kaupamönnum sem urðu hinnar hollu handleiðslu hennar aðnjótandi meðan hún var ráðskona og húsmóðir á Lágafelli, og votta vinum hennar og vandamönnum innilega samúð við fráfall hennar. Zóphónías Pálsson Fæddur 7. júli 1900 Dáinn 28. seplember 1991 Því fækkar nú fólkinu, sem teng- ist ljúfum minningum æskuáranna, sólríkum sumrum í sveitinni, vor- verkum og töðuilmi. Þetta var kyn- slóð, sem leyfði okkur borgarbörn- unurn að njóta hins eilífa sumars. Það veitti rausnarlega af- ljúf- mennsku sinni og mannúð, svo vel að minningin rúmar hvorki ský á himni, regn né skugga. Þetta fólk stuðlaði að áhyggjulausum ham- ingjutíma og átti verulegan þátt í því að þroska fjölmarga einstakl- inga með jákvæðum hætti, kynna þeim margvíslega leyndardóma Íífsins og innræta þeim virðingu fyrir náttúrunni í öllum hennar fjöl- breytileika. Nýlega lést Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti á Rangái’völlum. Hann var fulltrúi þessarar kynslóð- ar. Og nú er annar bóndi á Heklubæ horfinn, Ijúfmennið Magnús Run- ólfsson, bóndi í Haukadal, sem eins og Næfurholt stendur undir róturn Bjólfells þar sem Hekla er skammt undan og mótar mannlíf fögur og óútreiknanleg. Magnús lést síðdegis laugardag- inn 28. september. Hann var þreytt- ur eftir dagsverk, lagðist til hvíldar og var látinn innan klukkustundar. Hann vann fullan vinnudag til síðustu stundar, nýbúinn að vera í smalamennsku og njóta þess að vera á hestbaki, en hann var hesta- maður með afbrigðum, góður tamn- ingamaður og átti marga gæðinga um ævina. Með láti Magnúsar er lokið mik- illi sögu, baráttusögu bónda, sem á langri ævi notaði alla sína starfs- krafta til að rækta jörðina, bæta umhverfi sitt og sjá sér og sínum farborða. Hann gekk til þessa göf- uga starfs léttur í lund og unifram allt glaður og bjartsýnn. Þessir eðl- iskostir komu sér oft vel því mann- lífsöldurnar skullu á honum með talsverðum þunga á stundum. Á gamals aldri varð hann að taka þátt í mikilli umbreytingu atvinnu- greinar sinnar og hefur vafalaust haft talsverða raun af þeirri skerð- ingu, sem hann þurftir að bera. En þessu tók hann með jafnaðargeði og kveikti hjá sér áhuga á nýjum verkefnum, sem framtíðin mun njóta. 1 sumar vann hann hvíldar- lítið við að gróðursetja aspir. Magnús fæddist í Mykjunesi í Holtum 7. júlí árið 1900. Hann var sonur Runólfs Einarssonar, bónda þar, og konu hans, Sigríðar Magn- úsdóttur. Magnús kvæntist Jónínu Hafliðadóttur frá Fossi á Rangár- völlum árið 1928. Hún lifir.mann sinn. Þau höfðu þá skömmu áður byijað búskap í Haukadal, sem hafði verið í eyði. Þar bjuggu þau alla tíð. Magnús og Jónína eignuðust fjögur börn, Sigrúnu Ástu, sem er látin, Hauk, sem er látinn, Haf- stein, sem búsettur er í Keflavík, kvæntui' Jóhönnu StefánsdóttUr og eiga þau þijú börn, og Stefaníu Heiðu, sem býr á Dalvík, gift Har- aldi Teitssyni og eiga þau tvo syni. Það er dijúg viðvera að búa á sömu jörðinni í 64 ár og handtök þeirra hjóna orðin mörg. En frá Haukadal vildu þau ekki fara á meðan nokkur orka væri eftir til daglegra starfa. Álit á mannanna verkum lýsir jafnan afstæðu gildis- mati. Hjónin í Haukadal skila löngu dagsverki með miklum sóma. Þau eru hluti þeirrar undirstöðu sem íslenskt samfélag hefur hvílt á um aldir. Öll framganga þeirra er flekk- laus. Ekki verður meira krafist. Ég kynntist þeim hjónum sjö ára gamall labbakútur úr Reykjavík, sem var sendur í sveit í Næfurholt skammt frá Haukadal. Þá heillaði Magnús mig eins og önnur börn með ljúfri framkomu og léttleika. Á þeim 43 árum, sem síðan eru liðin, gat ég aldrei séð neina breytingu á Magnúsi. Ávallt kátur og kvikur, léttui' í allri framgöngu og snöggur í hreyfingum. Það vegur ekki þungt að þakka Magnúsi fyrir samfylgdina með al- mennum orðum. En þáttur hans í minningunni og þau áhrif, sem hann hafði, er hluti af hamingjutíma, sem aldrei kemur aftur. Hann markaði víða spor og hans gildismat var í anda þess sem við best þekkjum. Kannski kveðjum við fleira en Magnús Rúnólfsson á þessum tíma- mótum lífs og dauða. Árni Gunnarsson Nú er Magnús Runólfsson farinn til æðri heima svo unglegur að sjá, kvikur í hreyfíngum, beinn í baki og minnið eftir því. Ekki var nú mulið undir hann í æsku, unnið hörðum höndum um dagana, þá var nú ekki þessi tækni til sem notuð er í dag þegar Magnús var að alast upp og fram eftir árum í Ilauka- dal. Hann var búinn að lifa tímana tvenna og miklar breytingar, hann var hagsýnn, dugandi og duglegur bóndi. En hann bjó ekki einn í Haukadal, í 64 ár hefur Jóna, kon- an hans, staðið við lilið hans, hún er ein af þessum dugmiklu kjarna- konum. Þau Haukadalshjón voru miklir höfðingjar heim að sækja og mikið gaman þangað að koma. Þau fegruðu og bættu í kringum sig og þau voru alltaf samtaka um allt. Ilann Magnús var mikið skemmti- legur maður en gat verið fastur fyrir ef því var að skipta en raun- sær. 1960 keypti hann pabbi heitinn traktor af honum Magnúsi og það munaði miklu að hafa hann. Þann traktor var mikið gaman að keyra og fór ég oft með mjólkina á brúsa- pallinn, svo og á milli bæja. Þegar pabbi hætti búskap þá bað hann Magnús í Haukadal fyrir uppáhalds hestinn sinn því honum var ekki sama hvert hann fór, og auðvitað var það auðsótt mál, alveg sjálfsagt að gera það. Alltaf kunnu Hauka- dalshjónin að meta það sem fyrir þau var gert nágrannarnir alltaf boðnir og búnir að rétta þeim hjálp- arhönd þegar þau þurftu þess með. Og þannig var það þann dag þegar Magnús dó. Þá voru nágrannarnir að smala nieð honum og þegar hann kom heim þá hafði hann sagt: „Ég ætla að leggja mig,“ sem hann og gerði. Þá var klippt á lífsþráðinn og þann- ig vildi hann hafa það sagði tengda- dóttir hans mér þegar hún hringdi til mín á sunnudaginn. Að eiga góða konu, dugleg börn og barna- börn, fyrir þetta má þakka. Svo votta ég fjölskyldu hans sam- úð mína og blessuð sé minning hans. Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir I dag kveðjum við í hinsta sinn afa okkar, Magnús bónda í Hauka- dal á Rangárvöllum. Hún kom_okkur systkinunum á óvart fregnin um andlát afa. Þrátt fyrir háan aldur fannst okkur hann eiga svö mikið eftir. Hann hafði vissulega skilað ærnu dagsverki og vel það. Sinnti búverkum sínum af elju og dugnaði allt fram á síðustu stundu. Bú hans og jörð bera þess glöggt merki að um hafa farið mild- ar hendur. Uppgræðsla á söndum og viðhald húsanna voru honum alla tíð mikið kappsmál. Er okkur mjög til efs að fegurri bæjarstæði fyrirfinnist á landinu, en Haukadal- ur stendur mitt í hlíðum Bjólfells og gnæfir Hekla þar yfir. Það kom okkur því ekki á óvait er afi og amma hlutu fyrir nokkrunr árum viðurkenningu hreppsnefndar Rangárvallahrepps fyrir snyrtilega umhirðu á íbúðarhúsi og umhverfi þess. Afi var mikill bóndi í sér og hugs- aði um skepnur sínar af alúð og natni. Þegar veður fór kólnandi og dagana tók að stytta var ávallt breitt vel yfir kýrnar í fjósinu svo þeim yrði ekki kalt. Afi hugsaði fyrst og fremst um aðra, síðst um sjálfan sig. Hvort' sem um var að ræða börn, barna- börn eða nágranna sína og vini. Reyndum við líka að hjálpa honum eftir mætti svo sem við vorverkin .eða á heyannalímuin. Það var líka mjög gaman að rétta afa hjálpar- hönd svo rösklega gekk hann fíl vei'k aða unun var að fá að vera með honum í þeim. Oft kom eitt- hvað spaugilegt upp á. yfirborðið og var þá stutt í hlátur og glens, en það var hans aðalsmerki, að vera léttur og hress í lund. Eitt sinn sagði afi að ef hann gæti einhveiju um það ráðið þá vildi hann helst fá að deyja á hestbaki eða í rúminu sínu. Honum varð að ósk sinni. Fyrir það erum við þakk- lát. Eftir að hafa setið hest og smalað heimahagana lagðist hann þreyttur í sína hvílu er degi tók að halla síðastliðinn laugardag og sofnaði vært. Við biðjum góðan Guð að styrkjá ömmu sem nú sér á eftir lífsföru- naut sínum í rúm sextíu ár. Kallið er komið, komin er nú stundin vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýröarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning afa. Örn, Börkur, Ósk og Snæbjört. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. 1 minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir f ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.