Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 fclk í fréttum Feðgin leika saman í Staupasteini Morgunblaðið/Silli Jóhannes ritstjóri, Hafþór sigurvegari og Pétur ljósmyndari. Sjómaður sigraði í ljósmyndasamkeppni Húsavík. LJÓSMYNDASTOFA Pétur og Islenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja orðið vel til hins sívin- sæla þáttar Staupasteins. Gengil- beinan Carla er þekktust þar fyrir hversu kjaftforug hún er. Það veð- ur venjulega á henni í þáttunum og allir fá sinn skammt. Carla er leikin af leikkonunni Rheu Perlman sem er eiginkona hins þekkta leik- ara og leikstjóra Danny DeVito. En það er annar meðlimur Perl- man-fjölskyldunnar í Staupasteini og sá segir yfirleitt ekki neitt. Þó er hann fastagestur á bamum fræga. Sá heitir Phil Perlman og er faðir Rheu. Hvort að klíka hafí ráðið ráðningu hans svarar Carla/Rhea, „Farðu og sjúgðu púströr!” Annars er ráðning Phils þannig til komin, að hann var að heim- sækja Rheu fyrír hálfu fimmta ári síðan og leit við á barnum fræga í miðjum upptökum. Framleiðand- anum þótti skorta mannskap og bauð karli að sitja í nokkrum þátt- um. Phil gamli var til í það, hann var þá leikfangasölumaður kominn . á eftirlaun og þau hjónin voru nýflutt til Kaliforníu til að búa nær dætrum sínum tveimur Rheu og Heide sem eiga saman fjögur bamabörn. Auk þess að vera fasta- gestur í Staupasteini hefur Phil karlinn fengið þijú smáhlutverk í kvikmyndum tengdasonarins De- Vito og nú valsar Jiann um allt með stéttarfélagskort Leikarasam- bandsins í Hollywood og sýnir það öllum umbeðið eða óumbeðið! Rhea segist harla glöð að karl faðir hennar hafi fengið þessi tæki- færi og gaman sé að sjá hvað hann ljómi af ánægju með nýja starfíð sem Hollywoodleikari. Víkurblaðið á Húsavík efndu til ljósmyndasamkeppni í sumar og verðlaunuðu fyrst „mynd mánað- arins” júní, júlí og ágúst, 3 verð- laun í hverjum mánuði og svo bestu mynd sumarsins. Þátttaka var mjög góð og bárust myndir víða að af landinu. Verðlaunamynd sumarsins var af tveim fallegum fálkaungum við hreiður sitt og þá mynd tók Hafþór Hreiðarsson, Húsavík, en hann átti margar góðar myndir í keppninni. Verðlaunin sem Hafþór hlaut fyrir árangurinn var stækkun á fjórum myndum sem hann hlaut' verðlaun fyrir í keppninni, frí áskrift að Víkurblaðinu í 2 ár og framköllun á 6 filmum og svo heið- ursverðlaun fyrir mynd sumarsins, sem voru glæsileg myndavél frá Hans Pedersen, Canon Prisma Zoom 105. Hafþór hefur stundað sjó- mennsku og hefur gert mikið af því að mynda báta og á yfir 600 myndir sem hann hefur tekið af bátum. - Fréttaritari. 40. leikvika - 5. október 1991 Röðin : 111-1X2-121-122 Vann þín fjölskylda? 1.547.970- kr. 12 réttir: O raðir komu fram og fær hver: O - kr. 11 réttir: 43 raðir komu fram og fær hver: 6.358 - kr. 10 réttir: 503 raðir komu fram og fær hver: 543 - kr. Þrefaldur pottur - um næstu helgi!! Dictaphone A Rtney Bowes Company Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar. Falleg hönnun. Vandaðar upptökur. Umboð á íslandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 SKEMMTANIR Húsfyllir hjá Rokklingum Hellu. ÆTTFRÆÐI —fyrir þig og þína fjö/sky/du! NÝLEGA skemmtu Rokkling- arnir ungum Sunnlending- um á veitingastaðnum Inghóli á Selfossi. Er skemmst frá því að segja að húsfyllir var og skemmtu allir viðstaddir sér hið besta. Krakkarnir tóku þátt í söngvara- keppni þar sem Rokklingarnir voru dómarar og verðlaun voru að sjálfsögðu hljómplata með Rokklingunum. Þá var stiginn dans, troðfylltu krakkarnir dans- góifíð og var mikið fjör. Eftir vel heppnaða skemmtun veittu Rokklingarnir aðdáendum sínum eiginhandaráritanir. - A.H. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Það voru margir aðdáendur Rokklinganna á Inghóli og vildu flest- ir fá eiginhandaráritanir. Konditori - veisluföng annast allar tegundir veisluforma, allt fró gerð sérlagaðs konfekts til glæsilegra kaldra borða fyrir stórar veislur og smóur. Linda lærði konditor hjá hinum þekkta Gert Sarensen Chef kondilor í Tivolí í Kaupmannahöfn. Og er matreiðslumeistari frá Hótel og veitingaskóla íslonds. Meðal annars sem Konditori veisluföng býður upp á eru: skírnartertur - brúðartertur - afmælistertur - útskriftatertur sérlagað konfekt - borðskraut t.d. úr sykri, marsipan eða súkkulaði. Brauðtertur - litlar pitzur - pinnasnittur - kaffisnittur. Ymsa smárétti í kokteilboð - kalt borð - quiche loraine o.fl. SIGTÚNI 51 - SÍMI: 688884 Á Staupasteini. Sá gamli fyrir enda borðsins er Phil Perl- man.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.