Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 Rauðakrossdeild Kópavogs heldur sem hefst miðvikudaginn 9. október í Digranesskóla og stendur yfir í 4 kvöld. Kennt verður frá kl. 20.00-23.00. Öllum 15 ára og eldri heimil þátttaka. Nánari upplýsingar og skráning í síma 41382 kl. 10.00-17.00. Á næstunni verður gefinn kostur á kvöld- og helgarnámskeiðum. Athygli skal vakin á því, að Rauðakrossdeild Kópavogs útvegar leiðbeinendur til að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. INDÆLT STRIÐ GEYMIÐ AUGLYSINGUNA! RAUÐI KROSS ÍSLANDS eftir Björn Bjarnason Eftir að stjórnarandstæðingar höfðu boðið Jón Helgason, þing- mann Framsóknarflokksins, fram gegn Salome Þorkelsdóttur, þing- manni Sjálfstæðisflokksins, við for- setakjör á Alþingi og tapað, hófu þeir umræður á þingi um þá ákvörð- un sjálfstæðismanna, að óska eftir tveimur fulltrúum í forsætisnefnd þingsins. Framboðið gegn Salome var stríðshanski stjórnarandstöð- unnar gagnvart meirihluta ríkis- stjórnarinnar á þingi og þó sérstak- lega Sjálfstæðisflokknum. Páll Pét- ursson, formaður þingflokks fram- sóknarmanna, minnist þó ekki á mótframboðið gegn Salome í grein er birtist hér í blaðinu á laugardag undir fyrirsögninni Stríðshanska kastað. I forsætisnefnd Alþingis sitja fimm þingmenn, það er fjórir vara- rntT' '•“•eóf hþjdk&V'lfekoD og$sótr / <33 'fácf'er tffk \(akj>ir\ctlt / forsetar auk forseta Alþingis. Nefndinni var komið á fót við sam- einingu þingsins í eina málstofu. Hún gerir starfsáætlun þingsins og skipuleggur þinghaldið. Hún setur almennar reglur um rekstur þings- ins og stjórnsýslu. Ræður nefndin skrifstofustjóra Alþingis. Þá stjórna forseti og varaforsetar fundum þingsins. Forseti Alþingis hefur úrslitavald innan forsætisnefndar. í stórum dráttum má segja, að forsætisnefndin taki við valdi, sem áður var í höndum forseta samein- aðs þings og forseta efri og neðri deilda. Ef til þess’ er litið er aug- ljóst, að það er í samræmi við hefð- ir á Alþingi, að stuðningsflokkar ríkisstjórnar skipi meirihluta í þess- um hópi. Árið 1971 varð sú breyt- ing á vali manna í forsetastörf á þingi, að stjórnarflokkar buðu stjórnarandstöðu að kjósa varafor- seta. Við það skipulag, sem þá gilti, sinntu varaforsetar störfum fundar- stjóra en áttu ekki hlut að stjórn Alþingis. Síðan 1971 hefur það gerst tvisvar við sérstakar aðstæð- ur, að stjórnarandstæðingar hafa gegnt forsetastörfum í deildum. 1978 tók Þoi-valdur Garðar Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem var fyrsti varaforseti efri deildar, við forsetastörfum í deildinni, þegar Bragi Sigurjónsson, forseti hennar og þingmaður Al- þýðuflokksins, sagði af sér forseta- embættinu til að mótmæla ríkis- stjórninni. 1979 var Sverrir Her- mannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, kjörinn forseti neðri deildar og gegndi því áfram eftir að stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð í febrúar 1980. Þingstyrkur ráði í þingsköpum er mælt fyrir um að forsætisnefnd skuli kjörin með hlutfallskosningu á þingi. Í greinar- gerð með þingskapalögunum segir svo, þegar fjallað er um 3. grein og listakosningu í forsætisnefndina: „Er þessi skipan talin heppilegri en gildandi fyrirkomulag (innsk. þ.e. óbundin kosning) því að hún er ein- faldari og tryggir einnig að forsæt- isnefndin (forseti og varaforsetar) sé skipuð í samræmi við þingstyrk flokkanna. Jafnframt er með þessu skipulagi svigrúm fyrir þingflokk- ana að semja um skiptingu varafor- seta milii sín ef vilji er til þess, t.d. með því að skila einum lista. Eðli- legt er að halda þeirri hefð sem verið hefur frá 1971 að fyrsti vara- forseti sé úr röðum stjórnarand- stæðinga og jafnframt þykir æski- legt að sem flestir flokkar eigi að- ild að forsætisnefnd.” Björn Bjarnason „Við val á mönnum í forsætisnefnd gerðu sjálfstæðismenn ekkert annað en það, sem er í samræmi við lög og byggist á venjum á þingi, þegar litið er til yfirstjórnar Alþingis og þess að ríkisstjórnin hafi þar meirihluta.” Þessi texti í greinargerð þing- skapaiaganna segir í raun allt, sem segja þarf um hug manna að baki lögunum, sem samin voru eftir for- sögn fulitrúa allra flokka á síðasta þingi. Við kjör forsætisnefndarinn- ar í vor, sem fór fram á síðasta degi aukaþingsins, en nefndin starf- aði í sumar við að undirbúa þing- haldið í vetur, var samkomulag um einn lista við kjör nefndarinnar. í hana voru valdir einn fulltrúi frá öllum þingflokkum, sem nú eru fimm, svo sem kunnugt er. Þegar gengið var frá kjöri í forsætisnefnd- ina í vor gaf Geir H. Haarde, for- maður þingflokks sjálfstæðis- manna, yfirlýsingu og sagði meðal annars: „I þessu samkomulagi felst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið eftir einn varaforseta sem flokkur- inn hefði fengið í sinn hlut ef hann hefði kosið að beita þingstyrk sínum til fulls. Ég vil taka það fram að þetta er gert til að undirstrika þá samstöðu sem verið hefur milli Til frambúðar SIBA þakrennur Litir: Hvítt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. Sölu- og þjónustuaðllar: Blikksmiðjan Funi sf., Smiðjuvegi 28, Kóp. S. 91-78733 Blikk8miðjan Vik hf., Smiðjuvegi 18c, Kóp. S. 91-71580 Blikksmiðja Einars sf., Smiðjuvegi 4b, Kóp. S. 91-71100 Blikksmlðjan Höfði, Eldshöfða 9, Rvk. S.686212 Borgarblikksmiðjan hf., Álafossvegi 23, Mosfellsb. S. 91-668070 Stjörnublikk hf., Smiðjuvegi 1, Kóp. S. 91-641144 Blikkás hf., Skeljabrekku 4, Kóp. S. 91-44040 Blikksmiðja Erlonöar, Hnifsdalsvegi 27, ísaf. S. 94-4488 Blikkrás hf., Hjalteyrargötu 6, Akureyri. S. 96-27770 Bllkk og bilar, Túngötu 7, Fáskrúðsfirði. S. 97-51108 Blikk hf., Gagnheiði 23, Selfossi. S. 98-22040 Blikksmiðja Agústs Guðjónssonar, Vesturbraut 14, Keflav. S. 92-12430. Blikksmiðjan Eintœkni, Bygggöröum 4, Seltjarnesi. S. 91-611665. ISVOR BYGGINGAREFNl Dalvegi 20, Kópavogi, sími 91-641255, fax 641266. pósthólf 435, 202 Kópv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.