Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 15 þingflokka um þær breytingar sem gerðar hafa verið í dag á starfshátt- um Alþingis og í þeirri von að sam- starf verði áfram með sama hætti í hinni nýju forsætisnefnd. Við sjálf- stæðismenn viljum láta á það reyna hvort samstarf allra þingflokka í forsætisnefnd um þingstörfin getur . orðið farsælt. En ég vil láta það koma jafnframt skýrt fram að þessi ákvörðun okkar nú hefur ekki sjálf- I stætt fordæmisgildi, hvorki þegar 1 kosnir verða varaforsetar næsta haust né síðar.” Hér fer ekkert á milli mála. Gef- ' ið er til kynna, að sjálfstæðismenn ætli að hyggja að þessu máli við upphaf nýs þings. Niðurstaða þeirr- ar athugunar varð sú, að flokkurinn ætti að nota þingstyrk sinn við val á mönnum í forsætisnefndina og var formanni þingflokks Kvenna- listans skýrt frá þeirri niðurstöðu. Olli ákvörðun sjálfstæðismanna miklum hugaræsingi meðal stjórn- arandstæðinga svo sem kunnugt er og verður Páli Péturssyni tilefni til þess að líkja forystumönnum Sjálfstæðisflokksins við nashym- inga (!), svo að vitnað sé í fyrr- nefnda Morgunblaðsgrein hans. Brugðist trausti Við val á mönnum í forsætis- nefnd gerðu sjálfstæðismenn ekkert ) annað en það, sem er í samræmi við lög og byggist á venjum á þingi, þegar litið er til yfirstjórnar Alþing- I is og þess að ríkisstjórnin hafi þar meirihluta. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við ákvörðun sjálfstæðismanna er andstæð því sem ráðgert er í þing- sköpum. Stjórnarandstöðuflokkarn- ir ákváðu að taka ekki þátt í kjöri í forsætisnefndina, þar sitja því nú þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins og tveir þingmenn Alþýðuflokksins. Það er alrangt að túlka afstöðu sjálfstæðismanna á þann veg, að þeir hafi viljað útiloka fulltrúa Kvennalistans frá setu í forsætis- nefndinni. Fyrir okkur vakti að tryggja kjör tveggja sjálfstæðis- manna og eins alþýðuflokksmanns, síðan var það hlutverk stjórnarand- stöðunnar að koma sér saman um, hveijir hinir tveir yrðu. Þingflokkar i stjórnarandstöðunnar hlupu frá því í MARGAR GERÐIR BÍLA VERÐ FRÁ KR. 1.366.- Bílavörubú6in FJÖÐRIN Skeifunni 2, Sími 81 29 44 verki með því að bjóða ekki fram neinn í forsætisnefndina. Þar með tóku þeir ákvörðun sem brýtur í bága við ráðagerðirnar í greinar- gerðinni með þingskapalögunum og brugðust um leið trausti kjósenda sinna með því að hafna aðild að yfírstjórn Alþingis. Skylmingar í ritstjórnargrein í Tímanum, Tímabréfi, síðastliðinn laugardag kemur fram undrun yfir því, að stjórnarandstaðan skyldi kjósa að gera jafnmikið veður og raun ber vitni vegna kjörsins í forsætisnefnd- ina. Páll Pétursson hóf umræður um málið á þingi og naut ötuls stuðnings málsvara Alþýðubanda- lagsins. Um þessa framgöngu segir í Tímabréfinu: „Á þingi eru fulltrú- ar, sem telja sig mikla skylminga- menn, þeir verða að fá að skylmast skylminganna vegna. Þeir hafa væntanlega fengið sinn glaðan dag út af þrefinu um forsetana. Kjós- endur munu hins vegar hafa búist við rismeiri umræðu á þingi, þar sem svo hagar til að þessu sinni að ýmis áunnin réttindi fólks eru í veði.” Kjarninn í Morgunblaðsgrein Páls Péturssonar er sá, að hann hótar enn frekari skylmingum, skylminganna vegna, á Alþingi í vetur. Þingflokksformaðurinn hefur hins vegar Framsóknarflokkinn ekki óskiptan að baki sér, þegar hann hótar slíkum skylmingum. Málgagn flokksins fékk nóg af ábyrgðarleysinu strax eftir fyrstu rimmuna og þannig er um marga fleiri, sem skilja ekki, hvers vegna stjórnarandstaðan getur ekki sætt sig við að hlutfallskosningar ráði við val á mönnum í forsætisnefnd Alþingis eins og aðrar þingnefndir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflökksins í Reykjavík. Blaóid sem þú vaknar vió! VATRYG GING SEIIIIBRÚAR RILIÐ Par sem velferðarkerfinu sleppir taka Sjóvá-Almennar við °g tryggja fjárhagstöðu þína ef starfsorkan skerðist ^ af völdum slyss eða veikinda. ^ Kynntu þér málið. ^ V/ SJOVAljnALMENNAR KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500 & \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.