Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR k. OKTÓBER 1991
23
Erwin Neher
Bert Sakmann
Þjóðverjar fá læknis-
fræðiverðlaun Nóbels
Stokkhólmi. Reuter.
NÓBELSVERÐLAUNIN í læknisfræði árið 1991 féllu tveimur þýskum
vísindamönnum í skaut, Erwin Neher og Bert Sakmann, en þeir starfa
báðir við Max Planck-stofnunina. Hlutu þeir verðlaunin, rúmlega 60
milljónir ísl. kr., fyrir rannsóknir sínar á lifandi frumum og boðskipt-
um milli þeirra en þær hafa varpað nýju ljósi á ýmsa sjúkdóma, þar
á meðal hjartasjúkdóma, sykursýki og flogaveiki.
í tilkynningu frá Karólínsku
stofnuninni, sem veitir verðiaunin í
læknisfræði fyrir hönd Nóbelstofn-
unarinnar, segir, að þeir Neher og
Sakmann hafi unnið merkilegt starf
með rannsóknum sínum á því
hvernig rafhlaðnar frumeindir eða
jón fara á milli frumna. Hafi þetta
valdið byltingu í frumulíffræði, auk-
ið skilning á ferli ýmissa sjúkdóma
og rutt brautina fyrir nýjum og
betri lyfjum.
Neher, sem er eðlisfræðingur að
mennt, og Sakmann, sem er líffræð-
ingur, mældu hreyfingar jónanna
með glerpípu, sem þeir smíðuðu og
var ekki nema einn þúsundasti úr
millimetra í þvermál. Sagði Sten
Grillner, sem sæti á í Nóbelnefnd-
inni, að verðlaunahafarnir hefðu
verið í fararbroddi í þessum rann-
sóknum allan áttunda og níunda
áratuginn og Alf Lindberg, ritari
nefndarinnar, sagði, að á næstu
árum myndu þær bera margvísleg-
an ávöxt. Er víða verið að vinna
að nýjum lyfjum, sem byggjast á
rannsóknum Þjóðverjanna, en það
starf hófst þó ekki fyrr en 1985
eða fyrir sex árum en meðgöngu-
tími flestra lylja en lengri en það.
Neher kvaðst hafa orðið „orðlaus
af fögnuði” þegar honum bárust
tíðindin frá Stokkhólmi og hann tók
sér frí í vinnunni í tilefni dagsins.
Hann er 47 ára að aldri, kvæntur
og fimm barna faðir, og stundaði
á sínum tíma nám við Wisconsin-
háskóla í Bandaríkjunum og var við
rannsóknir í Yale-háskóla. Hann er
nú forstjóri Max Planck-stofnunar-
innar í Göttingen og hefur unnið
þar með Sakmann um 13 ára skeið.
Bei-t Sakmann er 49 ára gamall
og kenndi áður um tíma við Lund-
únaháskóla. Báðum hefur þeim ver-
ið sýndur margvísiegur sómi við
háskóla í Þýskalandi, Bandaríkjun-
um og Kanada.
Með rannsóknum sínum sýndu
þeir Neher og Sakmann fram á til-
vist svokallaðra jónaganga milli
frumna og hefur uppgötvunin aukið
mönnum skilning á ýmsum sjúk-
dómum. Lyf við þunglyndi og sjúk-
legum kvíða hafa til dæmis áhrif á
vissa gerð jónaganga í heila en eit-
urefni eins og alkóhól og nikótín á
aðra.
Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við The Irish Times:
Sakar EB um þjösnaskap
í samningnm við EFTA
THE IRISH TIMES
15 6 ÖL1ER STREET, PUbUN 2
FRIDAY, OCTOBER 4, 1991
ll«t I
A Welcome Visitor
President Vigdís Finnbogadottir of Iceiand ís a
/ery welcome visítor to Ireland. The two islands have
nany historicai and geographic&t is&ociatlons and
ixperiences In common; it it likely that they will be
einforced thrðugh thit decade aa more Atlantic ttatet
oin the European Community and if Iceland itself
cnten i closer relationthip with the EC through the
EFTA negotiatiom on i European Economic Area,
Icelindert have a romantic attachment to Ireland,
vhich they remcmber with uncanny accuracy as the
iource of the origiml settlers of the island. Many
rultural influences ire traced back to those early times
n the seventh and eighth centuries, indudlng a decp*
ooted inspirition from Irish folklore ind rrterature.
JÓN Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sakaði Evr-
ópubandalagið (EB)' um yfir-
gangssemi og þjösnaskap í
samningaviðræðum við Frí-
verslunarbandalag Evrópu
(EFTA) um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES) í fréttavið-
tali sem birtist í írska blaðinu
The Irish Times sl. föstudag.
Utanríkisráðherra sagði í við-
talinu að EB væri vanmáttug og
óskiljanleg stofnun sem ætti enga
möguleika að vinna sig fram úr
stórmálum á borð við pólitískan
samruna aðildarríkjanna og sam-
skiptin við Austur-Evrópu meðan
bandalagið gæti ekki lokið samn-
ingum við EFTA um EES.
Fram kemur í The Irísh Times
að vegna sambandsleysis milli
ráðuneyta í Dyflinni hafi írar ekki
beitt sér í samningaviðræðunum
fyrr en á þessu ári er þeir hafi
reist skorður við tollfrjálsum að-
gangi sjávarafurða frá íslandi og
Noregi að mörkuðum EB og sett
fyrirvara um hlutverk Þróunar-
sjóðs fyrir undinnálssvæði í
EB-löndunum.
Raktar eru misheppnaðar til-
raunir til þess að ná samningum
um sjávarútvegsmál í EES-við-
ræðunum, mikilvægi sjávarútvegs
fyrir íslendinga og barátta þjóðar-
innar fyrir yfirráðum yfir fiski-
miðunum í þorskastríðunum við
Breta. „EB býður upp á einhliða
samkomulag. Við eigum að af-
nema allar viðskiptahömlur og
opna markaði okkar fyrir starf-
semi erlendra banka og trygg-
ingafyrirtækja á sama tíma og
útflutningsvörur okkar verða háð-
ar tollum og magntakmörkunum.
Þessi stefna hefur stuðlað að því
að skapa Evrópubandalaginu afar
neikvæða ímynd á íslandi þar sem
svo lítur út sem bandalagið reyni
að beita efnahagslegum mætti
sínum til þess að fá aðgang að
auðlindum nágranna sinna og
rýra afkomumöguleika þeirra,”
sagði Jón Baldvin í viðtalinu og
varpaði jafnframt fram þeirri
spurningu hvernig íslendingar
gætu gert samninga sem útilok-
uðu 75% útflutningsvara þeirra.
Blaðið fjallaði um samningatil-
raunir EB og EFTA í forystu-
grein og getur þess að það séu
einkum írar, Frakkar og Bretar
sem séu valdir að þeim hnút sem
viðræðurnar væru komnar í með
andstöðu sinni gegn tollfijálsum
aðgangi íslendinga fyrir sjávaraf-
urðir sínar að mörkuðum EB.
Síðar segir í forystugreininni:
„Gremja [Jóns Baldvins] Hannib-
aissonar vegna afstöðu EB og
þess sem hann kallar andstöðu
svæðisbundinna hagsmuna á síð-
ustu stundu vegna misskilnings
þeirra á stöðu íslendinga er skilj-
anleg. Stjórnin verður að meta
ávinning af EES-samningum í
víðara samhengi þegar hún
ígrundar þennan afmarkaða þátt
sem leysa mætti með málamiðlun,
því þeir opna möguleika á frekari
tengslum við norrænu ríkin sem
hlut eiga að máli.” Hvetur blaðið
loks til þess að samningar við EB
verði til lykta leiddir með mála-
miðlun sem tryggi raunverulegt
evrópskt efnahagssvæði.
GOÐIR
MAZDA „E“ bílamir em tilvalin
lausn á flutningaþörf flestra fyrir-
tækja og einstaklinga. Þeir eru sér-
lega rúmgóðir, þýðir og léttir í
akstri og fást í tveim útgáfum sem
pallbílar eða sendibílar.
Hægt er að velja milli bensín- eða
dieselvéla, sendibílamir em með
vökvastýri og læstu afturdrifi og
fást einnig með ALDRIFI.
Við eigum til afgreiðslu strax
nokkra af þessum afbragðsbflum á
mjög hagstæðu verði.
Pallbíll frá
kr. 843.000 ánVSK
__________kr, 1.050.000 m/VSK
Sendibíll frá_____________
kr. 988.000 ánVSK
__________kr. 1,230.000 m/VSK
Öll verð em staðgreiðsluverð og
innifela ryðvöm og skráningu.
Hafíð samband við sölumenn
okkar, sem veita fúslega allar nán-
ari upplýsingar.
R/ESIR 1-11=
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50
SIEMENS
Lítið inn tii okkar og skoðið vönduð
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300