Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991
Borgarstjórn:
Tillögu um úttekt
á þróun umferð-
ar var vísað frá
TILLÖGU Guðrúnar Ágústsdóttur, varaborgarfulltrúa Alþýðubanda-
lags, um að láta taka saman upplýsingar og gera víðtæka úttekt á
þróun umferðar í borginni sl. 15 ár, var vísað frá á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudag á þekn grundvelli að þegar lægju fyrir upplýs-
ingar um þetta efni.
Tillagan fól m.a. í sér 'að gerð
yrði úttekt á þróun umferðar í borg-
inni sl. 15 ár þar sem tilgreint yrði
hver beinn kostnaður borgar og rík-
is væri við aukna umferð í Reykja-
vík á athugunartímanum sem og
kostnaður almennings og trygging-
arfélaganna. Auk þess að gerð yrði
grein fyrir slysatíðni í umferðinni,
ár fyrir ár á þessum tíma eftir því
hvort um væri að ræða dauðaslys
eða önnur slys.
Jafnframt er gert ráð fyrir að
yrði samanburðarathugun á notkun
einkabíla annars vegar og almenn-
ingssamgangna hins vegar og á
grundvelli þeirrar athugunar yrði
tekin ákvörðun um nýtt umferðar-
skipulag fyrir Reykjavík fyrir árslok
1992.
Loks fól tillagan í sér að unnið
yrði að sérstökum þróunarverkefn-
um á vegum Strætisvagna Reykja-
víkur á næstu tveimur árum í því
skyni að auðvelda fyrrgreindar
kannanir. Þannig yrði gerð tilraun
með mismunandi ferðatíðni vagna
í takmörkuðum hlutum borgarinnar
og vetraráætlun sl. árs yrði tekin
upp.
I frávísunartillögu við fyrri hluta
tillögunnar sem Haraldur Blöndal,
varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, lagði fram sagði að sagn-
fræðilegar upplýsingar þær sem
óskað væri eftir í tillögunni væri
m.a. hægt að fá í Árbókum Reykja-
víkur. Um þessar mundir væri auk
þess verið að vinna rannsókn á slys-
atíðni í umferð svo og rannsókn á
hlutfalli slysa og manntjóna fyrir
Umferðarnefnd Reykjavíkur.
í frávísunartillögunni sagði jafn-
framt að samanburðarathugun á
notkun einkabíla og almenningsam-
gangna væri eðlilegur hluti af vinnu
við skipulag borgarinnar, enda hluti
af skipulagsforsendum og unnið
væri að slíkum athugunum eftir því
sem tilefni gæfí.
Fyrri hluta tillögunnar var vísað
frá með tíu atkvæðum sjálfstæðis-
manna og Ásgeirs Hannesar Eiríks-
sonar varaborgarfulltrúa Nýs vett-
vangs.
Síðari hluta tillögunnar var vísað
frá með níu atkvæðum sjálfstæðis-
manna. í frávísunartillögu sem
Sveinn Andri Sveinsson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram á
fundinum sagði m.a.: ,,Um þriðja
kafla tillögu Guðrúnar Ágústsdótt-
ur er það að segja að það eru undar-
leg vinnubrögð að ráðast út í þróun-
arverkefni til að gera úttektir á
núverandi og eldra ástandi auðveld-
ari. I Ijósi þess og þeirrar staðreynd-
ar að leiðakerfi SVR er í i sífelldri
endurskoðun og að búið er að taka
ákvörðun um leiðakerfisbreytingar
fyrir næsta ár, er tillögunni vísað
frá.”
Heiðarfjall á Langanesi:
Landeigendur undir-
búa málarekstur fyrir
bandarískum dómstólum
Umhverfisráðherra segir landeigend-
ur ekki hafa fallist á sýnatöku
LANDEIGENDUR á Heiðarfjalli á Langanesi undirbúa nú málssókn á
hendur Bandaríkjaher vegna umhverfisspjalla og hugsanlegrar meng-
unar á fjallinu þar sem áður var bækistöð varnarliðsins. í þessu skyni
hafa þeir fengið til liðs við sig bandarískan lögfræðing sem sérhæfir sig
í málarekstri tengdum mengunarspjöllum. Umhverfisráðuneytið hefur
hætt við fyrirhugaða sýnatöku og jarðfræðirannsóknir á Heiðarfjalli
og segir ráðherra að það sé vegna andstöðu landeigenda. Þeir telja
hins vegar að ráðherra sé vísvitandi að koma sér undan þátttöku ráðu-
neytisins í rannsóknunum.
I brefi Umhverfisráðuneytisins frá
25. september kom fram að ráðu-
neytið hygðist beita sér fyrir frekari
könnun á hugsanlegri mengun frá
sorphaug vamarliðsins á Heiðarfjalli.
Fyrirhugað var að fá aðila frá Orku-
stofnun til að framkvæma sýnatöku
og sjá um jarðfræðilegar athuganir
á svæðinu í samráði við Mengunar-
vamir Hollustuvemdar ríkisins. I
bréfi, sem landeigendur á Heiðar-
^alli sendu frá sér 27. september,
segir að slík rannsókn leiði ekki í
ljós hvað hafi verið urðað á sorphaug-
unum á meðan bækistöð vamarliðs-
ins var starfrækt. Hljóti upplýsingar
um slíkt að skipta miklu máli í þessu
sambandi og er krafa landeigenda,
um að Bandaríkjamenn verði krafðir
sagna um innihald hauganna, ítrekuð
í bréfinu.
Eiður Guðnason umhverfísráð-
herra segir að hann geti ekki skilið
bréf landeigenda öðruvísi en svo að
þeir hafni boði ráðuneytisins um að
umrædd sýnataka fari fram á fjall-
inu. Jón Oddsson, lögmaður landeig-
enda, telur hins vegar að í umræddu
bréfi hafi umbjóðendur sínir einungis
lagt fram tillögur um fyrirkomulag
rannsóknarinnar en í engu hafnað
boði ráðuneytisins um sjálfa fram-
kvæmdina.
Landeigendur undirbúa nú máls-
höfðun gegn bandarískum stjóm-
völdum og hafa fengið til liðs við sig
bandarískan lögfræðing, Allan
Kanner, en hann hefur sérhæft sig
í málarekstri sem snýr að mengunar-
spjöllum. Allan segir að markmið
hugsanlegrar málshöfðunar sé að
afla ýtarlegra upplýsinga um meng-
un í fjallinu. Komi í ljós að um hana
sé að ræða verði þess krafist að
bandarísk stjórnvöld greiði að fullu
kostnað við hreinsun jarðvegs svo
og skaðabætur til landeigenda.
----------» ♦ ♦
Leiðrétting
Að SÖGN Ólafs Walters Stefáns-
sonar skrifstofustjóra í dómsmála-
ráðuneytinu er það ekki rétt sem
fram kom í grein um aðskilnað
dómsvalds og umboðsvalds í Morg-
unblaðinu á sunnudag að embætti
sýslumanns á Keflavíkurflugvelli
heyrði undir dómsmálaráðuneyti í
stað utanríkisráðuneyti eftir 1. júlí
1992. Um var að ræða misskilning
starfsmanns dómsmálaráðuneyutis-
ins sem lét blaðamanni þessar upp-
lýsingar í té. Mun utanríkisráðu-
neyti áfram hafa með málefni sýslu-
manns á Keflavíkurflugvelli að gera
en embætti lögreglustjórans á
Keflavíkurflugvelli heyrir nú undir
það.
# Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
I heimsóknartíma á Sjúkrahúsi Suðurlands. Ingólfur Snorrason, Ágúst Guðjónsson, Leifur Ársæls-
son, Þór Agnarsson og Heiðrún Rafnsdóttir.
Einstök heppni fylgdi 5 ungmennum sem lentu í bíl-
veltu undir Ingólfsfjalli á leið heim af dansleik:
Eg- lokaði bara augunum
þegar bíllinn fór að velta
segir Heiðrún Rafnsdóttir, 15 ára farþegi í bílnum
Ágúst Guðjónsson við bíl sinn sem er gjörónýtur.
ÞETTA er eins og að vinna í
lottó að fá þau fimm lifandi út
úr þessu,” sagði eitt foreldra
ungmennanna fimm sem lentu í
bílveltu undir Ingólfsfjalli
skammt frá Selfossi fyrir
skömmu. Læknar á slysastofu
Borgarspítalans sögðu við móð-
ur eins piltsins að það væri ein-
stök heppni að ekki hefði farið
verr. „Eg lokaði bara augunum
þegar billinn fór að velta,” sagði
Heiðrún Rafnsdóttir, 15 ára, sem
var í bilnum. Unga fólkið var
að koma af dansleik í Aratungu
um fjögurleytið að nóttu þegar
ökumaðurinn dottaði undir
stýri, bíllinn fór útaf og valt.
Ökumaðurinn og farþegi í aftur-
sæti köstuðust út og meiddust
mest. Aðeins farþegi í framsæti
var í belti.
Það var Ingólfur Snorrason, 17
ára, sem ók bílnum, Ford Eseort
árgerð 1985. Ágúst Guðjónsson,
19 ára og_ eigandi bílsins, sat í
framsæti. í aftursætinu voru Þór
Agnarsson, Heiðrún Rafnsdóttir og
Leifur Ársælsson. Heiðrún fékk að
fljóta með af dansleiknum um nótt-
ina.
„Ætli það hafi ekki bara verið
þreyta og eitthvert kæruleysi að
ég setti ekki á mig beltið,” sagði
Ingólfur. „Annars er ég alltaf með
bílbelti þegar ég keyri, bara ekki
í þetta eina sinn. En þú ert afreks-
maður ef þú finnur einhvern á
okkar aldri sem notar belti í aftur-
sæti,” sagði hann. „Ég hrökk upp
þegar bíllinn var kominn út í kant-
inn. Ég hugsaði bara um það eitt
að hindra að hann færi útaf en svo
fékk ég ofsahögg og man ekki
meira,” sagði Ingólfur. Hann
skarst í andliti og hlaut áverka á
höfði.
„Það síðasta sem ég man var
að ljósin lýstu niður á við og svo
fékk ég þungt högg og man ekk-
ert fyrr en í lögreglubfinum á leið-
inni heim. Á meðan þetta var að
gerast reyndi ég að vera rólegur
til að trufla ekki Ingólf sem var
að reyna að ná bíinum upp á veg-
inn,” sagði Ágúst Guðjónsson en
hann fékk þungt höfuðhögg og
ávarka af þess völdum en meiddist
ekki_ alvarlega.
„Ég man eftir þegar bíllinn var
í mölinni í kantinum. -Ég hef víst
hrokkið upp þá, því ég svaf. Síðan
man ég ekkert fyrr en ég lá þama
í móanum. Það kom einhver til
mín og talaði við mig og það bjarg-
aði mér alveg. Þetta var einhver
strákur. Hann var hjá mer þangað
til sjúkrabíllinn kom og hjálpaði
mér að átta mig,” sagði Leifur
Ársælsson sem var í aftursæti bíls-
ins og kastaðist út. Hann höfuð-
kúpubrotnaði og gekkst undir
höfuðaðgerð eftir slysið.
„Ég vissi ekkert af þessu fyrr
en bíllinn var stopp og á hvolfi,”
sagði Þór Agnarsson sem sat í aft-
ursætinu. „Eg kallaði nöfn hinna
en það svaraði enginn nema Heið-
rún. Þá skriðum við tvö út úr bíln-
um og ég hljóp upp á veg en hún
fór til Ingólfs þar sem hann lá. Ég
hugsaði mest um það að fá hjálp
og stoppaði fyrsta bíl en ég var
kolringlaður og man ekkert hvaða
bíli það var,” sagði Þór. Hann
meiddist ekkert en fann fyrir
strengjum í líkamanum.
„Ég greip í sætin fyrir framan
mig og hélt í þau þegar ég sá hvað
var að gerast og svo lokaði ég
bara augunum,” sagði Heiðrún
Rafnsdóttir sem sat í miðið í aftur-
sæti bílsins. „Ingi lá alveg hreyf-
ingarlaus þegar ég kom að honum.
Ég talaði við hann og hann svaraði
mér og þá var ég hjá honum þang-
að til aðrir komu,” sagði Heiðrún
sem slapp ómeidd en fann fyrir
eymslum í baki.
„Ég held við höfum verið stál-
heppin að sleppa frá þessu því þetta
hefði getað farið miklu verr,” sagði
Ingólfur og hin tóku undir það.
„Við vorum heppin að sleppa og
það má læra af þessu að keyra
ekki þreyttur og auðvitað að
spenna beltin,” sagði Ágúst.
Viðbrögð gagnrýnd
Nokkur gagnrýni hefur beinst
að lögreglunni fyrir það hvemig
staðið var að tilkynningu um slys-
ið. Lögreglumenn óku framhjá
slysstaðnum á sjúkrabíl strax eftir
að óhappið átti sér stað. Þeir voru
að flytja sjúkling frá Aratungu.
Þeir tilkynntu um bílveltu en stopp-
uðu ekki til að kanna aðstæður.
Lögreglubíll var staddur í nágrenn-
inu og var hann kominn á staðinn
eftir nokkrar mínútur að sögn Jóns
Inga Guðmundssonar yfirlögreglu-
þjóns. Þeir lögreglumenn kölluðu á
sjúkrabíl sem var í nágrenninu.
Síðan kom fyrsti bíllinn eftir að
hafa skilað af sér sjúklingnum á
Sjúkrahús Suðuriands.
Gagnrýni hefur beinst að því að
lögreglumennimir sem fyrst komu
að slysinu skyldu ekki kanna að-
stæður. Annar þeirra hefði getað
orðið eftir til að veita fyrstu hjálp.
Um þetta segir Jón I. Guð-
mundsson: „Þeir voru tveir í bíln-
um. Annar var að sinna sjúklingi
sem talinn var alvarlega slasaður
og jafnvel lífshættulega. Það er
erfitt að ætlast til þess að menn
sem eru að sinna slysi fari í annað
slys á meðan. Strax og svona lagað
kemur upp ræðum við yfirmennirn-
ir þetta og það höfum við gert og
sjáum ekki ástæðu til að gera
meira úr þessu. Ég hef ekki þekkt
annað af mínum mönnum en að
þeir leggi sig fram af alúð. Og ég
þekki engan sem ekki vildi leggja
sig fram við slíkar aðstæður.”
Sig. Jóns.