Morgunblaðið - 05.10.1991, Page 40

Morgunblaðið - 05.10.1991, Page 40
n MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 r riL"!rl O'l /i1)—j7.,j <1 Mit. 4? 4 1 Mjnning: 00 Olvir Karlsson bóndi, Þjórsártúni Fregnir um andált þeirra er við þekkjum vel koma oftast á óvart, jafnt þótt veikindi ættu að hafa aðvarað um að þessa gæti verið að vænta. Þannig var einnig er mér var færð sú fregn að Ólvir Karlsson, oddviti í Þjórsártúni, hefði andast í sjúkrahúsinu á Selfossi en þar hafði hann dvalist um um þriggja _ vikna skeið. Ölvir átti sæti í stjórn Sambands Isl. sveitarfélaga um árabil og á vegum þeirra samtaka voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf, þar á meðal að vera í forsvari fyrir samtök sveitarféiaga á sviði skóla- og menntamála, en að þessu störf- uðum við saman. í störfum sínum var Ölvir ætíð fyrst og fremst fulltrúi hinna dreifðu byggða sem hann unni mjög og vildi auka hag sem mest, enda hélt hann þeirra hlut fram af festu en hafði jafnframt til að bera þá víðsýni að ekki gæti hlutdrægni eða ósanngirni í málflutningi hans. Þegar leiðir nú skilja er ljúft að - minnast ánægjulegs samstarfs og samstarfs við góðan dreng og vinar- þels er mér var sýnt. Um leið og ég kveð Ölvi með söknuði sendi ég Kristbjörgu og börnum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Björn Halldórsson Ölvir Karlsson, Þjórsártúni er látinn. Hann lést á Sjúkrahúsi Suð- urlands 24. september. . Þegar sterkir stofnar úr baráttul- iði samfélagsins faila, „verður skarð fyrir skildi“. I marga áratugi stóð Ölvir í far- arbroddi á mörgum sviðum í samfé- lagi sínu, í heimasveit sinni Ása- hreppi og hjá Rangæingum, en einnig í landshluta sínum meðal Sunnlendinga og í starfi sínu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hann treysti vissulega á sinn eig- in mátt, „en maðurinn einn er ei nema hálfur“. Eiginkona hans, Kristbjörg Hrólfsdóttir og börn þeirra hjóna stóðu saman að því að gera Þjórsártún að mikilli og góðri bújörð. Sá kjarni sem heima fyrir var, gerði Ölvi kleift að sinna „því umfangsmikla starfi, er hann sinnti fyrir samfélagið. Þeirri kenn- ingu má slá fram að hann hafi ver- ið góður fyrir sig, en hann var ekki síður góður fyrir aðra. Sveitarfélag hans kaus hann til forystu, þar beitti hann sér fyrir framvindu margi’a góðra verka á sviði ræktunar í landbúnaði fiski- rækt o.fl. er nágrannasveitir nutu góðs af. Hann var um langt skeið stjórnarmaður í Kaupfélagi Rangæ- inga og nokkur ár í stjórn Mjólkur- bús Flóamanna. í sveitarstjórn Ása- hrepps var hann fyrst kosinn 1954 og oddviti var hann 1958 til 1990. Samstarf sveitarfélaga knúði mjög á huga Ölvis. Hann vann ötul- !ega ásamt öðrum að stofnun Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga 1969. Hann var þar varaformaður fyrstu 2 árin en formaður 1971 til 1980. Þegar litið er yfir hina fjöl- breyttu verkefnaskrá samtakanna þennan fyrsta áratug þeirra, þá er fróðlegt að bera það saman við markmið samtakanna. Þessi sam- tök sveitarfélaganna settu sér það markmið að vinna að hagsmunum í atvinnu og efnahagsmálum, skipu- lags- og samgöngumálum, félags- og menntamálum. Ölvir vakti yfir öllum þessum málaflokkum og kynnti sér framvindu þeirra í öðrum landshlutum. Einstök verkefni verða ekki rakin í stuttri frásögn. Framvinda og átök í hveiju og einu væri efni í dtjúga frasögn. Ölvir gekk ótrauður fram í hveiju og einu. Sporleti spurðist ekki hjá hon- um. Hann var mikill og dijúgur baráttumaður, laginn og hygginn samningamaður, stóð mjög fast á málstað sínum og sannfæringu. í öllum málflutningi og á manna- fundum sat prúðmennskan í fyrir- rúmi. í fræðsluráði Suðurlands sat hann frá 1974 til 1990, einnig sat hann í skólanefnd Skálholtsskóla. Þá vann hann mikið í þessum mála- flokki á vegupm Sambands Isl. sveit- arfélaga. Menntun hans víðsýni og þekking naut sín vel í þessum mál- um. Hann lagði Sambandi ísl. sveitar- félaga mikið lið. Þar var hann stjórnarmaður frá 1967 til 1990. Á þeim vettvangi náði hann mikilli yfirsýn yfir þá mörgu málaflokka sem þar voru jafnan til meðferðar. Síðan miðlaði hann öðrum og veitti dijúga aðstoð. Ölvir gerði sér snemma grein fyrir hinni miklu og óbeisluðu orku og auðlegt íslenskra fallvatna og jarðefna. Hann hafði einnig ákveðn- ar skoðanir á því hver ætti að vera eign og forgangsréttur heima- manna á þessu sviði, enda þótt það nefndist með réttu þjóðarauðaur. Hann sat í stjórn Jarðefnaiðnaðar hf. frá stofnun þess 1976 til 1990 og dótturfyriitæki þess Eldbergs hf. frá 1984. Þarna tóku þeir félag- ar að sér langtímaverkefni í vikur- vinnslu. Þeir gerðu sér grein fyrir að í þessu fyrirtæki væru daglaunin ekki hirt að kveldi. Vinnsla og markaðssetning var mjög erfið, bæði innanlands og erlendis. Öll sunnlensk svéitarfélög stóðu á bak við þá. Það er ekki á þá félag- ana í JEI, hallað, þó greint verði frá því að þrautsegja Ölvis hafi verið alveg einstök. Samhliða uppbyggingu JEI við vikurvinnslu og fyrirhugaða Stein- ullai’verksmiðju í Þorlákshöfn var unnið að stofnun Iðnþróunarsjóðs Suðurlands. Þegar Ölvir hætti for- mennsku hjá Samt. sunnlenskra sveitarfélaga, þá var Iðnþróunar- sjóðurinn tilbúinn á teikniborðinu og tók hann til starfa í sept. 1980. Þar starfaði Ölvir óslitið fyrir mái- efni sjóðsins og í stjórn hans fram til 1990. Mitt hugboð er að sú fram- kvæmd hafi verið Ölvi mjög hug- leikin. Þar rættust hugsjónir hans og þar hefur samstarfsmáttur sveit- arfélaganna komið sterklega í ljós. Það er sama hvar rennt er augum yfir sögu og samstarf sunnlenskra sveitarfélaga hvort heldur sem litið er á atvinnu- efnahags- og orkumál- in, eða á sviði samgöngu-, félags- og menntamála á liðnum tveim ára- tugum, þá stendur hlutur Ölvis þar t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HERDÍSAR ZAKARÍASDÓTTUR frá Djúpadal. Samuel Zakaríasson og fjölskylda, Ingibjörg Eggertsdóttir, Gísli Gíslason. víða í fremstu röð meðal annarra mjög góðra jafningja og samferða- manna. í fyrrasumar fór heilsu hans að hraka og þrekið að dvína. Viðbrögð hans þá sýndu að hann kunni ekki að meta sér auðsýnda hlífð og vel- vild, en því síður véfengingu á rétti sunnlendinga til setu og áhrifa á stjórnarfundi Sambands Isl. sveitar- félaga. Á sjötugsafmæli hans 1. febr. 1985 var eftirfarandi orðum beint til hans og skulu þau ítrekuð að leiðarlokum. Með þolinmæði og þreki manns þrautir vinnast Það var dýrmætt þegnum lands þér að kynnast. Samúðarkveðja skal flutt fjöl- skyldu, en söknuður er meðal sam- ferðarfólks með þökk fyrir forystu og framtak. Blessuð sé minning Ölvis. Hjörtur Þórarinsson Mig langar til þess að þakka afa mínum fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem ég, systkini mín og frændsystkini, höfum átt upp í sveit hjá afa og ömmu. Afi er nú farinn frá okkur eftir erfiða sjúkdómslegu en við getum huggað okkur við það að honum líður vel núna. Afi var alltaf önnum kafinn við ýmis konar félgasstörf og ófá voru þau skipti sem hann lagði leið sína í bæinn að rnorgni til og aftur austur í Þjórs- ártún að kvöldi þar sem afi og amma hafa búið síðustu 48 ár en þar leið honum alltaf best. Við munum alltaf eiga minning- arnar um afa sem virðulegan og ákveðinn mann með sitt kolsvarta hár fram á síðasta dag. Elsku amma við biðjum Guð al- máttugan að standa með þér og styrkja þig í þinni miklu sorg. Það er sárt til þess að hugsa að í dag 5. október þegar afi er jarðað- ur, hefði elsta barnabarn hans og nafni, Ölvir Gunnarsson, orðið 25 ára, en hann lést af slysförum 14 ára gamall og tók afi það afar nærri sér. Þótt líði árin, líði líf við líkam skilji önd ég veit að yfír dauðans djúp mig drottins leiðir hönd.. (Margr. Jónsd. Sálm 417) Kristbjörg Marta Jónsdóttir Ölvir Karlsson var Norðlendingur en flutti suður og hóf búskap í Þjórsártúni 1943, 28 ára gamali. Fljótlega kom í ljós mikill áhugi hans á sveitarstjórnarmálum og öðrum félagsmálum. Hann sat í hreppsnefnd Ása- hrepps í 36 ár og var oddviti hrepps- nefndar í 32 ár, 1958-1990. Þegar hann var kominn í sveitar- stjórn þótti honum sveitarfélögin fámenn og lítils megandi. Gerðist hann ötull talsmaður þess að sam- eina sveitarfélögin og taldi að með stækkun þeirra myndu þau vera miklu færari um að gegna hlutverki sínu og verða byggðunum styrkari stoð. Þessi sjónarmið Ölvis áttu lít- inn hljómgrunn og formælendur þeirra voru fáir framan af. Hann lét þetta áhugaleysi ogjafnvel and- stöðu lítt á sig fá og hélt ótrauður áfram að halda fram skoðun sinni. Kom þar ekki síst til þrautsegja hans og áræðni þótt mál hans ætti tómlæti að mæta. Það er fyrst nú að þessum sjónar- miðum um sameiningu og stækkun sveitarfélaga sem Ölvir hóf máls á fyrir um þremur áratugum vex fisk- ur um hrygg. Ölvir var áhugasamur um aukna samvinnu og samstarf nágranna- sveitarfélaga og var þar virkur þátt- takandi enda sá hann þar góðan árangur þess starfs. Hann gerði sér grein fyrir því að „allar leiðir liggja í vestur“ og mótaði afstöðu sína í Samræmi við það. Breytti þar engu um þótt aðrir vildu stundum skipa málum með öðrum hætti. Hann beitti sér fyrir stofnun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og sat þar í stjórn fyrstu 11 árin. Þar af níu ár sem formaður. Ölvir átti sæti í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga í 23 ár. Á þeim vettvangi hafði hann mikil afskipti af skólamálum. Einnig sat hann í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga um árabil. Hinar miklu virkjunarfram- kvæmdir Landsvirkjunar innan við Tungnaá eru í Ásahreppi og voru allar unnar í oddvitatíð Ölvis. Sam- skipti hans við Landsvirkjun voru því mikil. Þar sem annars staðar reyndist hann hinn ötuli og traust- asti fulltrúi sveitar sinnar. Kom þar ekki síst til hið ákveðna en látlausa fas sem var einkennandi fyrir hann og vakti athygli annarra. í litrófi stjórnmálanna taldi Ölvir sig eiga samleið með Framsóknar- flokknum og þar gegndi hann fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Samhliða öllum þessum störfum var Ölvir gildur bóndi í Þjórsártúni og hafði veruleg afskipti af hags- munamálum bænda auk fjölda ann- arra starfa þótt hér verði ekki rakið. Með Ölvi Karlssyni er genginn áhugasamur samvinnu og félags- málamaður sem kom víða við og var einkar farsæll í störfum enda hafði hann mikil áhrif á gang mála í byggðarlagi sínu og héraði. Sam- ferðamönnum sínum var hann eftir- minnilegur samstarfsmaður og góð- ur félagi. Við þessi vegamót er rík ástæða til að þakka þá samfylgd. Kristbjörgu, börnum þeirra og öðrum vandamönnum eru sendar samúðarkveðjur. Jón Þorgilsson í dag er til moldar borinn héraðs- höfðinginn Ölvir Karlsson, bóndi og fyrrverandi oddviti, Þjórsártúni í Ásahreppi. Ölvir var fæddur á Tyrfingsstöð- um á Kjálka í Akrahreppi í Skaga- fii'ði. Sem ungur maður var hann tvo vetur við nám í Laugaskóla í Reykjadal og eitt ár í lýðháskólan- um í Askov í Danmörku. Árið 1943 fluttist hann að Þjórsártúni í Ása- hreppi í Rangárvallasýslu og bjó þar til dánardægurs. Myndarskapurinn að Þjófsártúni fer ekki framhjá þeim, er aka þar hjá garði. Þar var starfsvettvangur Ólvis bónda, sem ræktaði jörðina, . reisti hús og stýrði góðu búi. Starfs- vettvangur Ölvis átti þó eftir að verða umfangsmeiri en tún og hag- ar jarðarinnar Þjórsártúns. Snemma valdist hann til marghátt- aðara ti'únaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað og samtök sinnar stéttar. Margháttuð félagsmálastörf hans voru yfirgripsmikil á löngum starfs- tíma og auk þess að vinna að félags- málum sinnar sveitar og héraðs vann hann um langt skeið að mál- efnum sveitarfélaganna í landinu og varð einn áhrifamesti forystu- maður þeirra. Ölvir Karlsson sat Búnaðarþing, var formaður Veiðifélags Þjórsár og Veiðifélags Holtamannaafréttar, sat í stjórnum Kaupfélags Rangæ- inga og Mjólkurbús Flóamanna og stjórn Jarðefnaiðnaðar og til skamms tíma var hann formaður stjórnar fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla. Meðan kraftar entust tók hann þannig virkan þátt í félags- og atvinnumálum bændastéttarinn- ar og vann að hagsmunamálum hennar. Árið 1954 er Ölvir kosinn í hreppsnefnd Ásahrepps og oddviti hreppsnefndarinnar er hann frá árinu 1958 til 1990. Óslitið starfar hann því í hreppsnefndinni í 36 ár eða 9 kjörtímabil og þar af er hann 32 ár oddviti. Á þeim langa ferli tekst hann á við fjölda erfiðra og margslunginna viðfangsefna fyrir sveitarfélag sitt .og hérað eins og uppbyggingu skóla, samningagerð um virkjunarframkvæmdir og veiði- rétt, nýtingu jarðhita, o.m.fl. Við stofnun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga 1969 er hann kjörinn í stjórn samtakanna og situr þar samfellt til ársins 1980 og á því tímabili er hann stjórnarformaður í 9 ár. Auk þess á hann sæti í fjöl- mörgum starfsnefndum samtak- anna um árabil, m.a. fræðsluráði og stjórn Iðnþróunarsjóðs Suður- lands. Fáum málum sveitar og hér- aðs var til lykta ráðið án þess að Ölvir Karlsson kæmi þar við sögu. Vegna mikillar og fjölþættrar reynslu af sveitarstjórnarmálum og sérstökum aðstæðum dreifbýlis- sveitarfélaganna er hann valinn til starfa á vettvangi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Í stjórn þess er hann kjörinn 1967 og situr þar til ársins 1990 og í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga á hann sæti frá 1971 til 1986. I 23 ár er Ölvir Karlsson einn ötulasti og áhrifamesti forystu- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga og þegar hagsmunir sveitar- félaganna voru annars vegar spar- aði hann hvorki tíma né fyrirhöfn. Öll þessi ár sótti hann stjórnarfundi og sinnti nefndarstörfum af fá- dæmu eljusemi og dugnaði. Ferða- lög, langar fundarsetur og félags- málastörf af því tagi skila ekki fjár- hagslegum ávinningi til þess er í hlut á, enda var aldrei um það spurt af Ölvi Karlssyni. Markmið hans var hagsmunagæsla og efling sveit- arfélaganna og samtaka þeirra, til að þau gætu betur sinnt þörfum íbúnna og aukið hagsæld þeirra. Þekking hans og reynsla leiddu til. þess að hann gerðist snemma sér- stakur talsmaður sambandsins í skólamálum dreifbýlisins og öðrum hagsmunamálum þess. Sveitar- stjórnarmenn úr öllum landshlutum leituðu aðstoðar hans og leiðbein- inga varðandi sveitarstjórnarmál almennt og þó einkum varðandi skólamál og samningagerð við ríkis- valdið, um byggingar skóla og íþróttamannvirkja. Hann sat í fjölda nefnda og stjórna fyrir hönd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, ásamt ýmsum fleiri nefndum og ráðum. Hann hélt fast og örugglega fra’m málstað sveitarfélaganna og gætti hagsmuna þeirra af kost- gæfni. Þó var hann lipur samstarfs- og samningamaður og laginn að koma vilja sínum fram með hægð og yfirvegun. Ölvir Karlsson var oddviti lítils sveitarfélags í dreifbýli og í stjórn sambandsins og út á við fyrir þess hönd var hann oftast sérstakur málsvari dreifbýlisins og litlu sveit- arfélaganna. Víðsýni hans og sann- girni leiddu til þess að hann naut víðtæks stuðnings og trausts sveit- arstjórnarmanna. Á síðasta starfs- ári hans í stjórn sambandsins var Ijóst að hann gekk ekki heill til skógar. Þó sinnti hann stjórnar- og nefndarstörfum af fádæma ósér- hlífni meðan kraftar entust. Haps takmark var að leggja sveitarfélög- unum og samtökum þeirra lið og láta gott af sér leiða í þeirra þágu. Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórn þess og starfsfólk kveðja nú þennan atorkusama forystumann sinn og þakka honum langt og gift- usamt samstarf. Eftirlifandi eigin- konu Ölvis, Kristbjörgu Hrólfsdótt- ur, börnum þeirra og öðrum að- standendum eru sendar innilegustu samúðarkveðjur. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- bands ísl. sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.