Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 25 i í geginim tíðina. lálfum lætlun Morgunblaðið/Gugu asamstæðu Blönduvirkjunar vil ég *eim er hér standa og þess njóta ” sagði Jóhannes Nordal, stjórnar- árunum 1973 til 1984. Rannsóknir á lífríki vatna á Auðkúluheiði voru gerðar á vegum Orkustofnunar og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins rannsakaði gróðurfar og beitargildi afréttanna á Auðkúlu- og Eyvindar- staðaheiði árið 1980. Auk virkjunar- framkvæmda hefur Landsvirkjun staðið að uppgræðslu lands í sam- ræmi við eigendur lands sem fór undir miðlunarlón. Uppgræðslan hófst þegar 1981 og umsamið er að 3.000 hektarar lands verði græddir upp. eðið í Öskju þar sem jarðhiti hefur Bein áhrif gjaldskrárhækkana og þjónustugjalda á hag vísitölufiölskyldu: Útgjöld hækka um 18 þúsund krónur á ári umfram verðlag Niðurfelling vörugjalds þýðir 7.770 kr. lækkun á móti - Barnabætur skerðast hjá tekjuhærri fjölskyldum AUKIN útgjöld vísitölufjölskyldu vegna gjaldskrárhækkana ríkis- stofnana, aukinnar þátttöku í heilsugæzlu, hækkunar dómsmála- gjalda og gjalda í skólum, sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu, eru 18.130 krónur á ári umfram almennar verðhækkanir. Á móti kemur að jöfnunargjald fellur niður um næstu áramót og lækk- ar útgjöld vísitölufjölskyldunnar um 7.770 krónur. Útgjöldin hækka því um 10.360 krónur umfram almennar verðlagshækkanir. Tekju- hærri fjölskyldur verða auk þessa að taka á sig skerðingu vegna tekjutengingar barnabóta. Samkvæmt upplýsingum frá-fjár- laga- og hagsýslustofnun íjármála- ráðuneytisins nema áætluð brúttó- áhrif fjárlagafrumvarpsins á fram- færsluvísitöluna hækkun upp á 0,7%. Að gefnum þeim forsendum að vísitölufjölskyldan hafi árstekjur sem nema rúmlega 2,5 milljónum króna munu útgjöld hennar vegna þessa hækka um 18.280 krónur á árinu 1992. Stærstu liðirnir í þess- ari hækkun eru aukin kostnaðarþát- taka í heilsugæslu sem nemur rúm- lega 9.000 krónum fyrir fjölskyld- una og hækkun dómsmálagjalda, auknar sértekjur í skólum o.fl. sem nemur 10.300 krónum. Alls nema þessar hækkanir þjónustugjalda 19.300 krónum, þar af eru 16.710 umfram almenna verðlagshækkun. Á móti kemur að jöfnunargjald verður fellt niður um áramótin sem þýðir sparnað hjá fjölskyldunni upp á 7.770 krónur. Hvað aðrar gjald- skrár- og þjónustugjaldahækkanir varðar eru þær mun minni í sniðum eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Alls nema þessar gjaldskrár- hækkanir 6.993 kr. á ári, þar af eru 1.303 kr. umfram almennar verðlagshækkanir. Áætluð nettóáhrif fjárlagafrum- varpsins að mati fjármálaráðuneyt- isins, það er hækkanir umfram al- mennar verðlagsbreytingar, nema 0,4% hækkun framfærsluvísitölunn- ar eða 10.360 krónum á vísitölufjöl- skylduna. Reiknar ráðuneytið með að almenn verðuppfærsla sé 0,3%. Jöfnunargjald er sett á allar inn- fluttar vörur og nemur það nú 3%. Hefur það á skömmum tíma lækkað úr 5%. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að þegar það verður afnumið muni allar innfluttar vörur lækka um 3%. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyr- ir tekjuskattshækkun hjá þeim efn- ameiri þannig að barnabætur minnki í hlutfalli við laun. Er áform- að að skatturinn hækki um milljarð króna af þessum sökum hjá þeim fjölskyldum sem hafa meiri tekjur en nemur 220 þúsund krónum á mánuði. Vísitölufjölskyldan telur nú um 3,5 einstaklinga þannig að skipta má landinu upp í 80.000 slík- ar. Ef deilt er í einn milljarð króna með 80.000 kemur út 12.500 króna meðalskerðing barnabóta á fjöl- skyldu. Þessi skerðing mun ekki koma niður á vísitölufjölskyldunni, sem hér er lögð til grundvallar, heldur munu tekjuhærri fjölskyldur taka hana á sig. Áætluð verðlagsáhrif þeirra breytinga á gjaldskrám, niður- greiðslum og sköttum sem koma til framkvæmda strax í haust eru hverfandi að mati íjármálaraðu- neytisins þegar á heildina er litið - eða aðeins 0,04% á mælikvarða framfærsluvísitölu. Þar af eru þegar komin fram nimlega 0,2% til lækk- unar í september í formi hækkaðra niðurgreiðslna og 0,1% sökum lækk- unar jöfnunargjalds úr 4% í 3%. Það þýðir að áhrif þessa hvors tveggja gerir meir en að vega upp þau verðlagsáhrif sem koma vegna gjaldskrárhækkana Pósts og síma, Landsvirkjunar og hærri flugvallar- skatti. AHRIF FJARLAGA AIIT- GJÖLD FJÖLSKVLDUNNAR 30.000 krónur á ári 25000 I „yísitölufjölskyldunni”, þ.e.a.s. hinni íslensku meðaJplskyldu, eru nú 3,5 einstaklingarrSamkvæmt því búa á bilinu 70\80.000 fjölskyldur íjandinu. I \ 20.000 15.000 10.000 5.000 Hækkun dómsmálagjalda auknar sértekjur skóla o.fl. Heilsugæsla Hækkun á bifreiðagjald . Hækkun á benzíngjaldi og úungaskatti Áburðarveröhækkun " Gjaldskrárhækkun Pósts og síma Sementsverðhækkun Hækkun skytduáskriftargjalds RÚV Til vinstri sjást hækkanir á útgjöldum vegna fjárlagafrumvarpsins, en til hægri lækkanimar. Fyrir miðju sést svo hversu mikil áætlaða hækkunin er umfram lækkunina fyrir vísitölufjölskylduna á næsta ári. Lækkun -5.000 -10.000 -15.000 -20.000 Hækkun Hér sjást áætluð verðlagsáhrif fjárlagafrum- varpsins fyrir 1992. Meðalhækkunin á útgjöld vísitölufjölskyldunnar nemur alls 26.418 krónum á ári, en á móti kemur.'að útgjöldin lækka einnig, eða um 16.050 krónur á ári. Það er aðallega vegna þess að jöfnunargjald fellur niður um næstu áramót, en einnig dragast frá verðuppfærslur, sem eru mikiil hluti hækkananna. I heildina er því áætlað að hækkunin nemi 10.360 krónum á ári eða 863 krónum á mánuði. Fyrir einstakling næmi hún því 2.960 krónum á ári eða 247 krónum á mánuði. Kannað hvort íslendingum er mismunað við flugfarseðlakaup Neytendasamtökin hafa skrifað samgönguráðherra bréf þar sem I óskað er eftir því að sú ákvörðun að hafna beiðni SAS-flugfélagsins | um 6 nátta fargjald til Norðurlanda verði afturkölluð. „Við lítum svo á að það sé hlutverk ráðuneytisins að gæta ekki síður hags- muna neytenda en fyrirtækja í ferðaþjónustu,” sagði Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtakanna, við Morgunblaðið. Jóhannes segir að samtökin afli sér nú upplýsinga um hvað hæft sé í orðrómi um að íslendingum sé mismunað við kaup á flugfarseðlum, til dæm- is sé nú til skoðunar hvort fullyrðingar um að það sé ódýrara að kaupa flugfargjald frá Lúxemborg til New York um Keflavík en frá Lúxemborg til Keflavíkur séu réttar. Jóhannes sagði engan vafa á að þessi ákvörðun hefði verið tekið vegna hagsmuna Flugleiða og kvaðst telja þau ummæli Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra og formanns Flugeftirlitsnefndar að það væri dapurlegt að flugfélögin SAS og Flugleiðir hefðu ekki getað komið sér saman um verð á vetrar- pakkanum forkastanleg. Jóhannes Gunnarsson sagði að ummæli Birgis Þorgilssonar í sjón- varpsviðtali á þá leið að vissulega hefði verið tekið tiilit til hagsmuna Flugleiða þegar beiðni SAS væri hafnað, og þau ummæli Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða í viðtali við DV að félagið hefði talið þessar breytingar óæskilegar væri ekki hægt að túlka öðru vísi en svo að hagsmunir Flugleiða hefðu ráðið ferðinni þótt ekki vildi hann full- yrða að félagið hefði bein afskipti af ákvörðuninni. Jóhannes sagði að Neytendasam- tökin væru ekki í aðstöðu til að gera annað en að láta í sér heyra þegar hagsmunir neytenda væru bornir fyrir borð með þessum hætti. iiins almenna neytanda að bregðast t Að öðru leyti væri það í höndum við málum sem þessum. Stúlkur seldu blóm á fölskum forsendum LÖGREGLAN hafði aðfaranótt laugardagsins afskipti af þremur 17 ára stúlkum sem maður nokkur hafði fengið til að selja rósir í þágu Kvcnnaathvarfsins. í ljós kom að rósasalan tengdist Kvennaat- hvarfinu ekkert og óskuðu aðstandendur þess eftir að aðhafst yrði í málinu. Rósirnar voru seldar við skemmtistaði í borginni á 300 krónur og fengu stúlkurnar 60 króna sölulaun fyrir hverja. Lögreglan tók 19 rósir af einni stúlkunni sem sagðist hafa ráðið sig í gegnum smáauglýsingu til að selja rósirnar og hafði tekið sér stöðu við skemmtistaði borgarinnar á annatíma þijár helgar í röð. Stúlkah sagði að maður I húsi í Austurbænum hefði auglýst eftir sölufóki og sagt að rósirnar væru seldar til styrktar Kvennaathvarf- inu. Þegar forsvarsmenn athvarfs- ins fréttu um þessa starfsemi komu þeir hins vegar af íjöllum ög ósk- uðu eftir því við lögreglu að þessi blómasala í þeirra nafni yrði stöðv- uð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.