Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 Þingkosningar í Portúgal: Jafnaðarmenn hlutu hreinan meirihluta Lissbon. Reuter. STJÓRN jafnaðarmanna hélt velli í þingkosningunum í Portúgal á sunnudag því Jafnaðarmannaflokkur Anibals Cavaco Silva for- sætisráðherra (PSD) lék sama leikinn og fyrir fjórum árum og vann hreinan meirihluta. Forsætisráðherrann lýsti sigri í gær og varaði við of mikilli bjartsýni því þrátt fyrir pólitískan stöðugleika aog uppgang undanfarin ár kynnu erfiðleikar að vera framund- an, efnahagslegur samdráttur blasti við. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin hafði flokkur Cavaco Silva hlotið 50,92% atkvæða og þótti sýnt að flokkurinn hlyti 132 þingsæti af 232. Sósíalistaflokkur (PS) Jorge Sampaio hlaut næst- mest fylgi eða 29,04%. Fleiri fylltu þó þnan flokk sem lætur sér fátt um stjórnmál finnast því 32% hinna 8,5 milljóna kjósenda neyttu ekki atkvæðisréttarins og hefur það hlutfall aldrei verið hærra í þingkosningum í Portúgal. Kommúnistaflokkurinn (PCP) tapaði þriðji fylgis miðað við kosn- ingamar 1987 og hlaut um 8% atkvæða miðað við 12,4% fyrir ijórum árum. Er stuðningur flokksins við misheppnað valdarán íu Moskvu í sumar talin ráða þar mestu. Flokkur kristilegra demó- krata hlaut aðeins 4,9% fylgi og þegar það lá fyrir sagði Diogo Freitas do Amaral af sér flokksfor- mennsku. Cavaco Silva sagði í gær að samdráttaraðgerðir væru ekki á döfinni og kreppa ekki yfirvof- ,-andi. Hagvöxtur í Portúgal hefur verið um 4,5% á ári undanfarin ár eða með því mesta í Evrópu- bandalagslöndunum (EB). Er það að þakka mikilli efnahgasaðstoð frá EB sem einkum hefur verið varið til að stórbæta vegakerfi landsins. Efnahagssérfræðingar ríkis- stjómarinnar segja hins vegar að tekið sé að hægja á og hagvöxtur- inn verði um 3% í ár og tæplega það á því næsta. Þá em fyrirséðir miklir erfiðleikar í landbúnaði, þar sem beitt er gamaldags aðferðum við ræktun og uppskeru, og úrelt- um vefnaðariðnaði þegar landið opnast að fullu við sameiningu Evrópumarkaðarins 1993. Verð- bólga er rúmlega 11% eða alltof há til þess að gjaldmiðill Portúg- ala fái aðild að myntkerfi EB (EERM) en til þess að ná tökum á henni verður stjórnin að beita strangri aðhaldsstefnu og draga úr halla á ríkissjóði. Búist er við að stjórn Cavaco Silva hraði einka- væðingu ríkisfyrirtækja sem er nærtækasta leiðin til þess að létta byrðar ríkissjóðs og komast hjá óvinsælum aðhaldsaðgerðum. Reuter Anibal Cavaco Silva forsætisráðherra fagnar sigri í þingkosningunum i Portúgal á útifundi með stuðningsmönnum í miðbrog Lissabon í fyrradag. Belgía: Þingkosn- ingar líklega í nóvember Brussel. Reuter. WILFRIED Martens, forsæt- isráðherra Belgíu, gaf til kynna í gær að hann myndi boða til þingkosninga 24. nóvember. Ráðgert var að þær færu fram í janúarlok en eftir fall stjórnar hans sl. föstudag reyndist nauð- synlegt að flýta þeim. Baldvin Belgíukonungur neitaði á sunnudag að verða við afsagnarbeiðni Martens sem gekk á föstudag á fund konungs og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt vegna óbrúanlegs ágreinings milli flæmskra ráðherra annars vegar og vallónskra hins veg- ar. Konungur fól Martens að stjórna áfram og undirbúa kosningar. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi: Tillögnm Bush svarað með mikluni niðurskurði vopna Fækkaðum 700.000 manns í Rauða hemum p||\|||| |[|fl AFVOPNUNAR ÁÆTIAMR RISAVELDANNA Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, flutti sjónvarpsávarp á laugardag þar sem hann skýrði frá fyrirhuguðum niðurskurði í kjarnorkuherafla Sovétríkjanna og fækkun úr 3.7 milljónum manna í þrjár milljónir í Rauða hernum. Ilelgind áður hafði George Bush Bandaríkjaforseti lýst umfangsmiklum, einhliða niðurskurði ýmissa kjarnorkuvopna Bandaríkjanna auk þess sem hann bauð Sovétmönn- um viðræður um fækkun annarra tegunda kjarnavopna. Gorbatsjov tók því boði í ávarpi sínu og sagði Bush á laugardag að hann teldi yfirlýsingu Sovétleiðtogans „mjög góð tíðindi fyrir allan heiminn”. Margt er enn óljóst í sovésku tillögunum en á sumum sviðum ganga þær lengra en tillögur Bush. Gorbatsjov kynnti Bush tillögur sínar áður en hann flutti ávarpið og sagði við það tækifæri að timi væri kominn til að ræða um nýjan leiðtogafund. ERLENT „Við erum nú á þröskuldi nýs skeiðs í einhveiju mikilvægasta viðfangsefni alþjóðamála,” sagði Sovétforsetinn er hann ræddi um gagnkvæmar afvopnunartillögur risaveldanna. Þær eru hinar víð- tækustu frá upphafi vígbúnaðar- kapphlaupsins. Hann sagði einnig að tillögumar væru rökrétt áfram- hald þeirrar þróunar sem hafist Leiðtogafundur Póllands, Tékkósló- vakíu og Ungveijalands: Vesturlönd sökuð um að víkjast undan ábyrgð Kraká. Reuter. LEIÐTOGAR Póllands, Tékkóslóvakíu og Ungverjalands héldu með sér fund í Kraká í Póllandi á sunnudag og í lok hans gagn- rýndu Vesturveldin fyrir að styðja ekki betur við bakið á þessum löndum og öðrum fyrrum austanljaldsríkjum sem ættu erfitt með að fóta sig á lýðræðisbrautinni eftir að hafa varpað oki kommúnis- mans af sér. „Örlög lýðræðisins í löndum okkar eru í hættu. Framtíð Evrópu er ógnað og á meðan svíkjast Vesturveldin undan ábyrgð,” sagði Lech Walesa Póllandsforseti á fundinum. Leiðtogamir sögðu að ríki sín þyrftu á aðstoð Vesturveldanna við að reisa efnahag þeirra úr þeirri rjúkandi rúst sem kommún- istar hefðu skilið eftir sig. Meðan lífskjör væru margfalt verri í fyrr- um austantjaldsríkjum en vestar í Evrópu væri ávallt hætta á að aðstæður leiddu til uppreisnar. Jafnframt sögðust Lech Walesa, Vaclav Havel Tékkóslóvakíufor- seti og Jozsef Antall, forsætisráð- herra Ungveijalands, að æðsta takmark ríkjanna væri að samein- ast stjómmála-, efnahags- og vamarkerfum Evrópu. Fyrst og fremst vildu þau tengjast Evrópu- bandalaginu nánari böndum á næstunni og fá aðild að bandalag- inu svo fljótt sem auðið væri. Einn- ig væri það von þeirra að samband þeirra við Atlantshafsbandalagið (NATO), Vestur-Evrópusamband- ið og Ráðstefnuna um öryggi og frið í Evrópu (RÖSE) efldist. hefði á Reykjavíkurfundi hans með Ronald Reagan, þáverandi Banda- ríkjaforseta, árið 1986. Sovétmenn hyggjast eyða skammdrægum kjarnavopnum sín- um en ekki er ljóst hvort þeir hafa sams konar fyrirvara og Bush er undanskildi vopn sem skotið er úr flugvélum. Einnig verður eytt þús- und fleiri langdrægum flaugum Sovétmanna en kveðið er á um í samningnum sem risaveldin hafa gert um fækkun slíkra kjarnorku- vopna, START-samingnum svo- nefnda. Erfítt er að gera sér grein fyrir því hve mikilvæg þessi fækk- un verður; talningareglur í viðræð- um um langdræg vopn eru afar flóknar. Gorbatsjov sagði að lang- drægum, fjölodda eldflaugum yrði ekki fjölgað en Bush vill semja um að þessi gerð vopna verði upprætt. Langdrægar, sovéskar flaugar sem varðveittar eru á járnbrautavögn- um verða ekki fluttar frá núver- andi stöðvum sínum. Bandaríkja- menn ætla að hætta algerlega við að koma slíkum vopnabúnaði á fót. Sovétleiðtoginn minntist ekki á langdrægar kjarnorkuflaugar í kafbátum sem fækkað verður sam- kvæmt START-samningnum en þær teljast til búnaðar í landhem- aði þótt varðveittar séu á eða í sjó. „Að sjálfsögðu myndum við fagna sams konar frumkvæði af hálfu Bandaríkjamanna. Við leggj- um til að jafnskjótt og búið verði að staðfesta START-samninginn verði þegar hafnar markvissar við- ræður um frekari fækkun er num- ið gæti um það bil 50%”, sagði Gorbatsjov um langdrægu vopnin. Hann sagði að þrír sovéskir kjam- orkukafbátar yrðu teknir úr notk- Vígvallarkjarnorkuvopnum skal eytt og sprengjuflug- vélar teknar úr samfelldri viðbragðsstöðu. Kjarnaoddum langdrægra kjarnaflauga verður fækkað um 1.000 fleiri en segir í START-sáttmálanum við Bandaríkin. Nýjar afvopnunarviðræður verði hafnar, sem miði að 50% fækkun langdrægra kjarnavopna umfram START og banni við framleiðslu kjarnakleyfra efna í vopn. Fækka í Rauða hernum um 700.000 manns í um þrjár milljónir. START: Sáttmáli um samdrátt langdrægra kjamavopna. Öll skammdræg kjarna- vopn Bandaríkjanna í Evrópu og á Kóreuskaga verða tekin niður og eytt. Niðurskurði samkvæmt START-sáttmálanum verður hraðáð með þvi að aflétta viðbragðstöðu 450 Minute- man-2 kjarnaflauga í skot- turnum neðanjarðar. Leitað verði samninga við Sovétríkin um upprætingu allra langdrægra kjarna- flauga, sem bera fleiri en einn kjarnaodd. Uppræta allar kjarna- væddar stýriflaugar og sprengjur um borð í skipum og kafbátum. Heit Sovétstjórnarinnar Fyrirætlunum um endurbætur á langdrægum kjamaflaugum á járnbrautum verði hætt. Smlði smárrar, færanlegrar lang- drægrar kjarnaflaugar verði hætt. Kjamorkuvopnum af ýmsu tagi hjá einstökum herdeildum verði komið undir eina stjórn. Reuter un. Bent hefur verið á að sú ákvörðun Sovétforsetans að láta hætta öilum kjarnorkutilraunum í eitt ár hafi sennilega verið óhjá- kvæmileg í ljósi þess að þau lýð- veldi sambandsríkisins, sem léð hafa land undir þær til þessa, hafa bannað allar frekari tilraunir. So- véski leiðtoginn lagði einnig til að hætt yrði framleiðslu efna í kjarn- orkusprengjur og hvatti önnur kjarnorkuveldi til að taka undir tillögur sínar um algert tilrauna- bann. Gorbatsjov samþykkti hugmynd Bandaríkjamanna um samvinnu á sviði hönnunar vamarkerfis gegn eldflaugaárás. Kerfið mun m.a. byggjast á búnaði úti í geimnum en bandarísku hugmyndimar hafa verið nefndar „Stjörnustríðsá- ætlunin”. Áður hafa Sovétmenn ávallt hafnað slíkri samvinnu og sagt að geimvarnir brytu í bága við samning ríkjanna tveggja um gagnflaugakerfi frá áttunda ára- tugnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.