Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 4
4 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 Virðast tilbúnir að g*reiða er- lendu starfsfólki hæni laun í fiski - segir Snær Karlsson, framkvæmdastjóri fiskvinnsludeildar Verkamannasambandsins SNÆR Karlsson, framkvæmdastjóri fiskvinnsludeildar Verka- mannasambandsins segir að atvinnurekendur virðist tilbúnir til að greiða erlendu starfsfólki hærri laun í fiskvinnslu en innlendu. A fundi Verkamannsambandsins um síðustu helgi var lögð þung áhersla á atvinnuöryggi, aukinn kaupmátt lægstu launa í komandi kjarasamningum og umbætur í skattamálum. Þar kom einnig fram vilji fundarmanna til að hinn efnahagsiegi stöðugleiki sem skapað- ist í kjarasamningum í febrúar verði tryggður áfram. Snær sagði að mikil gagnrýni hefði komið fram á raunvaxtastigið í landinu og vangetu stjórnvalda til að ráða við peningamálin. Boðað var til fundarins til að ræða stöðu kjara- og samninga- mála og sóttu um 80 manns fund- inn frá yfir 30 aðildarfélögum, að sögn Snæs. Hann sagði að kröfur um aukinn kaupmátt og áhersla á stöðugleika færu vel saman þar sem þjóðarsáttarsamningar hefðu miðað að því að auka kaupmátt- inn. Engar samþykktir voru gerð- ar um lágmarkslaun á fundinum. Aðspurður um þá 500 erlenda starfsmenn sem eru í fiskvinnslu hér á landi sagði Snær: „Stað- reyndin er sú að fiskvinnslan hefur þurft á þessu vinnuafli að halda en við höfum bent á að þessar kringumstæður kunna að vera að breytast með minnkandi kvóta og minni veiðum. Þá hlýtur áð fækka störfum í fiskvinnslunni og þar af leiðandi teljum við rétt bæði af verkalýðsfélögunum og stjórnvöld- um að fara mjög varlega í þessi mál svo hér verði ekki skapað meira atvinnuleysi en óhjákvæmi- legt er.” Hann sagði að vinnuaflsþörfin væri ekki á þeim svæðum sem vinnuaflið væri fyrir hendi. Á suð- vesturhorninu hefði fiskvinnslu- fólk verið á atvinnuleysissk'rá. „Vinnuafl hefur fyrst og fremst vantað á smærri stöðum úti á landi þar sem menn hafa meiri kvóta heldur en þeir ráðá við, á Vest- ijörðum og Austurlandi,” sagði Snær. Snær sagði að laun í fiskvinnslu væru ekki það há að fólk væri reiðubúið að flytjast landshoma á milli og bera þann kostnað sem af því hlýst. „Atvinnurekendur virðast reiðubúnir til að greiða meira fyrir innflutt vinnuafl en innlent. Þeir ráða fólk í sex mánuði sem kemur kannski yfir hálfan hnöttinn. Þeir greiða fargjöld þess fram og til baka og greiða veru- lega niður uppihald þess. Það er meira en þeir bjóða innlendu vinnuafli,” sagði Snær. Hann bætti því við að laun innlends fisk- vinnslufólks mætti hækka talsvert til að þau yrðu sambærileg við launakostnað erlends vinnuafls. Auk þess væri þjóðhagslega mun hagkvæmara að hækka launin til að fá innlent vinnuafl. „Það verður í okkar kröfugerð krafist meira atvinnuöryggis fyrir fiskvinnslu- fólk og betri samninga fyrir það farandvinnuafl sem þjóðfélagið þarf á að halda,” sagði Snær. Lést af slysförum Sjómaðurinn, sem leitað hefur verið síðan bátur hans sökk út af Bolungarvík að morgni 1. okt- óber, er nú talinn af. Hann hét Brynjólfur Lárusson, til heimilis að Hlíðarstræti 14 í Bolungarvík. Brynjólfur var 38 ára gamall, fæddur 30. september árið 1953. Hann lætur eftir sig eiginkonu og stjúpson. Forsetinn til Banda- 1 VEÐUR IDAGkl. 12.00 Heímlld: Veöurstoia ísiands (Byggt á veöurspá kl. 16.151 gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 8. OKTOBER YFIRLIT: Um 650 km suður af Hornafirði er 972 mb allvíðáttumik- il lægð sem þokast suðsuðaustur en lægðardrag milli íslands og Færeyja. 1029 mb hæð yfir Grænlandi. SPÁ: Minnkandi norðanátt, þó líklega allhvöss austantil á landinu fram eftir degi en vestanlands lítur út fyrir hægviðri með kvöldinu. Slydda með köflum en síðar él norðantil á Vestfjörðum, á Norður- og Norð- austurlandi, en síðdegis dregur úr úrkomu. Bjart veður sunnanlands og vestur til Breiðafjarðar. Kólnandi, einkum vestantil á landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vaxandi suð- og suðaustanátt og rign- ing um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustanlands fram eftir degi. Hlýnandi veður í bili. HORFUR Á FIMMTUDAG: Gengur í suðvestanátt með skúrum um sunnan- og vestanvert landið, þó líklega norðaustanátt með slyddu á Vestfjörðum. Aftur heldur kólnandi. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * /■»/■» / * / 1Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V B = Þoka = Þokumóða , Súld •> •> Slydda * * * * * * * Snjókoma OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 5 rignlng Reykjavík 5 rigning Bergen 9 skúr Helsinki 11 alskýjaö Kaupmannahötn 10 léttskýjað Narssarssuaq 3 heiöskírt Nuuk 0 snjóél á síö.klst. Ósló 9 léttskýjað Stokkhólmur 11 léttskýjað Þórshöfn 11 rigning Algarve 23 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjaö Barcelona 17 léttskýjað Berlín 15 léttskýjað Chicago 9 skýjað Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 13 rigningásíð.klst. Glasgow 11 rigningogsúld * Hamborg vantar London 12 léttskýjað Los Angeles 19 þokumóða Lúxemborg 10 skýjað Madríd 18 heiðskírt Malaga 20 þokumóða Mallorca 19 skýjað Montreal 12 skýjað NewYork 15 alskýjað Orlando 30 úrkomaígrennd París 11 léttskýjað Madeira 21 skýjað Róm 21 skýjað Vín 15 iéttskýjað Washington 16 skýjað Winnipeg 6 skýjað ríkjanna og Japans 1 FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fer í dag áleiðis til Was- hington, þar sem hún tekur þátt í hátíðahöldum í tilefni dags Leifs Eiríkssonar og komu víkingaskipanna þangað eftir siglingu frá Noregi og íslandi yfir Atlantshafið. Forsetinn verður aðalræðumaður og situr fyrir svörum í National Press Club á hádegisverðarfundi í dag. Á miðvikudag hittir Vigdís George Bush Bandarikjaforseta í Hvíta hús- inu. Frá Washington verður farið til Orlando og þar tekur forsetinn þátt í hátíðahöldum í tilefni stofnunar vinabæjarsambands Orlando og Keflavíkur 10. október. Að lokum verður farið til Japans og heldur Vigdís þar fyrirlestur um íslenska menningu við Gakushuin- háskólann í Tókíó og tekur við heið- ursdoktorsnafnbót í bókmenntum við það tækifæri. Þá tekur forsetinn þátt í stofnun japansks-íslensks vin- áttufélags, en formaður þess verður Yoshihiko Tsuchiya, forseti öldunga- deildar japanska þingsins, og með honum í stjóm ýmsir málsmetandi menn úr viðskiptalífinu. í fylgd með forseta íslands verður Kornelíus Sigmundsson, forsetarit- ari. Athug’asemd frá Vá- tryggingafélagi Islands Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Inga R. Helgasyni, stjórnarformanni Vátryggingafélags Islands, vegna fréttar á bls. 2 sl. sunnudag. „Hr. ritstjóri. Mig rak í rogastans, er ég sá, að önnur stærsta innlenda frétt Morgunblaðsins sl. sunnudag (ijögurra dálka fyrirsögn) var um að Vátryggingafélagi íslands hf. hefði verið stefnt! í fréttinni segir, að í samtali við mig hafi ég staðfest að félaginu hafi verið stefnt, „en hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði”. Að sjálfsögðu vildi ég ekki tjá mig um efnisatriði málsins eins og ég útskýrði fyrir blaðamanninum, enda var ég þar að gæta þeirrar megin- reglu hjá góðu vátryggingafyrirtæki að ræða ekki viðskiptamál trygging- artaka í dagblöðum. Allra síst færi ég að stunda málflutning í dagblöð- um í deilumáli, sem rekið er fyrir dómstólum landsins. Það veldur mér hins vegar miklum vönbrigðum, að hinn virti lögmaður, Ámi Guðjónsson hrl., skuli villast svo af leið í háttvísi, að hann skuli stefna mér fyrir hönd félagsins og ijúka síðan til að flytja málið í Morgunblað- inu. Væri ekki réttara að bíða með biaðaupphlaup og hinar grófu dylgjur um félagið þar til dómsniðurstaða er fengin? í hinni stóru fyrirsögn fréttarinnar segir, að félaginu hafi verið stefnt vegna „vanskila á bótum”! Þama kom kunnáttuleysið blaðamanninum illa í koll. Hann hefur sem sagt ekki lesið stefnuna! Málið snýst alls ekki um vanskil á greiðslu bóta, heldur um bótaskylduna sjálfa. En hins vegar koma önnur van- skil við sögu, og það eru vanskil tryggingartakans á greiðslu iðgjalda og spurning um þýðingu þeirra van- skila fyrir bótarétt hans. í fasteignatryggingunni fær tryggingartakinn samkvæmt lögun- um um Brunabótafélagið 55 milljónir -króna j, bætur, þcátt.fyric .vanskil.. Þessa bætur eru honum greiddar eftir því sem uppbyggingu hans á nýjum skíðaskála miðar áfram. í fijálsu vátryggingunum hins vegar (lausafé, rekstrarstöðvun, slys- um o.fl.) er annað samband milli ið- gjaldavanskila tryggingartaka og bótaskyldu félagsins. Hér er trygg- ingartakanum einfaldlega synjað um bætur, þar sem hann hafði ekki greitt iðgjöld af þessari tryggingu frá því hún var tekin 1. október 1990, en tjónið varð 20. janúar 1991. Sakir vanskila af fasteignatrygg- ingunni í 3 ár var Skíðaskálinn á nauðungaruppboði 1990. Lögfræð- ingur félagsins frestaði uppboðinu í nóvember 1990 út á samninga um mánaðarlegar greiðslur upp í skuld- ina og var innistæðulaus ávísun tryggingataka upp á 100 þúsund krónur, sem átti að vera góð hinn 5. desember, liður í samkomulagi. Kvittun fyrir greiðslunni inn á fast- eignaiðgjaldaskuldina var send tryggingartaka með hefðbundnum hætti í desember 1990. Iðgjöld vegna lausafjár og rekst- ursstöðvunartryggingar voru öll í vanskilum í árslok 1990 og var tryggingin því ekki endurnýjuð fyrir árið 1991. Þegar bnininn varð 20. janúár 1991 var því enginn lausafj- ár- eða rekstursstöðvunartrygging í gildi hjá VÍS og bótaréttur ekki fyr- ir hendi. Málið snýst einfaldlega um þá staðreynd að vátiyggingafélag greiði tjónabætur með iðgjaldatekjum sín- um og að þeir sem ekki greiða ið- gjöld í samræmi við lög og samninga eiga ekki bótarétt. Frétt þessi er svo óvenjuleg og ögrandi, að ekki varð hjá því komist að upplýsa lesendur Morgunblaðsins .um iramímritað.” .. .j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.