Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 Minning: Magnús Halls- son húsasmiður Fæddur 24. september 1938 Dáinn 29. september 1991 Hraustur vinur hefur nú lokið sinu lífshlaupi á þessari jörð langt um aldur fram, aðeins fimmtíu og þriggja ára. Já, hann Maggi okkar er látinn. Að kveðja vin, sem Maggi var okkur hjónum, er ekki hægt með fáum og fátæklegum orðum, of langt væri upp að telja. Ósjálfr- átt rifjast þó upp fjöldi minninga frá samverustundum með þeim Gullu og Magga en þær eru margar og ógleymanlegar, hvort heidur eru frá Spánarströndum eða innan af heiðum þessa lands. Mannkostir Magga komu oft franx í þessum ferðum okkar. Hann var ætíð svo ratvís á hagkvæmar og þó oft ein- faldar lausnir mála. Hann hafði mjög ákveðnar lífsskoðanir sem ég bar virðingu fyrir. Við hjónin fórum á síðari árum í margar veiði- og skemmtiferðir saman og bundust þá vináttuböndin enn traustar. Mið- fjarðará var ætíð draumur hvers ■*laxveiðisumars, nú síðast í lok ág- úst síðastliðinn. Maggi var góður veiðimaður, hvort heldur var með skotvopn eða stöng en á seinni árum var það stangaveiðin sem heillaði meira. Maggi var svo heppinn að velja sér fljótlega sinn besta veiðifé- laga sem ástkær eiginkona hans Gulla var. Hafa þau hjón ætíð verið meðal þeirra fengsælustu í okkar hópi. Við minnumst Magga okkar sem vandvirkum, heiðarlegum og iraustum vini sem ávallt var reiðu- búinn að rétta okkur aðstoð og hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Elsku Gulla mín, að lokum send- um við þér hugheilar samúðarkveðj- Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. Gullfallegur salur til leigu í Fossvoginum hentugur fyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70 BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. hkémmmi Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. ur og bömum þínum og öðrum vandamönnum. Hafi minn horfni vinur hjartans þakkir. Blessuð sé minning Magnúsar Hailssonar. Hilmar og Alla Þegar ég frétti að Maggi væri dáinn, fór ég að hugsa til baka. Þá kom upp í hugann myndin af honum þar sem hann sat við eldhúsborðið með kaffibollann, og þegar ég kom æðandi inn, leit hann upp og sagði: „Nei er það ekki Jóska litla dalad- rós”, og síðan birtist stríðnislegt bros á andlitinu. Þrátt fyrir að ég sé fyrir löngu síðan flutt úr Dölunum, og teljist nú varla lítil lengur, þá var það aukaatriði, setningin hélt sér sem slík. Maggi var líka eini maðurinn sem kallaði mig eitthvað annað en Jó- hönnu Ósk í minni áheyrn og komst upp með það, þó að ég hafi nú ekki alltaf tekið því með þegjandi þögninni. Svona góðlátlega stríðni sem lífgaði upp á tilveruna hafði Maggi alltaf á takteinum, og alltaf var gott að koma á Sogaveginn og spjalla um daginn og veginn við þau Gullu og Magga. Magnúsar verður sárt saknað, en minningarnar hverfa ekki, og það er líka vissa mín, að þegar ég hverf úr þessum heimi verður það fyrsta sem ég heyri hinumegin, þetta: „Nei, er það ekki Jóska litla daladrós.” Jóhanna Ósk Það er alltaf sárt þegar dauðinn tekur einhvem til sín og þá sérstak- lega menn sem eiga svo mikið eft- ir, eins og hann Magnús frændi minn. Það fyrsta sem ég man af sam- skiptum okkar Magnúsar frá mín- um bemskuárum var hvað ég var rosalega feimin við hann þegar stríðnissvipurinn kom á andlitið og hann kallaði mig „Rúnu rauðsokku” söng sprellvísur fyrir mig og hló sínum dillandi hlátri. Hann hafði mikið yndi af því að spila á gítar og þær voru ófáar vís- urnar sem urðu til þegar hann var að glettast við okkur krakkana. Eins er ógleymanlegt þegar hann var að syngja vísurnar um hann Jón hestamann. Magnús hafði mjög gaman af að fara á hestbak og naut hann sín vel þegar farið var í ferðir nálægt heimaslóðunum á Hlíð, horfði til allra átta og riíjaði upp gamlar minningar. Mér er sérstaklega minnistæð ferð frá því í sumar sem farin var í miklu blíðviðri og skil- yrði til að njóta útsýnis vom afar góð. En það var ofarlega í huga Magnúsar hvar sem hann fór, enda fróður um náttúruperlur jafnt á heimslóðum sem annars staðar á landinu. Við fórum „bakdyramegin” heim eins og við köllum það þegar riðið er fyrir sunnan vatn Hafurstaða- megin. Þegar við erum rétt komin heim segir hann ég er nú enginn hestamaður en samt er þetta nú bráð skemmtilegt, svo hló hann innilega og stríðnishrukkurnar við augun komu vel í ljós. Þá stuttu áður höfðum við rætt mikið um það hvað hestamaður í rauninni þýddi og þá hafði hann fundið út að orð- ið hestanotandi væri það sem hann kysi að kalla sína hestamennsku. Þegar Magnús kom heim að Hlíð gaf hann sér alltaf góðan tíma til að aka hægt heim afleggjarann skoða ijöllin, vatnið, húsin og bara allt sem fyrir augun bar erida var hann fljótur að sjá ef að eitthvað hafði breyst. Það er ekkert víst í þessum heimi. Einn fór í gær annar í dag en hver á morgun? Við öll sem þekktum Magnús eigum eftir að sakna hans mikið, en við vitum að þegar okkar tími er kominn tekur hann vel á móti okkur hinu megin brosandi með heita, þétta handtakinu sínu. Sigrún Ólafsdóttir í æsku er okkur kennt að okkar jarðneska líf á ser endi og við lær- um að lifa með þeirri hugsun að ekkert varir til eilífðar. Samt er það svo að þegar dauðinn kveður að dyrum að það er erfitt að sætta sig við að eitthvert okkar sé hrifíð í burtu því ávallt er eitthvað eftir . t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNIGESTSSON, Kirkjuvegi 11, Keflavik, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 4. október. Vigdís Pálsdóttir, Sveinn Guðnason, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Elín Guðnadóttir, Ellert Skúlason, Ingunn Guðnadóttir, Bjarni Jónsson, Gestur Guðnason, Oddrún Guðsveinsdóttir, Pálína Guðnadóttir, Eiríkur Ragnarsson, Kristín Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÞÓR JÓNSSON vélgæslumaður, Furugerði 1, andaðist í Landakotsspítala 5. október sl. Sólborg Sveinsdóttir, Guðrún Jónína Einarsdóttir, Loftur E. Pálsson, Lísabet Sólhildur Eínarsdóttir, Sigurður A. Einarsson, Ingólfur Dan Gíslason, Jóhanna Jónsdóttir, Axel Hólm Gíslason, Jódfs Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEMAR VETRARTILBOÐ -3 GrcMiíl HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707 OPIÐ 9-18. LAUGARDAGA FRÁ'KL. 10-15. ólokið og hann skilur eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt. Nú þegar Magnús Hallsson hefur lokið sínu jarðneska hlutverki hrannast upp minningar um þá samveru sem við deildum með hon- um og það sem hann gaf af sér til annarra. Hann var sá stóri persónu- leiki sem allir gátu leitað til, jafnt börn sem fullotðnir og fengið ráð við þeim vanda sem að höndum bar hverju sinni. Ekki einungis bar hann umhyggju fyrir þeim eldri, heldur lét sig einnig skipta hvað hinir yngri höfðu til málanna að leggja. Nú er skarð fyrir skildi hjá okkar börnum þegar Magnús frændi er horfinn burtu. Ekki er hægt að nefna svo Magn- ús að Gullu sé ekki getið líka. Þau voru nánast alltaf nefnd í sömu setningu í okkar Ijölskyldu, enda vart hægt að hugsa sér samiýmd- ari hjón. Saman bjuggu þau sér og börnunum sínum heimili og var það heimili alltaf opið öllum sem þangað höfðu eitthvað að sækja, hvort sem það var vinátta, ráð eða frændskap- ur. Magnús og Gulla kunnu ávallt svar við öllum hlutum í lífinu. Fyrir honum var hver sú þraut sem að höndum bar áskorun um að sigrast á, en verða um leið reynslunni rík- ari sem hægt var að miðla til ann- arra. Hann hugsaði alla hluti til hlítar áður en þeir voru fram- kvæmdir svo allt gæti orðið sem best og haganlegast enda ber dags- verk hans þess fagurt vitni. Vinátta okkar við Magnús og Gullu stendur fremst þegar litið er til baka. Ógleymanlegur er sá tími er við eyddum saman, og er þá ferðalag okkar síðastliðið sumar næst í huganum. Magnús var mik- ill unnandi landsins enda með sterk- ar rætur í íslenskri sveit, alinn upp í Hnappadalnum þar sem fjallasýn- in gerist fegurst, enda unni hann sveitinni sinni mest allra staða. Hugur hans var þó fær um að sjá fegurð allstaðar, jafnt í grösum hagans sem og í fallegrí byggingu. Nú verða ekki farnar fleiri ferðir með Magnúsi og Gullu hér á jörð. Þær sem aldrei voru farnar verða að bíða næsta lífs. í huga okkar er efst þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast og deila líflnu með Magnúsi en jafnframt söknuður og eftirsjá að mega ekki hafa hann lengur meðal okkar. Elsku Gulla og fjölskylda, megi minning um góðan dreng varðveit- ast í hjörtum okkar. Svandís og Sverrir Sunnudaginn 29. september sl. fékk ég þá ótrúlegu frétt að Magn- ús Hallsson hefði látist þá um nótt- ina að heimili sínu. Mikið var erfitt að meðtaka þann raunveruleika að hann væri farinn frá okkur á vit forfeðra sinna og maður myndi ekki hitta hann aftur fyrr en hinu megin við móðuna miklu. Magnús varð ekki gamall maður, aðeins nýorðinn 53 ára þeg- ar Iífshlaupi hans lauk. Magnús lærði húsasmíðar í Borg- arnesi og vann þar um sveitir uns hann flutti til Reykjavíkur. Starfaði hann þar við húsasmíðar fyrstu árin, en fijótlega kom í ljós að þarna var á ferðinni, ekki bara afburða fagmaður, heldur mjög góður stjórnandi með ákveðnar skoðanir og mikla ábyrgðartilfinningu, úr- ræðagóður og laginn við fólk. Þetta sáu þeir sem hann starfaði fyrir, enda hefur hann haft umsjón með og stjómað mörgum stórfram- kvæmdum sl. 20 ár. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman fyrir u.þ.b. 14 ámm síðan og hefur hann reynst mér ómetanleg stoð og stytta í öll- um þeim framkvæmdum sem ég hef staðið fyrir síðan. Meðal þeirra framkvæmda sem hann hefur haft umsjón með fyrir mína hönd má t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN RUNÓLFSSON, Álfhólsvegi 17A, Kópavogi, andaðist 30. september á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum af alhug sýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar. Laufey Ólafsdóttir, Ólína Þuriður Þorsteinsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Sverrir Björgúlfur Þorsteinsson, Guðleif Unnur Magnúsdóttir, Þórey Björk Þorsteinsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Bergþóra Þorsteinsdóttir, barnabörn og langafabarn. -\ Systir okkar og mágkona, ■ SÓLVEIG BJARNADÓTTIR, andaðist að morgni 5. október. Jarðarförin auglýst síðar. J Guðrún Soffía Gisladóttir, Friðgeir Grímsson, Sigurgeir Páll Gíslason, Elín Gísladóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GEIR ÓSKAR GUÐMUNDSSON véltæknifræðingur, Dúfnahólum 2, lést 5. október. Árný Guðmundsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Hjörtur Hansson, Sigurður Geirsson, Guðlaug Einarsdóttir, Árni Geirsson, Halldóra Hreggviðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.