Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 YAMMAH Bátavélar Rafstöðvar Vinnuvélar MERKÚR HE g 812530 B PÚLSINN, veitinga- og tón- listarbarinn á Vitastíg, er eins árs um þessar mundir. í tilefni af þess- um tímamótum er efnt til sérstakr- ar afmælisviku sem á að vera þver- skurður af þeirri tónlist sem Púls- inn hefur boðið_ gestum sínum upp á fyrsta árið. í dag, þriðjudaginn 8. október, verður sérstakt þunga- rokkskvöld þar sem þungarokk- sveitin Bootlegs leikur. Sveitina skipa Gunnar B. Ragnarsson gít- ar, Ingimundur E. Þorkelsson bassi, Jón Orn Sigurðsson gítar og söngur og Kristján Asvaldsson trommur. Sérstakir gestir Bóotlegs í kvöld verður þungarokksveitin Turbó frá Borgarnesi. B BRYNDÍS Þórarinsdóttir hefur opnað sýningu á vatnslita- myndum á kaffistofunni Lóu- hreiður, í Kjörgarði, Laugavegi 59. Bryndís sótti námskeið hjá Bjarna Jónssyni listmálara í Flensborg árin 1958-1959 og var síðar í einkakennslu hjá Sverri _ 1 NYKOMNIR VANDAÐGR KVENSKOR Stærðir: 37-40 V% Litur: Svartur Verðkr. 5.795.m Ath.: Mikið úrvol af nýjum vörum PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. Haraldsyni listmálara. Árið 1970 útskrifaðist hún sem handmennta- kennari frá KSÍ og á árunum 1988- 1989 stundaði hún nám í Teiknun og Málun í Handmenntaskóla ís- lands. Árin 1989-1990 stundaði Bryndís nám í ICS School of Art í Pennsylvania, í Bandaríkjunum. Þetta er fjórða einkasýning Brynd- ísar og einnig hefur hún tekið þátt í þremur samsýningum. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9 til 18 út nóvember. B VERKSTÆÐI myndlistar- manna, Lambastaðabraut 1, Sel- tjarnarnesi, býður í vetur, ungling- um á aldrinum 12-16 ára upp á námskeið í einfaldri grafík. Nám- skeiðið byijar 15. október og stendur í fjórar vikur. Kennt verð- ur í tveim 6-8 manna hópum á þriðjudögum og miðvikudögum. Námskeiðið kostar 10.000 kr og er allt efni innifalið. fl HELGA KRESS mun halda jómfrúrfyririestur sinn sem pró- fessor á vegum Rannsóknastofu í Kvennafræðum við Háskóla ís- lands, fimmtudaginn 10. október. Yfirskrift fyrirlestursins er:Skass- ið tamið: Um stofnun karlveldis og kúgun hins kvenlæga í ís- Ienskum fornbókmenntum. Fyr- irlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 101, klukkan 17. Allir vel- komnir. Morgunblaðið/Þorkell Ráðsefna HIV smitaðra. F.v.: Ingebjorg Mosesen, Hammerfest, Ole Morton Nygárd, Danmörk, Einar Þór Jónsson, Reykjavík, Per Olof Persson, Malmo, Finnbogi G. Steingrímsson, Danmörk, Stig A. Wad- entoft, Stokkhólmi, og Ulf Segander, Stokkhólmi. Ráðstefna HIV smitaðra: Rætt um samstarf milli Norðurlandanna NORRÆN ráðstefna þeirra sem greinst hafa með HIV smit var haldin á Hótel Lind og í húsakynnum Samtaka áhugafólks um alnæm- isvandann um síðustu heljgi. Um það bil 40 fulltrúar sátu ráðstefn- una. Þar af voru 15 frá Islandi. smitsjúklinga og dóm sem feldur hefði verið yfir alnæmissjúklingi í Finnlandi. HIV smitaðir á Norðurlöndunum halda ráðstefnu á hveiju ári. Síðast var ráðstefnan í Osló, nú í Reykja- vík en á næsta ári í Helsinki. Einar Þór Jónsson, hjá Samtök- um áhugafólks um alnæmisvand- ann, sagði í samtali við Morgun- blaðið að aðalumræðuefnið á fund- inum hefði verið samstarf milli Norðurlandanna. Þá hefði verið rætt um lög sem leyfa einangrun Dr. Þorvaldur Árnason um niðurstöðu úttektarnefndarinnar; Vona að niðurstaðan leiði til málefnalegrar umfjöll- unar um BLUP-aðferðina „ÞÓTT ÉG hefði kosið að störf nefndarinnar tækju styttri tíma get ég ekki annað sagt en ég sé ánægður með störf hennar og þá niðurstöðu sem nefndarmenn fengu út úr störfum sínum,” sagði Þorvaldur Árnason, sem búsettur er í Svíþjóð, þegar hann var spurður um álit sitt á grein- argerðinni. Sagði hann að sér þætti gott að tekin væri afstaða til BLUP-aðferðinnar á málefna- legum grunni. „Þá finnst mér jákvætt að fá ýmsar ábendingar og gagnrýni sem hægt verður að taka tillit við áframhald- andi þróun á aðferðinni,” sagði Þorvaldur og bætti við að hann vonaðist til að niðurstaðan leiddi til málefnalegrar umræðu um BLUP- aðferðina í framtíðinni. „Ég tel þessu máli lokið þegar greinargerð- in hefur verið birt opinberlega í heild sinni,” sagði Þorvaldur enn- fremur. Eins og fram kom í hestaþætti Morgunblaðsins á laugardag sagði Þorvaldur upp samstarfi sínu við Búnaðarfélag íslands og sagðist hann vera tilbúinn til áframhald- andi samstarfs að þessari úttekt lokinni. Gat hann þess ennfremur að Þorkell Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur Búnaðarfélagsins væri væntanlegur innan tíðar til Svíþjóð- ar til eins til tveggja mánaðar dval- ar með gögn til úi-vinnslu. „í ráði er að ég láti BÍ í té nýrri og ítar- legri forrit til notkunar,” sagði Þor- valdur að lokum. Úttekt á BLUP; „Nefndin vék sér hjá að svara gagnrýnisatriðum” - segir séra Halldór Gunnarsson í Holti „Það er mitt mat að nefndin hafi smeygt sér hjá því hlutverki sem henni var ætlað, það er að meta notagildi BLUP-aðferðarinnar við ræktun íslenzkra hrossa. Þeir svöruðu á engan hátt þeirri gagnrýni sem ég setti skriflega fram, m.. með því að sýna hver dómur reynsl- unnar hefði verið á fyrstu BLUP-spánni,sem hefði verið úti í hafs- auga. Þeir eyða hins vegar miklu máli í að staðfesta menntun Þor- valdar, enda eru tveir af nefndarmönnunum með því jafnframt að veija eigin menntun”, sagði séra Halldór Gunnarsson í Holti, er hann var inntur álits á niðurstöðum nefndarinnar. LJOS Kerrur - bílar Setjum Ijósabúnað á kerrurog tengi á bíla. Gott efni, vönduð vinna. GARÐURINN, Eldshöfða 18 s. 674199/985-20533. Tölvuv Hagnýtt námskeið um öll sv verkfræðingur, ráðunautur tug undirbúning og framkvæmd nýtöl © 68 80 90 æði ið tölvuv a fyrirtæk /uvæðing ng fyrirtækja og stofnana æðingar fyrir þá sem taka ákvarðanir um tölvumál. Halldór Kristjánsson, ja og stofnana um tölvumál, hefur umsjón með námskeiðinu. Fjallað er um ar og endurnýjun eldri kerfa og gefið gott yfirlit yfir þann búnað sem í boði er. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar © 68 80 90 Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 „Nefndin fjallaði almennt stærð- fræðilega um BLUP-aðferðina en gerði engan samanburð á notagildi BLUP-aðferðarinnar miðað við notkun erlendis og þá notkun sem tekin hefur verið upp hér á landi þar sem grunnur spárinnar byggist á dómkerfi sem hvergi þekkist ann- ars staðar í heiminum. Þetta dóm- kerfí sem við búum við hefur ekk- ert öryggi og enga breidd, sem í reynd mismunar hrossum, heldur er miklu fremur röðun á bestu hrossum hveiju sinni, þar sem ein- kunnir eru endurunnar fram og til baka með mismunandi margfeld- isstuðlum, til að ná fram réttri röð- un. Skekkjuvaldar eru þá svo ótrú- lega margir. Þeir höfða til að- stæðna, gæða hrossa sem koma í það sinn fram og síðan til hugarf- ars dómara og hæfileika þeirra inn- byrðis til að koma sínum sjónarmið- um fram, þar sem dómurinn er ekki á ábyrgð hvers og eiris dóm- ara, heldur sambræðsla,” sagði Halldór ennfremur. Þá var Halldór spurður um efa- semdir hans í garð Þorvaldar sem vísindamanns og sagðist hann hafa dregið í efa hæfni hans til að tengja saman og aðgreina þetta þrennt sem málið snerist um: BLUP- aðferðina, íslenska hrossadóms- skalann með aðferðinni sem notuð er við dómstörf og hrossarækt. Og enn væri hann í vafa. Fram hjá Mendelslögmálinu væri ekki hægt að ganga. Garðrækt og búfjárrækt lýtur sömu lögmálum og ég held því miður að nú sé svo komið fyrir íslenskum hrossaræktarmönnum, að þeim sé betra að leita til garð- yrkjumanna eða kjúklingaræktenda um ráðgjöf, fremur en til þeirra hrossaræktarráðunauta, sem starfa í dag. Þeir virðast betur hæfir til að ijalla um ræktun, en þessir menn,” sagði Halldór að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.