Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 48
XJöfðar til
XI fólks í öllum
starfsgreinum!
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTOBER 1991
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Kári var Seljalandsfossi ofviða
Ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá Seljalandsfossi í miklu hvassviðri um helgina. Svo mikill var vind-
urinn að fossinn náði ekki að falla, heldur var rifinn af brúninni og rauk í allt aðra átt en venjulega.
Vinnuveitendasamband íslands:
Aætlar yfir tíu
milljarða samdrátt
í íitflutmngi 1992
Alversframkvæmdir ólíklegar á næsta ári
SAMBANDSSTJORN Vinnuveitendasambands Islands kemur saman til
fundar síðdegis í dag þar sem kynnt verður efnahagsáætlun VSÍ fyrir
næsta ár, sem gerir ráð fyrir því að útflutningstekjur dragist saman
um meira en 10 milljarða króna, en ekki sjö milljarða eins og Þjóðhags-
stofnun hefur rciknað út í þjóðhagsspá sinni fyrir næsta ár. Ástæður
þessa eru, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, þær að VSI reikn-
ar með enn meiri lækkun álverðs á næsta ári en Þjóðhagsstofnun ger-
ir, VSÍ reiknar með því að verð á kísiljárni verði óbreytt á næsta ári
og VSI tekur ekki áhrif af nýju álveri á Keilisnesi inn í útreikninga
sína, þar sem VSÍ telur engar líkur á að framkvæmdir við slíkt álver
hefjist á næsta ári.
Samráðsfundur aðila vinnumark-
aðarins og stjórnvalda var haldinn í
Ráðherrabústaðnum síðdegis í gær,
þar sem stjórnvöld kynntu helstu
þjóðhagsstærðir fyrir næsta ár. Þar
kom fram að Vinnuveitendasam-
bandið telur horfur næsta árs mun
dekkri en fram kemur í þjóðhagsspá
Þjóðhagsstofnunar. Morgunblaðið
hefur upplýsingar um að Einar Odd-
ur Kristjánsson, formaður VSÍ, hafi
á þessum fundi greint frá því að VSÍ
teldi svo litlar líkur á því að hér
heijist framkvæmdir við nýtt álver á
næsta ári, að ekki hafi verið ástæða
til þess að reikna áhrifin af þeim
möguleika með inn í áætlunina. Þór-
arinn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, mun hafa tekið enn dýpra
í árinni og sagt að engar líkur væru
á því að framkvæmdir vegna nýs
álvers hefjist hér á næsta ári og því
hafi það verið vítavert af Þjóðhags-
stofnun að reikna áhrif af slíkum
framkvæmdum inn í spá sína.
Niðurstaða hagfræðinga VSÍ _ á
samdrætti í útflutningstekjum ís-
lendinga vegna minnkandi sjávar-
fangs á næsta ári mun vera nokkurn
veginn hin sama og hjá Þjóðhags-
stofnun, en VSÍ áætlar lægri útflutn-
ingstekjur af áli en Þjóðhagsstofnun
ráðgerir og þá áætlar VSÍ að tekjur
af kísiljárnútflutningi verði óbreyttar
árið 1992 miðað við árið í ár, en
Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir um-
talsverðri verðhækkun á kísiljárni á
næsta ári. Samtajs áætlar VSÍ að
útflutningstekjur íslendinga dragist
saman um yfir 10 milljarða króna,
en ekki sjö eins og Þjóðhagsstofnun
gerði ráð fyrir.
Gjafamunum frá ís-
landi stolið í Grimsby
GJAFAMUNUM frá Islandi var
stolið úr St. Andrews kirkjunni í
Grimsby aðfaranótt síðastliðins
föstudags, en um er að ræða for-
láta silfurkalcik, patínu og klukku
auk annars. Fjölmörgum öðrum
mjög dýrmætum munum var stol-
ið úr peningaskáp kirkjunnar sem
brotinn var upp, og sömu nótt var
Samgöngnráðuneytið kemur til móts við óskir SAS flugfélagsins um sérfargjald:
Flug’leiðir og' SAS semji um
framhaldsflug og teldur
Samgönguráðuneytið hefur að tillögu flugcftirlitsnefndar ákveðið að
heimila SAS-flugÍélaginu að bjóða 4ra nátta og 5 daga fargjald til
Norðurlanda á sama verði og Flugleiðir bjóða 3ja nátta og 4 daga
helgarferðir. Að sögn Birgis Þorgilssonar formanns flugeftirlitsnefnd-
ar er heimildin veitt með því skilyrði að samkomulag náist milli flugfé-
laganna um að farþegar Flugleiða sitji við sama borð og farþegar SAS
hvað varðar framhaldsflug til níu borga innan Norðurlandanna þriggja
Jj og aö samningar takist milli félaganna um skiptingu tekna á flugleiðun-
um. Hafa félögin fengið frest til mánaðamóta til að ná samkomulagi
um þessi atriði. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði að enn
hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvort félagið tæki einnig upp 4ra
nátta fargjald til Norðurlanda en að ákvörðun yrði tekin um það næstu
daga.
„Við höfum ákveðið að bjóða far-
gjöld fyrir einstaklinga og hópa þar
sem hámarksdvöl er Ijórar nætur og
t fimm dagar á sama verði og þriggja
nátta og Ijögurra daga fargjald hjá
Flugleiðum,” sagði Jóhannes Georgs-
son framkvæmdastjóri SAS. Jóhann-
es sagði að svar samgönguráðuneyt-
isins nægði til þess að hægt væri
að bjóða þetta sérfargjald. „Þetta er
það sem ráðuneytið hefur ákveðið
að við eigum að fá,” sagði hann.
„Við vefengjum ekki rétt ráðuneytis-
ins til þess að ráða þessu og eigum
því ekki annarra kosta völ. En við
erum óánægð með að hafa ekki feng-
ið það sem við vildum.”
Birgir Þorgilsson sagði að ákveðið
hefði verið að heimila SAS að bjóða
þetta sérfargjald nú þegar og jafn-
framt að veita félögunum frest til
mánaðamóta til að ná samkomulagi.
„Það var ekki meiningin að pína þá
til að bíða þar til samkomulag hefði
náðst,” sagði Birgir. „Það eru ekki
þeir óskapa flutningar yfirleitt á
þessum tíma.”
Einar Sigurðsson sagði að Flug-
leiðir hefðu ekkert á móti samkeppni
við önnur félög. Stjórnvöld hefðu leit-
að til félagsins rétt eins og stjórn-
völd í löndum Evrópu leita eftir áliti
sinna félaga en ákvörðunin væri síð-
an flugmálayfirvalda. „Flugi er stýrt
með tvíhliða samningum, þar sem
hver ríkisstjórn tilnefnir fiugfélag af
sinni hálfu. Danir hafa tilnefnt SAS
og þannig verða flugfélögin hluti af
samningunum,” sagði Einar. „Þetta
mun breytast á næstu árum og þar
á meðal fargjöld í Evrópubandalag-
inu og hjá ríkjum sem hafa samið
við bandalagið eins og Noregur og
Svíþjóð. Þá verður komið á aukið
frelsi og hafa Flugleiðir hvatt til
þess að íslendingar semji sig að
þessu aukna frelsi. Þangað til verða
flugmálayfirvöld í öllum ríkjunum
að gæta þess að stærri flugfélög
komi ekki inn og reyni að auka
markaðshlutdeild sína á leiðinni inn
í þetta nýja kerfi,” sagði Einar Sig-
urðsson.
ýmsum dýrgripum stolið úr ráð-
húsinu í Grimsby.
Að sögn sr. Jóns A. Baldvinsson-
ar, sendiráðsprests í London, voru
umræddir gripir færðir kirkjunni að
gjöf frá íslensku þjóðinni þegar hún
var endurbyggð og vígð fyrir 25
árum. Guðmundur I. Guðmundsson,
þáverandi sendiherra í London, lagði
hornstein að kirkjunni, og Sig-
urbjörn Einarsson, þáverandi biskup
Islands, var viðstaddur vígslu hennar
5. október 1967. Við það tækifæri
var kirkjunni færð rausnarleg
peningagjöf frá íslensku þjóðinni,
auk þeirra muna sem nú hefur verið
stolið. „Þessi kirkja var í gamla daga
kölluð sjómannakirkjan í daglegu
tali, eða The Fisherman’s Church.
Hún hefur um langan aldur haft
sérstöðu meðal annarra kirkna í
Grimsby í sambandi við okkur ís-
lendinga, en hún hefur þjónað ís-
lenskum sjómönnum ákaflega vel,”
sagði sr. Jón A. Baldvinsson.
♦ ♦
Slösuðust um
borð í Harðbaki
Þórshöfn.
TOGARINN Harðbakur frá Akur-
eyri kom til Þórshafnar með 2
slasaða sjómenn í gær.
Mennirnir meiddust á höndum
þegar verið var að hífa trollið. Er
Harðbakur kom til Þórshafnar var
haugasjór og svo slæmt veður að
togarinn komst ekki alveg að bryggj-
unni, Mennirnir voru því hífðir frá
borði í körfu með krana Hraðfrysti-
stöðvarinnar. Sjúkraflugvél sótti
mennina og flutti á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri. L.S.