Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 / Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Frá heimsókn biskupshjónanna í Kvíabekkskirkju í Ólafsfirði. Frá vinstri: herra Ólafur Skúlason, Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Ólafsfirði, frú Bryndís Björnsdóttir, frú Ebba Sigurðardótt- ir, og sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur. Anægjulegri vísitasíu lokið BISKUPINN yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, hefur lokið ferð sinni um Eyjafjarðarprófastsdæmi. Hann, ásamt eiginkonu sinni, frú Ebbu Sigurðardóttur, heimsóttu 22 kirkjur allt frá Grímsey inn að Hólum í Eyjafjarðarsveit. Á öllum stöðunum flutti biskup predikanir eða hugleiðingar af þvílíkum eldmóði og svo mikilli mælsku að í minnum mun haft. Víðast var fullt hús og ánægja viðstaddra mikil. Biskupshjónin heimsóttu einnig sjúkrahús og dvalarheimili aldr- aðra, alls sjö sinnum. Ekki var gleðin og þakklætið minni á þeim stöðum. Hvarvetna voru mótttökur safnaðanna með miklum ágætum. Augljóst var að margt kirkjuvina stendur vörð um helgidómana og yfirleitt voru kirkjugarðarnir söfnuðunum til sóma. Mest gladdi það biskupshjónin hve margir komu í guðsþjónusturnar. (Fréttatilkynning) Eyjafjörður: Sjómannafélagið ætlar að segja sig úr ASI Unnið gegn okkar hagsmunum, segir varaformaður félagsins Sjómannafélag Eyjafjarðar ætlar að segja sig úr Alþýðusambandi Islando og liggja nú frammi undirskriftarlistar um borð í skipum af Eyjafjarðarsvæðinu þar sem leitað er stuðnings félagsmanna við þeim áformum. Forsvarsmönnum félagsins finnst þeir ekkert hafa að gera með að vera innan raða ASI og þar sé unnið gegn hagsmun- um sjómanna. Sveinn Kristinsson varaformað- ur Sjómannafélags Eyjafjarðar sagði að samþykkt hefði verið á félagsfundi á síðasta ári að félagið segði sig úr Alþýðusambandi Is- lands. Sú samþykkt hefði verið borin upp á þingi Sjómannasam- bandsins og var þar skipuð nefnd til að vinna að framgangi þess máls. Fyrirhugað er að nefndin komi saman 16. október næstkom- andi og sagði Sveinn að nú væri verið að leita eftir stuðningi félags- manna, en undirskriftarlistar lægju nú frammi um borð í skipun- um. „Við erum rétt að bytja að fá svör og menn virðast vera sam- mála okkur um að ganga úr ASÍ,” sagði Sveinn. Ástæðu þess að Sjómannafélag Eyjafjarðar vill ganga úr ASÍ sagði Sveinn vera þá, að mönnum fynd- ist þeir ekkert hafa að gera lengur innan sambandsins. Betra væri að vera eingöngu í Sjómannasam- bandinu og væri stefnt að því að fá alla sjómenn til liðs við þessi sjónarmið. Bæjarsjóður Akureyrar: Áætlað að verja röskum milljarði til framkvæmda næstu þrjú ár AÆTLUN um rekstur, fjármál og framkvæmdir á vegum Bæjar- .sjóðs Akureyrar á næstu þremur árum, 1992-1994 verður til umfjöll- 'unar á fundi bæjarstjórnar Akureyri í dag, þriðjudag. Þetta er í fyrsta sinn sem gerð er þriggja ára framkvæmdaáætlun á vegum bæjarins. Með gerð áætlunarinnar tekur bæjarstjórn stefnumark- andi ákvörðun til næstu þriggja ára um rekstur, fjármál og fram- kvæmdir á vegum bæjarins. Samkvæmt, áætluninni er gert ráð fyrir að alls verði gjald- og eignfærð fjárfesting á vegum bæjarins á þessu tímabili 1.160 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að skattstofnar verði nýttir með sambærilegum hætti og síðustu tvö ár, að rekstr- argjöld verið álíka hlutfall af skatt- Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins: Kennaranám verði við tekjum og verið hefur undanfarið ár, eða ekki hærra en 71% og að nýmæli í rekstri verði því aðeins tekin upp að tekjur aukist eða hægt sé að ná fram hagræðingu, sparnaði eða breytingu á núverandi rekstri, þannig að svigrúm skapist til nýs framboðs á þjónustu. Þá er og markmið með áætluninni, að lang- tímalán, önnur en til bygginga félagslegra íbúða, lækki um 5% á ár og tekjuafgangi varið til fram- kvæmda. Hvað verðlagsforsendur varðar er gert ráð fyrir að tekjur bæjarsjóðs verði óbreyttar á tímabilinu, nema hvað búist er við að tekjur af fasteig- nagjöldum hækki um 1% á ári vegna magnaukningar. Miðað er við að „Okkur finnst vera unnið gegn okkar hagsmunum, en í því sam- bandi má nefna ályktanir sem sam- þykktar voru á þingi Alþýðusam- bands Norðuriands um daginn, um tvö skattþrep eða fleiri og að taka upp tekjutengdar barna- og vaxta- bætur. Þessu er beint gegn okkar mönnum,” sagði Sveinn. ♦ heildarrekstrargjöld sjóðsins verði óbreytt frá upphaflegri fjárhagsá- ætlun þessa árs. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að á næsta ári verði undir liðn- um gjaldfærð fjárfesting varið 147 milljónum, á árinu 1993 samtals 146 milljónum og 119 milljónum árið 1994. Hvað eignfærða fjárfestingu varðar er áætlað að veija 223 millj- ónum króna á næsta ári, 244 milljón- um á þar næsta ári og 271 milljón árið 1994. Samtals er því áætlað að veija 380 milljónum króna á næsta ári, 390 á árinu þar á eftir og sömu upphæð árið 1994. í heild er því áætlað að veija til framkvæmda á næstu þremur árum röskum millj- arði, eða 1,106 milljónum króna. Kammerhlj ómsveitin: Fimm tón- leikar í vetur VETRARSTARF Kammerhljóm- sveitar Akureyrar hefst með tón- Ieikum næstkomandi sunnudag, 13. október, en ráðgert er að efna til fimm tónleika í vetur. Tvennir verða haldnir fyrir jól og þrennir eftir jól. Fyrstu tónleikarnir bera heitið „Norrænir og suðrænir dansar” og verða í Akureyrarkirkju 13. októ- ber. Þar verður m.a. flutt „fantasía” fyrir einleiksgítar og hljómsveit eft- ir Rodrigo, en Einar K. Einarsson gítarleikari leikur einleik í verkinu. Fullveldistónleikar verða haldnir 1. desember, en þeir verða tileinkað- ir Karli O. Runólfssyni og flutt tón- list eftir hann. Stjórnandi fyrstu tónleikanna verður Roár Kvam. Páll Pampichler Pálsson sveiflar • sprotanum á Vínartónleikum sem haldnir verða í febrúar og fær hljómsveitin þar þekkta einsöngv- ara til liðs við sig. I byijun apríl verður rómantísk tónlist í fyrirrúmi og mun Sigrún Eðvaldsdóttir leika einleik á fiðlu með hljómsveitinni undir stjórn Arnar Oskarssonar. Tónleikaárinu lýkur svo síðast í maí með norskum vorblæ, en þá verður flutt tónlist eftir Grieg. Fram koma með hljómsveitinni einsöngv- arar, karlakór og píanóleikarinni Richard Simm undir stjórn Roars Kvams. Hljómsveitin hélt fimm tónleika síðasta vetur og eina í Skagafirði fyrir 1.500 áheyrendur. í vetur verður hljómsveitin að jafnaði skip- uð þijátíu til fjörutíu hljóðfæraleik- urum. Háskólann á Akureyri Björk, Mývatnssveit. AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra var haldinn í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit 5. og 6. október. Hófst hann kl. 14. á laugardag. Fjölmenni var. Rætt um að leggja Súlnafelli TIL GREINA kemur að leggja togaranum Súlnafelli EA sem gerður er út frá Hrísey og færa kvóta hans yfir á Dalvíkurtogarana Björgúlf EA og Björgvin EA. Kaupfélag Eyfirðinga gerir þessa togara út, en kvóti félagsins skerðist um nær 1.000 tonn á yfirstandandi kvótaári og í framhaldi af því er verið að endurskoða sjávarútvegsmál innan fyrir- tækisins. Nokkur ótti hefur gripið um sig mcðal Hríseyinga vegna þessa og verður fundur haldinn í hreppsnefnd í dag, þriðjudag, þar sem farið verður ofan í þetta mál. Formaður Kjördæmisráðsins, Sigurður Bjömsson setti fundinn, fundarstjóri var kjörinn Bjöm Jó- sef Amviðarson og ritari Anna Blöndal. Ræður fluttu Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, •sem talaði um stjómmálaviðhorfið, Magnús Gunnarsson, framkvæmd- astjóri, ræddi um Evrópska efna- hagssvæðið, Tómas Ingi Olrich, alþingismaður talaði um Háskól- ann á Akureyri og framhaldsnám á Norðurlandi. Dr. Kristján Kristjánsson heimspekingur flutti erindi um kennaranám við Háskól- ann á Akureyri. Síðan voru fyrirspumir sem ræðumenn svömðu. Um kvöldið héldu fulltrúar skemmtilega kvöld- vöku. Fundur hófst að nýju sunnu- daginn 6. október kl. 10 árdegis, þá flutti formaður skýrslu stjórnar- innar og las reikninga. Síðan fór fram stjómarkjör og var Sigurður Björnsson endurkjörinn formaður. Samþykkt var ályktun þar sem segir að tekið verði upp kennara- nám við Háskólann á Akureyri. Að lokum var samþykkt stjórn- málaályktun fundarins, en síðan var ánægjulegum kjördæmaráðs- fundi slitið um hádegi. - Kristján Öllum yfírmönnum á Súlnafelli EA var sagt upp störfum um síðustu mánaðamót, en þeir eru með þriggja mánaða uppsagnafrest, þannig að uppsögnin tekur gildi um áramót. Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri KEA, sagði að gripið hefði verið til uppsagnanna nú til að samn- ingar yfirmanna yrðu lausir um ára- mót. Þetta væri varúðarráðstöfun ef til þess kæmi að Súlnafellinu yrði lagt. „Við þurfum að skoða okkar útgerðarmál, því við höfum orðið fyrir kvótaskerðingu eins og aðrir,” sagði Magnús Gauti,.en kvóti félags- ins skerðist um 1.000 tonn á þessu kvótaári.- „Þetta er liður í því að hafa fijálsari hendur í þessu máli. Magnús Gauti sagði að sá kvóti sem félagið hefði nú til ráðstöfunar skapaði þeim þremur skipum sem gerð eru út á vegum þess ekki nægi- leg verkefni. Yrði Súlnafellinu lagt um áramót er hugmyndin að færa kvóta þess yfir á Dalvíkurtogarana og fiski yrði miðlað á milli Dalvíkur og Hríseyjar. Engin áform væru upp um að leggja niður fiskvinnslu í Hrísey né draga úr þeirri starfsemi sem þar væri. Jónas Vigfússon sveitarstjóri í Hrísey sagði að mál þetta yrði rætt á fundi hreppsnefndar í dag, þriðju- dag, og þar yrði væntanlega lögð fram einhvers konar greinargerð. „Þetta mun hafa veruleg áhrif á sveitarfélagið, því þó við fáum fisk frá Dalvík er útgerðarþátturinn horfinn héðan. Menn eru uggandi vegna þessa og við höfum orðið vör við nokkurn ótta hjá fólki um hvað gerist í framhaldinu,” sagði Jónas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.